Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Kvenréttíndafé- lag- Islands 80 ára ÞANN 27. janúar næstkomandi verður Kvenréttindafélag íslands 80 ára. Félagið var stofnað árið 1907 að frumkvæði Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og var tilgangur þess í upphafi að afla íslenskum konum fullra pólitískra réttinda á við karla. Það markmið var í höfn er konur fengu kosningarétt og kjörgengi 19. júní 1915. Allt frá þeim tíma hefur félagið haldið varðstöðu sinni og lengst af verið eini vettvangur þess fólks sem hefur viljað vinna að auknum réttindum kvenna. Lengi vel voru afskipti KRFI mest á sviði launamála, at- vinnu- og skattamála, en á síðustu árum hefur félagið lagt höfuð- áherslu á að beita sér fyrir bættum launakjörum kvenna á vinnumarkaði og auknum áhrifum kvenna í stjórnmálum. Skipulag félagsins og stjórn er mælisdaginn 27. janúar. Til veisl- með þeim hætti að í stjóm sitja fulltrúar allra stjómmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi, og eru þeir kosnir á landsfundum KRFÍ, en auk þeirra er kosin aðalstjóm á aðal- fundum annað hvert ár. Er þetta gert til að tryggja þverpólitíska afstöðu félagsins jafnt inn á við og út á við. Núverandi formaður félagsins er Lára V. Júlíusdóttir en aðrar konur í aðalstjóm em Amdís Steinþórs- dóttir varaformaður, Ema Bryndís Halldórsdóttir gjaldkeri, Jónína Margrét Guðnadóttir ritari og Ást- hildur Ketilsdóttir meðstjómandi, Edda Hermannsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir. Auk þeirra em í stjóm- inni þær Áslaug Brynjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir og Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir. Með varamönnum er stjórnin skipuð 25 konum. Framkvæmdastjóri félags- ins er Björg Jakobsdóttir. Til að halda afmælið hátíðlegt verður boðið til síðdegisveislu kl. 18 í samkomusal í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum á Túngötu á af- unnar er boðið öllum félagsmönnum og öðmm velunnumm þess. Auk veislunnar á afmælisdaginn sjálfan efnir félagið til myndlistar- sýningar á Hallveigarstöðum þar sem núlifandi listakonur sýna verk er ekki hafa verið sýnd opinberlega áður. Verða listaverkin af ýmsum toga, málverk, grafík, textíl, högg- myndir og glerlistaverk svo nokkuð sé nefnt. Meðal listakvennanna em bæði konur sem þegar hafa getið sér góðan orðstír innan lands og utan og aðrar sem em minna þekkt- ar. Undirbúning að sýningunni annaðist Hrafnhildur Schram. Sýningin verður opnuð hátíðlega í dag, laugardaginn 24. janúar, kl. 16 að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Myndlistarsýningin, sem hlotið hefur yfirskriftina „Konur í list kvenna", enda þótt þar verði einnig að fínna verk er falla utan þess efnis, stendur í 2 vikur og lýkur sunnudaginn 8. febrúar. Hún er öðmm þræði sölusýning og verður opin frá kl. 14 til 22 um helgar, en frá kl. 16 til 20 virka daga. Sýningin verður lokuð almenningi þriðjudaginn 27. janúar. Um helgar stendur til að bjóða gestum upp á ýmislegt til skemmt- unar og fróðleiks. Fyrir utan létta tónlist sem er á dagskrá flesta helg- ardaga verður t.d. opinn ræðustóll laugardaginn 31. janúar um efnið „Hvers vegna spurði Karitas?". Verður Karitas Gunnarsdóttir máls- hefjandi, en auk hennar taka til máls nokkrar þeirra stjórnmála- kvenna er hún spurði í sjónvarps- þættinum „I takt við tímann" nú fyrir skemmstu. Sunnudaginn 8. febrúar verður skemmtun fyrir yngstu kynslóðina, en þá stjóma þær Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir leikbrúðu- sýningu frá Leikhúsi brúðubílsins. Verður