Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 5 Skákmótið í Wijk aan Zee: Helgi tapaði fyrir Short Er enn í 2. — 6. sæti með 3,5 vinninga HELGI Ólafsson tapaði fyrir breska stórmeistaranum Short i æsispennandi skák í 6. umferð skákmótsins í Wijk aan Zee i gær. Short hefur tekið örugga forustu á mótinu en Helgi er í 2. sæti þrátt fyrir tapið ásamt fjórum öðrum skákmönnum. Skák Helga og Short var mest spennandi skák umferðarinnar að sögn fréttafulltrúa mótsins. Helgi hafði svart og valdi drekaafbrigð- ið af Sykileykarvöm og fyrstu 20 leikir skákarinnar voru þeir sömu og í skák sem Sax og Georgiev tefldu í Sarajevo árið 1985. I 21. leik breytti Short út af og Helgi hugsaði sig um í 40 mínútur áður en hann lék en fram að því hafði hann aðeins notað 2 mínútur af tíma sínum. Short hugsaði sig þá um í 50 mínútur áður en hann lék sínum leik. í 29. leik hugsaði Short sig aftur um í 50 mínútur áður en hann lék og átti þá að- eins eftir 7 mínútur af umhugsun- artíma sínum. En hann hafði fundið vinningsleið og tókst að koma upp frípeði í 48. leik og þá lagði Helgi niður vopnin. Onnur úrslit á mótinu urðu þau að Hulak vann Van der Sterren, Ljubojevic vann Gutman en skák- um Korchnoi og Miles, Nogueiras og Sosonko, Flear og Andersson, og Van der Wiel og Zapata lauk öllum með jafntefli. Staðan á mótinu er sú eftir 6 umferðir að Short er efstur með 5 vinninga, og næstir koma Helgi, Korchnoi, Nogueiras Ljubojevic og Van der Öterren, allir með 3,5 vinninga. Sjöunda umferð verður tefld í dag og þá teflir Helgi við Van der Wiel en Short teflir við And- ersson Staða Stefáns Valgeirssonar 1 Framsókn óljós: „Stjórn þingflokks- ins þarf að taka af- stöðu til málsins“ - segir Steingrímur Hermannsson, þar sem Stefáni var synjað um BB STEINGRIMUR Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist ekki geta sagt til um það hver staða Stefáns Valgeirssonar alþingis- manns verði innan þingflokks Framsóknarflokksins fram til kosninga, þar sem hann hefur fengið synjun kjördæmisráðs flokksins i N orðurlandskj ör- dæmi eystra, um að bjóða sig fram undir listabókstöfunum BB. Steingrímur segir að stjórn þing- flokksins verði að taka afstöðu til þess máls. „Þetta er allt hið versta mál. Að mínu mati er þetta voðalegt gönu- hlaup hjá Stefáni," sagði Steingrím- ur í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum allir að sætta okkur við það að við komumst einhvern tíma á þann aldur, að það er best að hætta. Mér þykir ákaflega leiðinlegt að Stefán skuli enda sinn pólitíska feril svona.“ Steingrímur sagði að þar sem Stefáni hefði verið neitað um að bjóða sig fram í sérframboði sínu undir listabókstöfunum BB, þá van- daðist málið enn meir, hvað varðar stöðu Stefáns í þingflokknum. „Stjórn þingflokksins verður að taka afstöðu til málsins, og ég vil ekkert segja til um það að svo stöddu, hver niðurstaða hennar verður.“ Vísitala byggingarkostnaðar: Mælir 19,9% verðbólgu undanfarna þrjá mánuði VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi í janúar var, sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar, 295,54 stig eða 1,01% hærri en í desember. Þannig hefur vísitalan hækkað um 17,2% undanfarna tólf mánuði, og und- anfarna þrjá mánuði hefur vísit- alan hækkað um 4,6% sem jafngildir 19,9% verðbólgu á heilu ári. Hækkun á verði ýmiss bygging- arefnis, bæði innlends og erlends, olli um 0,7% hækkun vísitölu bygg- ingarkostnaðar, hækkun á útseldri vinnu rafvirkja um 5,9% olli tæp- lega 0,2% hækkun og hækkun á gjaldskrám Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur olli um 0,1% hækkunarinnar. Þessi útreikningur á vísitölunni nú gildir ekki um uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt ■samningum þar sem kveðið er á um að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar. Þar gilda hin- ar lögformlegu vísitölur sem reikn- aðar eru út ijórum sinnum á ári. Mikið um innbrot í bíla ÓVENJU mikið hefur verið um innbrot í bíla á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. Á tæpri viku hefur Rannsóknarlögreglu ríkisins borist sjö mál af þessu tagi. I sumum tilfellum hafa dekk með felgu og öllu saman verið hirt und- an bílunum og þeir skildir eftir á hásingunni fyrir utan heimili eig- enda. Þá hefur í innbrotum þessum verið stolið hátölurum, myndavél með linsum, talstöð og ýmsu fleiru sem legið hefur á lausu í bílunum. Ferðir brir þig SÓLARFERÐIR Brottfarar- Fjöldi Verð í Áfangastaðir dagar daga tvíbýli Costa delSol miðvikud. um London 19 29.550 íbúð með 1 svefnherbergi Kanarí- eyjar 19.. 26.feb. 12., 19. mars 9. apríl 22 43.500 íbúð með 1 svefnherbergi Flórida laugard. 22 32.872 Hótelherbergi með baði Bangkok Pattaya þriðjud. 15 51,669 1 .fl.hótel m. morgun- verði í Bangkok og Pattaya SKÍÐAFERÐIR Brottfarar- Fjöldi Verð í Áfangastaðir dagar daga tvíbýli Lech 7.,21.feb. 7. mars 15 45.800 Hótelherb.m.baðiog morgunv. íslenskurfararstjóri Zell am See laugard. 15 30.026 Hótelherb. m. baði og morgunv. íslenskur fararstjóri Mayerhofen laugard. 15 29.741 Hótelherb. m.baðiog morgunv. íslenskurfararstjóri HELGAR- OG VIKUFERÐIR Brottfarar- Fjöldi Verð í Áfangastaðir dagar daga tvíbýli London föstud. 4 14.420 Hótelherb. með baði mánud., miðvd. föstud., sunnud. 8 21.475 og morgunverði Kaupm.höfn laugard. 2 13.584 Hótelherb. með baði alladaga 8 21.184 og morgunverði Hamborg fimmtud. 4 18.510 Hótelherb. með baði mán.,fimmtud. 8 22.710 og morgunverði Amsterdam laugard. 3 14.560 Hótelherb. með baði mán., þriðjud. fimmtud., laug.d. 8 23.170 og morgunverði Luxemburg alla daga. nema þriðjud. 8 19.896 Hótelherb. með baði og morgunverði Glasgow fimmtudaga 6 13.600 Hótelherb. með baði og morgunverði Róm föstudaga 8 35.230 Hótelherb. með baði og morgunverði Vín föstudaga 8 28.460 Hótelherb. með baði og morgunverði NewYork föstudaga 8 30.496 Hótelherb. án morgunverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.