Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 19

Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 19 Ástæðulaus uggiir eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Mér verður oft hugsað til ár- anna, er ég vann í Stjómarráðinu, en það var í tvo og hálfan áratug allt til 1976. Eitt af því, sem mér er ógleymanlegt er hversu viss kvíði þrúgaði eða greip ýmsa starfs- bræður mína síðustu mánuðina fyrir hveijar Alþingiskosningar, því þá var nánast öruggt að um ráðherra- skipti yrði að ræða eða m.ö.o. að við fengjum nýja yfírboðara. Eink- um kom þetta fram meðal yfír- manna, einhver vottur um óskiljanlegt öryggisleysi eða ein- faldlega kvíði fyrir því hvernig samstarfíð við nýja ráðherrann tækist, því þeir vom allir vammi fírrtir. Þeir, sem hafði tekist öðmm fremur að koma sér inn undir hjá ráðhermm, óttuðust án efa að missa spón úr aski sínum. Þá vom aðrir, sem tvímælalaust gerðu sér vonir um frama eða bitlinga, ef þeir vom flokksbræður ráðherrans, sem taka átti við, því auðvitað var mönnum misjafnt hyglað og því var viss spenna í- lofti. Enda þótt ég væri flokksbundinn í Alþýðuflokknum gerði ég mer aldrei neinar gyllivonir í þessu sam- bandi, þó líklegt þætti að sá flokkur fengi það ráðuneyti, sem ég vann í. Astæðan var að miklu leyti sú að ég var enginn jámaður, en það er ein helsta vonin til að komast áfram í stjómmálum. Auðvitað var þessi uggur í stjóm- arráðsmönnum með öllu ástæðu- laus, því ráðherrarnir reyndust yfírleitt afbragðsvel og vom ágæt- ustu menn og mátu að verðleikum að loknum starfsferli starf undir- manna sinna. Á starfsævi minni í Stjómarráð- inu, þ.e. félagsmálaráðuneytinu, hafði ég átta ráðherra yfír mér, en þeir vom: Steingrímur Steinþórs- son, Hannibal Valdimarsson, Frið- jón Skarphéðinsson, Eggert G. Þorsteinsson, Emil Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Magnús Jónsson og Bjöm Jónsson. Ef gera ætti upp á milli þeirra fannst mér einna mest til Steingríms Steinþórssonar koma. Þetta þykir mér rétt að rifja upp nú vegna þeirra tilfínningalituðu skrifa, sem átt hafa sér stað út af fyrirhugaðri sölu Borgarspítalans. Það getur ekki dulist neinum að raunvemleg ástæða fyrir þeim er lítt gmndaður ótti við að fá nýja húsbændur í stað þess óhentuga stjómkerfis, sem spítalinn hefur verið seldur undir. Þannig kann þetta að vera svipaður uggur og lýst er hér að framan. Auðvitað er mér sem flestum öðmm ljós nauðsyn þess að búið sé sem best að heilbrigðismálum okkar og ekki skorið við nögl í þeim efnum, enda er stjórnvöldum, sem betur fer, þetta líklega ljósara en fyrir 30 ámm, þótt vissir starfs- hópar í heilbrigðisstofnunum, einkum lægra settir, séu ekki metn- ir að verðleikum varðandi laun. Hins vegar er mér ómögulegt að sjá mikinn mismun kerfíslega séð hvort ein heilbrigðisstofnun er rekin af sveitarfélagi eða ríkinu. Ganga má út frá því sem gefnu að frá bæjardyrum almennings horfí þetta eins við og sumir miður góðir starfs- menn láta sig án efa litlu skipta hvort það er ríki eða borg, sem blæðir vegna bmðls þeirra, því víst er að slíkt hollustuleysi gagnvart húsbændum er ekki óþekkt. Það er og e.t.v. breytt aðhald, er leiða kynni af sölu Borgarspítal- ans, sem veldur þessum ugg. Þegar Borgarspítalinn var í byggingu gagnrýndi ég byggingar- framkvæmdir þ.e. hversu mál væm illa undirbúin. Skrifaði ég nokkrar blaðagreinar um það efni og lenti í ritdeilum, því auðvitað mátti ekki gagnrýna hin misheppnuðu vinnu- brögð, slíkt er bannfært hjá okkur. Því miður var það svo að þeir, Wk&t afe. ÉÉÍI • / Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Það er óþarft að fjöl- yrða um kosti þess að Borgarspítalinn tengist ríkisspítölunum, en einn er sá að þá þurfa spítalarnir ekki lengur að standa í neinni sam- keppni um að eignast dýrustu lækningatæk- in, eins og mér hefur fundist bóla á.