Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 25 tólum og tækjum barst ótrúlega fljótt til Norðurlanda. Það var gam- all siður í Noregi að leggja smíðatól í haug, eins og gert var við Skalla- grím. Það hefur því fundizt allmikið af smíðatólum frá víkingaöld. Eftir þessum fommenjum að dæma telur Sigurd Grieg að trésmiðir hafi þá haft þessi smíðatól: 1. Ali og nafra af einfaldri gerð. 2. Tálguhnífa og bjúghnífa. 3. Axir og nafra af ýms- um gerðum. 4. Hamra. 5. Spoijám og skolpa. 6. Trésköfur (ýmsar gerðir). 7. Sagir. 8. Hefla. Að sjálfsögðu höfðu menn bor- jám og nafra af mismunandi gerð og stærð, en tálguborar (centrum- borar) og hjólsveifar þekktust þá ekki. Tálguhnífar vom vafalaust á hveiju heimili. Þeirra er getið í sög- um vomm, og vom þeir stundum svo stórir, að þá mátti nota sem vopn. í Eyrbyggju er sagt frá manni, sem smíðaði vögur (til skýr- ingar: einskonar sleða, einkum til að aka heyi á). Hjá honum vom „engi vápn nema lítil öx ok tálguknífr mikill, er hann hafði tek- ið ór vagaborunum; hann var spannar fram frá hepti." Borinn hefur ekki verið nægilega stór, svo að hann hefur víkkað götin með hnífnum. Axir vom helztu smíðatól- in. Þær vom af mörgum gerðum og höfðu mörg nöfn: bolöx, viðaröx, skógaröx, tálguöx, blegði, saxbíla o.fl. Orðið spoijárn kemur ekki fyr- ir í fomu máli, en svipuð tól höfðu fornmenn. Skolpar vom einskonar spoijám með flatbeygðri egg. Af trésköfum þekkjast margar tegund- ir, en óvíst er að þær hafi allar verið notaðar á víkindaöld. Þær vom ýmist fyrir aðra hönd eða báð- ar, vom með beittri egg og notaðar til þess að slétta við og gera strik, líkt og heflar. I fomu máli er ætíð talað um að „skafa við“, en aldrei að hefla.“ Lengra skal ekki farið út í að geta um hin ýmsu verkfæri fom- manna, en bmgðið upp mynd af einum fyrsta húsameistara lands- ins, Rögnvaldi Ólafssyni, og er þá ekki farið nema u.þ.b. öld aftur í tímann. Hann fæddist 5. desember 1874 á Ytri-Húsum í Dýrafirði. Varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1900 og eftir cand.phil.-próf frá Prestaskólanum í Reykjavík sigldi harin til Danmerkur 1901 og stund- aði nám í húsagerðarlist við Det kongelige Akademi for de skönne Kunster næstu þijú ár en hvarf þá heim vegna veikinda án þess að taka lokapróf. Gerðist hann þá ráðunautur landstjómarinnar um húsagerð og gegndi þeirri stöðu allt til dauðadags 1917, eða í 13 ár. Á þessum tíma teiknaði hann margar opinberar byggingar, m.a. kirkjumar í Keflavík, Hafnarfírði, á Patreksfirði, Stóra-Núpi og Húsavík, heilsuhælið á Vífílsstöð- um, pósthúsið í Reykjavík og skólana á Hvanneyri, Eiðum, Hól- um í Hjaltadal og Siglufirði. Rögnvaldur var í byggingarnefnd Reykjavíkur um langt árabil og samdi byggingarreglugerðir fyrir mörg kauptún landsins. Hann kenndi við Iðnskólann í Reykjavík 1912—16. Hann var meðal stofn- enda að Verkfræðingafélagi íslands og sat í stjórn þess síðustu fimm æviár sín. Hann var berklaveikur og andaðist á Vífilsstaðahæli 14. febrúar 1917, í því húsi, sem hann teiknaði sjálfur. Byggingar Rögn- valds bera með sér að hann hefur haft mikið til brunns að bera sem húsagerðarmeistari, og þegar þess er gætt að hann andast framarlega á fimmtugsaldri má kallast undmm sæta, hve miklu hann hefur komið í verk og vera þó ekki heilsuhraust- ur. Að lokum skal getið þess fyrir- tækis, sem verið hefur hvað öflug- ast við útvegun á hverskonar timbri til húsbygginga og annarrar smíða- vinnu. Það