Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Reuter Ronnie Caglais, sem er fötluð og því bundin við hjólastól, reynir að hreinsa snjóinn burt frá innganginum að húsi sínu í Albany í New York-ríki í gær. Þar var víða gríðarlegt fann- fergi og hefur ekki orðið þar meiri snjókoma i janúarmánuði um margra ára skeið. Vetrarríki í Bandaríkjunum New York, AP. MIKIÐ hríðarveður gekk yfir alla austurströnd Banda- ríkjanna í gærmorgun. Var ofankoman víða mjög mikii og olli hún miklum truflunum á samgöngum, þar sem snjórinn hlóðst í skafia. Talið var að 9 manns hefðu farizt í þessu óveðri, þrír i Pennsylvaníu, tveir f Norður-Karólínu og einn i Suður-Karólinu, Delaware og New Yorki-ríki hverju um sig. Umferð fór víða úr skorðum. Þannig áttu íbúar New York- borgar í miklum erfiðleikum með að komast til og frá vinnu. Veð- urspáin fyrir næstu daga var ekki heldur hagstæð á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir miklu frosti, þannig að búast má við miklu vetrarriki þama á næstunni. Besta vetrarvörnin er: Amerisk glerbrynja d bilinn ★ Þægilegt og auðvelt (notkun. ★ Tjara og salt bindur sig ekki við lakkið. ★ Bflþvottur verður leikur einn. Inniend umsögn: J.R., umsjónarmaður böasfðu DV, hafði þatta að segja: DV. Bílar M kinn mörgum að þykja ■krítið aö (irt iö r*ð& um bón A bílum á þetsum árstims. Flestir setjs vel bónaAs og fallegs bíU i s&mband viÖ sum&r of sól, en stsðreyndin er sú, sö nú á þess- um árstima reynir fyrst verulega á sð verjs Iskkið fyrir skemmdum, miklu freksr en á sumrin. Ssltsusturinn á göturnsr og tjsrsn sem sf hon- um leiðir er einn helsti óvinur lskksins á biln- um. Tjsrsn sest i lakkið og veldur þvi sð óhrein- indin setjsst enn freksr á bílinn. s&ltið hreiðrsr um sig i óhreinindunum og byr jsr sð trra lskk- íö. Þvi sterksri bónhúð sem er á l&kkinu þeim mun betur er þsð vsrið gegn Uering&ráhrifum sslts- ins, sem eykur á endingu þess og þsr með lff- dsgs bilsins. Á undsnförnum árum hsís komið frsm nýjsr tegundir bóns. einskonsr „bryngljái“ sem gefið hefur l&kkinu sukns vernd og myndsð húð yfír l&kkið sem lsngvsrsndi gljás. Fyrst vsr hér um sð rmÖM efni sem einungis vsr sett á, á sérstok- um bónstöðvum. Nú eru boðnsr bóntegundir sem eru þsnnig, sð suðvelt er sð bóns með þeim á hefðbundinn hátt. Umsjónsrmsður siðunn&r tók sig til og bónsði sinn bil með siiku bóni, ti! þess sð ksnns kosti þess. Bónið sem um rmðir heitir „ULTRA GL08S“ og til sð tryggjs sem bestsn ársngur vsr fsrið nákvaemlegs eftir tslenskum leiðbein- ingum, sem prentsðsr eru á brússnn. ÚTKOMAN: Fimm mánuðum siðsr, eftir undsngengna um- hleypings, þótti timsbmrt sð gsngs úr skuggs um hvort ULTRA GLOSS stmðist þ*r kröfur sem til þess eru gerðsr. A bilstjórshlið, þeirri hlið sem snýr sð míerð, settist dálitil tjsrs. sem auðvelt vsr sð þurrka sf, en á þeirri hlið, sem frá umferðinni snýr, vsr nasr engin tjsrs. Ein lótt umferð með þvi sem sfgsngs vsr i bónbrússnum, frá þvi um hsustið, nmgði til sð gers l&kkið sftur sem nýtt. Greinilegt er þó, sð þvi meiri vinns sem lögð er í þrif, áður en bónsð er, því betri veröur út- komsn og endingic. ULTRA GLOSS er ödýr langtímavörn. Útoölustaöir: ESSO-stöövarnar. HAGKAUP, Skeifunni Mikil ólga á Filippseyjum: Stjórn Aquino er kennt um morðin Reuter Jaime Tadeo, leiðtogi bændasamtakanna á Filippseyjum, á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem hann gerði grein fyrir mótaðgerð- um vegna blóðsúthellinganna á fimmtudag. Manilla, Reuter, AP. FIDEL Ramos, forseti herráðs Filippseyja, sagði í gær, að her- menn þeir, sem skutu til bana 12 manns fyrir framan forseta- höllina á fimmtudag, hefðu gerzt offarar. Gaf hann hernum fyrir- mæli um að gæta fyllsta umburð- arlyndis framvegis gagnvart þátttakendum í kröfugöngum og mótmælaaðgerðum. Varnar- málaráðherrann, Rafael Ileto, sagði hins vegar: „Stundum verð- um við að beita valdi.“ í yfírlýsingu, sem Juan Ponce Enr- ile, fyrrum varnarmálaráðherra Filippseyja, lét frá sér fara í gær, sagði að Corazon Aquino forseti hefði getað komið í veg fyrir blóðs- úthellingamar með því að ræða við leiðtoga mótmælendanna. Hann gagnrýndi forsetann einnig fyrir að hafa ekki gripið til sinna ráða sem yfírmaður herafla landsins. Hún hefði átt að dveljast um kyrrt í for- setahöllinni til að geta sjálf gefið hermönnunum fyrirmæli. Foringi bændagöngunnar á fimmtudag, Jaime Tadeo, sem er leiðtogi bændasamtakanna á Filippseyjum, sagði í gær, að stuðn- ingsmenn sínir myndu nú neita að sá fyrir uppskeru og sjá til þess, að sulturinn héldi innreið sína í höfuðborgina, Manilla. „Bændur eru að búa sig undir verkfall," sagði Tadeo. ( samtökum hans eru um 700.000 manns. Aðstoðarmaður hans bætti því við, að verkfallinu yrði fylgt eftir með því koma upp umferðarhindrunum á öllum veg- um, sem lægju til Manilla til þess að koma í veg fyrir, að matvæli bærust til borgarinnar. Maria Diokao, ein af þremur samningamönnum stjómarinnar í friðarviðræðunum við uppreisnar- menn kommúnista, sagðist í gær hafa sagt af sér í mótmælaskyni við manndrápin á fímmtudag. Bætti hún því við, að æ erfiðara væri að veija gerðir stjómarinnar og að alls ekki væri unnt að veija það, að skotvopnum hefði verið beitt gegn þáttakendum kröfugöngunnar í fyrradag. „Ríkisstjómin hlýtur að bera mikla ábyrgð á því, sem gerðist," sagði hún. Auk þeirra 12, sem biðu bana, særðust nærri 100 manns, þar af flestir af skotsárum. Vestur Þýskaland: Fj örug’ar sjónvarps- umræður í lok kosn- ingabaráttunnar „ Jafn spennandi og glæpamynd,“ sagði einn áhorfandi ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UMHVERFISMÁL, atvinnuleysi, félags- og vamarmál vora til um- ræðu í svokölluðum „fílahringborðsumræðum" vestur-þýska sjón- varpsins á fimmtudagskvöld. Formenn kristilegu bræðrafiokkanna (CDU og CSU) og fijálsra demókrata (FDP), þeir Helmut Kohl, kanslari, Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, og Martin Bangemann, viðskiptaráðherra, voru mættir til leiks auk Johannes Rau, kanslaraefnis jafnaðarmanna (SPD), og Juttu Ditfurth, tals- manns græningja. Þetta var síðasta tækifæri stjóramálaflokkanna til að boða stefnu sína í beinni útsendingu á báðum stóru sjón- varpsstöðvunum fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Deilurnar urðu stundum svo heitar að einn áhorfandi sagði að hringborðsumræðurn- ar hefðu verið jafn skemmtilegar og