brúðuleihúsið á dagskrá kl. 16. Auk þessara atriða er fyrir- hugað fleira sem nánar verður auglýst síðar. (Fréttatilkynning) Islenska óperan: Jóhannes Geir Jónsson og Sigurður Þórir Sigurðsson við uppsetn- ing^u myndlistarsýningarinnar í íslensku óperunni. Sýning á gjafaverk- unnm opnuð í dag 50 ÍSLENSKIR myndlistarmenn hafa tekið sig saman um að gefa Sumarlistinn er kominn B. MAGNUSSON HF. HÓLSHRAUNI2 - SÍMI 52866 ■ P.H.410 • HAFNARFIRÐI íslensku óperunni myndverk til fjáröflunar fyrir starfsemina. Þessum listaverkum hefur nú verið komið fyrir í húsakynnum íslensku óperunnar og verður sýning á þeim opnuð í dasg, laugardaginn 24. janúar kl. 14.30. Við opnunina verður flutt tónlist og m.a. mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja við undir- leik Onnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur. Listaverkin eru öll til sölu og mun andvirðið renna til starfsemi íslensku óperunnar. í fréttatilkynningu segir að frum- kvæði að þessu hafi Jóhannes Geir Jónsson listmálari átt. Fyrr í vetur þegar sjónvarpið sýndi í beinni út- sendingu flutning íslensku óper- unnar á II Trovatore eftir Verdi, ákvað Jóhannes að gefa Óperunni eina mynd á ári hér eftir. Jóhannes reifaði þ essa hugmynd sína við ýmsa kollega sína sem allir ákváðu að leggja málstað þessum lið. Listamennimir sem gáfu ís- lensku óperunni verk sín eru: Aðalbjörg Jónsdóttir, Ásta Páls- dóttir, Baltasar, Benedikt Gunnars- son, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Gunnar Friðriks- son, Hafsteinn Austmann, Haf- steinn Sigurðsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Gíslason, Ingi- berg Magnússon, Ingunn Eydal, ívar Valgarðsson, Jens Kristleifs- son, Jóhanna Bogadóttir, Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Jóhannes Jó- hannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jón Axel, Jón Reykdal, Katrín H. Ágústsdóttir, Kristjana Samper, Leifur Breiðíjörð, Lfsbet Sveins- dóttir, Magnús Tómasson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Rut Rebekka, Sigrún Eldjám, Sigurbergur Magnússon, Sigurður Þórir Sigurðsson, Sigurð- ur Örlygsson, Snorri Sveinn Frið- riksson, Steinþór Sigurðsson, Steinþór Steingrímsson, Sveinn Bjömsson, Torfí Jónsson, Tryggvi Ólafsson, Valgerður Bergsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Valtýr Pét- ursson, Veturliði Gunnarsson, Þórður Hall, Öm Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 15.00-18.00 og einnig fyr- ir gesti Óperunnar þau kvöld sem sýningar fara þar fram. Unnið af krafti að fræðsluher- ferðinni - segir landlæknir UNDIRBÚNINGUR upplýsinga- herferðar um alnæmi er nú í fullum gangi hjá Landlæknisem- bættinu og hafa fimm mUlj. kr. verið veittar af fjárlögum til að stemma stigu við útbreiðslu al- næmis hér á landi, að sögn Ólafs Ólafssonar, landlæknis. Mælst hefur verið til þess að all- ir þeir sem leita læknis vegna kynsjúkdóma, verði skimaðir og á það jafnframt við um konur við fyrstu mæðraskoðun og konur sem gangast undir fóstureyðingu. Landlæknisembættið mun vænt- anlega gefa út upplýsingabækiing um alnæmi í 80.000 eintökum í mars eða apríl og einnig bækling um notkun smokka. Uppi eru hug- myndir um að merkja þá sölustaði, sem selja smokka. Annar sjónvarps- þáttur um alnæmi er í bígerð og munu auglýsingar frá Landlækni- sembættinu væntanlega fara að birtast bráðlega í dagblöðum og tímaritum. ^^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Leiðrétting Rangt var farið með nafn Björns Pálssonar á blaðsíðu 16 í Morgun- blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.