Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 52
Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! **gtitt(Ififrife STERKTKORT FMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. „Tel ekki rétt að vinna í tveim vígstöðum" - segir Olafur Þ. Jónsson sem hefur sagt sig úr nefnd heilbrigðisráðherra ÓLAFUR Þ. Jónsson formaður læknaráðs Borgarspítalans hef- ur sagt sig úr nefnd þeírri er Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra skipaði á mánudag. Skipan nefndarinnar var mótmælt á almennum f undi starfsmanna sem haldinn var á Borgarspítalanum á þriðjudag. „Astæður þess að ég segi mig úr þessari nefhd eru aðallega tvær," sagði Ólafur Þ. Jónsson. „í fyrsta lagi er ég í nefhd sem skipuð hefur verið af starfsfólki spítalans til að ræða við ríki og Reykjavíkurborg um hvernig rekstarfyrirkomulag J^mmmmmmmmmmmmmmmmm Skógarfoss steyt- ir á skerjum SKÓGARFOSS rakst á sker í f yrradag er skipið var á siglingu í Óslófirði frá Fredriksdal. Gðt og dældir komu á botn skipsins og er talið að viðgerð taki um tvær vikur. Skipið var á siglingu í Óslófirði er óhappið átti sér stað. Ákveðið ^var þð að halda ferðinni áfram til Gautaborgar. Sjór kom í lestina á leiðinni en honum var dælt þaðan jafnóðum, og kom skipið til Gauta- borgar um miðnætti aðfararnótt miðvikudags. Við rannsókn kafara komu í ljós göt og skemmdir á botni skipsins og að sögn Harðar Sigur- gestssonar forstjóra Eimskips er talið að viðgerð taki um tvær vik- ur, en ekki hefur verið ákveðið hvar hún fer fram. spítalans skuli vera ef af kaupunum verður og tel því ekki rétt að vinna að sama málinu í tveim vígstöðum. í öðru lagi tel ég það ekki hlutverk fulltrúa ríkisspítalanna að gera til- lögur um rekstrarfyrirkomulag Borgarspítalans." í viðræðunefhdinni sem komið hefur verið á fót á vegum starfs- fólks spítalans eiga sæti auk Ólafs, þau Gunnar Sigurðsson, Hannes Pétursson, Arngrímur Hermanns- son og Sigrún Knútsdóttir. Að baki viðræðunefndarinnar er 20 manna nefnd skipuð fulltrúum flestra starfsstétta spítalans. I nefnd þeirri er heilbrigðisráð- herra skipaði eiga sæti nú, er Ólafur hefur sagt sig úr henni, Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borg- arspítalans, Árni Björnsson formað- ur læknaráðs Landspítalans, Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítal- anna og Friðrik Sophusson formað- ur stjórnarnefndar ríkisspítalanna. „Eg skil ekki svona vinnubrögð," sagði Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, er Morgunblaðið leitaði álits hennar á mótmælum starfsfólksins. „Framkoma starfs- manna Borgarspítalans er óskiljan- leg. Fyrir jól gagnrýna þeir að ekkert samráð sé haft við þá í sam- bandi við ákvarðanir sem þeir töldu hafa verið of skjótlega teknar og þegar nú á að fara að undirbúa frekari afgreiðslu málsins og óskað er eftir þátttöku þeirra í tillögum þá mótmælir fundur starfsmanna að það sé gert. Þetta eru vinnu- brögð sem ekki eru til þess fallin að auðvelda samstarfið." Morgunblaðið/Bjarni Frá fundi Vinnuveitendasambandsins og Verkamannasambandsíns í gær. Deila VMSÍ og VSÍ; -Leitað leiða til samkomulags „Við ræddumst við og reyndum að finna lausn á þessari deilu, sem báðir aðilar geta sætt sig við, og það var samkomulag um að hitt- ast aftur á morgun til þess að ræða hlutína betur," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, i samtali við Morgunblaðið í gær eftir fund forráðamanna VMSÍ með Vinnu; veítendasambandi íslands. Vegna sjómannaverkfallsins telur VSÍ fiskvinnslustöðvar hafa rétt til þess að taka fiskvinnslufólk út af - -launaskrá á meðan á verkfallinu stendur. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að málin hefðu verið rædd vandlega í bróð- erni. „Við erum ekki í stríði við fiskvinnslufólk, vegna þess að starfsfólk og fyrirtæki í fiskvinnslu eru í raun einu þolendur þeirra verk- falla sem sjómannasamtökin standa nú að. Með kvótakerfinu, sem nú er I gildi, hefur verkfall sjómanna lítil ef nokkur áhrif á þeirra hag. Það hefur hins vegar mikil áhrif á hag fiskvinnslunnar og starfsfólks í fiskvinnu, því það tapar bónus í öllum tilvikum og þar er um veru- legt tjón að ræða fyrir þetta fólk," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. MorgunUaðið/Kristján Jónsson Tvö norsku skipanna við veiðar út af Dalatanga Norðmenn komnir á loðnuveiðarnar NORÐMENN eru nú byrjaðir loðnuveiðar hér víð land eins og á svipuðum tima í fyrra. Samkvæmt skiptingu loðnu- stofnsins milli íslendinga og Norðmanna og sérstökum samningi um veiðiheimildir inn- an lögsögu okkar verður Norðmönnum nú heúnilt að taka hér 60.000 lestír af loðnu. Norsku skipin voru 10 á þriðju- dagskvöld á miðunum og í gær voru fjögur skip farin heim með fullfermi, samtals 3.570 lestir. Sum skipanna frysta hluta af afl- anum um borð og halda þá gjarnan upp undir land til að vinna aflann í hægari sjó, en veiðisvæð- ið er um 50 sjómflur út af Dalatanga. 