Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 „Ljáið mér líka eyra“ eftírEinar Olgeirsson Þar sem nokkrar umræður hafa verið um Hótel- og veitingaskóla íslands síðastliðið ár leyfi ég mér að leggja nokkur orð í belg, enda málið mér varla óskyldara en öðrum þeim er látið hafa ljós sitt skína. Að tilstuðlan framsýnna fag- manna og skilningsríkra ráða- manna þjóðarinnar hóf Hótel- og veitingaskóli íslands starfrækslu fyrir u.þ.b. 30 árum. Skólinn fékk inni í húsakynnum Vélstjóra- og stýrimannaskóla ís- lands, sem á þeim tíma var vel viðunandi húsnæði. Þó fór svo að skólanum var síðar bolað þaðan út og honum komið fyrir í svokölluðu bráðabirgðarhúsnæði á Suðurlands- braut 2 (Hótel Esju húsinu). Þar hefur starfsemi skólans farið fram sl. 15 ár. Með tilkomu nýrra hótela og veit- ingahúsa hefur mjög þrengt að nemum og kennurum í þessu bráða- birgðahúsnæði, segja má að hver skólanefndin af annarri hafi farið bónleið til búðar ráðamanna skól- ans. Sé litið í fundargerðir undan- farinna ára er ljóst að allir ráðamenn hafa sýnt erindunum fullan skilning, en þar við hefur setið, og þó. Að tilstuðlan Kópavogsbæjar hófst umfjöllun um almennan mat- vælaskóla í tengslum við mennta- skólann þar, sem breyta skyldi þá í fjölbrautaskóla, með framan- greindu sérsviði. Tillagan hlaut fylgi og hafist var handa um hönn- un og kostnaðaráætlun í fullu samráði við þáverandi menntamála- ráðherra og ýmsa ágæta embættis- menn ráðuneytisins. Mér er kunnugt um að nokkrir embættismenn þessa ráðuneytis hafa haft ríkan skilning á þörfum skólans og lögðu mikla vinnu á sig til að framfylgja framangreindum breytingarhugmyndum. Nú má spyija, hvað sé að. Er þetta nokkuð frábrugðið gangi ann- arra skólastofnana, sjálfsagt ekki, en sagan er ekki öll, adf þeim sökum skrifa ég þessi orð. Seint í desember 1985 skipaði núverandi menntamálaráðherra mig formann nýskipaðrar skóla- nefndar Hótel- og veitingaskólans. Stuttu eftir tilskipunina kallaði ég nefndina saman í samráði við skóla- stjóra. Á fyrsta fundi kom í ljós að engin skólanefnd hafði verið við skólann um nokkurt skeið á undan þessari og af þeim sökum engin fundargerð til í hálft annað ár aftur í tímann. Almenn óánægja var hjá skóla- stjóra og kennurum með núverandi húsnæði, skólinn yfírhlaðinn nem- endum, og nánast engin úrræði framundan, því var ljóst að eitthvað afgerandi varð að ske. Núverandi skólanefnd er skipuð dugmiklum fagmönnum, hveijum á sínu sviði, sem hvorki nenna né hafa tíma til að sitja lognmollu- fundi, enda fullur skilningur nefndarmanna á afstöðu skólastjóra og kennara um aðstöðuleysi skól- ans. Á þessum tíma lá fyrir áðumefnd tillaga um Matvælaskóla íslands ásamt að okkur skildist staðfest loforð f.v. menntamálaráðherra um byggingu hans í Kópavogi, og ein- hverju fjármagni hafði verið veitt til hönnunar byggingarinnar. Þá lá fyrir fjárlagafnjmvarp ríkisstjómarinnar (ársins 1986). í því frumvarpi var ekki gert ráð fyrir einni krónu til byggingar áður- Einar Olgeirsson nefnds Matvælaskóla Islands. Skóla sem áætlað er að kosti um 300 milljónir króna. Við í skólanefndinni emm fylli- lega meðvitandi um að þjónustu- og matvælaiðnaðurinn í landinu á þessar krónur skilið, þó fyrr hefði verið, eins emm við meðvitandi um, að þær verða ekki hristar úr ermum íj'ármálaráðherra nú fyrir næsta eða næstu skólaár, enda segja þeir sem best til þekkja að hámarksfjárveit- ing til handa sérskóla sé í dag 30 milljónir króna á ári. Hvar á þá þessi skoli að vera til húsa næstu 10 árin? Ég á bágt með að trúa að þeir skólamenn og nem- endur, sem lagt hafa svo mikið til málanna á liðnu ári, eða þá þeir þingmenn sem nú láta til sín heyra, ætli skólanum að verða sú homreka í skólakerfínu áfram, sem hann hefur verið hingað til. Upp hafa komið tillögur um að setja skólann í eitt bráðabirgðahúsnæðið enn, og nú í Kópavogi. Mér persónulega fínnst