Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1987 lr Ótrúlegar lokamínútur á Akureyri er FH vann KA: „Ætli 24 verði ekki óhappatala mín hér eftir" Eggert Tryggvason haf ði skorað úr 23 vítum í röð í deildinni en varið var f rá honum að leik loknum Bestir hjá FH að þessu sinni voru Þorgils Óttar, sem lék mjög vel í sókn og vörn, Héöinn, Óskar og Gunnar Beinteinsson, auk Magnúsar Árnasonar í markinu sem varði mjög vel. Sigfús Karlsson stóð í marki KA allan tímann og varði mjög vel. Friðjón og Jón Kristjánsson léku einnig vel fyrir KA. Hefði Jón verið inni á allan tímann hefðu úrslitin hæglega getað orðið önnur. Mörk KA: Friðjón Jónsson 8, Jón Kristjáns- son 5, Eggert Tryggvason 4/4, Guðmund- ur Guðmundsson 3, Axel Björnsson 2. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 6, Gunnar Beinteinsson 4, Héðinn Gilsson 4, Óskar Ármannsson 4/2, Guðjón Árna- son 3, Óskar Helgason 1, Pótur Petersen 1. Dómarar voru Árni Sverrisson og Kristján Sveinsson. Leikurinn var mjög erfiður en í heildina séð sluppu þeir sæmilega frá því. Þó var atvikið er þeir viku Jóni af velli umdeilt. Seldir miðar voru 812. Yngri flokkar og einhverjir fleiri voru með boösmiða þannig aö áhorfendur hafa í allt verið á annað þúsundið. Frá Aöalsteini Slgurgairssyni, fréttamanni Morgunblaðsins, á Akuroyri. LOKASEKÚNDUR leiks KA og FH i' 1. deildinni í handknattleik á Akureyri í gœrkvöldi veröa mönn- um eflaust lengi í fersku minni en þó sjálfsagt engum lengur en Eggert Tryggvasyni, hinni ungu vítaskyttu Akureyrar-lidsins. Hann hafði skorað úr 24 vftaköst- um í röð með liðinu í vetur, þar af 23 í deildinni, en eftir að leiktíma lauk varði Magnús Árna- son markvörður FH víti frá Eggerti og þar með sigraði FH f leiknum, 23:22. Leikurlnn var mjög jafn allan tímann og œsi- spennandi og hefAu úrslitin í raun getað orðið á hvorn veginn sem var. „Þetta var 24. vítið í deildinni - ég hafði skorað úr 23 í röð . Ég hefði getað skotið hvar sem var annars staðar á markið en ég gerði. Yfirleitt ákveð ég ekki hvar ég skýt fyrir fram en núna var ég því miður búinn að því. Ætli 24 yerði ekki óhappatala mín hér eft- ir. Mér fannst þetta góður leikur en dómgæslan var okkur í óhag.!" sagði Eggert Tryggvason í samtali við Morgunblaðiö eftir leikinn. Þeg- ar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka var Jóni Kristjánssyni KA-manni vísað af velli í þriðja skipti og því sýnt rauða spjaldið skömmu eftir að hann kom KA yfir 20:19. KA-menn voru óhressir með þann dóm. Eggert sagði: „Rétt áður braut Héðinn alveg eins af sér hinum megin á vellinum og þá var bara dæmt aukakast." Þeg- ar staðan var 20:20 var dæmd röng innáskipting á Eggert Tryggvason. Félaga hans var vikið af velli, annar kom út af til fá sér klístur. Þá hljóp Eggert inná og síðan aftur sá sem var aö ná í klístrið. KA missti þarna boltann og Eggert var vikið af velli - KA- menn voru því tveimur færri í tvær mínútur. „Ég var eiginlega svekkt- ari yfir þessu atviki en vítinu í lokin," sagði Eggert. Staðan í leikhléi í gærkvöldi var 9:10. Eftir 15 mín. leik var staðan 3:3, FH komst síðan í 8:4 en með mikilli baráttu tókst KA að minnka muninn aftur fyrir hlé. FH byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og komst í 15:11 eftir 10 mínútur. KA-menn fóru þá aftur í gang og jöfnuðu 16:1613 mínútum fyrir leikslok. KA fór 'síðan yfir 17:16 og 18:17 en þá fór FH aftur yfir, 19:18. KA fór svo aftur yfir 20:19 þegar fimm mín. voru eftir eins og áður sagði. Spennan var ótrúleg lokakafla leiksins. Allt á suðupunkti í íþróttahöllinni sem var troðfull af áhorfendum og stemmningin mikil. Þegar tvær mín. voru eftir komst FH í 22:20 með marki Guðjóns Árnasonar. Þegar ein og hálf mín. var eftir skoraði Eggert úr víti, 21:22, Þorg- ils Óttar skoraði 23. mark FH og 50 sek. fyrir leikslok minnkaði Frið- jón Jónsson muninn fyrir KA. Staðan 22:23. í næstu sókn var dæmdur ruðningur á Þorgils Óttar og KA menn