Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 49
49 hjálmsdóttur; Halldór, kjötmats- maður, búsettur í Hveragerði, kvæntur Antoníu Bjarnadóttur; Jónas, iðnaðarmaður á Akureyri, kvæntur Rakel Grímsdóttur; Kristín, búsett á Sauðárkróki, gift Maroni Péturssyni, skrifstofu- manni; Gísli, kennari í Laugargerð- isskóla, sambýliskona Guðný Georgsdóttir; og Árni, bóndi á Upp- sölum, kvæntur Sólveigu Ámadótt- ur. Bjami var góður heimilisfaðir og hafði áhuga á að böm hans og bamabörn nytu náms og gætu þjálfað hæfileika sína til starfa. Með Bjarna er fallinn ijölhæfur gáfu- og dugnaðarmaður. Maður, sem lagði alla krafta sína í að leysa þau störf, sem hann tók að sér til heilla fyrir land sitt og þjóð. Eg þakka þessum ljúfa samferða- manni drengilegt samstarf og margar ánægjulegar stundir. Bömum hans og öllum aðstand- endum votta ég samúð mína. Gunnar Guðbjartsson í dag verður til moldar borinn Bjarni Halldórsson á Uppsölum í Blönduhlíð, en hann lést þann 15. þ.m. tæplega 89 ára að aldri. Með honum er genginn merkur bænda- höfðingi. Bjami var víða kvaddur til for- ystu í málum sveitar sinnar og sýslu, einkum á fyrri ámm og fram yfír miðja ævi, en hann dró sig að mestu út úr þeim störfum fyrr en oftast gerist. Er mér ekki grunlaust um, að hann hafi á stundum færst undan því að taka við forystustörf- um fyrir sýslunga sína, störfum sem hann hafði mikið traust til. Á hinn bóginn lagði hann vaxandi þunga í störf sín fyrir bændastéttina. Hann var fulltrúi á fundum Stéttarsam- bands bænda í 30 ár, allt frá stofnun sambandsins, og hann var þar í forystusveit, í stjóm þess og í Framleiðsluráði landbúnaðarins um langt árabil. Ég kynntist Bjama á Uppsölum fyrst á þessum vettvangi fyrir rúm- um tveimur áratugum. Ég minnist funda um landbúnaðarmál, þar sem ég veitti sérstaka athygli þessum festulega og yfirvegaða manni. Hann var rökvís og hófsamur í málflutningi, greindi skjótt kjama hvers máls og stundum leiðir til samkomulags ef skoðanir vom skiptar, en stóð fast á sinni af- stöðu, þegar honum þótti við þurfa. Hann var ekki síður áhrifamikill í viðræðu, þar sem til viðbótar mik- illi yfirsýn nutu sín vel persónulegir eiginleikar hans, óvenjuleg alúð og stundum hárfín kímni. Gáfur hans og mannkostir skipuðu honum ótví- rætt í raðir hinna hæfustu manna. Ég tel fullvíst að Bjami hafi átt óskorað traust og virðingu sam- starfsmanna sinna hvar sem hann kom við sögu. Til hans báru marg- ir hlýjan hug. Við hann var auðvelt að treysta vináttubönd. Um svipað leyti og kynni mín hófust af Bjama, sem forystumanni í málefnum bænda, bar fundum okkar saman í samtökum sjálfstæð- ismanna á Norðurlandi vestra. Þar var hann einnig áhrifasterkur og liðveisla hans var mér þýðingarmik- il. Ég á honum því margt að þakka. Á Uppsölum er myndarlega gengið um garða, bæði utan húss og innan. Þangað er gott að koma. Á liðnum ámm hef ég komið þar öðm hvom en þó sjaldnar en æski- legt væri. Stundir frá þessum heimsóknum em mér minnisstæðar, og á þar fjölskyldan öll hlut að máli. Bjami var skemmtilegur í við- ræðu og fróður. Þekking hans á ýmsum málaflokkum var ótvíræð. Ég minnist með þakklæti hollráða hans, sem jafnan urðu mér gott veganesti. Og ég minnist vináttu hans og hlýju, sem er mér kær. Bjami var gæfumaður í einkalífí sínu. Kona hans var Sigurlaug Jón- asdóttir frá Völlum, sem látin er fyrir nokkmm ámm. Ég kynntist henni lítið, en hún kom mér fyrir sjónir sem