Morgunblaðið - 08.01.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.01.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Tr • Helga Sigurðardóttir 17 ára sundkona með verðlaunabikarinn en hún var kjörin íþróttamaður ísafjarðar 1986. mennirnir Þuríður Pétursdóttir, Martha Jörundsdóttir, Sigurrós E. Helgadóttir, Helga Sigurðardóttir, Pálína Björnsdóttir, Birgir Örn Birgisson, Ingólfur Arnarson, Steinþór Bragason, Hafþór Haf- steinsson, Magnús Erlingsson, Hlynur Tr. Magnússon, Halldór Sigurðsson, Þór Pétursson, Egill Kr. Björnsson, Víðir Ingason, Björg A. Jónsdóttir og Margrét J. Magn- úsdóttir. Um 140 manns sóttu hófið, þar voru margar ræður fluttar og íþróttafólkið sagði frá starfinu síðasta árið, en allir sem heiðurs- viðurkenninguna fengu hafa stundað íþrótt sína af kappi síðast- liðið ár að sögn Björns Helgasonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Sagði hann ánægjulegt til þess að vita hversu góðum árangri mætti ná í æskulýðsstarfi ef foreldrar og þjálfarar barnanna sýndu starfi þeirra þann áhuga sem vitað er um hjá sund- og skíðamönnum á ísafirði. Hann sagði að bæjarstjórn væri öll af vilja gerð til að létta undir með ungmennunum, en erfið fjárhagsstaða kæmi oft í veg fyrir að gert væri eins vel og menn vildu. Úlfar HELGA Sigurðardóttir sundkona var kosin íþróttamaður ársins á ísafirði í fjölmennu hófi sem bæj- arsjóður efndi til í Félagsheimil- inu í Hnífsdal 30. desember. Þetta er í sjöunda sinn sem slíkt kjör fer fram hór á ísafirði og hafa skíðamenn fimm sinnum verið útnefndir og sundmenn tvisvar sinnum. Helga er 17 ára og hefur æft með sunddeild Vestra sl. 4 ár og er mjög fjölhæf sundkona. Forseti bæjarstjórnar, Kristján Jónasson, afhenti Helgu veglegan farandbikar og heiðursskjal ásamt peningaupphæð. Um leið afhenti íþróttabandalag ísafjarðar eftirtöidum 38 ung- mennum heiðursviðurkenningu fyrir íþróttaafrek 1986. Einar Ólafsson, Bjarni Gunnars- son, Stella Hjaitadóttir, Auður Ebenezersdóttir, Þröstur Jóhann- esson, Ólafur Sigurðsson, Margrét Rúnarsdóttir, Jón Ólafur Árnason, Sara Halidórsdóttir, Rafn Pálsson, Kristinn Grétarsson, Bjarni Péturs- son, Ólöf Björnsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Guðbjörg Ingvarsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Kristján Flosa- son, Gunnar Hólm Friðriksson, Arnór Gunnarsson, Hanna Mjöll Ólafsdóttir og Þórunn Pálsdóttir, sem öll eru skíðafólk og sund- Helga íþróttamaður ísafjarðar 1986 iufirAi # Kristján Sigmundsson hefur staðið sig mjög vel i vetur í marki Víkings og með íslenska landsliðinu. Hann verður í eldlínunni annað- kvöld gegn Gdarisk í Höllinni. • Þau hafa verið útnefnd íþróttamenn Ísafjarðar. Frá vinstri: Stella Hjaltadóttir 1984, Guðmundur Jó- hannsson 1980, Helga Sigurðardóttir 1986, Einar Ólafsson 1981,1982 og 1985 og Ingólfur Arnarson 1983. Evrópukeppnin: Víkingur og Gdansk í 8 liða úrslitum í Höllinni annaðkvöld Gdansk tapaði naumlega í úrslitaleik keppninnar í fyrra. en hefur sett stefnuna á titilinn í ár PÓLSKA liðið Wybrezeze Gdarisk, eitt sterkasta handknatt- leikslið heims, kemur til landsins í dag og leikur gegn Vikingi í 8 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á morgun og sunnu- dag í Laugardalshöllinni. Víkingar sömdu við Pólverjana um að leika báða leikina hér á landi. Viðureignin á morgun hefst klukkan 20 í Höllinni og er það heimaleikur Víkings. Seinni leikur- inn hefst klukkan 20.15 á sunnu- dagskvöldið. Gdarisk lók til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða í fyrra, en tapaði samanlagt með einu marki gegn júgóslavnesku meisturunum Metalapiastica. Liðið er í efsta sæti í pólsku deildinni og hefur sett stefnuna á Evróputitilinn í ár. Með Gdarisk leika frægir leikmenn eins og Bogdan Wenta, einn besti handknattleiksmaður Austur-Evr- ópu, Daniel Waszkiewicz, sem er heimsklassaleikmaður, og horna- maðurinn Plechoc. Víkingar hafa staðið sig vel í vetur og það að komast í 8 liða úrslit Evrópukeppninnar er stór sigur út af fyrir sig. Með frábærum stuðningi áhorfenda tókst þeim að sigra svissneska liðið St. Otmar í 16 liða úrslitum og þó sigurmögu- leikar Gdarisk verði að teljast meiri, hafa Víkingar og áhorfendur ekki sagt sitt síðasta orð. Víkingur tók fyrst þátt í Evrópu- keppni 1975, en hefur verið með árlega síðan 1979. Félagið hefur leikið 34 leiki í Evrópukeppni, 18 sinnum borið sigur úr býtum, gert tvö jafntefli og tapað 14 sinnum. Fyrir tveimur árum lék Víkingur í undanúrslitum og tapaði þá naum- lega gegn Barcelona, sem frægt er. Forsala á leikinn annnaðkvöld hefst í Höllinni klukkan 17 á morg- un og er fólk hvatt til að kaupa miða tímanlega til að forðast bið- raðir skömmu fyrir leik og eiga á hættu að missa af hluta leiksins. Handbolti: Evrópuleikir Víkings Samanlagt 1975: Víkingur—Gummersbach 16-19 — 12-21 28-40 1978-79 Víkingur—Halewood Enskirgáfu Víkingur—Ystad 24-23-24-23 48-46 1979-80 Víkingur—Heim 19-23 — 19—22 38—45 1980-81 Víkingur—Tatabanya 21-20 -22-23 43-43 Víkingur—Lugi 16-17 — 16-16 32-33 1981-82 Víkingur—At. Madrid 14-15-22-23 36-38 1982-83 Víkingur—Vestmanna 35—19 — 27—23 62—42 Víkingur—Dukla Prag 19-18-15-23 34-41 1983—84 Víkingur—Kolbotn 21—19 — 18—20 39—39 1984-85 Víkingur— Fjellh. 26—20 — 23—25 49-45 Víkingur—Tres de Mayo 28—21 — 28—21 56—42 Víkingur—Crvenka 20-15-25-24 45-39 Víkingur—Barcelona 20-13-12-22 32-35 1985—86 Víkingur—Teka 20-21-19-21 39-42 1986-87 Vikingur—Vestmanna 16—12 — 26—26 42—38 Víkingur—St. Otmar 22—17 — 19—20 41-37

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.