Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 25 Austur-Þýskaland: Stærstu fanga- búðir heims - segir innanríkisráðherra V-Þýskalands Ilonii, Reuter. FRIEDRICH Zimmermann, innanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, visaði í gær á bug öllum ásökunum um, að kristilegu flokkarnir hefðu gripið til „kalda striðs aðferða" í kosningabaráttunni og kvaðst ekki hika við að kalla Austur-Þýzkaland „stærstu fangabúðir heims." Zimmermann tók svona til orða í viðtali við blaðið Bild aðeins einum degi eftir að austur-þýzk stjórnvöld höfðu borið fram mótmæli við stjórnina í Bonn gegn þeim ummæl- um Helmuts Kohl kanslara, að í Austur-Þýzkalandi væri pólitískum föngum haldið í „þrælkunarbúð- um." „Þetta írafár út af orðum kansl- arans er óþarft. Austur-Þýzkaland er stærstu fangabúðir heims. Aust- ur-Þjóðverjar, sem eru 16 milljónir, eru algerir fangar bak við fullkomn- ustu fangelsisrimla í heimi," sagði Zimmermann í viðtalinu við Bild. í ræðu, sem Kohl flutti á sunnu- dag á kosningafundi í Dortmund, sagði hann, að í Austur-Þýzkalandi væri 2000 pólitískir fangar hafðir í fangelsi og þrælkunarbúðum. Þessi ummæli kanslarans hafa ver- ið gagnrýnd af stjórnarandstöðu- flokkunum og einnig að nokkru leyti af frjálsum demókrötum, sam- starfsflokki kristilegra demókrata í ríkisstjórninni. Kunnur frammá- maður úr röðum gyðinga í Vestur- Berlín hefur einnig orðið til þess að gagnrýna þessi ummæli kanslar- ans. í viðtalinu við Bild hélt Zimmer- mann, sem er úr bræðraflokki kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU), því ennfremur fram, að austur-þýzkir kommúnistar hefðu hvergi til sparað til þess að loka þegna sína inni. „Það er enn skotið á það fólk, sem reynir að flýja og ekkert bendir til þess, að fyrirskip- unum um að skjóta verði aflétt," sagði Zimmermenn. Ofsalegt frost í Sovétríkjunum Moskvu, AP. VETRARHÖRKUR eru nú meiri í Síberíu en siðustu 15 árin og hefur frostið farið niður i iiiinus 60 gráður á celcius undanfarna daga, að sögn blaðsins Sovietska- ya Rossiya. Að sögn blaðsins hefur einnig verið óvenju kalt í Moskvu, miðað við árstíma, og sjást Moskvubúar gjarna dúðaðir í sín hlýjustu vetrar- fót. Mestu kuldarnir hafa mælst á svokölluðu Yakutiann-svæði í norð- austurhluta Síberíu þar sem hitinn hefur verið á milli mínus 55—60 gráður á celcíus. „Það hefur verið hrejnt ótrúlega kalt," sagði blaðið. Á þriðjudag fór frostið í Moskvu niður í 31 stig og í gær var það enn í 29 stigum. Stíf gola í borginni gerði það að verkum að kuldinn virtist enn meiri en mælar sína og frostkælingin allt að 15 stigum meiri. MóðirMarcosar Josefa Eiralin Marcos, 94 ára gömul móðir Ferdinands Marcos- ar, fyrrum forseta Filippseyja, gefur sigurmerki með fingrunum þrátt fyrir það að beiðni hennar til núverandi valdahafa um að leyf a syni hennar að koma til Manila til þess að vera viðstadd- ur útför systur hans væri hafnað. Noregur: 1986 mesta umferðar^ slysaár íáratug Osló. Frá Jaii Erík Laure, fréttaritara Morgunbladsins. NÝLIÐIÐ ár, 1986, var mesta slysaár í norskrí umferðarsögu síðastliðinn áratug. Þá létu 463 lífið og 12.500 slösuðust í um- ferðinni, að sögn norsku samtakanna Oruggur akstur. Það, sem einkum þykir ógn- vænlegt við þessa þróun, er hin mikla fjölgun dauðaslysa þrátt fyr- ir umfangsmiklar aðgerðir yfir- valda til að fækka þeim. í sumar og haust var háum upphæðum varið sérstaklega til aukinnar um- ferðargæslu, einkum um helgar, þegar mest er um hraðakstur ungs fólks og meðfylgjandi dauðaslys. Helen Bösterud dómsmálaráð- herra er mjög vonsvikin vegna þessa mikla fjölda slysa, en segir, að yfirvöld muni beita sér mjög ákveðið fyrir því á þessu ári, að dregið verði úr slysahættunni. Hefur 26 milljón norskra króna aukafjárveitingu verið ráðstafað til hertra öryggisráðstafana og eftir- lits. Samtökin Öruggur akstur standa um þessar mundir fyrir könnun meðal 60.000 norskra ung- menna. Er ætlunin að reyna að kortleggja ferðaleiðir þeirra í því skyni að freista þess að fækka slys- unum hjá þessum aldurshópi. ÓBREYTT MIÐAVERÐ Allirgeta verið meö í HAPPDRÆTTI SÍBS - þú líka. Umboðsmaöur er alltaf á næstu grösum. Umboðsmenn SÍBS1987 í Reykjavík og nágrenni eru þessir:________ 3stórarástæður til þessaðspilameð: Vinningslíkur eru óvenjumiklar Ávinningur er einstakur Það er stórskemmtilegt Aöalumboö Suöurgötu 10, sími 91-23130. Verslunin Grettisgötu 26, sími 91-13665. Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, sími 91-27766. Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 91 -12400. Sparisjóðurinn Seltjamarnesi, sími 91 -625966. Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 91-16814. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 91 -685632. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 91-686145. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 91 -72800. SlBS-deildin REYKJALUNDI, sími 91 -666200. Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókabúð Olivers Steins, HAFNARFIRÐI, sími 91 -50045. Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, GARÐABÆ, sími 91-42720. SÍBS-deildin, VlFILSSTÖÐUM, sími 91 -42800. Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI, sími 91 -42630. Við drögum 13. janúar. Miðaverð kr. 200.- Aukavinningur í mars: Aukavinningur í júní: Aukavinningur í október: Volkswagen Golf Syncro. Subaru station. Saab 900i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.