“ sem svömðu mér, töldu vegið að hugmyndinni sem var að baki bygg- ingar bæjarspítalans, sem var út í hött, því auðvitað mat ég þetta framtak bæjarstjómarinnar, sem var þá mikið nauðsynjamál vegna sinnuleysis stjómvalda. Skrif mín birtust í Tímanum 20. og 23. jan- úar 1963: „Hugleiðingar um byggingar- og skipulagsmál Reykjavíkur. 31. janúar 1963: „Prjálið í bæjarsjúkrahúsinu", Tíminn 18. febrúar 1963: „Nýstár- legar kenningar" og 30. maí 1963: „Lokahugleiðingar um bæjar- sjúkrahúsið“. Sjálfri gagnrýni minni var ekki hmndið, en talandi tákn þess bmðls, sem átti sér stað í byggingu sjúkrahússins og van- hugsuðum framkvæmdum var hin mikla tumbygging, sem reynst hef- ur miður nýtanleg en skyldi, því vemlegur hluti þess húsrýmis fór í mikinn reykháf, stigahús og lyftu- göng átta eða níu hæðir upp fyrir meginbygginguna. í fáum orðum sagt var inntak ábendinga minna að réttara væri að nota strokleður á uppdrætti, en loftbora á múrverk, ef breyta þyrfti. Sú skoðun mín stendur óhögguð að kostnaður við byggingu Borgarspítalans hafí ver- ið langhæstur í víðri veröld á þeim tíma miðað við rúmmetrafjölda og þjóðarhag. Iíins vegar leystu ein- staka deildir spítalans úr ýmsum vanda og em reyndar margar hveij- ar hinar einustu sinnar tegundar í landinu og auðvitað ættu allir lands- menn að eiga aðgang að þeim deildum, en ekki einungis borgarbú- ar, enda mun það vera reyndin. Því má bæta við að átta ámm áður hafði ég skrifað svipaða gagnrýni vegna álika mistaka við byggingu Heilsuvemdarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg. (Alþýðubl. 17. feb. 1955.) Um þær mundir, sem ég stóð í þessum ritdeilum, hafði ég verið í fomstusveit Rauða kross Islands, í tæpan áratug, starfað þar allt milli þess að vera framkvæmdastjóri og sendill og sérstaklega sinnt Ung- veijunum, sem komu til landsins 1956 fyrir minn atbeina — en án þess að taka nein laun fyrir. Hafði ég komið fjármálum Rauða krossins í gott horf, en í minni tíð eignaðist hann hluta í fasteign. Þá vom eng- ir spilakassar, sem moka inn fé, en em uppeldislega séð vafasamir. Nú gerðist það að þessi skrif mín fóm fyrir bijóstið á meðstjómendum mínum og leiddu til þess að mér var bolað úr stjóm Rauða krossins að fmmkvæði þáverandi forsvars- manna Reykjavíkurdeildar RKÍ. Það er nokkuð algild regla hjá okk- ur að menn geta unnið sér til óhelgis með því að vera of starfsamir í fé- lagskap, en þama var það gagnrýni mín, sem fékk andsvar úr svona óvæntri átt. Það er óþarft að fjölyrða um kosti þess að Borgarspítalinn teng- ist ríkisspítölunum, en einn er sá að þá þurfa spítalamir ekki lengur að standa í neinni samkeppni um að eignast dýrastu lækningatækin, eins og mér hefur fundist bóla á. Nú verður hægt að samræma slík tækjakaup. Hins vegar hefur mér síður virst vera samkeppni á milli þeirra í því að reka sjúkrahúsin af hagkvæmni og á metnaðarfullan hátt, en slík samkeppni er af því góða. Líklega þarf að skipa spítalanum nýja stjóm, því sú skoðun hefur komið fram að æskilegt sé að hann lúti allsjálfstæðri stjóm, enda þótt hann tengist ríkinu. Það, sem mér hefur þótt sérstakt við skrif um sölu borgarspítalans, er að þar gætir sem fyrr segir hins sama uggs ef ekki öryggisleysis og minnst var á hér í upphafi, en er að mínu mati algjörlega ástæðu- laust. Svo langt hefur gengið að jafnvel flokksbundnir sjálfstæðis- menn og það læknar hafa lýst því yfír að verði af sölu muni þeir segja sig úr flokknum. Slík hugsun ber vott um, að vafasamt sé að þeir menn hefðu nokkum tíma átt að ganga í stjómmálaflokk ef þeir láta jafn ópólitískt málefni og það hvort ríki eða bæjarfélag reki eitt sjúkra- hús ráða stjómmálaskoðun sinni. Manni fínnst einhver ólund í svona yfirlýsingu. Fyrir nærri 15 ámm sagði ég mig úr Alþýðuflokknum vegna þess hve flokksfomstu hans skorti hug- rekki til þess að reka eitt mikilvæg- asta sjálfstæðismál íslensku þjóðarinnar, landhelgismálið, af þeim dug, sem máli skipti og reynd- ar brást hún í því máli. Þar var úrsögn réttlætanleg vegna rangrar pólitíkur. