Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Víetnam: 500 kínverskir her- menn sagðir drepnir Bangkok, Peking. Reuter. TIL BLÓÐUGRA átaka hefur komið undanfarna daga við landamæri Kina og Víetnam og segir hin opinbera frétta- stofa Víetnam, að 500 kínverskir hermenn hafi verið felldir. Báðir aðilar saka hinn um að eiga upptökin og sagði víet- namska fréttastofan, að kínversk- ir hermenn hefðu á mánudag, í skjóli slæms veðurs, reynt að ná á sitt vald fjórum hæðum í Ha Juyen héraði í Víetnam, um 275 kílómetra fyrir norðan höfuð- borgina, Hanoi. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins neitaði því á blaðamannafundi í Peking í gær, að Kínverjar hefðu átt upptökin að átökunum. Ekki vildi hann nefna neinar tölur um mannfall, en sagði Vfetnama að venju fara með rangt mál, til þess að blekkja víetnömsku þjóðina og álmenningsálitið í heiminum. Sameiginleg landamæri Kína og Víetnam eru um 1.400 km löng og hefur ítrekað komið til átaka milli berja ríkjanna við þau á und- anförnum árum, sérstaklega eftir innrás Víetnama inn í Kambódíu árið 1979. Norodom Sihanouk, fursti, sem er í forsvari fyrir skæruliða er berjast gegn innrás- arliði Víetnama í Kambódíu segir, að stjórnvöld í Peking hafi heitið sér því, að láta Víetnömum blæða, þar til þeir kalli hina 140.000 hermenn sína heim frá Kambódíu. Vestrænir sendiráðsstarfsmenn í Peking og Bangkok í Thailandi hafa bent á, að e.t.v. séu Kínverj- ar að minna hina nýju stjórnar- herra í Hanoi á þetta loforð. Júgoslavía: Félagar ganga úr flokknum Belgrad, Reuter. MÖRG þúsund Júgoslavar hafa á undanförnum árum gengið úir júgoslavneska kommúnistaflokknum að þvi er sagði í dagblaðinu Politika, sem gefið er út í Belgrad. í blaðinu sagði að undanfarin þrjú ár hefðu tíu þúsund íbúar í Belgrad, aðallega verkamenn og stúdentar, skilað inn flokks- skírteinum sínum. Var greint frá því að flestir hefðu gengið úr flokknum vegna óánægju og brostinna vona, fólkinu virtist sem flokkurinn væri þess ekki umkominn að leysa úr efnahags- vanda landsins. Ekki voru skýrt frá því hve margir hefðu gengið úr flokkn- um annars staðar í Júgoslavíu. Júgoslavar skulda um 19,5 milljarða dollara erlendis og verðbólga í landinu er um 90 prósent. Fyrsta flugLavi ísraelar reyndu splunkunýja orrustuþotu á Gamlársdag í fyrsta sinn. Þotan, sem ber heitið Lavi, fór í 30 mínútna reynsluflug sem gekk að óskum. ísraelar hönnuðu og smíðuðu þotuna að öllu leyti sjálfir. Fyrsta flugið var farið frá Ben Gurion flugvellinum við Tel Aviv. Bandaríkin: „Torséðar" stýriflaugar settar upp eftir 1990 Washington, AP. CASPAR W. Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að varnarmálaráðuneytið hygðist setja upp „torséðar" (stealth) stýriflaugar og „torséðar" flugvélar í upphafi næsta áratug- ar Weinberger sagði að „torséðar" flaugar yrðu fyrst settar upp í K.I. Sawyer flugherstöðinni í Michig- an-fylki. Robert Sims, talsmaður í varnar- málaráðuneytinu, sagði síðar um daginn að fyrstu flaugarnar yrðu settar upp í herstöðinni 1989 og undirbúningur hæfist innan árs. Weinberger var spurður um þess- ar stýriflaugar og flugvélar á blaðamannafundi eftir að stjórnin hafði lagt fram fjárlagaframvarp fyrir fjárhagsárið 1988 á Banda- ríkiaþingi. I frumvarpinu kemur fram að varnarmálaráðuneytið fer fram á 89,3 milljónir dollara á næsta fjár- hagsári tii að smíða ýmis konar aukabúnað fyrir „torséðar" flugvél- ar í Whiteman-herflugstöðinni í Missouri. Þetta er fyrsta vísbending um að varnarmálaráðuneytið hygg- ist nota þessa „felu" flugvél Vorum undirbúin undir eilífa útlegð - segir Andrei Sakharov í viðtali við Der Spiegel „ÉG HEF farið á tvo fyrir- lestra, en ekki haft tíma til að gera fleira. Fréttaritarar vest- rænna fjölmiðla hafa f raun tekið mig eignarnámi. Mér hef- ur ekki enn gefist tími tíl að pakka upp úr töskunum mínum." Þannig tók eðlisfræð- ingnum Andreí Sakharov tíl orða þegar fréttamenn þýska vikuritsins Der Spiegel spurðu hvað á daga hans hefði drifið síðan hann kom til Moskvu. Sakharov segir í viðtalinu, sem birtist á sunnudag, að hann hafi verið látinn laus úr útlegðinni