Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 21 í glerlyftu til Norðurljósanna; Nýr veit- ingasalur opnaðurí Þórshöll NÝR veitingasalur hefur verið tekinn í notkun á fjórðu hæð hússins í Brautarholti 20, þar sem veitingahúsið Þórscafé er til húsa. Salurinn ber heitið „Norðurljósin" og verður hann leigður út fyrir hvers konar mannfagnaði, svo sem einka- samkvæmi, árshátíðir, þorra- blót, ráðstefnur og brúðkaups- og fermingarveislur svo nokkuð sé nefnt. Norðurljósin eru rekin á vegum Þórshallar hf., sem einnig rekur Úr salarkynnum Norðurljósanna í Þórshöll. veitingahúsið Þórscafé, en rekstur Norðurljósanna verður þó aðskil- inn frá öðrum rekstri í húsinu og sérinngangur þar inn. Sérstök glerlyfta hefur verið smíðuð utan á Þórshöll, þar sem gestir Norður- ljósanna geta sparað sér sporin upp í salinn, en fyrir þá sem eru lofthræddir er að sjálfsögðu hægt Heilsugæsla Suðurnesja fær ekki umbeðnar hækkanir að komast þangað eftir hefð- bundnum leiðum, það er upp breiðan og góðan stigagang. Blár litur er mjög ráðandi í inn- réttingum Norðurljósanna og í loftinu hvelfist „stjömuhiminn" yfir salinn til að gefa staðnum hinn rétta blæ. Salurinn tekur um 150 manns í sæti og þar eru full- komin hljómflutningstæki fyrir diskótek og góð aðstaða fýrir hljómsveit og aðrar uppákomur. Veitingastjóri Norðurljósanna er Kristján Daníelsson. Aðalw boðið hf. Toyota Landc. TD 1987 nýr 1.400.000 Toyota Landc. 1985 980.000 Toyota Landc. 1984 860.000 Toyota Landc. 1983 800.000 Toyota Landc. 1982 700.000 Toyota Corolla DX 1984 340.000 Toyota Corolla 1985 380.000 Toyota Tercel 1983 320.000 Toyota Tercel 1984 370.000 Toyota Tercel 1985 445.000 Getum útvegað allar gerðir bíla eftir óskum hvers og eins. Grindavík. Fjárhagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem skipuð er öllum bæjar- og sveitarstjórum á svæðinu, hafn- aði á mánudag öllum óskum Heilsugæslu Suðurnesja um auk- inn rekstur sem hefði haft verulegan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélögin á nýbyrjuðu ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var helsti kostnaðaraukinn fólginn í því að þátttaka Heilsu- gæslunnar í sameiginlegum rekstri sjúkrahússins átti að hækka úr 40% { 60%. Kostnaður sjúkrahússins átti að lækka að sama skapi úr 60% í 40%. Töldu nefndarmenn að ekki kæmi til greina að heilsugæslan axlaði hluta af kostnaði sjúkrahúss- ins sem fer nú inn á föst fjárlög ríkisins. Þá var því hafnað að heilsu- gæslan fengi að bæta við 5 nýjum stöðugildum. Rekstrarkostnaður Heilsugæslu Suðumesja hækkar þvf samkvæmt þessu um 15% á milli áranna 1986 og 1987. Fjárhagsnefndin var kosin á síðasta ári til þess að fara ofan í saumana á kostnaðaráætlunum sameiginlegra fyrirtækja SSS, enda hefur raunin verið sú að mörg sveit- arfélaganna stynja nú þungt undan hve sameiginlegi reksturinn klfpur meira og meira af framkvæmdafé þeirra. Tillögur nefndarinnar og fjárhagsáætlanir fyrirtækjanna þurfa nú að fara fyrir stjóm SSS til að fá samþykki. Kr. Ben. JE Við styðjum handknattleikslands- liðið Verð frá kr. 265.000 BDEJB umboðið Fíat Uno Árg. 1987

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.