Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 15 Borerarspítal- inn - 31eiðir eftir Margrétí Tómasdóttiir Það hefur ekki farið framhjá neinum sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum að Davíð borgarstjóri hefur hugmyndir um að selja ríkinu Borgarspítalann. Honum datt þetta snjallræði í hug þegar tilkynnt var að Borgarspítalinn, sem hefur haft tekjur sínar frá ríkinu í formi dag- gjalda, færi á föst fjárlög árið 1987. Fjármagnið, sem spítalanum er skammtað, dugar ekki fyrir rekstr- inum út árið. Davíð sá fyrir sér að borgarsjóður borgaði það sem á vantaði. Lái ég honum það ekki að neita að borga með útsvari Reyk- víkinga fyrir þjónustu sem allir landsmenn geta gengið að vísri. Davíð virðist, án þess að hafa svo mikið sem rætt tillöguna í borgar- stjóm, hafa valið auðveldustu lausnina sem hægt var að finna, þ.e. að losa sig og þar með borgar- sjóð við spítalann. Er Davíð að segja með þessu að hann treysti sér ekki að laga þá hluti sem betur mega „Ef það skeður að Borgarspítalinn verði innlimaður í Ríkisspít- alakerfið, sjáum við fyrir okkur Landspít- alabákn sem er af þvílíkri stærðargráðu að því er erf itt eða ill- mögulegt að stjórna. I því bákni sé ég fyrir mér litlar stjórnir hér og þar sem ekkert geta gert fyrr en stóra yfir- stjórnin hefur gefið grænt ljós.“ fara í rekstri spítalans eða fjár- mögnun hans, eða sér hann fram á að það er tilgangslaust að reyna að vinna af einhverju viti að heil- brigðismálum — spítalarekstri með Qármála- og heilbrigðisráðuneyt- inu? Þar er jú fólk við völd úr sama stjómmálaflokki og hann svo stjómmálaskoðanir ættu ekki að hamla góðu samstarfi. Er Davíð virkilega að gefast upp? Það em þrjár leiðir færar í þessu máli, sem er, hvemig á að reka Borgarspítalann? Sú fyrsta er að Reykjavíkurborg haldi áfram að stjóma rekstri spítalans. Aður en annað rekstrarfyrirkomulag er ákveðið verður að fullkanna hvort það sé virkilega ósk borgarbúa að láta af stjóm spítalans. Þegar haft er í huga hvemig Borgarspítalinn er til kominn, að ríkið veitti borgarbúum ekki öryggi í sjúkrahúsþjónustu á sínum tíma, er illveijanlegt gagnvart borgarbú- um að rétta ríkinu forræði spítal- ans. Þó að fjármagn frá ríkisvaldinu hafí verið takmarkað til spítalans hefur Reykjavíkurborg haft fmm- kvæði um uppbyggingu þeirrar starfsemi sem er að fínna í Borg- arspítalanum. Má þar sérstaklega neftia slysadeild og endurhæfinga- deild. Önnur leið, sem tryggir sjálf- Margrét Tómasdóttir stæði og sjálfstjóm spítalans, er stofnun sjálfseignarstofnunar. Kostir þessa fyrirkomulags em þeir að 20—30 manna fulltrúaráð kýs úr sínum hópi 5—7 manna stjóm sem fer með stjóm spítalans. Stofn- skrá sjálfseignarstofnunar er hægt að aðlaga núverandi starfsfyrir- komulagi Borgarspítalans, þar með talið launakerfí starfsmanna (á ég þar við að launakerfi verði ekki það sama og á sjálfseignarstofnuninni Landakoti). Stofnunin heyrir þá beint undir heilbrigðisráðuneytið og fjármagn til rekstrarins kemur frá ríkinu sem daggjöld eða föst fjár- lög. Eini ókostur þessa fyrirkomu- lags er að ríkið getur svelt sjálfseignarstofnun, sem er á föst- um fjárlögum til hlýðni, með því að veita of litlu fjármagni til rekstr- arins. Bestu dæmin um það em einmitt Landspítalinn og Landa- kotsspítali. Þar er þjónustan minnkuð þegar fjármagnið er búið, þ.e. rúmum er lokað, færri sjúkling- ar fá þjónustu. Þriðja og síðasta leiðin sem ég vona að verði ekki valin er sala Borgarspítalans til ríkisins. Ef það skeður að Borgarspítalinn verði inn- limaður í Ríkisspítalakerfið, sjáum við fyrir okkur Landspítalabákn sem er af þvílíkri stærðargráðu að því er erfitt eða illmögulegt að stjóma. í því bákni sé ég fyrir mér litlar stjómir hér og þar sem ekk- ert geta gert fyrr en stóra yfír- stjómin hefur gefíð grænt ljós. Samemingaraðili heilbrigðisþjón- ustu á íslandi er heilbrigðisráðu- neytið. Ef ráðuneytið gerir þá hluti sem því em ætlaðir, þarf ekki ríkisspítalabákn til að sameina stærstu sjúkrahús landsins. Það er engin spuming í mínum huga hvort sé betra fyrir Borg- arspítalann og borgarbúa að þeir stjómi sínum spítala eða þurfí al- gjörlega að treystra á ríkisforsjá. Það sem starfsfólk Borgarspítalans vill er að geta haft áhrif á þá starf- semi sem veitt er, framtíðarþróun og skipulagsmál stofnunarinnar bæði faglega og rekstrarlega. Er það best tiyggt með því að halda stjóm spítalans sjálfstæðri frá öðr- um stóram stofnunum. Höfundur er lýúkrunarfram- kvæmdastjóri lyfjadeildar Borg- arspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.