í Gorkí vegna herferðar bæði vísindamanna og ríkisstjórna utan ráðstjórnarríkjanna. Hann viður- kennir að þessi hreyflng hafi verið lengi til staðar en bendir á að í upphafi hafi þess ætíð verið kraf- ist að hann fengi að fara frá Sovétríkjunum. „Sovésk yfirvöld gátu þá auðveldíega haldið fram að ég vissi ýmislegt, sem ekki mætti fara lengra, hyort sem það er rétt eða rangt. Á sfðasta ári varð þar breyting á og höfuð- áhersla var lögð á að ég fengi að fara aftur til Moskvu." AP/SImamynd Andrei Sakharov og Yelena Bonner í ibúð sinni í Moskvu. Sakharov segir að ýmislegt bendi til breytinga í Sovétríkjun- um. Bandarískri sjónvarpsstöð var t.d. leyft að taka við hann viðtal í kvikmyndaveri í Moskvu: „Breyt- ingar hafa átt sér stað í landi okkar. Ég vona að þetta sé ekki einungis til að ná fram skammtíma markmiðum heldur beri þessi umskipti því vitni að stórfelldar breytingar séu í vænd- um." Sakharov var spurður hvort hann hefði búist við að losna úr útlegðinni: „Ég bjóst ekki við því að ég og kona mín yrðum látin laus. Við höfðum undirbúið okkur andlega undir mjög langa og jafn- vel eilífa útlegð." Sakharov kveðst í viðtalinu vona að hann hafi ekki einungis verið látinn laus í áróðursskyni og segir að ummæli sín um að geimvarnaráætlunin (SDI) fái ekki staðist eigi síður en svo að vera vatn á myJlu Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkj- anna. „Pakkinn sem Gorbachev lagði fram í Reykjavík hafði í raun í för með sér að afvopnunar- mál standa í stað nema Banda- ríkjamenn hætti við geimvarnar- áætlunina. Þetta tel ég ekki uppbyggilega stefnu. Röksemda- færsla Sovétmanna er ósannfær- andi." í viðtalinu er einnig rætt um kjarnorku og virkjun hennar. „Ég tel að mannkynið geti ekki án kjarnorku verið. Þar liggja að baki ýmsar ástæður meðal annars umhverfisvernd. Kolaofnar og annars konar orkuver valda einnig náttúruspjöllum," segir Sakharov og heldur fram að allir kolaofhar í heiminum hafi valdið meiri mengun en slysið í kjarnaofninum í Chernobyl. „Aftur á móti verður að reisa örugg kjarnorkuver, þar sem slys eru útilokuð, og á því sviði mun ég láta að mér kveða," segir Sakh- arov í viðtalinu við Der Spiegel. svokölluðu. „Torséðar" flugvélar eru þannig úr garði gerðar að sýnu erfiðara er að sjá þær í ratsjá, en nú er yfirleitt um flugvélar. Þessi tækni virðist einkum byggð á framförum í gerð flugvélahreyfla og þeim möguleikum í hönnun flugvéla, sem þær leyfa. Þar er einkum átt við ávalar útlfnur, minni vængfleti, minni hreyfla og fleira. Þá er notað sérstakt efni, sem drekkur í sig geisla ratsjár. Efnið er borið á vængi og bol vélarinnar. Líklega koma þar einnig til framfarir í flug- leiðsögutækjum, sem gera flugvél- um kleift að fljúga langar leiðir að skotmörkum í mjög lítilli hæð, og ýmis rafeindabúnaður, sem truflar ratsjár andstæðingsins. „Torséðar" stýriflaugar eru byggðar á sömu atriðum. Eftir að venjulegri stýriflaug hef- ur verið varpað úr flugvél er henni stýrt sem næst joröu til að hun sjá- ist ekki á ratsjám. Mikil leynd hefur ríkt yfir bæði „torséðum" flugvélum og stýri- flaugum. Hingað til hefur varnar- málaráðuneytið aðeins viðurkennt tilvist þessara vopna. í fréttum hef- ur aftur á móti komið fram að flugvélin líkist einna helst flj'úgandi væng og að takmörkuð framleiðsla á „torséðum" stýriflaugum hafi hafist á fjárhagsárinu 1986. Vestur-Þýskaland: Landamæra- vörður f lýr vestur yf ir Widdershausen, Vestur-Þýskalandi, AP. AUSTUR-þýskum landamæra- verði tókst í gær að flyja vestur yfir og er hann sá fyrsti á þessu nýbyrjaða ári. Fór hann þannig að við flóttann, að hann afvopn- aði yfirmann sinn og tók af honum lyklana að einu landa- mærahliðanna. Vestur-þýskir landamæraverðir segja, að austur-þýski hermaðurinn hafi verið í einum varðturnanna á Iandamærunum þegar hann af- vopnaði yfirboðara sinn og hirti af honum lykla að einu landamæra- hliðanna. Tókst honum sfðan að komast vestur yfir án þess að eftir honum væri tékið. Á nýliðnu ári flýðu 200 Austur-Þjóðverjar vestur yfir víggirðingarnar á Iandamærum þýsku ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.