Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 27 ídaní ilum Nokkrir af helstu talsmönnum hugsanlegs ríkisstjórnarsamstarfs vinstrimeirihluta í dönskum stjórnmálum: Efst til vinstri Svend Jakobsen, forseti Þjóðþingsins; fyrir neðan hann Gert Petersen, formaður Sósíalska þjóðarflokksins; til hægri við Svend Jakobsen er Ritt Bjerre- gaard, sterka konan í Jafnaðarmannaflokknum; fyrir neðan hana Svend Auken, varaformaður flokksins. Það er ekki mikill kraftur í hnefanum, sem heldur á rauðu jafnaðarmannarósinni, og Anker Jörgensen horfir fjarrænt hjá. Lengst til hægri er Niels Helveg Petersen, leiðtogi stuðn- ingsflokks ríkisstjórnarinnar, Det radikale venstre. þjóðarflokksins sífellt að styrkjast. I fyrmefndri könnun fékk flokkur- inn 14,2% atkvæðanna, en fékk 11,5% í kosningunum. Mikið er rætt um svokallaðan vinstrimeir- hluta Jafnaðarmannaflokksins og Sósíalska þjóðarflokksins, en oftast em það flokksmenn síðamefnda flokksins, sem hafa þar orð um. Anker Jörgensen og félagar em ekki ýlq'a hrifnir af þeirri hugmynd, því að þeir verða einmitt að sækja inn í raðir Sósíalska þjóðarflokksins til að endurheimta fylgi sitt. Þannig virðist samstarf þessara flokka úti- lokað. Þar að auki skilur með flokkunum í nokkmm gmndvallar- málum. Sósíalski þjóðarflokkurinn er á móti aðild að NATO og Evrópu- bandalaginu og fylgjandi niður- skurði á útgjöldum til vamarmála. Anker Jörgensen hefur leitast við að halda vakandi möguleikum á samstarfi við Det radikale venstre, en í þeim herbúðum hafa menn daufheyrst við blíðuhótum hans. Þeir hafa ekki trú á, að Jafnaðar- mannaflokkurinn hafi bakfisk í sér til að koma í framkvæmd þeirri efnahagsstefnu, sem á þurfi að halda. -Að sjálfsögðu verða það núverandi ríkisstjóm og stuðnings- flokkur hennar, sem móta fjárlögin fyrir 1988, segir Jens Bilgrav- Nielsen í Radikale venstre. Og undir það tekur Niéls Helveg Petersen, formaður flokksins. Flokkar hverfa af sjónarsviðinu Margt bendir til, að tveir þing- flokkar, á vinstri og hægri kanti stjórnmáianna, muni hverfa af sjón- arsviðinu í næstu kosningum. Vinstrisósíalistar em endanlega klofnir og tveir af bestu þingmönn- um þeirra hafa slitið samstarfl við þingflokkinn. í síðustu skoðana- könnun féll fylgi flokksins niður fyrir tveggja prósenta mörkin og það sama gerðist með Framfara- flokkinn. Sá flokkur ætlar sýnilega ekki að lifa af þá staðreynd, að Mogens Glistmp er allur í dönskum stjómmálum. Það verður hinn sterki forsætis- ráðherra, sem ákveður, hvenær kosið verður. Hann hefur sýnt styrk sinn með því að halda einingu innan ríkisstjómarinnar og framfylgja efnahagsstefnu, sem borið hefur árangur á mörgum sviðum. En skattamir em nú hærri í Danmörku en nokkm sinni fyrr, og það verður erfíður biti fyrir ríkisstjómina að kyngja, hvort sem kosið verður í júní eða september - sem ekki er ólíklegt, að verði ofan á. En fyrst er það endurnýjun kjara- samninganna, sem athyglin beinist að. Ríkisstjóminni verður ekki stætt á því einu sinni enn að hlutast til um þá með ströngum takmörkun- um, eins og gert var 1985. Ekki er ástæða til að ætla, að það verði svo ógnarerfitt að ná samningum í einkageiranum, en óánægjan meðal opinberra starfsmanna er svo megn, að ríkisstjómin hlýtur að gefa eitt- hvað eftir. Og ekki mun það ganga alveg hljóðalaust. Stjórnmálaflokk- arnir fá skattfé Danskir stjómmálaflokkar munu nú fá fjárhagsstuðning úr opin- bemm sjóðum. Mikið hefur verið rökrætt um réttmæti þessarar ráð- stöfunar, en mikill meirihluti í þjóðþinginu stóð að ákvörðun þar að lútandi. Þannig eiga flokkamir von á styrkjum frá ríki, sýslum og sveitarfélögum, um 30 milljónum danskra króna í fyrstu atrennu. Stjómarskráin tryggir ekki til- vem stjómmálaflokkanna, en menn hafa sem sagt afneitað þeirri blekk- ingu, að flokkamir geti dregið fram lífið á framlögum frá félögum sínum og fjárhagsstuðningi at- vinnufyrirtækja og verkalýðsfélaga. Dagblaðið Information kallaði samþykkt þessa smánarblett, en yflrgnæfandi meirihluti þingheims taldi, að styrkja yrði starf flokkanna með ríkisframlagi, ef tryggja ætti, að lýðræðið fengi þrifíst. