Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBIAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 43 Frá Laugarvatni. Hússtjórnarskólinn fyrir miðju þess, en um sammála um ágæti hvað er þá deilt? Jú, menn deila um.90 km fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu og spyrja hvernig á svo sérhæfur skóli að dafna úti á landsbyggðinni? Því er til að svara, að með fram- angreindri aðstöðu er auðvelt að tryggja skólanum tekjur. Skólann má nota sem hótel allan veturinn, t.d. fyrir námskeið til endurmennt- unar, en algengt er að launþegum innan og utan ríkisgeirans bjóðist endurmenntunarnámskeið og þá oftar en ekki til launahækkana. Aðstaða til slíkra námskeiða er mjög til fyrirmyndar í þessu hús- næði og vísast, með hliðsjón til annarra landa, að færri kæmust að en vildu. Þá er ekki fjarri lagi að mat- reiðslunemar á fyrstu önn sæu um matargerð undir handleiðslu kenn- ara fyrir annan eða báða heimavist- arskóla staðarins, að mínu viti er það réttur vettvangur við upphaf matreiðslunáms, þ.e. koma nemum fyrst inn í almenna heimilismat- reiðslu og meðferð hráefna, sem er undirstaða í þessari iðngrein. Á framangreindan hátt má tryggja nýtingu þess hráefnis sem nemar verða að vinna úr. Hugsanlega gætu aðildarfélög þau sem að skólanum standa tryggt honum tekjustofn í einhverjum mæli. Ég nefni þetta ekki til að firra ríkið þeirri fjárfestingu sem það á að leggja til skólans, heldur til að auka mátt hans og getu og hafa frjálsara val um ráðningu á hæfum fagkennurum og jafnvel koma til móts við nema hvað varðar aukaút- gjöld, sem þeir telja sig verða fyrir, staðarins vegna. Það er að mínu viti tími til kom- inn að lyfta þessu olnbogabarni menntakerfisins á hærra plan, enda hefur tilvist þeirra stétta sem úr þessum skóla skrifast sannað þjóð- hagslegt gildi sitt. Eg vona að með þessum orðum hafi ég svarað helstu mótrökum þeirra manna, sem um Hótel- og veitingaskólann hafa fjallað, hvað varðar nýtingu hráefnis, utan Stór- Reykjavíkursvæðisins, en í þeirra rökum hefur enginn nefnt einu orði hvernig hráefni skólans nýtist í dag. En fleira þarf til, til að af öllu þessu geti orðið. Mörgum kemur eflaust á óvart að engin námsskrá er til fyrir þennan skóla. Hana þarf að vinna sem allra fyrst af færustu mönnum. Eftirfarandi tillaga hefur fengið góðan hljómgrunn þeirra fagmanna sem lengst og mest hafa unnið við þessi störf. 1. Hótel- og veitingaskóli ís- lands yrði eingöngu fagskóli, sem kenndi ekki aðeins framreiðslu og matreiðslu, heldur öllum þeim sem honum ber að kenna lögum sam- kvæmt. 2. Að einn fjölbrauta- eða menntaskóli í hverjum landsfjórð- ungi gefi kost á forskólanámi (einn til tvo vetur). 3. Kennsluskrá forskóla væri: Tungumál, stærðfræði, skrift, mat- vælafræði, bókhald samhliða undirstöðu í tölvufræði og jafnvel fieiri greinar. 4. Próf úr þessum forskóla gæfi réttindi til inngöngu í Hótel- og veitingaskóla íslands þó að því til- skyldu að viðkomandi nemi hafi tryggt sér námssamning hjá meist- ara á viðurkenndum hótelum eða veitingastöðum, þar sem það á við. í dag fylla framangreind fög um helming af kennsluskrá skólans. Nái þetta fram að ganga má stytta hverja önn skólans úr fjórum í tvö mánuði á ári. Að þessu fengnu fækkar nemum í hverri önn um helming, hinsvegar bættust við þeir nemar sem ekki hefur verið sinnt hingað til, þar á ég við gestamót- tökufólk, veitingastjóra, hótelstjóra og allt starfsfólk innan vébanda Félags starfsfólks í veitingahúsum, þó er um styttra námskeið að ræða, fyrir síðastnefnda hópinn. Einhverja kenningu heyrði ég um að eðlilegast væri fyrir íslendinga að læra hótelstjórn erlendis. Ég er aldeilis hissa á yfírlýsingu sem þess-r ari og trúi því naumast að hún komi frá mönnum sem þekkja til hótela hér á landi. Staðreyndir tala sínu máli um þessar kenningar, því þeir sem lengst hafa náð, eru með almenna fagþekkingu og margra ára reynslu innan veggja hótela og veitingahúsa hérlendis. Astæðan er augljós, á íslandi er tæpast hægt að tala um stórt