Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Utanríkisþjónustan í brennipunkti: Hugmyndaregn Jóns Baldvins skoðað í ljósi reynslunnar eftir dr. Hannes Jónsson Morgnnblaðið varpar fram þeirri spurningu 6. janúar sl. hvort ut- anríkisþjónustan sé orðin úrelt í núverandi mynd. Tilefnið eru um- mæli Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, formanns Alþýðuflokksins, í viðtali við blaðið, þar sem hann segir: „Ég tel tímabært að endur- skipuleggja utanríkisþjónustuna á þann hátt að breyta hefðbundnum sendiráðum í markaðsöflunar- og söluskrifstofur, sem væru þá kost- aðar sameiginlega af samtökum útflytjenda og ríkinu." Ennfremur er haft eftir Jóni og tekið fram, að það séu hans persónulegu hug- myndir en ekki mótuð stefna Alþýðuflokksins: „að Islendingar ættu aðeins að hafa 4 sendiráð, í Washington, Moskva, Kaupmanna- höfn og hjá NATO.“ Það er ekki nýtt, að varpað sé fram órökstuddum hugmyndum um nauðsyn breytinga á utanríkisþjón- ustunni. A árinu 1968 var það t.d. eins konar tískufyrirbæri í opin- berri umræðu á Islandi að tala um að sendiráðin væru of dýr, skorti markmið og tilgang, sinntu ekki viðskiptahagsmunum okkar, kæmu engu fýrir sig nema pompi og pijáli, að þeim þyrfti að fækka o.s.frv. Hitt er aftur á móti nýtt, að formað- ur Alþýðuflokksins varpi í yfirlýs- ingagleði fram órökstuddum fullyrðingum um utanríkisþjón- ustuna. Gleymum því ekki, að þrír forustumenn Alþýðuflokksins, þeir Guðmundur í. Guðmundsson, Emil Jónsson og Benedikt Gröndal fóru með embætti utanríkisráðherra í nærri 17 af 43 árum lýðveldistíma- bilsins, beittu sér ekki fyrir neinum stórfelldum breytingum, en gegndu embættinu af miklum sóma á hefð- bundinn hátt. Leyfi ég mér að vona, að sá stefnugrunnur í utanríkismál- um, sem þeir byggðu með flokki sínum, reynist áfram traustur ef á reynir. Þegar órökstuddu fullyrðingarn- ar um utanríkisþjónustuna gengu sem lengst á árinu 1968 skrifaði ég greinaflokk fjögurra greina um hana og sendi frá Moskva til þáver- andi ráðuneytisstjóra. Að ákvörðun utanríkisráðherra, Emils Jónssonar, voru þær birtar í málgagni hans, Alþýðublaðinu, í lok september og byrjun október 1968. Sumt af því, sem þar kom fram, er enn í fullu gildi, annað skiptir minna máli nú en þá. Hins vegar gefa tilvitnuð orð núverandi for- manns Alþýðuflokksins fýllsta tilefni til frekari rökræðu um ut- anríkisþjónustuna. Markmið og tilg-angnr utanrí kisþj ónustu Markmið íslenskrar utanríkis- þjónustu er að sjálfsögðu í megin- atriðum hliðstætt markmiðum ut- anríkisþjónustu annarra ríkja. Er þar byggt á langri hefð, alþjóða- samningum og lögum. Augljósasti tilgangur utanríkisþjónustu allra ríkja er að annast hin opinberu sam- skipti við önnur ríki og ríkjasamtök, þ.e. tvíhliða samskipti ríkja og sam- skipti við fjölþjóða- og alþjóðasam- tök. Slík starfsemi verður ekki strikuð út með geðþóttayfirlýsingu eins eða neins heldur er full þörf fyrir hana og sú þörf verður fyrir hendi svo lengi sem við rekum sjálf- stætt ríki á íslandi. Auk þess eru markmið og til- gangur íslenskrar utanríkisþjón- ustu nánar skilgreind í lögum um utanríkisþjónustu íslands nr. 39/1971, sem Emil Jónsson gaf út ásamt forseta íslands í apríl 1971, og í lögum um aðild íslands að al- þjóðasamningi nr. 16/1971, sem fyrirrennari Jóns Baldvins, Emil Jónsson, beitti sér einnig fyrir að lögtekin voru á íslandi í mars 1971. Samkvæmt báðum þessum lög- um gætir utanríkisþjónustan hagsmuna íslands gagnvart öðrum ríkjum á sviði stjómmála, öryggis- mála, utanríkisviðskipta, menning- armála; hún gerir samninga við önnur ríki og veitir íslenskum