Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 23
+ <*<? MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 23 Puerto Ríco: Kona, sem lif ði af hótelbmn- ann, myrt? San Jiian, Reuter. KONA, sem lifði af hótel- brunann í San Juan í Puerto Rico á gamlárskvöld, þar sem 96 manns biðu bana, f annst látin á öðru hóteli í gær. Haft var eftir lögregl- unni, að sennilega hafi konan verið myrt. Útvarpsstöð í San Juan hafði það eftir einum rannsóknarlögreglu- mannanna, að konan kunni að hafa verið myrt til að „þagga niður í vitni um skemmdarverk." Yfirvöld í Puerto Rico halda því fram, að bruninn í Dupont Plaza-hótelinu hafí orðið fyrir íkveikju af völdum manna, sem borið hafi eld að húsgögnum í danssal hótelsins. Lík konunnar, Marilyn Zar D'Stephano, sem var 38 ára gömul, fannst í farangurs- geymslu Condado Beach-hótels- ins. Að mati rannsóknarlögregl- unnar er mjög líklegt, að konan hafi verið myrt, þar sem á líkinu voru sjáanlegir áverkar. Ekki var greint frá því, hverjir þeir voru. Konan sást síðast á lífi daginn eftir brunann í Dupont Plaza- hótelinu. AP/Símamynd Camille Chamoun fyrrum forseti Lfbanon (med hatt) yfirgefur sjúkrahús í Beirút í fylgd slasaðs lífvarðar í gær. Bílsprengja í Beirút: Fyrrum f orseti slapp naumlega Beirút, Reuter. AP. SJÖ MENN biðu bana og 20 særðust þegar bílsprengja Austur-Evrópa: 260.000 þýskættaðir vilja flyljast til V-Þýskalands Bonn. Reuter. AÐ minnsta kosti 260.000 manns af þýskum ættum vilja flytrjast frá neimkynnum sínum i Aust- ur-Evrópu til Vestur-Þýska- lands, og þeir kunna að vera miklu fleiri, að því er vestur- þýska innanríkisráðuneytið sagði í dag. Horst Waffenschmidt, embætt- ismaður í innanríkisráðuneytinu, sagði, að í fyrra hefðu 42.788 manns fengið leyfi yfírvalda í aust- antjaldsríkjunum til að setjast að í Vestur-Þýskalandi. Þar af hefði meira en helmingurinn verið frá Póllandi. Er þetta lítils háttar aukning frá árinu 1985, þegar 38.968 fluttust vestur yfír. Waffenschmidt sagði, að yfir- völd í Bonn væru mjög áhyggjufull yfír, hve fáu þýskfæddu fólki hefði verið leyft að flytjast frá Sovétríkj- unum. Þar hefði verið um að ræða innan við 1000 manns á ári síðast- liðin þrjú ár, og aðeins 753 hefðu fengið brottflutningsleyfi þaðan í fyrra, þrátt fyrir ósírir „mikils fjölda" þar að lútandi. sprakk í Nahr-hverf inu í austur- hluta Beirút í gær. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Cam- ille Chamoun fyrrum forseta, en hann slapp naumlega frá tilræð- inu. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið af gerðinni Peugeot 504 og var í henni 75 kíló af sprengiefni. Hún var sprengd með fjarstýringu þegar Chamoun var á ferð um hverfi kristinna í austur- hluta Beirút. Þrír lífverðir Chamoun biðu bana og fjórir óbreyttir borgar- ar, sem voru skammt frá bílnum þegar sprengjan sprakk. Chamoun var ekið í skyndingu á Hotel Dieu sjúkrahúsið en leyft að fara þaðan stuttu síðar þar sem hann sakaði hvergi. Amin Gemay- el, forseti, var meðal þeirra sem heimsóttu Chamoun meðan hann dvaldist í sjúkrahúsinU. Forsetinn fyrrverandi hefur margsinnis verið sýnt banatilræði en jafnan sloppið. Hann er 86 ára að aldri og kunnur fyrir andstöðu sína við íhlutun Sýr- lendinga í Líbanon. Finnland og Sovétríkin: Samið um viðskipti fyrir 255 milljarða Helsinki, Reuter. FINNAR og Sovétmenn undirrituðu í gær samning um gagnkvæm viðskipti á þessu ári og felur hann í sér vöruskipti upp á jafnvirði 30 milljarða marka, eða jafnvirði 255 milljarða ísl. króna, að sögn finnskra embættismanna. Undirritun samningsins var liður í opin- berri heimsókn Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, til Finnlands. + Samkvæmt langtímasamningi Finna og Sovétmanna um viðskipti verður að ríkja jöfnuður í viðskipt- um ríkjanna. Kaupa Finnar einkum olíu af Sovétmönnum í skiptum fyr- ir vélar og vinnutæki ýmiss konar. Vegna verðfalls á olíuvörum hafa Finnar reynt að auka olíukaup frá Sovétríkjum til þess að jöfnuður haldist. Þannig hugðust Finnar kaupa 9 milljónir tonna af olíu frá Sovétríkjunum í fyrra en vegna verðfallsins urðu þeir að kaupa þrjár milljónir tonna til viðbótar. Þá oh'u seldu þeir síðan þriðja aðila. Á þessu ári hyggjast Finnar kaupa 11,5 milljónir tonna af olíu frá Sovétríkjunum. Samkvæmt RÚMGÓÐ ÍBÚÐ ÓSKAST Við leitum að íbúð fyrir einn af starfsmönnum okkar. íbúðin þarf að vera í miðbæ, vesturbæ eða á Seltjamar- nesi. Upplýsingar gefnar í síma 20535 eftir kl. 17.00 Slysavarnafélag íslands. samningnum, sem gerður var í gær, geta Finnar aukið olíukaup frá Sovétríkjunum taki olíuverð að lækka á ný. I Finnlandi er næststærsti mark- aður sovézkra útflutningsvara á Vesturlöndum. Sovétmenn selja meira til Vestur-Þýzkalands. Und- anfarin ár hefur fjórðungur ut- anríkisverzlunar Finna verið við Sovétríkin, en í fyrra féll hlutfallið niður fyrir 20%. Helztu útflutningsvörur Finna til Sovétríkjanna eru vefnaðarvörur, ísbrjótar, skip og verkfæri til skóg- arhöggs og trjávinnu. Hef flutt lækningastofu mína í Skógarhlíð 8. Tímapantanir daglega frá kl. 1 —6 í síma 622922. Steinn Jónsson læknir. Sérgrein: lyflaekningar og lungnasjúkdómar. INDJANASTIGVEL Loðfóðruð úr leðri með slitsóla. Verð 3.690,- Litur: Ijósbrúnn Stærð: 37—42 Teg.: 497 Ath. einnig mjög gott úr- valafgóðum kuldaskóm. Ýmsar gerðir t.d. Puffins', Tops, Oswald o.fl. 5% stað- greiðsluaf- sláttur. T0PP SKÖRINN VELTUSUND11 21212 WordPerfect Islensk ritvinnsla ítarlegt og vandað námskeið í notkun WordPerfect. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Dagskrá: 9 GrundvaUaratriði við notkun PC-tölva. • Ritvinnsla með tölvum. • WordPerfect ritvinnslukerfið. • Æfingar í WordPerfect. • íslenska orðasaf nið og notkun þess. • Útprentun á laserprentara. • Umræður og fyrirspurnir. Tími: 13.—16. janúarkl. 13—16. INNRITUN í SÍMUM 687590 OG 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.