Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 19 Brids Arnór Ragnarsson Frá Bridssambandi * Islands Minnt er á að frestur til að sækja um þátttöku í landsliðskeppnum í kvennaflokki og flokki yngri spilara f. eftir '62, rennur út 10. febrúar. Keppnir þessar eru opnar öllum spilurum. Sérstaklega er minnt á ákvæði landsliðsnefndar, að um- sóknum verður að fylgja stutt yfírlit yfír kerfi viðkomandi para. Pörin geta sent þessi yfirlit í pósthólf 272 — 121 — Reykjavík (pósthólf Brids- sambandsins) um leið og umsókn- imar. Landsliðskeppnir þessar, sem haldnar verða helgina 21,—22. febr- úar í Sigtúni 9, verða með Butler- sniði, þ.e. tvímenningur með sveitakeppnisútreikningi. Að keppni lokinni mun landsliðsnefnd velja pör úr báðum flokkum til áframhaldandi keppni í mars. Alls sóttu 8 pör um rétt til þátt- töku í Evrópumótinu í tvímennings- keppni, sem haldið verður í París helgina 27.-29. mars nk. ísland á rétt á að senda 7 pör, þannig að Bridssambandsstjórn verður að velja þátttakendur, eins og auglýst var. Val á þessum 7 pömm mun liggja fyrir um helgina, en nokkur af stigaefstu pörum Bridssam- bandsins sóttu um. Meistarastigaskrá Bridssam- bandsins er tilbúin til prentunar og verður væntanlega dreift til félag- anna í næstu viku. í skránni er að fínna nöfn tæplega 3 þús. spilara, sem hlotið hafa stig í keppnum inn- anlands og eru á skrá hjá einhverju af hinum 50 félögum innan vébanda sambandsins. Skrifstofa BSI mun, frá og með 2. febrúar nk., verða til húsa í Sig- túni 9 í Reykjavík. Nýtt símanúmer skrifstofunnar er: 91-689360. Gjalddagi árgjalda félaganna til Bridssambandsins, var 15. janúar sl. Enn eiga nokkur félög óuppgert við sambandið. Er því hér með kom- ið á framfæri, að félögin standi klár að þessum gjöldum. Greiðslu má koma í pósthólf 272 — 121 — Reykjavík eða beint til Ólafs Lárus- sonar. Og að lokum: Guðmundarsjóður- inn. Framlögum má koma á hlaupa- reikning nr. 5005 í aðalbanka Utvegsbankans. Sjóðurinn er til styrktar húsakaupum BSÍ. Bridsfélag- Tálknafjarðar Eftir tvö kvöld af þremur í hrað- sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit Ævars Jónassonar 1078 Sveit Björns Sveinssonar 1060 Sveit Sigurðar Skagfjörð 980 Vestfjarðamótið í sveitakeppni 1987 verður haldið á ísafirði helg- ina 30.—31. maí og verður væntan- lega með hefðbundnu sniði, þ.e. allir v/alla. Nánar síðar. Bridsfsélag- Reyðar- fj arðar/Eskifj arðar Eftir fyrstu tvær umferðimar í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit Trésíldar 50 Sveit Árna Guðmundssonar 50 Sveit Jóhanns Þórarinssonar 36 Sveit Hauks Björnssonar 29 10 sveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni og spila allir v/alla, tvo leiki á kvöldi. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Að loknum 12 umferðum af 21 í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni, þar sem 6 efstu sveitirnar komast í úrslitakeppnina um Reykjavíkur- hornið, en 13 efstu í Islandsmótið, er staða efstu sveita þessi: Sveit Páls Valdimarssonar BR 234 Sveit Pólaris BR 228 Sveit Samvinnuferða/ Landsýnar BR 222 Sveit Atlantik BR 203 Sveit Deíta BR 202 Sveit Ólafs Lárussonar BR 198 Sveit Jónas Hjaltasonar BR 197 Sveit Sigfúsar A. Árnas. TBK 187 Sveit Sigtryggs Sigurðss. BR 186 Sveit Aðalst. Jörgensen BR 186 Sveit Sigurðar Siguijónss. BR 184 Sveit Sigmundar Stefánss. BR 176 Sveit Fram BR 168 Sveit Guðm. Thorsteinss. BFB 167 Næstu fjórar umferðir verða spil- aðar næsta laugardag og sunnudag í Sigtúni 9 og hefst spilamennska kl. 13 báða dagana. Bridshátíð 1987 Bridssamband íslands minnir á að frestur til að sækja um þátttöku í tvímenningskeppninni á Bridshá- tíðinni 13.