Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur: Staðreyndir um vinnubröffð í tilefhi skrifa á baksíðu Þjóðvilj- ans fimmtudaginn 18. desember sl. undir fyrirsögninni „Dæmalaus vinnubrögð. Meirihlutinn keyrir tillögur að nýju skipulagi í gegn- um ráð og nefndir" teljum við á Borgarskipulagi rétt að eftirfarandi komi fram: Á fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur 18. október 1982 kom fram í bókun meirihluta skipulags- nefndar að stefnt skuli að því að endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verði lokið árið 1986. Um mitt ár 1984 var ákveðin deildaskipting á Borgarskipulagi og þá hóf svokölluð aðalskipulagsdeild vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir allt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. I september sama ár var verk- áætlun aðalskipulagsins send borgarfulltrúum og helstu stofnun- um borgarinnar til kynningar. í tengslum við skipulagsvinnuna hafa verið haldnir fjölmargir kynn- ingar- og vinnufundir með embætt- ismönnum og borgarfulltrúum og eins með ýmsum öðrum aðilum sem hagsmuna eiga að gæta. Frá því í október 1984 hefur samstarfshópur Borgarskipulags og borgarverkfræðings átt um 25 fundi um aðalskipulagið. Fulltrúar frá Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins sátu flesta fundina og ætti því að vera tryggt að samræmi sé milli skipulagstillögu Borgar- skipulags og þess svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið sem nú er fullbúið. Fyrsta handrit að greinargerð aðalskipulagsins var send borgar- fulltrúum í apríl 1986. í sumar og haust var unnið að endurbótum á texta og myndefni handritsins og bætt við þeim köflum sem ekki voru tilbúnir síðastliðið vor. Til frekari fróðleiks er hér að neðan birtur listi yfir einstaka áfanga og kynningar í vinnunni við aðalskipulagið: 1984 Aprfl: Deildaskipting á Borgar- skipulagi, aðalskipulagshópur hefur undirbúningsvinnu. Maí: Sögu- og skipulagssýning, Kjarvalsstaðir. Vinna við aðalskipu- lagið kynnt. Júní: Endurskoðun aðalskipu- lags, umferðarspá til 1990, Kjar- valsstaðir, embættismenn og borgarfulltrúar. Agúst: Verkáætlun aðalskipu- lags send borgarfulltrúum. Nóvember: Samstarfshópur Borgarskipulags og borgarverk- fræðings um aðalskipulagsvinnu myndaður (aðalskipulagsteymi). 1985 Janúar: Aðalskipulag kynnt á Kjarvalsstöðum, nefndir borgarinn- ar, embættismenn og borgarfulltrú- ar. Febrúar. Skipulagsnefnd fundar um aðalskipulagið. Apríl: Vinnufundur í Rafstöðvar- húsi, embættismenn, nefndarmenn o.fl. Apríl: Umhverfismálaráð. Fram- tíðarbyggðasvæði. Júní—júlí: Mat á skipulagi Ár- bæjar- og Breiðholtshverfa. Desember: Kynning í skipulags- nefnd, kynningaráætlun samþykkt. 1986 Janúan Skipulagsnefnd, framtíð- arbyggðasvæði o.fl. Mars: Skipulagsnefnd, þjónustu- þættir og hverfaskipulag. Apríl: Umhverfismálaráð, um- hverfisþættir. 