sæmdarkona og piýði heimilisins. Þau hjónin eignuðust MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Minning: Jóhanna G. Lúðvíksdóttir — Guðmundarstöðum átta böm og em sjö þeirra á lífí. Afkomendur þeirra em því góður hópur. Þessi systkinahópur frá Uppsölum og afkomendur þeirra em, eftir því sem ég þekki til, hið mætasta fólk, sem ber með sér glögg merki uppmna síns, bæði að yfírbragði og framgöngu. Bjami á Uppsölum mun hafa verið heimakær maður. Hann var vitaskuld fyrst og fremst bóndi, þótt hlutskipti hans yrði að veija vemlegum tíma til félagsmálastarfa utan heimilis. Vafalaust hefur hann ævinlega notið þess best að koma heim. Því ber okkur vinum hans að þakka þá gæfu sem hann naut að mega eyða ævikvöldi sínu að heita mátti til síðustu stundar í skjóli sonar síns og tengdadóttur heima á Uppsölum. Við Helga sendum kveðjur okkar til fíölskyldunnar á Uppsölum og annarra náinna ættmenna um leið og við blessum minningu þessa sæmdarmanns. Pálmi Jónsson Elskulegur frændi minn, Bjami Halldórsson, bóndi á Uppsölum í Skagafírði, verður í dag kvaddur í Silfrastaðakirkju, og langar mig til að minnast hans nokkrum orðum. Bjami fæddist 25. janúar 1898 á Auðnum í Sæmundarhlíð, yngstur bama Halldórs Einarssonar afa- bróður míns. Halldór var bóndi og smiður, og er þessum mæta manni vel lýst í bók Hannesar J. Magnús- sonar „Hetjur hversdagslífsins". Móðir Bjama var Helga Sölvadóttir. Frændfólki sínu í Borgarfirði mun Bjami fyrst hafa kynnst er hann kom að Hvítárbakkaskólan- um, þar sem hann stundaði nám árin 1917 til 1919. Var þá afí minn, Gísli Einarsson, prestur í Stafholti. Þangað kom Bjami oft, og var þessi prúði og glaðværi piltur þar mikill aufúsugestur. Faðir minn kenndi þá á Hvítárbakka og tókst góð vin- átta með þeim Bjama, en er Bjami hafði lokið námi skildi leiðir að sinni. Bjami var mikill gæfumaður í einkalífí sínu. Hann kvæntist árið 1921 mikilli ágætiskonu, Sigur- laugu Jónasdóttur frá Völlum, og eignuðust þau 8 böm, en eitt þeirra dó í bemsku. Öll era hin dugandi fólk, svo og bamabörnin, en hópur afkomenda þeirra hjóna er orðinn töluverður. Árið 1925 hófu þau hjón búskap á Uppsölum í Akrahreppi og var það heimili þeirra meðan þau lifðu. Þótt Bjarni væri góður bóndi vora hæfíleikar hans á fleiri sviðum, og var hann snemma eftirsóttur til margvíslegra félagsstarfa, svo sem í hreppsnefnd, skattanefnd og síðan sem fulltrúi í stjóm Stéttarsam- bands bænda. Átti hann upp frá því oft erindi til Reykjavíkur og gisti þá oftast á heimili okkar. Á þessu tímabili, sem spannaði meira en tvo áratugi, var það okkur ávallt tilhlökkunarefni þegar Bjama frænda var von. Mér er minnis- stætt þegar við hittumst fyrst, ég hafði aldrei séð hann áður, en ég þekkti hann strax, því hann bar með sér alla bestu kosti móðurfólks síns. Hann var tæplega meðalmaður á vöxt, nettur og alltaf snyrtilega og vel búinn. Hann var vel greindur og skáldmæltur, þó hann flíkaði því ekki, vel máli farinn og fylgdist vel með öllum þjóðmálum. Hann hafði lifandi áhuga á nýjungum, og var tilbúinn til að ræða og hugleiða allt það nýtt er landi og þjóð mætti að gagni verða. Ekki var síður ánægjulegt að heimsækja fjölskylduna á Uppsöl- um. Ég minnist ferðar, sem við fóram saman þijár okkar systra og foreldrar okkar fyrir meira en 30 árum. Þá var Bjami leiðsögumaður okkar um Skagafíörð. Þeir vora báðir mjög vel heima í Islendinga- sögum, faðir minn og hann, og nú