Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 MULTIPLAN Vandað námskeið í notkun töflureiknisins Multiplan. Þátttakendur fá góða æfíngu í að nota kerfíð og ýmis gagnleg útreikningslíkön, t.d. víxla, verðbréf o.fl. * Almennt um töflureikna * Töflureiknirinn Multiplan * Æfingar í notkun allra algengustu skip- ana i kerfinu * Stærðfræðiföll i Multiplan * Fjárhagsáætlanir * Notkun tilbúinna likana til að reikna út víxla, verðbréf, skuldabréf o.fl. * Ath. Með námskeiðsgögnum fylgir diskl- ingur með ýmsum gagnlegum útreikn- ingslikönum. Tími: 19.—22. janúar kl. 13—16. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. IBM —PC Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun IBM-PC. Tilvalið námskeið fyrir alla not- endur einkatölva, ekki síst þá sem búa úti á landi. ★ Grundvallaratriði í notkun einkatölvunnar frá IBM. ★ Prentarar og önnur jaðartæki. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ Ritvinnsla. ★ Ritvinnslukerfíð Orðnsilld, æfíngar. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN, æfíngar. ★ Gagnasafnskerfið d-BASE III, æfíngar. ★ Fyrirspumir og umræður. Ath.: Innifalin í námskeiösgjaldinu er IBM-pc handbók Tölvufræðslunnar. Tími: 17. og 18. janúar kl. 10—17. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. Ritvinnsla erfið VVORD ítarlegt og vandað námskeið í notkun rit- vinnslukerflsins Word. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC tölva. ★ Almennt um ritvinnslu með tölvum. ★ Ritvinnslukerfið WORD. ★ Æfíngar í notkun kerfisins. ★ Helstu atriði við skrárvinnslu. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 19. — 22. janúar kl. 17—20. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík. Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands 8.janúar 1987: Verk eftir Jón Leifs, Szymanowski og Borodin Elzbieta Zajac-Wiedner, pianóleikari Sinfóníuhljómsveit íslands tekur aftur til við áskriftartónleika sína, að loknu jólale}rfi, á fimmtudags- kvöldið kemur í Háskólabíói. Þetta verða sjöundu áskriftartónleikar starfsársins og hinir næst síðustu á fyrra misseri. Á efnisskrá sveitar- innar að þessu sinni verða eftirtalin verk: Þrjú óhlutræn málverk op. 44 fyrir hljómsveit eftir Jón Leifs, Symphonie Concertante fyrir píanó og hljómsveit op. 60 eftir Karol Szymanowski og Sinfónía nr. 2 í h-moll op. 5 eftir Alexander Borod- in. Einleikari í verki Szymanowskis verður pólski píanóleikarinn Elz- bieta Zajac-Wiedner. Stjómandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson. Brautryðjandinn Jón Leifs Fyrsta verkið á tónleikunum er „Þrjú óhlutræn málverk" eftir Jón Leifs. Þetta eru þrír örstuttir þætt- ir og samdi Jón hinn fyrsta þeirra á árunum 1955—1956, en tvo hina síðari í desember 1960. Jón Leifs var afkastamikið tónskáld, sem fór sínar eigin leiðir í tónsmíðum sínum. Hann mótaði sinn eigin tónlist- arstíl, sérkennilegan og umdeildan. íslenskir tónlistarunnendur hafa að mestu leitt hann hjá sér, sem best sést af því, að ýmis stærstu og umfangsmestu verk hans hafa aldr- ei verið flutt opinberlega. Tónlist hans vinnur hins vegar á við hlust- um, er mjög sérstök og athyglis- verð. Jón Leifs (1899—1968) fæddist í Sólheimum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. 