Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 fclk í fréttum 007 kominn Sexhjóla tryllitæki, sem á að komast allra sinna ferða. í ár byija Japanir að fjölda- framleiða sex hjóla bOa, svo að framtíðarspá hönnuðarins hefur þegar ræst. Allur málmur i þessum bíl er handpússað messing, sem þar að auki er hulið þunnri gullhúð. GriUið eitt tók heUan mánuð í vinnslu. ÁHUGAMÁL EÐA LIST? Sérsmíðaðir bílar Inýlistasafni New York-borgar, „Museum of Modem Art“, er að finna fjörtíu ára gamlan bfl, sem er þar vegna sögulegs listgildis síns. Hann hefur veglegan sess, en vera hans á safninu hefur fengið marga „listvini" til þess að draga hæfni safnstjómar í efa. En bræðumir Sam og George Barris, þeir sem smíðuðu bflinn árið 1946, eru nú taldir vera upphafs- menn sérkennilegrar listar, sumsé sérsmíði bfla, sem telja má enn eitt afsprengi bandarískrar menningar. Það sem er sérstakt við sérsmíðaða bfla er það að þeir eru að öllu leyti einstakir, engir tveir eins. Að vísu eru margir hlutir fengnir að láni, en smiðimir leggja sig fram um að Karólína prinsessa ásamt Stefan, eig- inmanni sínum, og bömum tveimur. smíða frumlega bfla, en ekki ein- ungis sérkennilega bastarða. Það var hinn 16. september 1946, sem að bræðumir opnuðu bflskúrinn og renndu kerrunni út. í fyrstu sýn líktist bfllinn einhverju sem afi gleymdi upp á háalofti, en við nánari athugun kom í ljós að bak við vatnskassann leyndist átta strokka vél og krafturinn eftir því. í þessari svipan varð ný della til, en spumingin er að sjálfsögðu sú hvort ekki hafi einfaldlega verið um nýtt listform að ræða í þessu landi nýjunganna og uppfýlltra drauma. Einfaldasta svarið er vitaskuld að segja þetta vera bæði dellu og list, enda hafa mörkin þar á milli sosum löngum verið óskýr. En burtséð frá því hvort að sérsmíðin hlýtur gæðastimpil ein- hverra misviturra listfræðinga eða ekki, þá er ekki hægt að horfa fram hjá viðtökum fjöldans. „Listamað- urinn" George Barris þurfti ekki að bíða lon og don eftir viðurkenn- ingu og frægð. Áður en 1946 var liðið var hann með fullt fang af pöntunum frá bíladellukörlum (list- vinum?), hvaðanæva að úr Banda- ríkjunum. Það em mismunandi stefnur inn- an „sérsmíðalistarinnar". Sumir leggja mest upp úr vélinni og vilja láta rokkinn vera sem háværastann og fyrirferðamestan. Aðrir Ieggja meira upp úr mikilli nostursvinnu ýmis konar, enn aðrir helga sig frarntíðarsýnum o.s.frv. I Bandaríkjunum einum saman er talið að 25 milljónir manna fylg- ist grannt með því hvað er á seyði í þessum geira mannlífsins. Af því sést að gagnrýndendur Nýlista- safnsins eiga við ramman reip að draga. Nýársgjöf Karólínu Karólína prinsessa af Món- akó fékk velþegna nýárs- gjöf á dögum. Það var þegar boð komu úr Páfagarði um það að hjónaband hennar og fyrri manns síns, glaumgosans Philip Junot, yrði lýst ógilt seinna á þessu ári. Karólína og núverandi mað- ur hennar, Stefan Casiraghi, fengu aðeins borgaralega hjónavígslu, sem kaþólska kirkjan hefur enn ekki viður- kennt, en nú stendur það væntanlega til bóta, henni, föður hennar, borgurum Monte Carlo og páfanum til mikils léttis. ákreik Þegar rithöfundurinn Ian Fleming reit fyrstu bækur sínar um James Bond, njósnara hennar hátignar númer 007, lét hann fylgja nokkuð greinargóða lýsingu á hetjunni: James Bond er 180 cm hár, vegur 76 kg, hefur ör á hægri öxl eftir byssukúlu og ör á hægri hendi eftir skurðaðgerð (tii þess að fjarlægja byssu- kúlu). Hann er meistari í skotfimi, hnefaleikum og hnífakasti. Hann talar ensku, þýsku og frönsku reiprennandi og er veikur fyrir konum, vodka-martini (hristum, ekki hrærðum) og kampavíni. Hinn nýi leikari njósnarans góða, Timothy Dalton, lýsir sjálf- um sér hins vegar: „Ég er 186 cm hár, veg 82 kg og ber hvergi ör. Ég kann hvorki að skjóta, boxa, né kasta hnífi, ég tala ensku, en kann ekki stakt orð í þýsku eða frönsku. Uppáhaldsdrykkurinn minn er bjór, kvenfólk er mitt helsta áhugamál, en mig myndi ekki dreyma um að upplýsa hver á hug minn allan. Að undanfömu hafa tökur á nýjustu Bond-myndinni, „The Liv- ing Daylight" staðið yfir, en þeim mun ljúka á allra næstu dögum. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í júní. Timothy veit að hann er að feta í fótspor stórra karla: „Ég velti þessu mikið fyrir mér og. gerði mér grein fyrir því að ég yrði alltaf borinn saman við Sean Connery og Roger Moore. Þess vegna ákvað ég að slaka á og reyna að leika Bond eftir eigin sannfæringu og skilningi á bókum Flemings." Auk Bond-m}mdarinnar hefur Dalton verið upptekinn við að leika á móti Brooke Shields í myndinni „Brenda Starr“, sem er gerð eftir samnefndri myndasögu. Dalton leikur þó ekki einungis einhveija töffara í afþreyingar- myndum, því að á síðasta ári sló hann í gegn á ijölunum í Lundúna- borg, þegar hann lék í leikritinu „Snegla tamin" eftir Shakespe- are. Svo er bara að bíða eftir upp- yngdum Bond. Timothy Dalton ásamt Maryam d’Abo í myndinni „The Living Daylight".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.