2 fundir. Apríl: Aðalskipulag kynnt á Kjarvalsstöðum, borgarfulltrúar og embættismenn, borgarfulltrúum send greinargerð. Júní: Skipulagsnefnd. Júlí: Skipulagsnefnd. Ágúst: Kjarvalsstaðir, sögusýn- ing, skipulagskortið o.fl. kynnt. September: Fyrirlestur fyrir al- menning á Kjarvalsstöðum. Umferðarnefnd, umferðarskipu- lag kynnt. Skipulagsnefnd. Október: Skipulagsnefnd, 2 fund- ir. Nóvember: Skipulagsnefnd. Umhverfismálaráð, 2 fundir. Iþróttaráð. Borgarfulltrúum sent skipulags- kort o.fl. gögn. Einnig hefir frá upphafi verið haft samband og samvinna við SVR, hafnarstjóra, félagsmála- stjóra, skólamálaráð, æskulýðs- og íþróttaráð, veitustofnanir, Póst og síma, stjórn kirkjugarða, Skipulags- stjóra ríkisins og ýmsa aðra aðila. Með þökk fyrir birtinguna, Birgir H. Sigurðsson, skipu- lagsfræðingur, deildarstjóri hverfaskipulagsdeildar. Dr. Bjarni Reynarsson, land- fræðingur, deildarstjóri aðalskipulagsdeildar. .' Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt, forstöðumaður Borgarskipulags. Vopnaður og hættulegur Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Vopnaður og hættulegur (Armed and Dangerous.) Sýnd í Stjörnubíói. Stjörnugjöf: •ír *r. Bandarísk. Leikstjóri: Mark L. Lester. Handrit: Harold Ramis og Peter Torkovei. Framleiðendur: Brian Grazer og James Keach. Kvikmynda- taka: Fred Schuler. Helstu hlutverk: John Candy, Eugene Levy og Robert Loggia. Vopnaður og hættulegur (Armed and Dangerous) er gam- anmynd um tvo ólánlega öryggis- verði og þökk sé góðu handriti, sem Harold Ramis (Gostbusters) á a.m.k. helminginn í, oftastnær falslausri leikstjórn Mark L. Lest- ers og góðum Ieik manna eins og John Candys, er hún prýðisgóð skemmtun, sérstaklega fyrir þá sem unun hafa af ærslafullu og alvörulausu gamni. Lester á ekki í miklum vand- kvæðum með að halda uppi hraða Candy og Levy í myndinni Vopnaður og hættulegur. og fjöri enda taka bflhræin að hrannast upp þegar nær dregur endalokunum og þótt markið sé ekki sett hátt tekst myndinni það sem ætlast er til af henni; að skemmta fólki. Það er passað vel uppá að hafa lítið um dauða punkta í Vopnaður og hættulegur. Öryggisverðir gæslufyrirtækisins Varðhundur- inn, sem þeír Candy og Levy vinna hjá, eru hver öðrum undarlegri en ef söguþráðurinn er helsti farsakenndur og þrjúbíólegur bæta þeir John Candy og Eugene Levy það upp með skemmtilegum samleik í hlutverkum öryggis- varðanna samviskusömu, sem koma upp um spillingu og stór- þjófnaði innan stéttarfélagsins síns. Robert Loggia er illur og sam- viskulaus í hlutverki stórkrimm- ans kvensama en það er raunar valinn maður í hverju rúmi sem gerir manni kleift að skemmta sér dægilega yfir þessari léttleikandi gamanmynd. ¦ . ¦ ' :.-¦¦ ¦¦. ¦ — .1... NO COMHERCIAL TRAFFIC Krókódíla Dundee svipast um í frumskógi stórborgarinnar. Krókódílamaður í kaupstaðarferð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Krókódíla Dundee — Crocodile Dundee • • • Leikstjóri: Peter Faiman. Handrit: Paul Hogan, Ken Shadie og John Cornell. Aðal- leikendur: Paul Hogan, Linda Kozlowski, John MeiUon, Steve Rackman. Ástralia 1986. Dreif- ing 20th Century Fox. Ástralir láta ekki deigan síga. Eftir röskan áratug frábærra mynda, undantekningarlítið með alvarlegum undirtóni, slá þeir leikstjórinn Peter Faiman, en einkum þó söguþráðs- og hand- ritshöfundurinn Paul Hogan, á léttari strengi í Krókódíla Dundee, þar sem Hogan fer jafn- framt með aðahlutverkið. Og slíkur er árangurinn að segja má að hann skeki heimsbyggðina, því myndin er sú vinsælasta um víðan heim f dag! Ekki er hugmyndin og efnið sérlega frumlegt, meira að segja okkar eigin gamla, góða borgar- reisa