Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 25

Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 25 Austur-Þýskaland: Stærstu fanga- búðir heims - segir innanríkisráðherra V-Þýskalands Bonn, Reuter. FRIEDRICH Zimmermann, innanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, visaði í gær á bug öllum ásökunum um, að kristilegu flokkarnir hefðu gripið til „kalda striðs aðferða" í kosningabaráttunni og kvaðst ekki hika við að kalla Austur-Þýzkaland „stærstu fangabúðir heims.“ Zimmermann tók svona til orða í viðtali við blaðið Bild aðeins einum degi eftir að austur-þýzk stjómvöld höfðu borið fram mótmæli við stjómina í Bonn gegn þeim ummæl- um Helmuts Kohl kanslara, að í Austur-Þýzkalandi væri pólitískum föngum haldið í „þrælkunarbúð- um.“ „Þetta írafár út af orðum kansl- arans er óþarft. Austur-Þýzkaland er stærstu fangabúðir heims. Aust- ur-Þjóðveijar, sem em 16 milljónir, em algerir fangar bak við fullkomn- ustu fangelsisrimla í heimi,“ sagði Zimmermann í viðtalinu við Bild. í ræðu, sem Kohl flutti á sunnu- dag á kosningafundi í Dortmund, sagði hann, að í Austur-Þýzkalandi væri 2000 pólitískir fangar hafðir í fangelsi og þrælkunarbúðum. Þessi ummæli kanslarans hafa ver- ið gagnrýnd af stjómarandstöðu- flokkunum og einnig að nokkm leyti af fijálsum demókrötum, sam- starfsflokki kristilegra demókrata í ríkisstjóminni. Kunnur frammá- maður úr röðum gyðinga í Vestur- Berlín hefur einnig orðið til þess að gagnrýna þessi ummæli kanslar- ans. í viðtalinu við Bild hélt Zimmer- mann, sem er úr bræðraflokki kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU), því ennfremur fram, að austur-þýzkir kommúnistar hefðu hvergi til sparað til þess að loka þegna sína inni. „Það er enn skotið á það fólk, sem reynir að flýja og ekkert bendir til þess, að fyrirskip- unum um að skjóta verði aflétt,“ sagði Zimmermenn. Ofsalegt frost í Sovétríkjunum Moskvu, AP. “ VETRARHÖRKUR eru nú meiri í Síberíu en síðustu 15 árin og hefur frostið farið niður i minus 60 gráður á celcius undanfarna daga, að sögn blaðsins Sovietska- ya Rossiya. Að sögn blaðsins hefur einnig verið óvenju kalt í Moskvu, miðað við árstíma, og sjást Moskvubúar gjama dúðaðir í sín hlýjustu vetrar- föt. Mestu kuldamir hafa mælst á svokölluðu Yakutiann-svæði í norð- austurhluta Síberíu þar sem hitinn hefur verið á milli mínus 55—60 gráður á celcíus. „Það hefur verið hreint ótrúlega kalt,“ sagði blaðið. Á þriðjudag fór frostið í Moskvu niður í 31 stig og í gær var það enn í 29 stigum. Stíf gola í borginni gerði það að verkum að kuldinn virtist enn meiri en mælar sína og frostkælingin allt að 15 stigum meiri. Móðir Marcosar Josefa Eiralin Marcos, 94 ára gömul móðir Ferdinands Marcos- ar, fyrrum forseta Filippseyja, gefur sigurmerki með fingrunum þrátt fyrir það að beiðni hennar til núverandi valdahafa um að leyfa syni hennar að koma til Manila tíl þess að vera viðstadd- ur útför systur hans væri hafnað. Noregur: 1986 mesta umferðar- slysaár í áratug Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunblaðsins. NÝLIÐIÐ ár, 1986, var mesta slysaár i norskri umferðarsögu siðastliðinn áratug. Þá létu 463 lífið og 12.500 slösuðust í um- ferðinni, að sögn norsku samtakanna Öruggur akstur. Það, sem einkum þykir ógn- vænlegt við þessa þróun, er hin mikla fjölgun dauðaslysa þrátt fyr- ir umfangsmiklar aðgerðir yfír- valda til að fækka þeim. í sumar og haust var háum upphæðum varið sérstaklega til aukinnar um- ferðargæslu, einkum um helgar, þegar mest er um hraðakstur ungs fólks og meðfylgjandi dauðaslys. Helen Bösterud dómsmálaráð- herra er mjög vonsvikin vegna þessa mikla fjölda slysa, en segir, að yfírvöld muni beita sér mjög ákveðið fyrir því á þessu ári, að dregið verði úr slysahættunni. Hefur 26 milljón norskra króna aukafjárveitingu verið ráðstafað til hertra öryggisráðstafana og eftir- lits. Samtökin Öruggur akstur standa um þessar mundir fyrir könnun meðal 60.000 norskra ung- menna. Er ætlunin að reyna að kortleggja ferðaleiðir þeirra í því skyni að freista þess að fækka slys- unum hjá þessum aldurshópi. Allir geta veriö meö í HAPPDRÆTTI SÍBS 3 stórar ástæöur - þú líka. Umboösmaöur er alltaf á næstu grösum. til þess að spila meö: Vinningslíkur eru óvenjumiklar Umboðsmenn SÍBS1987 Ávinningur er einstakur í Reykjavík og nágrenni eru þessir:Þaö er stórskemmtilegt Aðalumboð Suðurgötu 10, sími 91 -23130. Verslunin Grettisgötu 26, sími 91-13665. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, sími 91-27766. Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 91-12400. Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 91 -625966. Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 91-16814. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 91 -685632. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 91-686145. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 91 -72800. SÍBS-deildin REYKJALUNDI, sími 91 -666200. Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókabúð Olivers Steins, HAFNARFIRÐI, SÍmi 91 -50045. Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, GARÐABÆ, simi 91-42720. SÍBS-deildin, VÍFILSSTÖÐUM, sími 91 -42800. Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI, sími 91 -42630. Við drögum 13. janúar. Miðaverð kr. 200.- Aukavinningur í mars: Aukavinningur í júní: Aukavinningur í október: Volkswagen Golf Syncro. Subaru station. Saab 900i. advinna MEÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.