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Frederick Marvin: Píanósnillingur og fræðimaður eftir Halldór Haraldsson Hingað til lands er kominn píanó- leikarinn og fræðimaðurinn Fred- erick Marvin á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík, en hann mun halda fyrirlestra/tónleika nk. laug- ardag og sunnudag í Tónlistarskól- anum, en nk. mánudagskvöld heldur hann opinbera tónleika á Kjarvalsstöðum. Frederick Marvin, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi sem frábær píanóleikari hefur einnig vakið athygli fyrir fræðistörf sín, en hann hefur varið töluverðum hluta ævi sinnar til rannsókna á spænska tónskáldinu Padre Antonio Soler og verkum hans. Að lokinni glæsilegri fmmraun sinni á tónleikapallinum í heima- borg sinni, Los Ángeles, 16 ára að aldri, hélt Marvin áfram námi sínu hjá Milan Blanchet og fleiri góðum kennumm, en einkum þó Claudio Arrau. Fyrir fyrstu tónleika sína í Camegie Hall i New York hlaut hann ekki aðeins mikið lof allra gagnrýnenda heldur og hin eftir- sóttu Carnegie Hall-verðlaun fyrir bestu fmmraunartónleika það árið. í kjölfar þeirra fylgdu Beethoven- verðlaunin, sem honum vom veitt í London í minningu Arturs Schnabel. Síðan hefur Marvin hald- ið einleikstónleika og komið fram sem einleikari með öllum þekkustu hljómsveitum Evrópu, svo og Bandaríkjanna og Mið-Ameríku. Hann hefur búið um 16 ára skeið í Vínarborg og er viðurkenndur fyr- ir kunnáttu sína og túlkun á verkum Mozarts, Haydns, Beethovens og Schuberts. Hann er nú prófessor við Syra- cuse-háskólann í píanóleik. Sem fræðimaður hefur hann, eins og áður sagði, vakið mesta athygli fyrir að grafa upp, skrá og gefa út tónverk spænska tónskáldsins Padre Antonio Soler, sem var munkur og uppi á ámnum 1729— 1783. Þar má t.d. nefna yfir 200 píanósónötur, fjölda kórverka, leik- hússtónlist og kammerverk. Mörg þessara verka hafa verið gefin út hjá t.d. Mills Music í London og Universal í Vín. Þá hefur hann leik- ið píanósónötur og fleiri píanóverk Solers fyrir hljómplötufyrirtæki eins og Decca, Erato, Columbia o.fl. Fyrir rannsóknir sínar og útgáfu á verkum Solers hefur Marvin hlotið riddarakross spænsku stjórnarinn- ar. Frederick Marvin hefur ávallt sýnt mikinn áhuga á sjaldheyrðum verkum og hefur leikið mörg slík inn á hljómplötur, en hann hefur þegar leikið fjölda verka eftir Jan Ladislav Dussek (1760—1812) inn Frederick Marvin á hljómplötur. Margir píanónem- endur þekkja vafalaust sónatínur hans, sem em ekki óalgengt kennsluefni, en eftir Dussek liggur fjöldi stærri píanóverka þ. á m. fjöldi merkra sónata, en hann var að mörgu leyti á undan sínum tíma bæði sem tónskáld og píanóleikari. í fyrirlestra-tónleikum sínum hér mun Marvin einmitt fjalla um verk þessa tveggja tónskálda, Solers og Dusseks. Mun hann fjalla um verk Dusseks laugardaginn 10. janúar kl. 10.30 í sal Tóniistarskólans í Reykjavík og um verk Solers á sama stað sunnudaginn 11. janúar kl. 17.00. Mánudaginn 12. janúar mun hann svo halda píanótónleika á Kjarvalsstöðum og heíjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikapna em verk eftir Soler, Beethoven, Liszt og Chopin. Höfundurinn er píanóleikari Skrifstofutæknir • Eitthvað fyrir þig? Örfá sæti lans. Nánari upplýsingar í sima 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.