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins i Kaupmannahöfn. Davíð Oddsson tekur fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrir ibúðir aldraðra, heilsugæslustöð, þjónustukjama og bifreiðageymslur á Vesturgötu 7. Reykjavík: Nýtt húsnæði fyr- ir íbúðir aldraðra DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrir íbúðir aldraðra, þjónustukjarna, heilsugæslu og bifreiðageymslu, sem borgin reisir á Vesturgötu 7. Um 90 milljónum verður varið til verks- ins á árinu en áætlaður heildar- kostnaður er 300 til 310 milljónir. Byggingin verður fjögurra hæða með tvílyftum kjallara fyrir 115 bifreiðastæði. A fyrstu hæð hússins er gert ráð fyrir 500 fermetra heilsugæslustöð og 900 fermetra þjónusturými Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar fyrir aldraða ásamt eldhúsi, borðsal og setustofu. Þar verður einnig hægt að fá fótsnyrtingu, sjú- krabað, hársnyrtingu og leita aðstoðar sjúkraþjálfa. Á annarri og þriðju hæð verða 26 íbúðir fyrir aldraða, 1 til 3ja herbergja. Hönnuðir hússins eru arkitekt- arnir Hjörleifur Stefánsson og Stefán Örn Stefánsson, Verkfræði- stofunni Önn hf., Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar sér um teikn- ingar að raflögnum og Einar Sæmundsen landslagsarkitekt um lóð hússins. Hönnun á að ljúka í apríl og verður bygging hússins boðin út í maí. Útboðið miðast við uppsteypt hús og tilbúið undir tré- verk. Reiknað er með að ljúka uppsteypu þriðju hæðar árið 1987 og á árinu 1988 er áætlað að húsið verði tilbúið undir tréverk og frá- gengið að utan. Áætlanir varðandi heilsugæslustöðina eru háðar fram- lögum á íjárlögum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ýmsar furðuverur voru í blysförinni og voru veðurguðirnir í hátí- ðarskapi líkt og aðrir bæjarbúar. Þrettándagleði í Keflavík ÞRETTANDINN var kvaddur með pompi og pragt í Keflavík. Hátíðarhöldin hófust með blys- för frá bæjarskrifstofunum til íþróttasvæðisins. Þar voru fjöl- margir bæjarbúar saman komnir og fylgdust með hinum ýmsu skemmtiatriðum, söng, dansi, lúðrablæstri og ekki hvað síst, mikilfenglegri flugeldasýningu. Félagar í hestamannafélaginu Mána fóru ríðandi á glæstum fákum Félagar f hestamannafélaginu Mána fóru fyrir blysförinni á glæstum gæðingum. Tveir félagar i Mána, þau Sigurlaug Anna Auðunsdóttir og Eyberg Geirsson. fyrir göngunni í skrautbúningum. Á eftir þeim komu Álfakóngur og drottning og þeim fylgdu jólasvein- ar, álfar, púkar og ýmsar furðuver- ur. Hópurinn fór um helstu götur bæjarins og vakti óskipta athygli þeirra er á vegi hans urðu. Á íþróttavellinum var bálköstur sem gaf bæði stemmningu og yl. Þar sungu kórar, lúðrasveit lék og fólk dansaði. Var greinilegt að unga kynslóðin kunni vel að meta þessa uppákomu og voru margir krakkar í furðuklæðnaði. Rúsínan í pylsu- endanum var stórgóð flugeldasýn- ing félaga úr björgunarsveitinni Stakki. Þeir björgunarsveitarmenn höfðu haft áhyggjur af slæmri veð- urspá, en veðurguðimir voru í hátíðarskapi líkt og aðrir bæjarbú- ar. Veður var hið besta, austan gola og smá súld sem engan bleytti. -BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.