Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 30
30 . • ¦ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Frá Þrettándagleði Þórs. Jólin kvödd á hefðbund- innhátt JÓLIN voru kvödd með hefðbundnum hætti með Þrettándagleði Þórs á svæði félagsins við Glerárskóla. Mik- ill mannfjöldi var við hátíðarhöldin, enda veður kyrrt þó kalt væri. Að sögn lögreglunnar var Þrettándinn friðsamur. Á skemmtuninni mættu að venju álfakóngur og drottning hans, en þeim fylgdi^ hirð trölla, púka og fleiri kynjavera. Ýmislegt var til skemmtunar, þjóðdansar og einsöngur Páls Jóhannes- sonar. I lok skemmtunarinnar var síðan stórglæsileg flugeldasýning Hjálpar- sveitar skáta. ..¦p^srwi| f} * *rl m . fJM bl. - ¦-•» % íÆ BBp ' n ÉH' ¦^_ > Km |v j***" ' 1 ¦f Mr m ¦i ¦9 1 .H Morgunblaðið/ Friða Proppé. Vandasamt vegarheiti Bæjarstjórn ákvað að vegurinn yfir Eyjafjörð skuli heita Leiruvegur EFTIR miklar umræður ákvað bæjarstjórn með leynilegri atkvæðagreiðslu að leggja til að nýi vegurinn yfir Eyja- fjörð, norðan flugbrautar, heiti Leiruvegnr. Hreppsnefnd Ongulstaðahrepps hefur einnig með nafn þetta að gera og sagði oddviti hreppins, Birgir Þórðarson, í gær, að hann væri ekki ánægður með málsmeðferð bæjarstjórnar. Þrjár tillögur lágu fyrir bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag, þegar ákveðið var að ganga til leyni- legrar atkvæðagreiðslu um málið, þ.e. Leiruvegur, Vaðla- braut og Vaðlavegur og hlaut Leiruvegur flest atkvæði. Bygg- ingarnefnd hafði áður lagt til að vegurinn yrði nefndur Vaðla- braut, þó svo nafnið Leiruvegur hafi festst í umræðu manna á meðal. Birgir Þórðarson oddviti í Öngulstaðahreppi sagði í gær, að hann væri mjög óánægður með hvernig bæjarstjórn hefði staðið að máli þessu. Hann hefði verið búinn að fara fram á það við forseta bæjarstjórnar, að málið yrði afgreitt sameiginlega, til dæmis með því móti að sveit- arfélögin tvö skipuðu nefnd með fulltrúum beggja aðila, sem gerði tillögu um nafn á veginn. Hann kvaðst því hafa reiknað með, að staðið yrði að málinu á annan hátt en gert hefði verið. Hann sagði ennfremur: „Ég sé ekki betur en það sé verið að bjóða upp á að samþykkt verði tvö nöfn á veginn. Þetta er þó ekk- ert stórmál, en slæmt ef bjóða á upp á úlfúð um það. Ég reikna þó ekki með að svo verði. Við ræðum þetta á hreppsnefndar- fundi hjá okkur sem líklega verður um miðjan mánuðinn." Sjónvarp Akureyri: Rugluð dagskrá frá mánaðamótum Framboðslisti Stefáns Valgeirssonar og stuðningsmanna: Lagður fram 15.janúar Frambjóðendur tilbúnir í þrjú ef stu sætin FRAMBOÐSLISTI Stefáns Valgeirssonar og stuðnings- manna hans fyrir alþingiskosn- Sjónvarp Akureyri Dagskrá Sjónvarps Akur- eyrar verður sem hér segir í kvöld, fimmtudagskvöld: Kl. 20.30 Mikki og Donald. Teiknimynd fyrir yngstu áhorfendurna. Kl. 20.55 Myndrokk. Tón- listarþáttur með myndböndum og léttu spjalli. Kl. 21.50 íþróttir.