Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, PÉTURRAGNARSSON, sundlaugavörður, Ásgarðl 47, andaðist í Landakotsspítalanum 5. janúar. GuBríftur Gunnarsdóttlr, Auðbjörg Pétursdóttlr, Gunnar Kristjánsson, Ragna Pétursdðttir, Hannes Stfgsson, Hafdi's Pétursdóttlr, Róbort Clark, Guðmundur Pétursson, Þórey Pótursdóttir barnabðrn og barnabarnabarn. Miniiing-: t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og systir, HULDA PÁLSDÓTTIR, lést á heimili sfnu í Kaupmannahöfn 5. janúar sl. Bálför fer fram í Kaupmannahöfn 9. janúar nk. Poul Andersen, Brynja Kristjánsdóttir, Börge R. Jensen, Hulda Jensen, Tómas Jensen og systkinin. t Eiginmaður minn og faöir okkar, KJARTAN J. JÓHANNSSON laaknir, er látinn. Kristjana Sigrun, Jóhann Armann, Jóna B. ingvarsdóttir, Þorbjörg Kolbrún, Ingvar Ernir. t Systir okkar, UNNUR S. ÞORSTEINSDÓTTIR, Stóragerði 32, andaðist 6. janúar á hjúkrunarheimilinu Arnarholti. Systkinin. t Utför kristjAns e. sigurðssonar, bóndaíHrfsdal, fer fram frá Fóskrúðarbakkakirkju f Miklaholtshreppi laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 sama dag. Minningarkort til ágóða fyrir Fáskrúðarbakkakirkju munu liggja frammi eftir athöfnina og bent er á að láta kirkjuna njóta andvirðis blóma eða kransa. María L. Eðvarðsdóttir, Úrsúla Krlstjánsdóttir, Unnur G. Krlstjánsdóttir, Matthildur Kristjánsdóttlr, Sigurður Kristjánsson, Hjördís Krístjánsdöttir, Guðrún Krístjánsdóttir, barnabörn og systkinl. Þórður Sigurðsson, JónHannesson, Jón BJÖrgvin Slgurðsson, BJarni Kr. Þorstelnsson, t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR DAGBJARTSSON, LJóshelmumH, verður jarðsunginn föstudaginn 9. janúar fró Langholtskirkju kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd eða aörar Ifknárstofnanir. BJðrg Áróra Hallgrímsdóttlr, Eyjólf ur Halldórsson, Elsa Slgurðardóttir, Rósa Halldórsdóttir, Sæmundur Sæmundsson, Haukur Halldórsson, Asta Kristinsdóttir, Stelia BJörk Halldórsdóttir, Guðmundur Magnússon, Jóhanna Halldórsdóttlr, Guðmundur öfjörð og barnabðrn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður, son, tengdason og bróður, KOLBEIN SUMARLIÐA GUNNARSSON, HJallavegilZ, fsaflrði, skipverja á vélbátnum Tjaldi (S116, sem fórst 18. desember sl., fer fram frá fsafjaröarkirkju laugardag- inn 10. janúar kl. 14.00. Elma BJðríc Sveinsdóttlr, Kristín Jónína Kolbeinsdóttir, Brynhildur Kolbeinsdóttir, foreldrar, tengdaf oroldrar og systur. Jón Helgason, Hafnarfirði Fæddur27.júnfl895 Dáínn 30. desember 1986 Það er heiðríkja um minningu Hafnfírðingsins Jóns Helgasonar, sem lést 30. desember sl.( 91 árs að aldri, og í dag er jarðsettur frá Hafnarfjarðarkirkju. Lokið er farsælli ævi góðs og grandvars manns, sem var heil- steyptur að mannkostum. Öðru fremur var það hógværðin og ljúf- mennskan, sem prýddi dagfar hans og til fyrirmyndar var einlæg tryggðin við hugsjón bindindis og aðrar kristilegar dyggðir. Mér er einkar ljúft að mega minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Hann fæddist 27. júní 1895 í Litlabæ f Kálftjarnarhverfi á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Sigvaldason, fæddur á Halldórsstöðum, Vatnsleysuströnd, og Ragnhildur Magnúsdóttir, fædd í Vestmannaeyjum, en fluttist það- an um tvítugt suður á Vatnsleysu- strönd. Jón var yngstur fjögurra barna þeirra hjóna. Látin eru Guðrún og Guðlaugur, sem lengst bjó á Hverf- isgötu 19 í Hafnarfírði. Á lffí er Erlendsína, 97 ára, búsett hjá dótt- ur sinni, Lovísu, í Vogum, Vatns- leysustrandarhreppi. Vorið 1921 réðst J6n f það að rífa litla timburhúsið, sem foreldrar hans höfðu byggt og búið í á Vatns- leysuströnd. Flutti hann síðan efniviðinn til Hafnarfjarðar í mörg- um ferðum, en þá var nokkuð um það, að hús voru fíutt af Ströndinni og endurbyggð f Hafnarfírði, flest í Vesturbænum. Þegar hann svo um haustið sama ár hafði lokið við að byggja húsið upp á ný á Hverfis- götu 21b, gat hann boðið foreldra sína velkomna til búsetu f