Alþýðublaðið - 31.03.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1932, Blaðsíða 4
4 l i ■" | T' wfc Á útvarpið að vera heimati úboðsstof nun. ? Hvernig stendur á því, að und- anfarna hátí'ðisdaga hefir ekkert heyrst í útvarpinu nema sálma- sónn og rétttrúnaðarnöldux? Hvera eiga þeir mörgu útvarps- notendur að gjalda, sem enga á- nægju né áhuga hafa fyrir sJiku? Hefir kirkjan kannske ekM sína ríkislaunuðu boðbera ásiamt guðs- húsi í hverri sókn á landinu handa áhangendum sínum? Og er rétttrúnaðurinn ekki sú menning- arstarfsemi, ef menningu sikyldi kalla, sem ríkið launar með hærri fjárfrarolögum en allar aðrar menningargreinir samanlagðar? Parf einnig að gera útvarpið að heimatrúboðsstof nun ? Ú tuarpsnotandi. Kal Rau ekur M1 með hundið fyrir augan. í dag kl. V212 lagöi Kai Rau af istað í bifreið frá Hótel island og ók henni, með bundið fyrir aug- un, um yVðalstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Austursíræíi, Suöur- götu, Skothúsveg, yfir Tjarnar- brúna, Frikirkjuveg og um Lækj- argötu og Austurstræti aö Hótel Island. Það var útilokað að þessi danski undramaður gæti séð gegnum svarta klútrnn, er hann hafði fyrir augum. Einar próf. Arnórsson hafði eftirlit nieð hon- pm. Ný Yjárhagsr áttstef na. Lundúnum, 27. marz. (B. W. S. FB.) Tillaga brezku stjórnarinnar lum að Frakkland, Þýzkaland, ít- aiía og Bretland haldi ráðstefnu tii þess að ræða hiö fyiirhugaða Dónárviðskiftahandalag, befir fengi'ð góðar undirtektir. Upphaf- lega var lagt til, að þessi ríki mynduðu með sér tollabandalag: Austurríki, Ungverjaland, Tékkó- slóvakía, Rúmenía og Júgóslafia, en í öllum þessum ríkjum er hrun yfirvofandi í fjárhags- og viðskifta-lífinu. Frakkar hafa bor- ið fram breýtingartillögur þess efnis, að ríkjum þessmn verði veitt bráðahirgðalán og reynt að koma betra skipulagi á viðskifta- mál þeirra og fjármál, en því- næst verði þeim veátt lán til iangs tíma. Lestrarnám barna. Nýlega er kominn út ritlrngur eftir Bjarna M. Jónisson kenraara: „Almenna prófið 1930 (raddlestur og málfræði).“ Þá voru börn um alt land prófuð í þessum náins- greinum með sameiginlegu verk- efni, til þess að fá samanburð á lestrarkunnáttu þeirra og lestrar- leikni (lestrarprófið). Var notuð sérstök aðferð, er Bjarni átti frumkvæði að, til þess að stam- anburð væri hiægt að gera. Er aðferð prófsins og niðurstöðum af því nákvæmlega lýst í riti þessu. En heildaxniðurstaðan varð sú, að börnin reyndust bezt læs í kaupstaðaskólunum, þar næst í farskólunum, en lakast í föstum Sikólum utan kaupstaða (þ. e. í kauptúnum aðallega). Var þessi allsherjarniðurstaða bæöi sam- kvæmt meðaltali aldursflokka barnanna í heiid og eins elztu barnanna. Hins vegar reyndust af 9 ára börnum sveitabörnin skárst læs (á farskólasvæðunum), þar næst í kaupstöðum, en lak- frst í kauptúnum (þau, sem föstu skólarnir utan kaupstaða áttu að taka við). Fnamfarirnar frá 9—13 eða 14 ára (á allsherjar-sikóla- skyldutímanum) reyndust vera tmestar í kaupstaðaskólunum, þar foæist í föstum skólum utan kaup- staða, en minstar í farskólunum. Þetta sýnir tvent: Börn strjál- býlu svæðanna eru tiltölulega bezt læs þegar þau komla í gkóla, enda er — eins og tekið er frami í bæklingnum —- sennilegt, að foreldrar varpi síður áhyggjum sínum af lestrarkenslu á skólann í farskólahéruðum, heldur en þar, sem fastir skólar eru. í kaup- stöðunum hefir lengi verið miiklu meira um s'mábarnaskóla heldur en í kauptúnunum yfirleitt. Það fer og að vonum, að því betur sem til skólanna er vandaö, þeim mun betri verður árangurinn, svo að framför barnanna á 9—13 ára aldursskeiðinu verður eðlilega því meiri, sem skólinn er fullkoannaii, og kemur það heim við þá niö- urstöðu, siem fékst af prófi þessu. Um slik próf verður hins vegar alt af að gefa fyllilega garnn að því, að þau geta aldrei sýnt nema dálítinn snefil af þvr, hvert gagn er af skólunum, hversu vel siem til prófanna er vandað, „því að ekki skiftir minnu máli um uppeldis- leg áhrif skólanna en þann hluta fiæðslunnar, sem mælingar ná til,“ svo sem óg segir í bæklingn- um. , G. R. Lækkan útf lutnlngsai alðs af sild og síldarafaiðum. Eins og kunnugt er, þá er út- flutningsgjald af síld og síldar- afurðum geysilrátt. Af síld er það 1 króna af hverri tunnu, auk inn- flutningstolls af tunnu og salti, eða samtals um kr. 1,50 af hverri tunnu. Otflutningsgjaldið var kr. 1,50 af tunnu, þar til það fékst á síðasta þnigi lækkað í 1 kr. Þarrnig befir verið um tveggja kr. gjald af hverri síldartunnu að meðtöldum tolli 