fengu boltann er hálfl mín. var eftir. Er þrjár sek. voru eftir var brotið gróflega á Guð- mundi Guðmundssyni á línunni og vítakastið margumtalaöa var dæmt. En Eggert lét verja frá sér og því fór sem fór. Magneaog Margrét í Stjörnuna MAGNEA Magnúsdóttir og Margrét Sigurðardóttir hafa gengið til liðs viA Stjörnuna úr Garðabæ og munu leika með þeim f 1. deildinni f knattspyrnu næsta sumar. Magnea og Margrét hafa báðar leikið með íslenska landsliðinu í kanttspyrnu. Magnea lék áður með Breiðabliki en Margrét lék á síðasta ári með norsku liði. Kvennalið Stjörnunnar vann sig upp í fyrstu deild á síðasta keppn- istímabili. Þjáflari liðiðsins verður Aðal- steinn Örnólfsson og mun hann einnig þjálfa 2. flokk karla. Staðan í GÆRKVÖLDI fóru fram fjórir leikir í 1. deild karla í hand- knattleik. Úrslit urðu þessi: KA-FH 22:23 Stjarnan - UBK 22:22 Fram-KR 21:22 Haukar — Ármann 20:20 Staðan er nú þessi: FH 11 8 1 2 277:244 17 Vikingur 10 8 1 1 233:209 17 Breiðablik 11 7 2 2 250:240 16 Valur 10 5 2 3 261:220 12 KA 11 6 1 6 266:269 11 Fram 11 6 0 6 278:261 10 Stjarnan 11 4 2 6 276:262 10 KR 11 4 0 7 219:246 9 Haukar 11 2 2 7 229:266 6 Ármann 11 0 1 10 214:271 1 Símamynd/Guðmundur Svansson • Guðmundur GuAmundsson KA-maður í harftri baráttu á Ifnunni við varnarmenn FH f leiknum i' gær. Héðinn Gilsson og Gunnar Bein- teinsson taka á honum. Þorgils Óttar og Óskar Ármannsson fylgjast með. 1. deild kvenna í handknattleik: Stjörnusigur á Víkingsstúlkum STJARNAN sigraði Víking 16:15 í spennandi en ekki að sama skapi vel spiluðum leik f 1. deild kvenna í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 7—7, en í síðari hálfleik hafði Stjarnan yfir- leitt yfirhöndina. Víkingsstúlkumar náðu síðan að jafna leikinn þegar 3 mínútur voru til leiksloka. Víkingsstúlkurfóru illa að ráði sínu, þar sem þær höfðu gullið tækifæri til að ná í annað stigið. Þær misstu boltann á síðustu mínútu, Stjörnu- liðið brunaði upp í hraðaupphlaup, en Sigrún markmaður varði vel frá Erlu. Guðný náði frákastinu og skoraði sigurmarkið. Leikurinn endaði því 16—15 fyrir Stjömuna. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 5/4, Hrund Grétarsdóttir 3, Steinunn Þor- steinsdóttir og Brynhildur Magnúsdóttir 2 mörk hvor, Margrét Theodórsdóttir 2/1, Guðný Gunnsteinsdóttir 2. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 5/4, Vilborg Baldursdóttir 4, Jóna Bjarna- dóttir 2, Eirika Ásgrímsdóttir, Hrund Rúdólfsdóttir og Sigurrós Björnsdóttir eitt mark hver. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. KF/ÁS ÁrniíStjörnuna Kristinn endurráðinn ÁRNI Sveinsson knattspyrnu- maAur frá Akranesl hefur ákveðið að ganga til IIAs viA Stjörnuna úr Garðabæ og leika með þeim í 3. deildinni næsta sumar. Árni er gamalreyndur landsliðs- maður og hefur leikið með Skaga- mönnum i ein 14 ár. Þaö er mikill styrkur fyrir Stjörnuna að fá svona reyndann leikmann i sínar raöir. En meistaraflokkur félagsins er að mestu skipaður ungum og fremur reynslulitlum leikmönnum. Kristinn Bjömsson hefur verið endurráöinn sem þjálfari liðsins Arni Sveinsson mun leika með og var gerður við hann samningur Stjörnunni úr Garðabæ í sumar. til tveggja ára. Handknattleikur: Aðsókn að glæðast AÐSÓKN að leikjum 1. deildar karla f handknattleik hefur au- kist mjög frá þvf f fyrra sam- kvæmt heimildum HSÍ. GuAjón GuAmundsson sagði f gœr að líklega væri um tíföldun að raeða frá þvf í fyrra. Þetta eru að sjálfsögðu gleði- leg tíðindi. Forráðamenn HSÍ telja að góður árangur landsliðs- ins á undanfömum árum eigi hér stóran hlut að máli og auðvitað spilar jöfn og spennandi keppni í deildinni stórt hlutverk. Mest hefur fjölgunin orðið á Akureyri og í Hafnarfirði auk þess sem talsverður fjöldi leggur alltaf leið sína í Digranes. Reykjavík er aftast á merinni enn sem kom- ið er en það er þó greinilegt að áhugi á handknattleik hefur au- kist mjög frá því í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.