íþrótta- þáttur í umsjón Heimis Karlssonar, sem kemur frá stöð 2. KI. 22.45 Hitchock. Stuttar sögur Hitchcoks færðar í kvik- myndabúning. Kl. 23.30 Giftingarhugleið- inar frú Delafields. Bandarísk kvikmynd sem fjallar um ættmóður stórrar og auðugrar fjölskyldu. Hún verður ástfangin af lækni sínum, þrátt fyrir ólíka fortíð þeirra. Kl. 01.00 Dagskrárlok. ingarnar í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður lagður fram tíl samþykktar á fundi stuðningsmanna hans fimmtu- daginn 15. janúar n.k. Stefán sagði í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins á Akureyri í gær, að komið hefði til tals að merkja listann með listabók- stöfunum BB og láta síðan á það reyna hvað forusta Fram- soknarflokksins hefði um það að segja. Að sögn Stefáns er nú ljóst, hverjir gefa kost á sér í fyrstu þrjú sæti listans. Hann verður sjálfur í fyrsta sætinu. Annað sætið skipar séra Pétur Þórarins- son á Möðruvöllum og hið þriðja hefur Auður Eiríksdóttir oddviti í Saurbæjarhreppi ljáð jáyrði við að skipa. Stefán var spurður, hvort hann hefði fengið leyfi hjá flokksfor- ustu Framsóknarflokksins til að nota listabókstafina BB á listann. Hann sagði, að ekki hefði verið falast eftir pví en bætti við, eins og að framan greinir, að tií um- ræðu hefði verið að merkja listann með listabókstöfunum BB og láta síðan reyna á hver við- brögðin yrðu fyrir sunnan, eins og hann orðaoi það. Ekkert væri þó ákveðið um þetta, það yrði gert á fundinum þann 15., þegar gengið yrði frá listanum. RUGLUN dagskrár hefst hjá Sjónvarpi Akureyrar um mán- aðarmótín janúar febrúar. Nú hafa á milli 500 til 600 afruglar- ar verið pantaðir. Að sögn Hallgríms Óskarssonar dagskrárstjóra Sjónvarps Akur- eyrar hefst afruglun á efni væntanlega um næstu mánaðar- mót. Hann sagði að stór hluti útsendingartímans yrði sendur út ruglaður en um leið fengist betra efni að sunnan til útsendingar. Aðspurður um hvort nóg yrði af afruglurum hér á Akureyri til að sinna eftirspurn, þegar ruglun hæfist sagði hann að svo yrði ekki til að byrja með en það myndi fljótlega lagast. Þegar hafa á milli 500 til 600 pantað afruglara. Hallgrímur sagði ennfremur, að stefnt væri að því að hefja frét- taútsendingar fljótlega, það yrðu fréttir sem unnar yrðu hér á staðnum. Hús bæjarins við Geislagötu 9 en þar eru bæjar- skrifstofurnar nú til húsa. Nýbyggingin við Glerárgötu 26 er í eigu Norður- Verks hf. Mdrgunblaðið/Friða Proppé. Bæjarráð: Stef nt að viðbyggingu við Geislagötu BÆJARRÁÐ hefur samþykkt, að stefna að því að byggja við hús bæjarins að Geislagötu 9 í stað þess að kaupa hús, sem er í bygg- ingu við Glerárgötu 26, til að leysa húsnæðisvanda bæjarskrifstofa. Að sögn bæjarstjóra, Sigfúsar Jónssonar, er áætlað að viðbygging og breytingar kosti 98 til 99 milljímir króna. I tillögunni að viðbyggingu við aður við sjálfa viðbygginguna er Geislagötu er gert ráð fyrir að blökkvistöð bæjarins, sem er á jarð- hæð hússins, verði flutt í nýtt húsnæði og er kostnaður áætlaður 28 milljónir króna. Jarðhæð verður innréttuð á ný og er kostnaður við það áætlaður 25 milljónir kr. Kostn- áætlaður 45 milljónir króna. Sigfús bæjarstjóri sagði i viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, að þessi leið væri ódýrari í krónum talið en kaup á nýrri húseign við Glerárgðtu 26, en ef talinn væri kostnaður við hvern fermetra hefði hin leiðin ekki orðið dýrari þar sem húseignin við Glerárgötu yrði mun stærri. Hann sagði þegar ljóst, að þrátt fyrir viðbygginguna og flutn- ing slökkviliðsins myndi húsnæðið ekki nægja til að hýsa ýmsa opin- bera þjónustu ríkisins. Ekki er ákveðið, hvenær hafist verður handa við stækkun hússins við Geislagötu en ákvörðun um, hvort hafist verður handa á þessu ári ætti að liggja fyrir við gerð fjár- hagsáætlunar nú í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.