'eða h. u. b. jafn- hátt og sjómenn fengu fyrir tunn- una á s. 1. sumri, og enn er gjaldið um % móts við þá upp- hæð. — Af hverjum 100 kg. aí síldarmjöli er útflutningsgjaldið 1 kr. Nú flytja þeir Haraldur Guö- mundsson, Jón Ólafsson og Vil- mundur Jónsson sams konar frumvörp og þeir fluttu á síð- asta þingi um, að þessu geysi- háa útflutningsgjaldi verði létt af, og skuli að eins greitt sams kon- ar útflutningsgjald af sild og síld- arafurðum eins og af annari út- flutningsvöru, t. d. fiski, en það er 1% %. Frumvörpin eru tvö, þar eð breyta þarf tvennum lögum til þess að fá útflutningsgjaldiniu breytt til jafnréttis. Það er hagsmunamál bæði síld- veiðisjómanna 0g útgerðarmanna, að þessi frumvörp verði sam- þykt. Om dagiain og veginn Trúlofun uppiogin Alþýðublaðinu þykir leitt að hafa flutt fregn um ranga trú- lofun, þar sem sagt var frá því í gær, að Helgi Þ. Steinberg væri trúlofaður Ólínu ólafsdóttur, sem er uppspuni einn. Er leiðlnlegt að menn skuli á þennan hátt gera gys að sjálfum sér á gamals aldri. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn annað kvöld kl. 8 í Kaupþingssialnum. 1 l % ■ fj i Jí J Bjarni Björnsson beldur skemtun í Gamla Bíó á sunnudaginn kemur. Hefir hann feiknin öll af góðum gleðis,öngv- um, eftirhermaþáttum og öðm góðgæti, sem menn hafa gott af að horfa á og heyra núna í bölv- aðri kreppunni. R. Lóan er komin. -1 dag kl. 1 og 6 mín. heyrðist til lóunnar suður á Grímsstaða- holti. ar að frétta? Nœturlœknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 272. Milliferdaskipin. Lagarfoss fór áleiðis til útlanda í gærkveldi. Samvinnufrömudur láiinn. Sir Horace Plunkett, kunnur írskur stjórnmálamaður og fyrrum einn af forgöngumönnum samvinnu- hreyfingarinnar á irlandi, lézt i Weybridge, Surrey, 26. þ. m., 78 ára gamall. Skátafélagu) Emir hefir afmæl- Ssfagnað x Góðtemplarahúsinu við Templarasund föstudaginn T. apr- íl kl. 8V2. Aðgangur leyfður öll- um skátum. Miðar verða seldir á Laugavegi 2, hjá Briem og kosta 2 krónur. Mag. art. Einar Ólafur Svekit- son, sem nú gegnir embætti próf. Sigurðar Nordals í fjarveru hans, flytur í kvöld og næstu fimtu- dagskvöld fyrirlestra í 1. kenslu- stofu háskólans um pjódsögur og œvintíri. FyrirliestTarnir hefjast kl. 6,10 stundvíslega, og er öllum beimill aðgangur. Vedrid. Djúp lægð er frá Notö- ursjónum og norður um Jan Ma- yen, heldur hvasisari norðanátt við austurBtrönd Islands. Grunn lægð er yfir Grænlandshafi á austur-' leið. Veðurútlit: Suðvesturland: Norðankaldi fram eftir deginum, en síðan sunnankaldi og dálítil snjókoma. Faxaflói, Breiðafjörður og Vestfirðir: Breytileg átt og hægviðri. Lítilsháttar snjókoma. Norðurland: Hægviðri. Orkomu- laust. Norðausturland og Aust- firðir: Allhvass norðan fxam eftir deginum, en lygnir síðan og birtir. Suðausturland: Minkandi norðanátt. Úrkomulaust. í moirgun var hér 5 st. frost. Útvarpid í dag: Kl. 16: Veður- fregnir. Kl. 18,55: Erlendar veður- fregnir. Kl. 19,05: Þýzka, 2. flokk- ur. Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Enska, 2. flokkur. Kl. 20: Erindi: Nýskólastefnan, I. (Sig- urður Thorlacius). Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21: Útvarpskvartett- inn. Grammöfón: Till Eulienspie- gel, eftir Richard Strauss., og Faust’s Verdamnis, • eftir Berldoz. Gimsteinaþjnfnaður. Lögreglan í Pretoria hefir fundið paklca með 502 gimsteinum. Talið er líklegt, að gimsteinar þessir séu úr g;m- steinasafni því, sem stolið var úr pósti í Bitterfontein í maí í fyrra, en safn það var talið 60- 000 dollara virci. — Pakkinn fanst á bersvæði, 19 mílur vegar frá Pretoria, skömmu eftir að bóndi nokkur, sem er nafnkunnur um Nam-aqualand, hafði verið tekinn höndum. Stór. eyja. Á einni flugferðinni, er farin var með annari flugvéi þeirri, er var í Courtauld-Wait- lrinsleiðangrinum í Austur-Græn- landi, komi í Ijós að ströndin frá Pikiúsdlip til Úmivik er ekki fast land, heldur löng eyja, um 40 sjómílur á lengd. Hœstu tindamir í Grœnlfindi. Haldið hefir verið til skamms tíma, að hæstu fjöllin í Grærr- Iandi væru Forel-fjall, sem stend- ur upp úr landísnum ekki mjög langt' frá Angmagsalik-héraði, og Petermann-tindurinn, sem er 1 norðar, ekki langt frá þar sem Gottumenn komu að landi. En Watkin.s-leiðangurinn leiddi í Ijös að hærri tindar eru á fjallgarðd, sem hulinn er landísnum. Sást þetta þegar flogrð var í flugvél í 10 þúsund feta hæð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssom. A1 þý ðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.