Hafnar- firði. Hafnarfjörður hafði heillað Jón allt frá níu ára aldri, en þá leit hann hafnfírska byggð fyrsta sinni, ofan af Hvaleyrarholtinu, eftir gönguferð sunnan af Strönd. „Ég var innilega hrifínn af þeirri sýn, sem þá blasti við mér," sagði hann í blaðaviðtali fyrir mörgum árum um þessi fyrstu kynni sín af Firðin- um. Og honum varð að ósk sinni um búsetu þar, en um 65 ára skeið undi hann þar vel sfnum hag á kyrrlátum stað f litla, hlýlega hús- inu, sem alltaf var svo snyrtilegt. Það var svo í fískvinnu á Lang- eyrarmölunum, sem fundum þeirra Jóns og Höllu Magnúsdóttur bar fyrst saman og leiddu til hjúskapar haustið 1922. Þau hófu búskap á Hverfísgötu 21b og bjuggu þar allt til 1983, að einu ári undanteknu, er þau önnuðust húsvörslu í Góð- templarahúsinu. í heimilinu voru einnig til dauðadags foreldrar Jóns og móðir Höllu, Jónfna. Þau eignuðust tvo drengi. Annar dó skðmmu eftir fæðingu, en hinn er Magnús, minjavörður. Þau hollu uppeldisáhrif, sem hann hlaut hjá foreldrum sínum, afa og ömmum, hafa vafalaust orðið honum þarf- asta veganesti og hvatning til þess lofsverðaframtaks, sem hann hefur sýnt í varðveislu minninga um gamla tímann í Hafnarfirði með bókum sínum og fleiru. Jón lagði gjörva hönd á margt um ævina, var fjölhæfur og eftir- sóttur til starfa. Helstu störf hans voru smíðar og fískvinna. Þótti hann snillingur í höndunum. Hann var með verkstæði f kjallaranum heima hjá sér og smíðaði þar ýmsa fagra og vandaða gripi, t.d. stofu- skápa, sem margir vildu eignast. Þá var hann ágætur verkmaður við fískyinnu, en um langt skeið eða til rúmlega áttræðis aldurs vann hann hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. Hann var góður hagyrðingur og átti létt með að semja ljóð og stök- ur og leysa flóknustu rímþrautir. Það var mjög ánægjulegt, að Magn- ús, sonur hans, skyldi fyrir tveim árum ráðast í útgáfu bókar með myndarlegu safni af ljóðum föður sins. Það er til marks um elju og ástundun Jóns, að 84 ára gamall samdi hann og skrifaði með fagurri rithönd niðjatal foreldra sinna, en minningu þeirra sýndi hann alltaf mikinn sóma. Þannig var hann mjög áhugasamur um sjóðinn, sem faðir hans stofhaði til minningar um eig- inkonu sína til stuðnings málefnum Kálfatjarnarkirkju. Fullyrða má, að Jón hafí verið mikill gæfumaður. Þar vóg hvað þyngst, að hann átti góðan og traustan lffsförunaut. I formála ljóðabókarinnar kemst hann svo að orði: „Ég held, að enginn hafí lifað f farsælla hjónaband en við." Hjá þeim hjónum stóðu gagnkvæm virð- ing, ræktarsemi og sameiginleg áhugamál dýpri rótum en almennt mun gerast. Halla var mjög vel hagmæit og ljóðelsk, og komu þau oft fram á mannamótum til að skemmta með kveðskap sínum. Er mörgum minnisstætt, þegar þessi öldnu heiðurshjón komu fram í Kvöldstund Sjónvarpsins 1973 og töluðu saman f vísum. Halla féll frá 1985, en síðustu árin voru þau á Sólvangi. Þau hjónin voru traustir máttar- stólpar Kvæðamannafélags Hafn- arfjarðar. Voru þar virk í starfí næstum frá stofnun félagsins 1930 og í stjórn um árabil. Annar félagsskapur, stúkan Morgunstjarnan, var þeim afar hjartfólginn. Þar var Jón félagi í rúm 60 ár. Hollustu við málstað stúkunnar sýndu þau meðal annars með þeim rausnarskap að gefa fyr- ir rúinum 30 árum stóla f sal Góðtemplarahússins. Jón var gjald- keri stúkunnar um langt skeið. Því fylgdi alltaf ánægja að fá hann í heimsókn, gangandi eða á hjólinu sínu, þegar hann kom til að sækja félagsgjaldið. Alltaf var hann heill f áhuga sfnum á bindindi og bjartara mannlífí. Það var honum eins og fleirum erfítt að skilja, hversu margir eru sljóir gagnvart þvf mikla bðli, sem af áfenginu getur stafað og ráðamenn áhugalausir um varn- ir gegn þeim voða. Aukin bindindis- semi meðal þjóðarinnar var hans hjartans mál. En ábyrg lífsviðhorf Jóns komu víðar fram en í bindindismálum. Ég gleymi aldrei spjalli okkar fyrir mörgum árum, þegar ábyrgðarleysi stjórnarandstöðu var í hámarki. Þá sagði hann: „Ég er