glæpamynd. Stjómmálamönnunum var mikið niðri fyrir. Umræðumar vom svo fjörugar að stjómendur þeirra réðu ekki við neitt og þær héldu áfram langt fram yfír boðaðan sýning- artíma. Kohl tók völdin í sínar hendur þegar honum þótti nóg kom- ið af rangfærslum og orðaskaki. Stjómmálamennimir svömðu allir fyrir sig en Kohl tók jafnvel af ska- rið fyrir Rau þegar honum þótti Ditfurth halla réttu máli um stefnu SPD í kjamorkumálum. Umhverfismálin tóku upp einna mestan tíma í umræðunum. Þau eru nú efst á baugi í Vestur-Þýska- landi samkvæmt könnun sjónvarps- stöðvanna. Bruninn í vörugeymslu svissneska efnafyrirtækisins Sandoz sem olli gífurlegri mengun í Rín í vetur og Chemobyl-kjam- orkuslysið í Sovétríkjunum í fyrra vöktu mikla athygli og fréttir af mengunarskýjum yfír stórborgum landsins vekja fólk til umhugsunar. Stjómarflokkamir, CDU/CSU og FDP, em sammála um að það verði að setja strangar reglur um meng- un, banna hættuleg efni og hafa strangt eftirlit með að reglunum sé framfylgt. Bangemann er hreyk- inn af því að Hans-Dietrich Gensc- her, nv. utanríkisráðherra, var fyrsti innanríkisráðherra Vestur- Þýskalands sem lét umhverfísmál til sín taka. Kohl teiur ríkisstjóm sína hafa gert margt gott í um- hverfísmálum, hann skipaði fyrsta umhverfismálaráðherra landsins í fyrra, og telur að hún sé á réttri braut. Stjómarflokkamir em hlynntir því að kjamorkuver verði rekin áfram. Strauss fullyrti að enginn orkugjafí gæti tekið við af kolum, olíu og kjamorku á næstu áratugum. Hann gerði lítið úr ótta fólks við kjamorkuslys og sagði að meiri ástæða væri til að óttast jám- brauta-, flug- og bflslys. Jafnaðarmenn vilja hætta kjam- orkuframleiðslu á tíu ámm. Rau sagði að það væri hægt með því að breyta skattakerfínu og hvetja fyrirtæki þannig tii að leita nýrra leiða í orkuneyslu og -framleiðslu. Hann telur að það eigi að breyta refsilöggjöfinni á þann veg að þeir sem verða fyrir skaða af völdum mengunar þurfi ekki lengur að sanna hver sökudólgurinn sé þegar það liggur í augum uppi eins og í sambandi við Sandoz-slysið. Ditforth gat ekki alltaf á sér setið þegar mótheijar hennar höfðu orðið. Hún greip oft fram í fyrir þeim og hló þegar henni blöskraði það sem þeir sögðu. Hún telur stefnu allra flokkanna í umhverfis- málum vera fyrir neðan allar hellur og segir að vestur-þýsk fyrirtæki hafí heimild til að baneitra um- hverfíð. Græningjar vilja hætta kjamorkuframleiðslu nú þegar og Ditfurth vill að þjóðin gangi á und- an öðrum þjóðum, eins og td. Frakklandi sem framleiðir 70% orku sinnar í kjamorkuvemm, með góðu fordæmi. Nokkur hiti var í umræðunum um atvinnuleysi, málefni aldraðra og kvenna. Stjómarflokkamir telja að hagvöxtur og aukin menntun sé svarið við atvinnuleysi en Rau sagði að það hefði þegar sýnt sig að svo er ekki. Hann benti á að 2,2 milljón- ir em nú atvinnulausar og sagði að atvinnuleysi hefði verið meira í fímmtíu mánuði samfellt í stjóm- artíð Kohls en það var nokkum tíma í stjómartíð jafnaðarmanna. Strauss, Kohl og Bangemann fóru í hár saman þegar kom að vamarmálaumræðunni. Strauss tel- ur nauðsynlegt að ræða takmörkun á skammdrægum kjamorkuvopnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.