Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 29 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Vitur maður sagði eitt sinn; Að ala með sér reiði er að hefna yfirsjóna annarra — á sjálfum sér. Meðhöndla skal með gætni hið öfluga vopn — tunguna. Saltfískréttur sá sem hér fylgir er ljúfur á tungu og því tilvalinn til að sefa ýfðar sálir, enda er salt- fiskurinn „ramm-íslenskur". Að þessu sinni er í boði Bakaður salt- fiskur 500 gr saltfiskur, soðinn (þurrfiskur, blautfiskur) 500 gr kartöflur 50 gr smjörlíki 1/2 laukur 1/2 græn paprika 2 matsk. hveiti 1 1/2 bolli mjólk (ca. 3 1/2 dl) 2 msk. parmesanostur eða 2 msk. brauðmylsna 1. Saltfiskurinn er útvatnaður. Ef um útvatnaðan þurrfisk er að ræða er best að setja hann í kalt vatn og láta suðuna koma hægt upp og hann soðinn í 5—10 mín. Fiskur- inn er síðan hreinsaður vel af beinum og roði og látinn í smurt eldfast fat. 2. Kartöflurnar eru snöggsoðnar og afhýddar, þær eru síðan sneiddar niður og raðað yfir fiskinn í fatinu. 3. Smjörlíkið er brætt í potti. Laukurinn og paprikan eru söxuð smátt og sett út í feitina og hún látin krauma þar til grænmetið er orðið injúkt. 4. Því næst eru 2 msk. af hveiti sett út í feitina með grænmetinu og jafningurinn hrærður út (þeyttur) með mjólkinni (eða undanrennu). Það er best að nota vírþeytara. Jafn- ingurinn á að vera fremur þunnur. 5. Jafningurinn er síðan settur yfir kartöflurnar og saltfiskinn, par- mesanosti er stráð yfir. Ef hann er ekki tiltækur er notuð brauðmylsna. Saltfískrétturinn er bakaður í meðalheitum ofni í 20 mín. og borinn fram með kjarngóðu brauði. Einfaldur saltfisk- bakstur 1. Suðan er látin koma upp á saltfiskinum (500 gr) og hann hreinsaður af roði og beinum. 2. Kartöflurnar (500 gr) eru af- hýddar hráar og skornar í mjög þunnar sneiðar. 3. Hvítlauksrif er skorið í sundur og eldfast mót nuddað vel að innan með skorna hluta hvítlauksins. Síðan er fatið smurt vel að innan með feiti. 4. Því næst er kartöflusneiðum og saltfiski raðað á víxl í lög í eld- fasta fatið. (Fínsaxaðan lauk má setja með fiskinum). 1/2 tsk. af paprikudufti er stráð yfir, því næst er 1/2 1 af mjólk hellt yfir og að síðustu 3—4 msk. af brauðmylsnu. Rétturinn er bakaður í ofni í 40—50 mín. eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Yerðáhráefni: Saltfískur 500 gr ........................ kr. 110,00 Kartöflur 700 gr ........................ kr. 20,00 Laukur ........... kr. 4,00 Paprika .......... kr. 40,00 Mjólk ............. kr. 14,00 Kr. 188,00 Reykholtsdalur: Gamla árið kvatt með brennu Kleppjárnsreykjum GAMLA árið var kvatt með brennu í Reykholtí og á Klepp- járnsreykjum. Kiwanisklúbbur- inn Jöklar sáu mönnum fyrir skoteldum og púðri eins og venjulega. Að sögn Sigurðar Bjarnasonar í Nesi, forseta klúbbsins, var salan óvenju góð eins og víðast hvar annarsstaðar um landið. Allt fór vel og slysa- laust f ram og var mikið sungið og skiptust menn á nýársóskum. Annars eru lítil tíðindi úr þessu blómlega landbúnaðarhéraði, það er eins og nokkur skuggi hvfli yfir þeim sem stunda landbúnað sem áður fyrr var helsta atvinnugrein þessa lands. Það er sama hvort það eru þessar hefðbundnu búgreinar, garðyrkja eða refarækt. Heyskapur gekk vel á liðnu sumri svo og upp- skera í gróðurhúsum. Sem dæmi um hvert stefnir nú um þessi ára- mót í byggðarstefnu skal það upplýst að ekki er stundaður bú- skapur á 13 búum í Reykholtsdals- hreppi. í sveitarstjórnarkosningun- um fyrir 4 árum voru 315 íbúar í hreppnum, en í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor 269 íbúar, 17% fækkun. Þetta er mikil blóðtaka fyrir ekki stærra sveitarfélag. Segja má að eina nýsköpunin í hreppnum síðastliðið sumar var þjónusta við ferðamenn. Á