Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 fclk f fréttum Guðborg Kristjánsdóttir. Ólafur Hjálmarsson. „Stórgóð mynd!“ Nafn rósarinnar vekur hrifningu Kvikmyndin „Nafn Rósarinnar" hefur að undanförnu verið sýnd í Háskólabíói við mikla hrifn- ingu áhorfenda. Sem kunnugt er var myndin gerð eftir metsölubók ítalans Umbertos Eco, en hún kom út. í íslenskri þýðingu Thors Vil- hjálmssonar fýrir jólin 1985. Myndin gerist á miðöldum og greinir frá munkinum Vilhjálmi af Baskerville, sem að hætti Sherlock Holmes þarf að leysa dularfulla morðgátu, sem til þess að gera illt verra, á sér stað í klaustri einu. Auk þess að fást við geðsjúkan en slyngan morðingja, þarf munkurinn að eiga við ábótann, fulltrúa rann- sóknarréttarins og marga aðila aðra. Yfir myndinni allri hvílir fom- eskjan og skuggi þeirrar launhelgar sem felst í munklífinu. Til þess að kynna sér viðhorf íslenskra áhorfenda, brá tíðinda- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Afmælisbörnin. Svanborg ljósmóðir með þrettándastrákana. Dagnr steingeitar- innar á Sjúkra- húsi Suðurlands Fyrstu börn janúarmánaðar rið byrjaði hressilega hjá fæð- Ar ingadeild Sjúkrahúss Suður- lands. Hinn 5. janúar fæddist fyrsta barn ársins og daginn eftir bættust þijú við. Svo skemmtilega vildi til að þijár mæðranna, ein ljósmóðirin og tvær hjúkrunarkonur, sem voru viðstaddar eina fæðinguna, eru í sama stjömumerkinu, steingeitinni. Öll aðstaða á fæðingardeildinni er mjög góð og sængurkonur róma allan aðbúnað og viðurgjöming. Fæðingardeildinni er eins og Með nýáV9b1®fm,óðUalElíÍrÍ?6”tsdóttir og Egilsdóttir J sm . sjúkrahúsinu ætlað að þjóna öllu Suðurlandi og þangað koma konur allt austan úr Skaftafellssýslu. Fyrsta barn ársins var stúlku- bam 3900 grömm og 53 sentimetr- ar. Móðir þess, Árdís Dóra Óskarsdóttir, er ættuð úr Landeyj- unum en býr á Stöðvarfirði. Hún er sjálf fædd 1. janúar. aís Dto. Sólveig Sigmarsdottir. Svanborg VINARBORG — HABORG TÓNLISTARINNAR Njótið tónlistar og annarra fagurra lista á listahátíð Vínarborgar. WIENER FESTVOCHEN Brottför 28. maí. 2 vikur. Dvalið á góðu hóteli, morgunverður innifalinni. Skoðunarferðir um Vínarborg og einnig farið til Búdaþest. Ljúft baðstrandarlíf á Dónárbökkum. Feröaskritstotan arandB Vesturgötu 5, Keykjavik, s. 17445. ‘ Þannig vildi til að á þrettándan- um, 6. janúar, fæddust þrír drengir einmitt á afmælisdegi einnar ljós- móðurinnar á sjúkrahúsinu, Svan- borgar Egilsdóttur, sem sagðist aldrei hafa fengið eins skemmtilega afmælisgjöf. Mæður tveggja drengjanna em sjálfar fæddar í jan- úar og tvær hjúkrunarkonur sem voru viðstaddar fæðingu eins drengjanna með keisaraskurði eru einnig fæddar í janúar eins og móðirin. Segja má að þessir tveir dagar hafi verið dagar steingeitar- innar þarna á fæðingardeildinni. Mæður þrettándastrákanna eru Elín Ágústsdóttir frá Hellu, Ingj- björg Einarsdóttir Laugum í Hrunamannahreppi og Sólveig Sigmarsdóttir frá Selfossi. Sængurkonurnar sögðu allar að það væri alveg óhætt að hvetja sængurkonur á Suðurlandi til þess að gefa gaum þeirri góðu aðstöðu sem væri á Sjúkrahúsi Suðurlands og gott persónulegt samband væri við starfsfólkið. Sig. Jóns. Liz Taylor í hjónabandið á ný? Bandaríska leikkonan Elizabeth Taylor bar í fyrradag á móti þeim sögusögnum að hún hygðist giftast í sjöunda skipti, en menn taka misjafnlega. mikið margt á þeirri fullyrðingu. Hermt er að hún og leikarinn George Hamilton íhugi nú í alvöru að ganga í það heiiaga, en þau hafa lifað saman í synd að undanförnu. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.