12 norsk loðnuskip hafa boðað komu sína hingað. 2% hækkun á kindakjötinu Kindakjötssalan var aðeins 9.200 tonn VERÐ á kindakjöti hækkaði í gær um rúm 2%. Verð á dilka- kjöti í 1. verðflokki, í heilum skrokkum skipt að ósk kaup- enda, hækkaði úr 239,30 kr. i 244,30, eða um 5 krónur (2,1%). Kindakjötshækkunin kemur í kjölfar úrskurðar yfirnefndar verðlagsnefndar landbúnaðarins um að bændur ættu rétt á árs- fjórðungslegum hækkunum kjötsins, þrátt fyrir að þeir fengju kjötið að fullu greitt á haustin. Fulltrúar neytenda í sexmanna- nefnd höfðu gert ágreining um þetta atriði en úrskurður féll bændum í hag. Vegna þessarar deilu hækkaði kindakjötsverðið tiltölulega lítið þann 1. desember, eða um V2% en hækkunin nú kemur til viðbótar. Rúmlega 9.200 tonn af kinda- kjöti voru seld á innanlandsmark- aði á síðasta verðlagsári og er það minna en verið hefur mörg undanfarin ár. Salan hefur yfir- leitt verið yfír 10 þúsund tonn, en fór niður í 9.400 tonn verð- lagsárið 1984/85 og var enn minni á síðasta ári. Þessi sala kindakjöts samsvar- ar því að hvert mannsbarn í landinu hafi borðað 38,03 kg. af kindakjöti á árinu. Er það rúmu kílói minna en árið á undan þeg- ar neyslan samsvaraði 39,17 kg. á mann. Árin þar á undan var neyslan 43—44 kg. á mann. Með- almánaðarsala á siðasta ári var 767 tonn en það er tæpum 100 tonnum minna en selt var á mán- uði fyrir 2—3 árum. 55-60 milljóna kr. hagnaður hjá Sementsverksmiðjunni: Stefnt að útflutn- ingi til Grænlands Metframleiðsla á gjalli, 112 þúsund tonn ÚTLIT er fyrir að 55-60 mUlj- óna króna hagnaður hafi orðið af rekstri Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi á síðastliðnu ári, að sögn Gylfa Þórðarsonar framkvæmdastjóra. Að hans sögn er árið að öllum líkindum það besta í sögu verksmiðjunnar. Sementsverksmiðjan stefnir að útflutningi á sementi til Græn- lands á þessu ári. Gylfí sagði að margt hefði hjálp- ast að til að gera útkomuna góða og nefndi hann að í fyrsta lagi hefði verið metframleiðsla á gjalli í verk- smiðjunni, en gjallið er uppistaðan í sementinu. Framleidd voru 112 þúsund tonn af gjalli en yfirleitt hefur framleiðslan verið um 100 þúsund tonn. í öðru lagi reyndist sala á sementi meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum, aðallega vegna stórframkvæmda á Keflavíkurflug- velli. Salan var 111 þúsund tonn. í þriðja lagi var verðlag innanlands og utan tiltölulega hagstætt, meðal Farmannadeilan: Enginn árangur ÁRANGURSLAUSUM fundi í deilu háseta á farskipum og kaupskipaútgerðarinnar lauk á niunda timanum í gærkveldi og hefur nýr fundur verið boðaður á morgun föstudag. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að ekkert hefði miðað í samkomulagsátt í deilunni ennþá. Verkfall háseta á farskipum hófst á miðnætti á mánu- dag og hafa strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins þegar stöðv- ast, auk eins skips Eimskipafélags íslands. annars vegna febrúarsamninganna. í fjórða lagi hefur verið að skila sér árangur af hagræðingu og tækni- væðingu sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Hefur hún meðal annars haft í för með sér að föstum starfsmönnum verksmiðjunnar hef- ur fækkað um 30 á þessu tímabili. Sementsverksmiðjan hefur átt í greiðsluerfiðleikum í 20 ár en um þessi áramót var verksmiðjan með „hreint borð", að sðgn Gylfa, án þess að tékin væru ný erlend lán. Þessi rekstrarhagnaður af verk- smiðjunni er þrátt fyrir að salan, 111 þúsund tonn, hafi verið sú minnsta síðan 1970. Undanfarin ár hefur salan yfírleitt verið 120—125 þúsund tonn, en hún fór upp í 160 þúsund tonn á árunum 1974 og 1975. Á vegum Sementsverksmiðjunn- ar hefur verið unnið að athugun á möguleikum til útflutnings á sem- enti til Grænlands. A sfðasta ári seldi verksmiðjan 36 tonn þangað, og vonaðist Gylfi til að hægt yrði að selja þangað verulegt magn á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.