Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Sovétmenn ætla að láta Fínna vita um útgeislun Helsinki, Reuter. SOVÉTMENN hafa heitíð Finnum því að láta þá tafarlaust vita um útgeislun frá kjarnorkuverum, samkvæmt sérstöku samkomulagi, sem Nikolai Ryzhkov og Kalevi Sorsa, forsætísráðherrar Sovétríkj- anna og Finnlands, hafa undirritað. Samkomulagið er viðbót við al- þjóðasamning um upplýsingaskyldu vegna kjarnorkuslysa, sem gerður var í Vínarborg í fyrra og 58 ríki hafa undirritað. Samningurinn nær l aðeins til almennra raforkuvera, en kjarnorkuveldin fimm, Sovétríkin, Bandaríkin, Kína, Frakkland og Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðl- um heims. Var þetta rakið til aðgerða seðlabanka nokkurra aðildarrikja að Evrópska gjaldeyriskerf- inu. Gullverð lækkaði. Síðdegis í gær kostað' brezka pundið 1,4690 dollara (1,4760), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,9305 vestur- þýzk mörk (1,9230), 1,6217 svissneskir frankar (1,6152), 6,4225 franskir frankar (6,4050), 2,1770 hollenzk gyllini (2,1725), 1.3505,50 ítalskar lírur (1.340,50), 1,3735 kanadískir dollarar (1,3737) og 158,25 jen (159,18). Gullverð lækkaði og var 399,75 dollara únsan (401,40). Bretland, hafa heitið að senda út viðvörun um leka frá hernaðarleg- um mannvirkjum. Alþjóðasamningurinn og sam- komulag Finna og Sovétmanna siglir í kjölfarið á kjarnorkuslysinu í Chernobyl í apríl í fyrra. Finnar urðu einna harðast úti vegna geisla- virks úrfellis, sem barst frá Cherno- byl. Finnar og Sovétmenn eiga sameiginleg landamæri, sem eru um 1.300 km löng. Samkvæmt upplýsingum finn- skra stjórnarerindreka lögðu Finnar að Sovétmönnum að bjóða ríkis- stjórnum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur samskonar samninga og þeir hafa nú gert við Finna um skjóta viðvörun vegna kjarnorku- slysa. Vestur-Þýskaland: AP/S(mamynd Sneisafullir brautapallar Starfsmenn frðnsku rikisjárnbrautanna efndu til mótmælaaðgerða í Parísarborg í gær til að mótmæla afstöðu ríkisstíórnar Jacques Chirac, sem neitað hefur að ræða við verkfallsmenn um kröfur þeirra. Umferðaröngþveiti eykst dag frá degi og hópur manna, sem starfa hjá gas- og raforkufyrirtækjum, lögðu niður vinnu í gær til stuðnings járnbrautarstarfsmönnum. Verkfall frðnsku ríkisjárnbrautanna hefur nú staðið í þrjár vikur. Starfsemi neðanjarðarbrautanna í París var í lágmarki í gær og var meðfylgjandi mynd tekin er þúsundir manna biðu eftir fari á Saint Lazare-stöðinni í höfuðborg Frakklands. Hjálpammður Gadhafís njósnari Sovétmanna? Hamborg, AP. VESTUR-ÞJÓÐVERJINN Helm- ut Lang, sem hefur að talið er aðstoðað Moammar Gadhafi við að smiða flugskeytí, er einnig grunaður um njósnir í þágu Sov- Sovétríkin: Spillingin í Kaz- akhstan skal upprætt Moskvu, AP. DA6BLAÐ sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, birti í gær harð- orða grein þar sem gagnrýnd var spilling sú, er viðgengist hefur i Kazakhstan-Iýðveldinu i Sovétríkjunum undir stjórn fyrrum flokksleiðtoga þar, D.A. Kunaev, sem sviptur var embættí í siðasta mánuði. Kunaev hefur verið gagnrýndur mjög að undanförnu og í hinu virta vikublaði Literaturnaya Gazeta, var gefið í skyn nýlega, að óeirðir þær er brustust út í Alma Ata, höfuðborg Kazakhstan-lýðveldis- ins 17. og 18. desember, hefðu verið skipulagðar af stuðnings- mönnum Kunaevs. Allt er nú sagt þar með kyrrum kjörum, en vest- rænir fréttamenn hafa ekki enn fengið að fara til borgarinnar. Búist er við því, að Kunaev verði sviptur sæti sínu í forsætisnefhd sovéska kommúnistaflokksins, næst þegar miðstjórn flokksins verður kölluð saman, en fundi hennar sem vera átti í desember var frestað um óákveðinn tíma. Að undanförnu hefur Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, verið að styrkja tök sín í flokknum. Skipt hefur verið um menn í ýmsum lykilstöðum, Leonid Brezhnev, fyrrverandi aðalritari, og spilling er þreifst í skjóli hans og sam- starfsmanna hans hefur verið gangrýnd og talið er líklegt að enn einn flokksleiðtogi verði látinn hætta á næstunni, formaður flokksins í Úkraínu, Vladimir V. Shcherbitsky. Hinn nýi flokksleið- togi í Kazakhstan, Gennady V. Kolbin, er Rússi og þykir það sýna merki um ákveðni Gorbachevs í valdabaráttunni að senda hann til Asíulýðveldisins. í áðurnefndri grein í Pravda segir að undir stjórn Kolbins sé verið að vinna að umbótum og láta heiðarlegt, duglegt fólk taka við störfum hinna spilltu