—16. febrúar nk. rennur út miðvikudaginn 28. janúar. Þátt- tökutilkynningar á Flugleiðamótið jtrfijm p ' * ♦ ♦ (opna sveitakeppnin) þurfa að ber- ast fyrir þriðjudaginn 10. febrúar. Útlit er fyrir að yfír 20 erlend pör (40 keppendur) sæki Bridshá- tíðina heim. Þeirra á meðal eru heimsfrægir spilarar, núverandi og fyrrverandi heimsmeistarar, spilar- ar eins og Giorgio Belladonna, Alan Sontag, Billy Eisenberg, Zia Mah- mood, George Mittelmann og landslið Dana, Svía og Noregs. Bridshátíðinni er keppnislega skipt í tvennt. Annars vegar tvímenningskeppni 44—48 para með barometer-fyrirkomulagi. Stigaefstu íslensku pörin ganga fyrir, þ.e. þau sem sækja um þátt- töku hveiju sinni, og hins vegar Flugleiðamótið, sem er opin sveita- keppni, þar sem allir spilarar eru velkomnir. Spilaðir verða 7x14 spila leikir, 5 á sunnudeginum og 2 á mánudeginum, eftir Monrad-fyrir- komulagi. Verðlaun fyrir þessi tvö mót nema yfír 8.000 dölum. Spilað verður á Hótel Loftleiðum. Hreyfill — Bæjarleiðir Fimm kvöld eru búin af 10 í aðalsveitakeppni bílstjóranna en þeir spila 32 spila leiki. Staðan: Jón Sigtryggsson 116 Sigurður Olafsson 96 Gísli Sigurtryggvason 93 Jón Sigurðsson 82 Anton Guðjónsson 71 Næsta umferð er á mánudaginn kemur kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. LANCIA THEMA: ÍBURÐUR, LÆGINDI OG TÆKNHEG FULLKOMNUN Við hjá Lancia viðurkennum fúslega að við höfum gaman af því að vera fyrstir. Fyrir 25 árum síðan smíðuðum við fyrsta ítalska bílinn með framdrifi. Það var líka okkar hug- mynd að smíða bíl með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfberandi yfirbyggingu. Og enn erum við í fararbroddi. Nú er það fólksbíll sem skipar sér á bekk með þeim bestu í Evrópu og sameinar krafta og aksturseiginleika sportbílsins og íburð og þægindi luxusbílsins. Þetta er LANCIA THEMA. Að innan er THEMA íburðarmikill og geysilega rúmgóður og undir húddinu leynist 165 hestafla TURBO vél með millikæli og ýmsum tæknilegum eiginleikum, sem hingað til hafa eingöngu verið notaðir í vélar kappakstursbíla. Þessi vél skilar THEMA TURBO úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á aðeins 7.2 sekúndum og hámarkshraðinn er 218 km/klst! Vélin er næsta hljóðlaus og titringsdeyfar eyða öllum titringi, þannig að þú finnur raunverulega aldrei fyrir þessum ógnarkrafti. Hröðunin og mýktin er slík, að líkast er að setið sé í þotu í flugtaki! Ef þetta er ekki nóg fyrir þig, þá er hægt að fá THEMA með 32 ventla FERRARI V8 vél og þá er hröðunin í 100 km hraða aðeins 6.8 sekúndur! LANCIA THEMA TURBO kostar nú aðeins 895 þúsund krónur* með álfelgum og ríku- legum búnaði. Aðrar gerðir af LANCIA THEMA kosta frá 760 þúsund krónum Ef þú teiur að þú eigir aðeins það besta skilið, hafðu þá samband við okkur og fáðu að reynsluaka LANCIA THEMA TURBO, ÞAÐ ER LÍFSREYNSLA ÍJT AF FYRIR SIG!. LANCIA THEMA ER FLUTTUR INN AF BÍLABORG H.F. ÞAÐ TRYGGIR ÖRUGGA ENDURSÖLU OG 1. FLOKKS ÞJÓNUSTU, SEM ER RÓMUÐ AF ÖLLUM SEM TIL ÞEKKJA! LANCIA THEMA FÆST f 5 MISMUNANDI GERÐUM: THEMA TURBO - 2000 cc, 165 hö, 0-100 km/klst = 7.2 sek. THEMA i.e - 2000 cc, 120 hö, 0-100 km/klst = 9.7 sek. THEMA 6V - 2850 cc, 150 hö, 0-100 km/klst = 8.2 sek. THEMA TURBO DIESEL - 2500 cc, 100 hö, 0-100 km/klst =11.9 sek. THEMA 8.32 - 2927 ccc, 218 hö, 0-100 km/klst = 6.8 sek. BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99 * gengisskr. 14.1.87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.