Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1987 ULLORÐINSFRÆÐSLA ^ _ ¦ ¦* ¦¦¦¦¦.. VERZLUNARSKOLA ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD: Kennsla hefst 19. janúar. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Bókfærsla, enska, hagfræði, íslenska, efnafræði, stærðfræði, stjórnun, vélritun, þýska. STARFSNÁM: Kennsla hefst 26. janúar. BÓKHALDSBRAUT: Verslunarreikningur, bókfærsla I, rekstrarhag- fræði, tölvunotkun, bókfærsla II, bókfærsla III, tölvubókhald, kostnaðarbókhald. SKRIFSTOFUBRAUT: Vélritun I, bókfærsla I, verslunarreikningur, íslenska, vélritun II, ritvinnsla, lögfræði, skjala- varsla og stjórnun, enska. Innrítun er hafin. Ekki komast fleirí en 25 á hvert námskeið. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans aö Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. Er lygin lífsskilyrði? Vegna ummæla Sigurðar A. Magnússonar um útvarpsráð eftírMagnús Erlendsson Þýski heimsspekingurinn Fried- rich Wilhelm Nietzsche lét mörg stóryrði frá sér fara á sinni stuttu dapurlegu lífsgöngu undir stöðugu skini kalstjörnu. M.a. sagði Nietzsche að „lygin væri lífsskil- yrði".,Þessi orð koma upp í hugann þegar lesin eru ummæli Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar í DV, laugardaginn 3. janúar sl., en þar er hann fenginn til að ræða „sínar væntingar fyrir árið 1987 fyrir hönd íslenskrar menningar og lista" eins og segir í formála. Undirritaður er sér fyllilega með- vitaður að varla er þess virði að standa í orðaskaki við þennan lífsbitra stóryrta mann, þó væri það rangt ef þessum rithöfundi á að líðast átölulaust að fara með helber ósannindi í annað víðlesnasta dag- blað landsins, án þess að þau séu hrakin. Sá sem þessar línur ritar hefur undanfarin ár átt sæti í útvarps- ráði, og setið þar fundi að jafnaði einu sinni í viku árið um kring. Um þetta sama útvarpsráð segir Sigurð- ur A. Magnússon í fyrrnefndri blaðagrein orðrétt: „Síðan er spenn- andi að fylgjast með hvort formanni útvarpsráðs og út- varpsráði tekst að setja útvarps- stjóra af. Það virðist eins og þau hafi hreinlega tekið af Markúsi Erni völdin og það verður fróðlegt að fylgjast með því á árinu hvort honum tekst að ná þeim til sín aft- ur. Útvarpsstjóri gegnir mikilvægu menningarhlutverki og mér finnst það mjög ískyggileg þróun ef pólitískt útvarpsráð ætlar að hrifsa til sín öll ráð í jafnmikil- vægri menningarstofnun og útvarp- ið er." Svo mörg voru þau orð, og „Það verður erfitt f yrir Sigurð A. Magnússon að komast heim aftur eftir fyrrgreind stór- yrði, þegar hér og nú skal upplýst að ekki í eitt einasta skipti síðan sá mikli heiðursmaðúr Markús Örn Antonsson tók við starfi útvarps- stjóra hefur komið upp alvarlegur ágreiningur milli hans og útvarps- ráðs — varla getur betra samstarf." þau ekki hógvær fremur en flest annað úr penna Sigurðar A. Magn- ússonar á liðnum árum. Pyrir þá sem ekki þekkja til mála, verður vart annað lesið úr þessum ummæl- um hans, en grimmilegt heilagt stríð geisi milli útvarpsráðs annars- vegar og útvarpsstjóra hinsvegar. Slíkt er fjarri öllum sanni. Gam- Magnús Erlendsson alt máltæki segir að maður komist á heimsenda á lyginni — en ekki heim aftur. Það verður erfítt fyrir Sigurð A. Magnússon að komast heim aftur eftir fyrrgreind stóryrði, þegar hér og nú skal upplýst að ekki í eitt einasta skipti síðan sá mikli heiðursmaður Markús Örn Antonsson tók við starf i útvarps- stjóra hefur komið upp alvarleg- ur ágreiningur milli hans og útvarpsráðs — varla getur betra samstarf. Það er hinsvegar alvarlegt um- hugsunarefni þegar landskunnur rithöfundur fer með slík ósannindi sem hér hafa verið gerð að umræðu- efni og tilgangurinn óskiljanlegur öllu venjulegu fólki. — En ef til vill er lygin lífsskilyrði þeirra sem ganga ævibrautina undir kal- stjörnu. Höfundur er einn afþremur fuil- trúum Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði. 2 skákmót Taflf é- lags Seltjarnarness TAFLFÉLAG Seltjarnarness mun standa fyrir tveimur helg- ar-skákmótum. Annað mótið verður nú í janúar og hitt í febrúar. Fyrra skákmótið verður Iaug- ardag 17. janúar og sunnudag 18. janúar og hefst kl. 14.00. Það HcÁi^^fMkílix BOLHOLT/ 6 fk Námskeið hefjast í næstu viku fyrir % ungar stúlkur, dömur og herra. )) WS:Almenn námskeið 2. Módelnámskeið J. Herranámskeið 4. Framhaldsnámskeið 'tutt snyrtinámskeið AÐALKENNARAR síðara verður laugardag 21. fe- brúar og sunnudag 22. febrúar og hefst það mót einnig kl. 14.00. Á þessum skákmótum Taflfé- lags Seltjarnarness verða tefldar 9 umferðir Monrad. Umhugsun- artími verður 30 mínútur á skák. Að loknum mótunum verða pen- ingaverðlaun veitt, alls kr. 15.000. Elín Frí5a snyrtifræðingur módelkennan Heiðar snyrtir Unnur framkvæmdastjóri INNRITUN DAGLEGA í SÍIUIA 36141 FRÁKL. 16—19 Háskólabíó: Breytingar á sýningartíma fyrirhugaðar FYRIRHUGAÐ er að breyta sýn- ingartíma á kvikmyndum í Háskólabiói. Að sögn Friðberts Pálssonar, for- stjóra Háskólabíós, hefur enn ekki verið endanlega ákveðið með nýjan sýningartíma. FViðbert sagði að vegna þessara fyrirhugðú breytinga hefði 18 manns verið sagt upp störf- um hjá Haákólabíó, af um 60 manns sem þar störfuðu. Ólympíuget- raun Skáksam- bands Islands DREGH) hefur verið f Ólympíu- getraun Skáksambands íslauds, sem efnt var til í haust í tilefni Ólympíuskákmótsins í Dubai 1986. Þrettán gátu rétt til um árangur fslensku skáksveitarinnar og var dregið úr réttum lausnum og ein verðlaun veitt. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.