hótel á heimsmælikvarða. Tvö þau stærstu hafa aðeins á þriðja hundr- að herbergi, og öll hótel önnur þaðan af minni. Af þessum sökum bera þau einfaldlega ekki hótel- stjóra með staðbundna þekkingu á sérsviðum, sem stórhótel eða hótel- samsteypur úti í heimi eiga auðvelt með, enda allt aðrar forsendur fyr- ir rekstri þeirra hótela. En við þurfum engu að kvíða, lítil hótel eru og verða persónulegri en þau stóru, því þarf hótelstjóri hér á landi að vera allt í öllu, og bera fullt skyn á flesta þætti hótel- rekstursins, þannig hefur það verið, og þannig hefur best til tekist í okkar litla þjóðfélagi. Það er gott að hafa háleitar hug- sjónir, en stöldrum við og gerum okkur grein fyrir hver þróunin er hér og gefum okkur forsendur í samræmi við hana. Við megum ekki rugla saman veitinga- og hótelrekstri við hina almennu ferðaþjónustu, þ.e. leið- sögumönnum, sölu- og ferðaskrif- stofufólki, markaðsstjórn ofl. En í umræðum hafa mér fundist allir þessir þættir settir undir sama þak. Þær litlu hóteleiningar sem við íslendingar höfum rekið undanfarin ár og komum vonandi til með að reka í næstu framtíð, er samvinna allra starfsmanna hótelanna, sú samvinna getur ekki orðið nema hver einstaklingur hafi þekkingu og skilning á vinnu hins. Það segir sig sjálft að ólíkir hóp- ar úr ólíkum skólum sameinast síður en þeir einstaklingar sem læra á sama stað og fá um leið yfirsýn og skilning á störfum hvers annars, því allar deilur sem upp kunna að koma milli starfsmanna í þjónustu- greinum bitna fyrst og síðast á þeim sem síst skyldi þ.e. viðskipta- vininum. Því ólíkari sem starfs- hópurinn er, því meiri hætta er á þversögnum, misskilningi og stétt- arríg, sem engan veginn samrýmist mannlegum þáttum í hótel- og veit- ingarekstri, en sá þáttur er stærri en sumir ætla og lærist ekki í skól- um, heldur af reynslu og þekkingu innan veggja þessara fyrirtækja. Hverjum og einum er svo í sjálfs- vald sett hverju hann vill bæta við þekkingu sína erlendis, enda gera það fjölmargir nú til dags. Fyrir stuttu sendi skólanefnd Hótel- og veitingaskóla íslands frá sér einróma tillögur um framtíð skólans. Nú er það í höndum hæst- virts menntamálaráðherra að taka ákvörðun um staðarval og þjóð- hagslega bestu uppbyggingu hans. Að öllu þessu sögðu er það bjarg- fost trú mín að við hér á íslandi getum auðveldlega kennt hótel- og veitingastörf frá a-z. Hver þjóð hefur sinn metnað og sérstöðu, við í skólanefnd Hótel- og veitingaskóla íslands höfum kynnt okkur þróun mála í þeim löndum sem næst okk- ur standa, af þeirri þróun má margt læra, en margt ber jafnframt að varast. Tillaga okkar er því snið- mynd af þeirri þróun, en heimfærð að okkar hefð. Tískusýning í kvöld kl 21.30 Modelsamtökin sýna sérhannaðan fatnað frá Maríu Lovísu, Laugavegi 8. Kasko skemmtir kl. 1. HÓTEL ESJU^ Lifum eins og við brosum Tónleikar Grafík Rauðir fletir Forvitnilegt: Tríó Oddnýjar og Ofris. Húsið opnað kl. 22.00. Sími: 11440. Dadd'1 vetðut MEL OG KIN Um næstu helgi koma til landsins söngkonumar Mél og Kim. Þær áttu smellinn "Showing Out" sem sat á toppnum á vinsældalistum um alla Evrópu og víðar í síðasta mánuði. "ROCK fif ROLL PARTY" Á laugardaginn 10. janúar verður bein útsending í EVRÓPU á 12 m2 risaskjá frá verðlaunaafhendingu 20 bestu tónlistarmyndbanda í heimi árið 1986. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims í dag koma fram. Útsending þessi kemur frá sjónvarpsstöðinni Sky Channel og er í EVRÓPU einn af örfáum „afrugl- urum" fyrir þá stöð á landinu. ÍKVÓLD í kvöld verður hitað upp fyrir helgina. Daddi plötu- snúður er alveg óstöðvandi eftir allar jólaskemmtan- irnar og verður með tónlistina á hreinu. Mýtt efni verður vitaskuld á risaskjánum frá sjónvarpsstöðvun- um Music Box og Sky Channel. Svo verður eins og endranær allt skemmtilega fólkið í EVRÓPU. BINGÖ! Hefst kl. 19.30 Aðalvinningur að verðmaeti ________kr.40bús.________ Heildarverðmaeti vinninga _______kr.180 þús._______ TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.