Kleppjárnsreykjum ráku hjónin í Runnum, Þorvaldur Pálmason og Sigríður Einarsdóttir, veitinga- og ferðamannaþjónustu. Einnig var Gamla árið kvatt með stjörnuHósi. rekin ferðamannaverslun í Reyk- holti af þeim Ósk M.S. Guðlaugs- dóttur og Þórný H. Eiríksdóttur. Gekk það nokkuð vel enda mikill ferðamannastraumur hingað til að skoða vatnsmesta hver í heimi, Deildartunguhver, svo og Reyk- Morgunblaðiö/Bemhard holtsstað. Reykdælir óska öllum nær og fjær árs og friðar og óskir um bjarta framtíð. Bernhard Ungmennafélag Gnúpverja sýnir „Týnda teskeiðin" Morgunblaðið/Bernhard Þegar komið var fram fyrir HeUuvað var veðrið farið að spillast, snjóa og hvessa. Ágæt reynsla þvi sjaldnast er björgunarsveit kölluð út í góðu veðri. Ferð björgunar- sveitarinnar Oks á Arnarvatnsheiði Kleppjársnreykjum. BJÖRGUNARSVEITIN Ok hefur eignast nýjan bíl sem keypt.ur var af hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og er þessi nýji bíll töluvert öflugri en eldri bíll sem hann leysir af hólmi. Á hverjum vetri fara nokkrir vélsleðum af stað á laugardegi Geldingaholti. Á MILLI jóla og nýárs f rum- sýndi Ungmennafélag Gnúp- verja leikritið „Týnda teskeiðin" eftir Kjartan Ragn- arsson í félagsheinúlinu Árnesi. Leikstjóri er Halla Guðmundsdóttir í Ásum og er þetta fjórða leikritið sem hún leikstýrir hjá Ungmennafé- lagi Gnúpverja. Halla er fædd og uppalin í Ásum, en Asaskóli, er var í ára- tugi leikhús okkar hér, er í túnjaðri Ása, svo að Halla komst snemma í snertingu við leik- starf. Síðan stundaði hún nám í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og útskrifaðist þaðan 1972. Leikendur í „Týnda teskeiðin" eru alls níu og er það mál þeirra sem þessa sýningu sáu, að hér hafí vel til tekist, leikendur skil- uðu hlutverkum sínum með sóma. Sýningin gekk hratt og vakti kátínu meðal áhorfenda og virðast leiðbeiningar og hug- kvæmni leikstjóra komast vel til skila. Leikmynd er gerð af Höllu leikstjóra, en félagar í ung- mennafélaginu sáu um leiksmíði. í leikslok voru leikendur og leik- stjóri hylltir með langvinnu lófataki og leikstjóra var færður blómvöndur. Þá eru ráðgerðar sýningar í Félagslundi laugardaginn 10. janúar og Njálsbúð fimmtudag- inn 15. janúar. Allar sýningar hefjast kl. 21.00. Síðar eru fyrir- hugaðar sýningar að Borg, Hafnarfírði og í Árnesi og ef til vill víðar. - Jón félagar björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfírði fram á Arnar- vatnsheiði. Er oftast valinn tíminn milli jóla og nýárs, og ræður veður nokkuð hvaða dag- ur er valin. Arnarvatnsheiði er leitar- og björgunarsvæði Oks. Stærð þess er um það bil 1500 ferkílómetr- ar. Er alltaf töluverður kvíði í mönnum að þurfa að leita þetta svæði, en sem betur fer kemur það ekki oft fyrir. Ferð á Arnar- vatnsheiði að vetri til er því ágæt reynsla í því að læra að þekkja aðstæður sem þar eru á þessum tíma, svo sem snjóalög og ís á ám og vötnum. En miklar hætt- ur geta leynst á þessu mikla vatnasvæði. Að þessu sinni fóru nokkrir félagar á fjórhjólum og 27. desember. Fóru þeir frá Þor- valdsstöðum fram Þorvaldsháls í Álftarkróksskála og gistu þar um nóttina. Daginn eftir fóru svo 15 félagar á 5 jeppum á móts við þá og ætluðu að verða samferða þeim til byggða. En þegar komið var fram fyrir Helluvað var veðrið farið að spill- ast, snjóa og hvessa. Var ákveðið að snúa við áður en færð spillt- ist um of. Mjög dimmt var og erfítt að átta sig þar sem fennt var í slóðina. Reyndu menn að taka stefnu eftir umhverfínu við réttar aðstæður, því sjaldnast verður að k^lla björgunarsveit út í góðu veðri. Að öðru leiti gekk ferðin vel og voru allir ánægðir með ferðina. Bernhard Leikarar f „Týndu tcskeiðinni" bregða á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.