17 ára gamall hvarf hann frá námi í Menntaskólanum í Reykjavík, hélt tii Þýskalands og stundaði tónlist- amám í Leipzig á árunum 1916—1922. Hann dvaldist að mestu í Þýskalandi í nær 30 ár, þar sem hann starfaði að tónsmíðum, auk þess sem hann stjómaði hljóm- sveitum í ýmsum Evrópulöndum. Eftir síðari heimsstyrjöldina var hann búsettur hér á landi. Jón Leifs stofnaði Bandalag íslenskra lista- manna árið 1928, Tónskáldafélag íslands 1945 og STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsrétt- ar, árið 1948. I þessum samtökum öllum vann hann mikilsverð braut- ryðjendastörf. Jón Leifs safnaði íslenskum þjóðlögum og rannsakaði þau. Hann ritaði ýmislegt um rann- sóknir sínar og byggði á þeim sérkennilegan tónlistarstfl sinn. Verk tileinkað píanósnillingnum Arthur Rubinstein Karol Szymanowski (1882—1937) samdi Symphonie Concertante fyrir píanó og hljóm- sveit op. 60 á árunum 1931—1932 og tileinkaði verkið vini sínum, píanósnillingnum Arthur Rubin- stein, sem var af pólskum ættum eins og tónskáldið. Szymanowski samdi tónverk af ýmsu tagi, svo sem óperur, balletta, hljómsveitar- og kammerverk og mikið af tónlist fyrir píanó. Meðal hljómsveitarverkanna eru tveir fiðlukonsertar og fjórar sinfóníur, en hin fíórða þeirra, sem Sinfóníu- hljómsveit íslands flytur að þessu sinni, er í rauninni píanókonsert fremur en sinfónía. Form fyrsta þáttar líkist mjög hefðbundnu sónötuformi og yfir- bragð hans er glaðlegt. Annar þáttur er ljóðrænn framan af, með píanóið næstum í bakgrunni, en brátt aukast átökin og verða dra- matísk. Þegar ró færist aftur yfir er aðalstef fyrsta þáttar rifjað upp og síðan tekur þriðji þátturinn við án þess að hlé verði á milli. Hann er hraður og gáskafullur og er nið- urlagið einkum glæsilegt. Einleikari í þessu verki verður pólski píanóleikarinn Elzbieta Zajac-Wiedner. Hún kom síðast fram hérlendis haustið 1985, er hún hélt tvenna tónleika með fagottleik- aranum Wemer Sculze. Hún hefur margsinnis hlotið verðlaun og viður- kenningu á alþjóðavettvangi fyrir píanóleik sinn og hefur oft komið fram með hinum fremstu hljóm- sveitum víða um lönd. Hún er nú kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Eitt öndveg'isverka tómstunda- skáldsins Borodins Alexander Borodin (1833—1887) var í hópi atkvæðamestu tónskálda Rússlands á 19. öld, ásamt þeim Tsjaikofski, Balakirev, César Cui, Mússorgski og Rimski-Korsakov. Þó var Borodin ekki tónskáld að Hótel Borg: Hljómsveitirnar Grafik og Rauðir fletir halda tónleika á Hótel Borg í kvöld. Gestir þeirra verða Hljómsveitin Ofris og Tríó Oddnýjar. Nýir menn hafa gengið til liðs við Grafík og mun hljómsveitin flytja nýtt efni sem væntanlegt er aðalstarfí, heldur læknir og eðlis- fræðingur, sem nýtti tómstundir sínar til tónlistarstarfa. Hann samdi tvær sinfóníur og er sú nr. 2 í h-moll, sem nú verður flutt, talin til meistaraverka á þvf sviði. Kam- mertónlist hans, sérstaklega strengjakvartettarnir, njóta enn al- mennra vinsælda. Á síðustu æviár- um sínum vann Borodin að óperunni Igor fursta, sem vafalítið er merk- asta verk hans. Erfiðleikar með óperutextann ásamt önnum við vísindastörf og kennslu ollu því hins vegar að þessu höfuðverki Borodins varð ekki lokið. Það voru þeir Rimski-Korsakov og Glazúnov sem ráku á það smiðshöggið að höfund- inum látnum. Andríki Borodins og frumleiki þykir hvergi koma skýrar fram en í Igor fursta, en það verk hans sem oftast er flutt, a.m.k. á Vesturlöndum, er vafalaust sinfóní- an nr. 2 í h-moll. (Vilhelm G. Kristinsson tók saman.) á hljómskifu á þessu ári. Rauðir fletir eru um þessar mundir að ljúka upptökum á nýrri tveggja laga plötu sem væntanleg er í febrúar. Hinar hljómsveitinar tvær, Ofris og Tríó Oddnýjar, eru að stíga sín fyrstu spor á hljómlistarsviðinu. (Úr fréttatilkynningu.) Fjórar hljómsveit- ir á tónleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.