sú tillaga fálmkennd og í meira lagi Qárfrek, eins og reyndar allar þær bráðabirgðatillögur, sem upp hafa komið um húsnæði fyrir skólann á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, og því fráleitt að slíkar lausnir flýti fyrir uppbyggingu þess skóla sem fýrirhugaður er. Hinsvegar lét ég mig hafa það ásamt öðrum skólanefndarmönnum að standa ekki í vegi fyrir þeirri lausn, að því tilskyldu að fjármagn verði tryggt til þeirra framkvæmda, þannig að skólinn geti hafíð kennslu í húsnæðinu fullbúnu við upphaf næsta skólaárs. Meirihluti skólanefndarmanna er hinsvegar ekki í vafa um skynsam- legustu lausnina, bæði þjóðhags- lega og fjárhagslega séð. I rökræðum á einum fyrsta skóla- nefndarfundi núverandi skóla- nefndar kom upp tillaga hvort ekki væri ráðlegt að flytja skólann aust- ur að Laugarvatni, en mér hafði þá borist til eyma að Hússtjómar- skólinn þar yrði lagður niður. Okkur tveim skólanefndarmönnum var fal- ið af öllum skólanefndarmönnum, og með fullu samþykki skólastjóra, að kanna þennan möguleika hjá menntamálaráðuneytinu, sem og við gerðum. Málaleitan okkar var ekki of vel tekið í byfjun, en menntamálaráð- herra sýndi fullan skilning, ekki síst í ljósi þess aðstöðuleysis sem skólinn á við að búa. - Smám saman vann þessi tillaga þó fylgi innan ráðuneytisins, að mér fannst. Hér er gott að staldra við, enda komið að forsendum þeirra um- ræðna sem átt hafa sér stað um málefni skólans nú undanfarið, góðu heilli. Góðu heilli segi ég, því allar umræður vekja upp spumingar, þó engum hafí dottið í hug að beina þeim til okkar skólanefndarmanna, allir virtust vita betur og málið okkur því óviðkomandi, en okkar hlutverk er að leysa vandamál skól- ans til að fullnægja þörfum þeirra hótela og veitingahúsa sem útskrifa nema frá honum. En látum nú stað- reyndir tala: í dag hefur skólinn til umráða 700 fermetra húsnæði á 2. hæð * byggingu á Suðurlandsbraut 2 eins og áður segir. Innan þessara veggja er eldhús, veitingasalir, kennslustofur, kennarastofur, skrif- stofur og önnur nauðsynleg að- staða. Það segir sig sjálft að þröngt hlýtur sérhvert homið að vera fyrir þá 110 nemendur sem stunda þar nám á hverri ijögurra mánaða önn. Hússtjórnarskólinn á Laug- arvatni er hinsvegar 3500 fermetrar að flatarmáli, innan veggja þess skóla er fullkomið veit- ingaeldhús, auk aðstöðu til vinnslu og skreytinga á köldum réttum, þá kemur kennslueldhús með tug elda- véla og tilheyrandi búnaði. í kjallara undir eldhúsinu em frysti- og kæli- klefar, auk annarrar nauðsynlegrar aðstöðu. í anddyri er gestamóttaka, þar innaf stór og bjartur veitinga- salur með sviði, þá em í kjallara herbergi, sem nota má til kennslu við meðhöndlun kemískra efna, og stofur sem nýta má til leiðsagnar um þrif og tiltekt hótelherbergja. Þá em þama innanveggja 3 stórar kennslustofur og að auki litlar kennaraíbúðir, og að sjálfsögðu hótelherbergin 26 að tölu. Húsið er að mér skilst í góðu ásigkomulagi, nýbúið að endur- gleija stærstu rúður, lagfæra þak og fleira. Þama stendur því Hótel- og veit- ingaskóla fslands til boða eitt stykki hótel með öllu. Um þetta húsnæði sem slíkt er enginn ágreiningur, bæði skólastjóri og fagkennarar em sem lens1 nad eJtir ntU‘ Stórkostlegur þríréttaður kvöldverður og meiri- háttar kabarettskemmtun með þátttöku margra okkar þekktustu skemmtikrafta svo sem Ragn- ari Bjarnasyni, Ómar Ragnarsyni, Þuríði Sigurð- ardóttur, Hermanni Gunnarsyni, auk hins frábæra Tommy Hunt er lykillinn að ógleyman- legri kvöldstund. * Hinn frábæri Tommy Hunt skemmtir. * Raggi Bjarna og Þuríður Sigurðardóttir svngja nokkur lög. * Ömar Ragnarsson aldrei betri en nú. * Hemmi Gunn mætir til leiks. * Santos sextettinn leikur. Þórskabarett öll föstudags- og laugardags- kvöld fyrir matargesti. Borðapantanir hjá veitingastjóra i síma 23335. Brautarholti 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.