ríkis- borgurum vernd og aðstoð í útlönd- um; hún stuðlar að vinsamlegum samskiptum við önnur ríki og afiar á löglegan hátt upplýsinga og gefur skýrslur um ástand og þróun mála erlendis. Þótt af og til og hér og þar hafi gert hugmyndaregn um breytingar á utanríkisþjónustunni, bæði hér og erlendis, hefur niðurstaðan alltaf og alls staðar orðið sú, að eitt af nauðsynlegum hlutverkum ríkisins sé og verði rekstur hefðbundinnar utanríkisþjónustu. Þjónusta við viðskiptaaðila Eitt af hinum hefðbundnu verk- efnum utanríkisþjónustunnar er að gæta íslenskra viðskiptahagsmuna og þá ekki síst útflutningshags- muna. Þannig eru viðskiptamál aðalverkefni sendiráðanna í Moskva og Genf, þótt með mismunandi hætti sé, og ný skrifstofa í Brussel sérhæfír sig í að þjóna íslenskum viðskiptahagsmunum gagnvart Efnahagsbandalaginu. í öðrum sendiráðum hafa viðskiptamálin alltaf forgang, þegar til þarf að taka. Hitt er svo fullljóst, að þörfin Guðmundur í. Guðmundsson Dr. Hannes Jónsson „Fyrst og fremst þá breytingu, að mínu mati, að flytja utanrík- isviðskiptamálin aftur í utanríkisráðuneytið svo sem áður var, þannig að utanríkismálin og utanríkisviðskiptamál- in lúti einni markvissri forystu og stjórnun eins og sama ráðherra og embættismenn þjón- ustunnar störfuðu að báðum þessum mála- flokkum bæði þegar þeir eru í Reykjavík og þegar þeir starfa við sendiráðin.“ Emil Jónsson markaðs- og viðskiptamálum mega því ekki hefta athafnafrelsi firma hins ftjálsa einka- og félagafram- taks í landinu, sem vilja hafa þessi mál sem mest í sínum höndum. En hvað meina menn þá með orðinu „markaðsleit"? Halda þeir að íslensku útflutningsfirmunum sé ekki fullkunnugt um hvar markað- urinn sé bestur fyrir þær útflutn- ingsvörur, sem þau hafa verið að selja til útlanda áratugum saman? Staðreyndin er sú, að hefðbundn- ir markaðir okkar gætu tekið við meira magni af ýmiss konar fisk- meti en við getum afgreitt. Og að því er aðrar útflutningsvörur snert- ir, eins og t.d. landbúnaðarafurðir, ullarvörur o.fl. þ.h., þá er vandamál- ið ekki, að útflutningsfirmun þekki ekki markaðinn heldur yfirleitt það, að framleiðsluverð okkar er hærra en erlendi markaðurinn vill greiða. Sendiráð eða markaðsfulltrúar geta þar engu um breytt. Framleiðslu- og rekstrarhagræðing eru lykilorðin að lausn þess vanda. A sínum tíma átti Per Hækker- up, þáverandi utanríkisráðherra í Danmörku, mestan þátt í að koma í gagnið fyrir dönsk útflutnings- firmu hinum svokölluðu konsular- aðstoðarmönnum við dönsk sendiráð og ræðisskrifstofur. Þeir höfðu engar daglegar starfsskyldur í sendiráðunum enda tóku þeir laun frá firmunum, sem þeir unnu fyrir, en fengu skrifstofuaðstöðu í sendi- ráðunum og ræðisskrifstofunum til þess að sinna sölu- og markaðsmál- um fírma sinna og kynnast markaðinum af eigin raun. Að ári liðnu var ætlast til að þeir færu aftur heim til firmanna með þau viðskiptasambönd, sem þeir höfðu aflað þeim, og fulltrúi nýs firma tæki þá við. Benedikt Gröndal raunhæf? Eða á að fjölga sendiráð- um eins og einn fyrirrennari Jóns Baldvins í formennsku Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, hefur lagt til og rökstutt í nýútkomnu riti um nýtt sendiráð í Helsinki. Athugum fyrst, að ísland hefur yfírleitt fylgt þeirri stefnu að sam- þykkja að efna til stjómmálasam- bands við ríki, sem þess hafa óskað. Þetta samþykki hefur þó ekki falið í sér sjálflcrafa samþykki á að trúnaðarbinda íslenskan sendiherra hjá viðkomandi ríki. Við opnun stjómmálasambands hefur í sumum tilfellum verið tekið fram, að þótt tekið sé upp stjóm- málasamband og um gagnkvæma viðurkenningu