Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 23 AP/Símamynd Camille Chamoun fyrrum forseti Líbanon (með hatt) yfirgefur sjúkrahús í Beirút í fylgd slasaðs lífvarðar í gser. Bílsprengja í Beirút: Fyrrum f orseti slapp naumlega Beirút, Reuter. AP. Puerto Rico: Kona, sem lif ði af hótelbrun- ann, myrt? San Juan, Reuter. KONA, sem lifði af hótel- brunann í San Juan í Puerto Rico á gamlárskvöld, þar sem 96 manns biðu bana, fannst látin á öðru hóteli í gær. Haft var eftir lögregl- unni, að sennilega hafi konan verið myrt. Útvarpsstöð í San Juan hafði það eftir einum rannsóknarlögreglu- mannanna, að konan kunni að hafa verið myrt til að „þagga niður í vitni um skemmdarverk." Yfirvöld í Puerto Rico halda því fram, að bruninn í Dupont Plaza-hótelinu hafí orðið fyrir íkveikju af völdum manna, sem borið hafi eld að húsgögnum í danssal hótelsins. Lík konunnar, Marilyn Zar D’Stephano, sem var 38 ára gömul, fannst í farangurs- geymslu Condado Beach-hótels- ins. Að mati rannsóknarlögregl- unnar er mjög líklegt, að konan hafi verið myrt, þar sem á líkinu voru sjáanlegir áverkar. Ekki var greint frá því, hveijir þeir voru. Konan sást síðast á lífi daginn eftir brunann í Dupont Plaza- hótelinu. AÐ minnsta kosti 260.000 manns af þýskum ættum vilja flytjast frá heimkynnum sinum i Aust- ur-Evrópu til Vestur-Þýska- lands, og þeir kunna að vera miklu fleiri, að því er vestur- þýska innanríkisráðuneytið sagði í dag. Horst Waffenschmidt, embætt- ismaður í innanríkisráðuneytinu, sagði, að í fyrra hefðu 42.788 manns fengið leyfi yfirvalda í aust- antjaldsríkjunum til að setjast að í Vestur-Þýskalandi. Þar af hefði SJÖ MENN biðu bana og 20 særðust þegar bílsprengja meira en helmingurinn verið frá Póllandi. Er þetta lítils háttar aukning frá árinu 1985, þegar 38.968 fluttust vestur yfir. Waffenschmidt sagði, að yfir- völd í Bonn væru mjög áhyggjufull yfír, hve fáu þýskfæddu fólki hefði verið leyft að flytjast frá Sovétríkj- unum. Þar hefði verið um að ræða innan við 1000 manns á ári síðast- liðin þijú ár, og aðeins 753 hefðu fengið brottflutningsleyfi þaðan í fyrra, þrátt fyrir óskir „mikils fjölda“ þar að lútandi. sprakk í Nahr-hverfinu í austur- hluta Beirút í gær. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Cam- iile Chamoun fyrrum forseta, en hann slapp naumlega frá tilræð- inu. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið af gerðinni Peugeot 504 og var í henni 75 kíló af sprengiefni. Hún var sprengd með fjarstýringu þegar Chamoun var á ferð um hverfí kristinna í austur- hluta Beirút. Þrír lífverðir Chamoun biðu bana og fjórir óbreyttir borgar- ar, sem voru skammt frá bílnum þegar sprengjan sprakk. Chamoun var ekið í skyndingu á Hotel Dieu sjúkrahúsið en leyft að fara þaðan stuttu síðar þar sem hann sakaði hvergi. Amin Gemay- el, forseti, var meðal þeirra sem heimsóttu Chamoun meðan hann dvaldist í sjúkrahúsinu. Forsetinn fyrrverandi hefur margsinnis verið sýnt banatilræði en jafnan sloppið. Hann er 86 ára að aldri og kunnur fyrir andstöðu sína við íhlutun Sýr- lendinga í Líbanon. Austur-Evrópa: 260.000 þýskættaðir vilja flytjast til V-Þýskalands Bonn. Reuter. Finnland og Sovétríkin: Samið um viðskipti fyrir 255 milljarða Helsinki, Reuter. FINNAR og Sovétmenn undirrituðu í gær samning um gagnkvæm viðskipti á þessu ári og felur hann í sér vöruskipti upp á jafnvirði 30 milljarða marka, eða jafnvirði 255 milljarða ísl. króna, að sögn finnskra embættismanna. Undirritun samningsins var liður í opin- berri heimsókn Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétrikjanna, til Finnlands. Samkvæmt langtímasamningi Finna og Sovétmanna um viðskipti verður að ríkja jöfnuður í viðskipt- um ríkjanna. Kaupa Finnar einkum olíu af Sovétmönnum í skiptum fyr- ir vélar og vinnutæki ýmiss konar. Vegna verðfalls á olíuvörum hafa Finnar reynt að auka olíukaup frá Sovétríkjum til þess að jöfnuður haldist. Þannig hugðust Finnar kaupa 9 milljónir tonna af olíu frá Sovétríkjunum í fyrra en vegna verðfallsins urðu þeir að kaupa þijár milljónir tonna til viðbótar. Þá o|íu seldu þeir síðan þriðja aðila. Á þessu ári hyggjast Finnar kaupa 11,5 milljónir tonna af olíu frá Sovétríkjunum. Samkvæmt samningnum, sem gerður var í gær, geta Finnar aukið olíukaup frá Sovétríkjunum taki olíuverð að lækka á ný. I Finnlandi er næststærsti mark- aður sovézkra útflutningsvara á Vesturlöndum. Sovétmenn selja meira til Vestur-Þýzkalands. Und- anfarin ár hefur fjórðungur ut- anríkisverzlunar Finna verið við Sovétríkin, en í fyrra féll hlutfallið niður fyrir 20%. Helztu útflutningsvörur Finna til Sovétríkjanna eru vefnaðarvörur, ísbijótar, skip og verkfæri til skóg- arhöggs og tijávinnu. RÚMGÓÐ ÍBÚÐ ÓSKAST Við leitum að íbúð fyrir einn af starfsmönnum okkar. íbúðin þarf að vera í miðbæ, vesturbæ eða á Seltjarnar- nesi. Upplýsingar gefnar í síma 20535 eftir kl. 17.00 Slysavarnafélag íslands. Hef flutt lækningastofu mína í Skógarhlíð 8. Tímapantanir daglega frá kl. 1 —6 í síma 622922. Steinn Jónsson læknir. Sérgrein: lyflækningar og lungnasjúkdómar. INDJANASTIGVEL Loðfóðruð úr leðri með siitsóla. Verð 3.690,- Litur: Ijósbrúnn Stærð: 37-42 Teg.: 497 Ath. einnig mjög gott úr- val af góðum kuldaskóm. Ýmsar gerðir t.d. Puffins’, Tops, Oswald o.fl. 5% stað- greiðsluaf- sláttur. T0HP --SKÚRIHN VELTUSUND11 21212 WordPerfect Islensk ritvinnsla ítarlegt og vandað námskeið í notkun WordPerfect. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. • Ritvinnsla með tölvum. • WordPerfect ritvinnslukerfið. • Æfingar í WordPerfect. • íslenska orðasaf nið og notkun þess. • Útprentun á laserprentara. • Umræður og fyrirspurnir. Tími: 13.—16. janúar kl. 13—16. INNRITUN í SÍMUM 687590 OG 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.