fylgis- manna Kunaevs. Spillingaröflin reyni að bregða fæti fyrir allar umbætur, en slíkt verði ekki liðið. Haft er eftir Kolbin að flokkurinn þurfi að endurheimta traust al- mennings, sem liðið hefði vegna óstjórnar forvera hans í starfi. Til dæmis hafi tíðkast að fólk þyrfti að bíða í 15-17 ár eftir því að fá fbúð til að búa i. Kolbin sagði að meðal þess sem hann ætlaði sér að koma á væri endurskoðun stöðuveitinga á tveggja ára fresti. étmanna, að því er segir í vikublaðinu Stern í dag. Lang, sem er sérfræðingur í raf- magnsbúnaði flugskeyta og býr í Munchen, er sagður hafa haft sam- skipti við njósnara sovésku leyni- þjónustunnar KGB, sem nefnist Vladimir Koltchenko. í Hamborgarblaðinu sagði í síðasta mánuði að Lang væri yfir- maður vestur-þýskra sérfræðinga um flugskeyti og rafmagnsfræð- ingá, sem ynnu við leynilega áætlun Líbýumanna um að smíða og gera tilraunir með eldflaugar. Vestur-þýskur saksóknari, sagði í gær að hann vildi ekki staðfesta frétt Stern, sem greint var frá fyr- ir birtingu blaðsins, en sagði þó að verið væri að rannsaka hvort tengsl væru á milli KGB og aðildar þýskra manna að smfði flugskeyta í Líbýu. í frétt Stern segir að rannsóknar- menn hafi komist að því að tengsl . »• Norður-Kóreubúi: Flúði land er til Dan- væru milli Koltchenkos og Langs þegar þeir voru að rannsaka annað njósnamál fyrir nokkrum mánuð- um. Kemur þar fram að Koltchenko og Lang hafi a.m.k. átt einn fund í ferðamannabænum Zell am See skammt frá Salzburg í Austurríki. Vestur-Þjóðverjar banna hernað- araðstoð við ríki, sem eiga í stríði. Líbýumenn eiga þátt í átökum, sem fram hafa farið í Chad undanfarnar vikur. Þess utan hafa stjórnir margra vestrænna ríkja lagt bann við vopnasölu til Líbýu vegna þess að Gadhafi hefur verið bendlaður við alþjóðleg hryðjuverk. Afganistan: Skæruliðar í sókn Uuunabad, AP. SKÆRULIÐAR úr frelsisveitun- um i Afganistan réðust fyrir nokkrum dögum á margar stöðv- ar stjórnarhersins f norðurhluta landsins nærrí sovézku landa- mærunum og lðgðu þær undir sig. Felldu þær um 40 hermenn i þessum bardögum en tóku um 70 tíl fanga. Skýrði talsmaður Yunis Khailis, sem er einn armur f relsiss veitanna, f rá þessu i gær. Skæruliðar hefðu hins vegar aðeins misst 8 mann fallna og 10 úr þeirra hópi hefu særzt. Talið er þó, að manntjón þeirra hafi verið mun meira, þar sem álitið er, að þeir geri oft of lítið úr eigin manntjóni. Kabúlstjórnin, sem nýtur stuðn- ings 115.000 manna sovézks her- liðs, hefur lagt til, að vopnahlé verði gert í landinu frá og með 15. jan- úar nk. Frelsissveitirnar hafa hins vegar hafnað þessu tilboði og lýst því sem bragði einu. Segjast þeir ekki munu hætta baráttu sinni fyrr en kommúnistastjórnin í landinu sé farin frá völdum og sovézki herinn á burt frá Afganistan. merkurkom Noregur: Mestu heimabruggar- ar á Norðurlöndum Kaupmannahiifn. AP. NORÐUR-kóreskur sendiráös- starfsmaður bað nýlega um aðstoð danskra yfirvalda við að flýja til Vesturlanda, að sögn Knut And- ersen, yfirmanns lögreglunnar á Kastrupflugvelli. Sendiráðsstarfsmaðurinn var að koma til landsins og rétti starfs- manni á vellinum pappfrsmiða, er hann fór í gegnum vegabréfaskoðun ásamt sendiherra Norður-Kóreu í Danmörku. Á miðanum stóð „Ég er njósnari, hjálpið mér". Andersen sagði að Kóreumaðurinn hefði að eig- in ósk farið til Vestur-Þýskalands, eftir að hafa svarað spurningum dönsku leyniþjónustunnar. Hvorki danska utanrfkisráðuneytið né leyni- þjónustan hafa viljað segja neitt um málið. Óftlo. Frá Jan Erik Laure, f rcttaritara Moi-gunblaðslns. NORÐMENN standa ððrum Norðurlandabúum framar i heimabruggun víns og smygli, ef miðað er við heildaráfengisneysluna, að þvi er Sturla Nordlund, starf smaður á norsku áf engisrannsóknastof nuninni greindi frá í gær. Samkvæmt upplýsingum Nord- lunds er . heildaráfengisneysla Norðmanna með þvf lægsta sem gerist á Norðurlöndum; var 5,22 lftrar á mann á árinu 1985. f þeirri tölu er þó ekki talin mikil en leynd drykkja heimabruggs. -Við teljum, að allt að fjórðungur heildaráfengisneyslunnar f Noregi komi hvergi á skrá, segir Nordlund, -þ.e.a.s. neysla þess hluta, sem bruggaður er f heimahúsum og hins, sem smyglað hefur verið inn í landið. Danir eru stórtækastir í áfengis- drykkjunni af Norðurlandaþjóðunum með 12,2 lítra á hvern íbúa á ári, en Finnar drekka 8,06 lftra af hrein- um vfnanda á mann. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.