er Völundur hf., sem stofnað var í febrúar 1904, en að þeirri stofnun stóðu 19 trésmiðir. í lögum félagsins er strax í upphafi tekið fram, að hlutverk þess sé að vinna að timbursmíði í verksmiðju, sem sett verði á stofn í Reykjavík, og reka timburverzlun. Tæpu ári síðar kaupir Völundur svokallaða Klapparlóð, þann hluta Arnarhóls- lóðar, sem var austan Klapparstígs. Pósthúsið í Reykjavík, Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Þann sama vetur fór einn stjómar- manna til útlanda til timburkaupa og einnig til útvegunar á vélum til verksmiðjunnar. Þær komu til landsins sumarið eftir og var verk- smiðjan fullgerð 7. nóv. 1905, er hún tók til starfa. í afmælisriti Trésmiðafélags Reykjavíkur árið 1964 segir Gils Guðmundsson rjthöf. svo frá: „Völ- undur tók skjótum og miklum þroska. Auk timbursölu og fjöl- breytilegrar trésmíðavinnu tók Völundur að sér húsbyggingar í stórum stíl. Fýrstu meiri háttar húsin, sem Völundur sá um bygg- ingu á, vom íslandsbanki, Guten- berg, Iðnskólinn og Kleppsspítalinn. Stofnun Timburverksmiðjunnar Völundar er merkur áfangi í þróun- arsögu íslenzks iðnaðar. Tæknin var að halda innreið sína. Brautryðj- endur á þessu sviði vom reykvízkir trésmiðir, sem með félagslegu átaki mddu brautina." Við það má svo bæta að Völundarmenn munu ávallt vera hvað stoltastir af Safnahúsinu við Hverfísgötu, sem félagið sá um byggingu á árið 1909. Eftir sex áratuga aðalbækistöð á homi Skúlagötu og Klapparstígs byijar Völundur byggingu stórhýsis í Skeifunni 19 og hefur starfsemin nú flutzt þangað að mestu eða öllu leyti. Við stjómvölinn standa þar menn, sem em beinir afkomendur eins af stofnendum félagsins, en fremur má teljast fágætt að fyrir- tæki haldist áratugum saman í sömu ætt. Þannig verður Timburverzlunin Völundur talin eitt merkasta fyrir- tæki íslenzkt í sínu fagi. Góður andi svífur þar yfír vötnunum og mun þar flest til fyrirmyndar teljast. Höfundur er tæknifræðingur og fyrrum forstjóri A. Jóhannsson & Smith. NISSAN SUNNY SIGURHÁTÍÐ Sunny er glæsilegasti sigur Nissan til þessa, enda hefur Sunny fengið stórkostlegar móttökur um allan heim. Sunny 4ra dyra Sunny 5 dyra Munum sýna Sunny, flestar gerðir, laugardag og sunnudag kl. 14—17. Dæmi úr Sunny verðlista okkar: NissanSunnyH/BLX1.0,5dyra,4g(ra ...................... 340.000 NissanSunny H/BLX1.3,5dyra,5gíra ..................... 365.000 Nissan Sunny H/BSLX 1.5,3dyra, 5gíra ................. 395.000 Nissan Sunny H/B SLX 1.5,5dyra, Sgíra ................ 400.000 NissanSunnyH/BSLX1.5,3dyra, Bgíra, m/vökvastýri ...... 413.000 Nissan Sunny H/B SLX 1.5,5 dyra, 5 gíra, m/vökvastýri . 416.000 Nissan Sunny H/B SLX1.5,5 dyra, sjálfsk............... 430.000 Nissan Sunny H/B 1.5,5 dyra, sjálfsk., m/vökvastýri .. 444.000 NissanSunnySedanLX1.3,5dyra, ögíra ................... 362.000 NissanSunny SedanSLX1.5,4dyra, 5gíra ................. 396.000 Nissan Sunny Sedan SLX 1.5,4dyra, 5gira m/vökvastýri . 413.000 NissanSunnySedanSLX1.5,4dyra, sjálfskiptur ........... 426.000 Nissan Sunny Sedan SLX1.5,4 dyra, sjálfskiptur, m/vökvast. ... 440.000 Nissan Sunny Wagon LX 1.5, 5gíra ..................... 433.000 Nissan Sunny Coupe LX 1.5,5gira ...................... 432.000 NissanSunnyCoupeSLX1.5,5g(ra ......................... 467.000 TOKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP í NÝJA. INGVAR HELGASON HF. Rauðagerði, sími 33560.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.