Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
19
Er alnæmi sama og heilnæmi?
margt skáldskap höfundarins sjálfs
þótt hann ijalli þar um annan skáld-
skap og aðra höfunda. í fyrstu sá
ég hreint ekki hvaða erindi þessi
grein átti í þessa bók en þegar ég
las betur sá ég styrkan þráð milli
allra hluta bókarinnar og myndir
Sveinbjamar Halldórssonar áttu
líka sinn þátt í þessu samspili. Tóku
ekki frá ljóðunum heldur styrktu
heildaráhrif bókarinnar. Gaman að
því. Að lokum vitna ég í lokahluta
bókarinnar af því að mér finnst orð
höfundarins sjálfs eiga einkar vel
við um hans eigin skáldskap í bók-
inni Hellirinn eins og þau eiga
jafnframt við um annan góðan
skáldskap:
„í skáldskap þeim er okkur finnst
megnugur og á erindi við okkur á
öllum tíma, eru verðmæti þau er
maðurinn hefur skapað á vegferð
sinni, trú, vísindi, mannúð og kær-
leiki gagnvart náttúrunni, ásamt
glímunni við höfuðskepnumar, og
síðast en ekki síst baráttan við
mannlega breytni, breyskleika
mannsins og nálgæð hans við guð.“
eftir Pál Bergþórsson
Ekki vil ég halda því fram, að
sú sé skoðun fjögurra lækna, sem
skrifuðu í Morgunblaðið greinina
Alnæmi — eyðni á sunnudaginn
var. Þetta kynni samt einhveijum
gámngum að detta í hug, þegar
greinarhöfundar staðhæfa, að
„bjartara" sé yfir orðinu alnæmi en
eyðni.
Svo sannarlega skyldi þessari
veiki ekki valið óhugnanlegra nafn
en ástæða er til. En það er misskiln-
ingur, að viðfelldinn hljómur orðs
nægi til að gera það meinlítið í
eyrum fólks. Sjúklingar em viti-
bomir menn ekki síður en annað
fólk, og spyija fremur um merkingu
og innihald en hljóðlíkingu við önn-
ur orð, sem em til þess fallin að
blekkja þá. Grænland er kuldalegt
nafn, þó að Eiríkur rauði ætlaði því
annað.
Því er best að setja hér fram
skilgreiningar þessara orða. Um
alnæmi nota ég orðrétta skýringu
fjórmenninganna, en eyðni skil-
greini ég eins og það orð var hugsað
upphaflega.
Alnæmi einkennist af því, að
sjúklingurinn getur „sýkst af nán-
ast öllum örverum", eins og fjór-
menningamir leggja áherslu á. Hér
eiga þeir auðvitað við eyðni af
versta tagi, þegar vamir líkamans
em brostnar og dauðinn er eina
líknin. Sú „birta", sem af orðinu
stafar, kynni þá helst að vera
bjarminn af dýrðarljóma þess
himnaríkis, sem réttlátir menn telja
sér búið eftir þetta líf.
Eyðni er hins vegar samheiti á
öllum stigum þessa sjúkdóms, frá
þeim vægustu til þeirra þyngstu.
Sem betur fer em þess vegna flest-
ir sem em haldnir af eyðni ekki
verr á vegi staddir en svo, að þeir
kenna sér einskis meins, þó að
„En hitt sjá líka mál-
glöggir menn, að eyðni
er alls ekki sama og
eyðing, heldur viðleitni
veirunnar að eyða varð-
frumunum, viðleitni
sem reyndar mistekst
oftast nær.“
eyðniveiran hafi sest að þeim, þar
sem hún vinnur ekki á varðfrumum
líkamans. Færri em hinir, sem fá
nokkur einkenni sýkingar, en stand-
ast hana þó. Og þeir em fæstir sem
em haldnir hinu eiginlega og skelfi-
lega alnæmi, eins og fjórmenning-
amir lýsa því.
Það em þessar skýrgreiningar
en ekki villandi hljómur alnæmis,
sem sjúklingar taka mark á. En
hitt sjá líka málglöggir menn, að
Páll Bergþórsson
eyðni er alls ekki sama og eyðing,
heldur viðleitni veimnnar að eyða
varðfmmunum, viðleitni sem reynd-
ar mistekst oftast nær. Þannig er
eyðni mildara orð en alnæmi, en
umfram allt réttara, og það skiptir
alla mestu máli, bæði sjúka og heil-
brigða.
Höfundur er veðurfræðingur.
ARGUS/SÍA
i\9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000;
W71 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000.
íar á kr. 907.200.000.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vœnlegast til vinnings