á sjálfstæði og fuil- veldi ríkjanna sé að ræða, hafí ísland ekki í hyggju að útnefna sérstakan sendiherra í þessu tilfelli, heldur sé gert ráð fyrir að utanríkis- ráðuneyti ríkjanna hafí beint samband, þegar ástæða þyki til, og að fulltrúar ríkjanna hjá alþjóða- og íjölþjóðastofnunum, sem bæði ríkin eigi aðild að, starfí saman eftir því sem tilefni og málefnasam- staða gefist til. Varðandi trúnaðarbindingu sendiherra vegna stjórnmálasam- bands hefur af íslands hálfu aðal- lega verið um þijá kosti að ræða: A. Útsendur sendiherra trúnað- arbundinn hjá dvalarlandinu eða alþjóðastofnun. Dæmi: Bonn, Brussel, Genf, Kaupmannahöfn, London, Moskva, New York, Osló, París, Stokkhólmur, Washington. B. Útsendur sendiherra trúnað- arbundinn hjá fleiri ríkjum. 1. Bonn: Austurríki og Sviss. 2. Brussel: Grikkland og Luxem- borg auk NATO og EEC. 3. Genf (fastafulltrúi): Egypta- Jón Baldvin Hannibalsson Þrír forystumenn Alþýðuflokksins, Guðmundur I. Guðmundsson, Emil Jónsson og Benedikt Gröndal, gegudu með sóma embætti untanríkisráðherra á hefðbundinn hátt í samtals 17 ár án þess að beita sér fyrir breytingum. Jón Baldvin segir að hugmyndaregn sitt um smærri og breytta utanríkisþjónustu byggist á persónulegum skoðunum, en Alþýðuflokkur- fyrir fyrirgreiðslu sendiráðanna vegna viðskiptahagsmuna er mis- jöfn eftir mismunandi hagkerfum þeirra ríkja,_ sem við höfum við- skipti við. Á undanfömum árum hefur um 75% af utanríkisverslun okkar verið við aðildarríki EFTA, EB og Bandaríkin. Aðeins tæplega 10% utanríkisviðskiptanna hefur verið við sósíölsku ríkin í A-Evrópu. Fijálst markaðskerfí ríkir í löndum þeim, sem um 90% utanríkisvið- skipta okkar er bundin við. Við- skiptin fara því fyrst og fremst fram á grundvelli beinna samskipta firm- anna og án opinberra afskipta. Stærri íslensku firmun, bæði í sjáv- arútvegi, ferðamannaþjónustu og siglingum, hafa komið sér upp eig- inn ekki mótað in sölu- og afgreiðsluskrifstofum og umboðsaðilum í helstu markaðs- löndunum. Þau kæra sig yfirleitt ekki um opinber afskipti af þeirra viðskiptum. Komi upp þörf fyrir fyrirgreiðslu sendiráðs eru sendi- ráðin alltaf reiðubúin að gera sitt besta til þess að greiða fyrir við- skiptahagsmunum íslenskra fírma og gera það, svo sem ótal dæmi sanna. í sambandi við hugmyndir um aukin afskipti hins opinbera, þ.e. sendiráða, af markaðs- og við- skiptamálum má heldur ekki gleyma því, að íslendingar aðhyll- ast yfírleitt ekki kenningar um þjóðnýtingu utanríkisvíðskipta. Af- skipti utanríkisþjónustunnar af hafi þessa stefnu. Undir forystu utanríkisráðherra hefur utanríkisþjónustan í tengslum við útflutningsráð verið að kanna, hvernig hagnýta mætti íslensku sendiráðin og skrifstofur kjörræðis- manna íslands á hliðstæðan hátt. Reynir væntanlega fljótlega á, hvort íslensku firmun vilja hagnýta sér slíka aðstöðu. Vitað er að stærri fírmun hafa þegar sína eigin starf- semi erlendis. En það stendur ekki á utanríkisþjónustunni að opna möguleikana — og hefur reyndar áður staðið til boða. * A að fækka sendiráðum? En hvað um hugmynd Jóns Bald- vins um fækkun sendiráða? Er hún land, Eþíópía, Kenya, Tanz- anía auk EFTA, ÚN og alþjóðastofnana. 4. Kaupmannahöfn: ísrael, ít- alía, Tyrkland. 5. London: Holland, írland, Nígería. 6. Moskva: Búlgaría, Mongólía, Rúmenía, Ungveijaland, A-Þýskaland. 7. Osló: Pólland, Tékkóslóvakía. 8. París: Cabo Verde, Portúgal, Spánn auk OECD og UNESCO. 9. Stokkhólmur: Albanía, Finn- land, Júgóslavía, Saudi Arabia. 10. Washington: Argentína, Bras- ilía, Bahamaeyjar, Kanada,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.