Bakkabræðra kemur upp í kollinn. Það sem gerir gæfumun- inn er hvernig haldið er á efninu og unnið úr gamalkunnum klisj- um. Þar bregst engum bogalistin. Bandarísk blaðakona kemst á snoðir um veiðigarp mikinn í óbyggðum Ástralíu, sem orðinn er lifandi þjóðsögn sökum dæma- fárrar kænsku og ráðsnilldar. Er þetta krókódflaveiðimaðurinn Mick Dundee (Paul Hogan). Blaðamaðurinn fer í nokkurra daga ævintýrareisu með kemp- unni og það leynir sér ekki að hér er náttúrubarn á ferð með ráð undir rifí hverju. Ekki er til sú vá í umhverfínu sem okkar maður sér ekki við! Nú lýstur afbragðshugmynd niður í munaðsfagran glókoll blaðadömunnar; fá þennan son náttúrunnar norður á heimaslóðir sínar og sjá hvernig honum reiðir af í frumskógum New York- borgar. Yrði það ákjósanlegur endi á blaðagreininni. En ekki er að sökum að spyrja, meðfæddir afkomuhæfíleikar Dundee bregð- ast honum ekkert frekar á fertug- asta stræti en í fenjunum. Krókódíla Dundee er ein þess- ara mynda sem geisla út frá sér að vera unnin af ánægju og áhuga, allt gengur svo ljómandi vel upp. Hogan sjálfur er einstak- lega aðlaðandi manngerð sem fyllir áhorfandann næstum barns- legu trúnaðartrausti, leikur hans og handrit búa yfir vissu sakleysi sem harla fátítt er orðið í dag, jafnvel í gamanmyndum. Þessi elskulega einlægni samfara gam- aldags en bráðhressum söguþræði — þar sem skiptast á gamlar klisj- ur og hin ótrúlegustu uppátæki — eru vafalaust lykillinn að þeim leyndardómi hvers vegna nauða óþekkt mynd verður, eins og hendi sé veifað, ein mest sótta mynd allra tíma, og mest sótta erlendra myndin í Bandaríkjunum frá því að saga kvikmyndanna hófst! En hvað sem því líður, þá er Krókódíla Dundee einfaldlega mynd sem kemur manni í gott skap. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 22.12. lauk sveita- keppni félagsins og urðu úrslit hennar á þessa vegu: 1. sæti sv. Ólafs Gíslasonar 229 2. sæti sv. Kristófers Magnúss. 217 3. sæti sv. Böðvars Magnúss. 216 4. sæti sv. Kristjáns Haukss. 204 5. sæti sv. Erlu Sigurjónsd. 199 Sigursveitina skipa eftirtaldir spilarar: Ólafur Gíslason, Sigurður Aðalsteinsson, Stefán Pálsson, Að- alsteinn Jörgensen, Ásgeir Ás- björnsson og Valgarð Blöndal. Bridsdeild Víkings Á mánudaginn kemur hyggjast Víkingar hefja á ný spilamennsku og aldrei með meiri krafti en nú. Stendur til að hafa fjölbreytta spila- mennsku til vors og eru allir velkomnir — Víkingar sém aðrir sem vilja vera með. Spilað verður á mánudögum í Víkingsheimilinu og verður spilaður eins kvölds tvímenningur á mánudaginn kem- ur. Síðan verður spiluð stærri keppni — hugsanlega sveitakeppni. Bridsf élag Suðurnesja Meistaramót Suðurnesja í tvímenningi hefst á mánudaginn kemur. Spilað er í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst spilamennskan kl. 20. «** OANSSKOtt ASTVALOSSONAR Síðasti innritunardagur er á morgun. Kennsla hefst föstudaginn 9. janúar. Reykjavík og nágrenni. Innritun og upplýsingar í símum 20345, 74444 og 38126 frá kl. 13—18. Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Sandgerði og Garð- ur. Innritun og upplýsingar í síma 8680 frá kl. 18—20. Selfoss og Hveragerði. Innritun og upplýsingar í síma 91-38126 frá kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.