alltaf stjórnar- sinni." Þessi orð endurspegla óvenju ríka ábyrgðartilfínningu. Færi bet- ur, ef fleiri hefðu slíkt hugarfar. Hann taldi það rangt að spilla starfsfriði ríkisstjórnar með óábyrg- um vinnubrögðum í stjórnarand- stöðu og skemmdarverkum gagnvart þjóðarhag, eins og dæmi eru um. Hjá Jóni var ráðdeild og réttsýni í hávegum og mikil reglusemi í lífsháttum. Hann var mjögþægileg- ur f viðmóti, sanngjarn f viðskiptum, en kröfuharður gagnvart sjálfum sér. Mörgum gerði hann greiða með vinnu og öðru án þess að ætlast til endurgjalds. Að kvarta var honum fjarri skapi. Hann safnaði aldrei þeim ver- aldarauði, sem stundum getur hrjáð fólk og skyggt á æðri gæði lífsins. En hann var auðugur af þeim and- legu verðmætum, sem mestu skipta. Auðlegð hjartans var honum uppspretta og aflgjafi fagurs lífern- is. Ég kveð góðan vin og samherja með þakklæti fyrir ágæt kynni og einlægan stuðning við sameiginleg áhugamál. Guð blessi minningu göfugs manns. Arní Gunnlaugsson Jón Helgason fæddist f Litlabæ í Vatnsleysustrandarhreppi. Þar bjuggu foreldrar hans. Móðir hans, Ragnhildur Magnúsdóttir, fæddist í Vestmannaeyjum 21. des. 1857 en ólst upp í Fljótshlíðinni. Faðir hans var fæddur 9. maí 1859 og uppalinn á Vatnsleysuströndinni. Þar kynntust foreldrar Jóns og ganga í hjónaband þ. 26. okt. 1883. Búa fyrst í Skjaldakoti en sfðan f 36 ár í Litlabæ, báðir bæimir f Vatnsleysustrandarhreppi. Árið 1921 afráða þau að flytja til Hafn- arfjarðar. Áttu þau gott og snoturt timburhús í Litlabæ í Kálfatjarnar- hverfi á Vatnsleysuströnd. Varð það að raði að flytja íbúðarhúsið til Hafnarfjarðar. Á þessum árum, skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, mun hafa verið erfítt um nýbyggingar vegna skorts á ýmsu byggingarefni og dýrtíð mikil. Húsið var hlutað í sundur og flutt landveginn. Húsið var svo reist á ný á Hverfísgötu 21B í Hafnarfirði. Jón Helgason og faðir undirritaðs munu aðallega hafa unnið að þessum húsfíutningi og endurbyggingu á íbúðarhúsinu frá Litlabæ. Jón og foreldrar hans fluttu svo í endurbyggða húsið í októbermánuði 1921. Erfítt var um vinnu á þessum tfma en f marsmán- uði á næsta árí réðst Jón f físk- vinnslu á Langeyrarmölum. Það fyrírtæki nefhdist Hlutafélagið Höfrungur, en þar var þá verkstjóri Guðmundur Jónasson, „fæddur Strandaringur eins og ég," segir Jón í eftirmælum eftir konu sína. Og hann segir ennfremur í fram- haldi af framanskráðum orðum: „Já, vissulega var gott að fá pen- inga greidda vikulega. En hvað var það, samanborið við aðra hamingju, sem mér hlotnaðist þarna? í verka- kvennahópnum var Halla Magnús- dóttir. Við fórum víst fljótt að veita hvort öðru athygli. En aldrei bað ég hennar og hún ekki mín. Þarna hafa vfst „augun talað astarinnar mál", því 14. október 1922 göngum við Halla Magnúsdóttir og Jón Helgason f hjónaband réttu ári eft- ir að ég fluttist í Fjörðinn." Og Jón segir svo áfram: „Fyrst fengum við til íbúðar herbergi sem var aðeins rúmlengd á breidd en um fjórir metrar á lengd. Svo höfðum við frjálsa umgengni um íbúð foreldra minna og í sameiningu notuðum við eldhúsið. Ekki var það af ósam- komulagi við foreldra mína að við fluttumst í Góðtemplarahúsið um haustið 1923, heldur hitt að þarna fengum við frf ljós og kol til upphit- unar og eldamennsku, þar á móti bar okkur að skúra salargólfíð eftir hvern fund eða hverja samkomu, sem þar fór fram. Seinni veturinn sem við vorum þarna fæddist okkur sonur. Það var mjög erfíð fæðing. Varð að sækja Þórð Edilonsson lækni og varð að taka barnið með Leiðrétting I frétt Morgunblaðsins um komu grænlenska vigslubiskups- ins til Islands var ranghermt að séra Sigurgeir Sigurðsson, sfðar biskup, hefði framkvæmt vígslu grænlenska prestsins Sejer Abel- sen á ísafirði 1925. Hið rétta er að það var danskur prófastur sem framkvæmdi vígsluna, en séra Sigurgeir, sem þá var prófastur á ísafírði, aðstoð- aði við þá athöfn. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.