streymdu af vöram þeirra frásagnir af fomum köppum og bardögum. Lítið hafði kvenfólkið til málanna að Ieggja, meðan þessir sögufróðu menn létu gamminn geisa. Svo var haldið heim að Uppsölum, þar sem húsfreyjan veitti okkur höfðinglega. Ég kynntist Sigurlaugu minna en Bjarna, en man vel hve hlýlegt við- mót hennar var, og hve hljóðlega hún vann öll heimilisstörf, það var eins og allt kæmi af sjálfu sér. Seinna meir, þegar heilsa hennar bilaði og þau vora tekin við búi Ámi Bjamason og Sólveig kona hans, var gestum að sunnan ekki síður fagnað. Sumarið 1985 hitti ég Bjama í síðasta sinn. Hann hafði þá misst konu sína fyrir nokkra, eftir margra ára vanheilsu, og hafði sjálfur orðið fyrir slysi, lærbroti, og verið lengi að ná sér eftir það. Kraftar hans fóra sýnilega þverrandi, en hugur hans var enn hinn sami, skarpur og skýr. Hann var vanur að hringja til mín á aðfangadagjóla, en þegar það brást granaði mig að honum hefði hrakað. Það reyndist rétt — hinn 15. janúar sofnaði hann svefn- inum langa. Gott fólk skilur eftir sig góðar minningar þegar það kveður. Blessuð sé minning Bjama Hall- dórssonar. Ragnheiður Hermannsdóttir Þar sem góðir menn fara era guðs vegir. Þessi setning leitaði mjög á hug- ann síðustu daga, er ég minnist Jóhönnu minnar, sem lést aðfara- nótt 10. janúar síðastliðinn. Hún var fædd 18. desember 1893 og náði því 93 ára aldri. Foreldrar hennar bjuggu á litlu grasbýli á hinni klettóttu strönd Kolbeinstang- ans, á honum er nú allmikil byggð, Vopnafjarðarkauptún. Faðir hennar var þurrabúðarmaður, segir sr. Ein- ar Jónsson hinn ættfróði í riti sínu, Ættir Austfírðinga. Lúðvík mun hafa framfleytt fjölskyldu sinni að mestu á þeirri björg, sem fékkst úr sjónum, og í honum lét hann lífíð frá konu og nokkram ungum böm- um. Ekkjan fór til Vesturheims eins og svo fjölmargir Vopnfirðingar á síðustu áratugum aldarinnar, en tvö barna hennar vora þá komin í fóst- ur, Jóhanna til Stefaníu ömmu minnar, sem bjó með bömum sínum, þá flestum uppkomnum, á Guðmundarstöðum. Ekki var þó um frændsemi að ræða, en sjálf hafði amma mín misst mann sinn frá stóram bamahópi og hefur því skil- ið vel ástæður þessarar ungu ekkju. Mér var sagt að Jóhanna hafí verið veikburða bam og hún var alltaf frekar heilsutæp. Hún var nærri meðallagi há, en grannvaxin, enga konu hefí ég séð eins handsmáa og fótnetta. Hún var iðjusöm, snyrtileg svo af bar og sérstaklega verklagin. Er tóm- stundir gáfust á yngri áram hennar, lagði hún stund á ýmsar hannyrðir, t.d. að „baldera" á upphlutsborða og belti við íslenska þjóðbúninginn. Þetta var aðallega tómstundavinna hennar, því hún fór sjaldan að heim- an og þá aðeins dagstund í senn. Hún helgaði æskuheimilinu alla starfskrafta sína, þar var hún hinn trausti punktur í meira en hálfa öld. Hún mun hafa verið rúmlega tvítug þegar fóstra hennar dó. For- eldrar mínir höfðu þá tekið við búi fyrir nokkram áram og við, elstu böm þeirra, komin á fót. Mér fannst Jóhann alltaf vera okkur sem önnur móðir með umhyggju sinni cg ástúð. Hún tók mig að sér, ég svaf ofan við hana í rúminu, eftir að næsta systkinið i röðinni fæddist. Þetta var hennar fyrsti, stóri vel- gemingur við mig. Sá stærsti var þegar hún kom og dvaldi hér ár- langt og hjálpaði okkur. Drengimir okkar vora þá þrír, sá elsti aðeins rúmlega þriggja ára. Þessi dvöl hennar var okkur ómetanleg. Árið 1956 tók hún við öllum inn- anbæjarstörfum á Guðmundar- störfum er móðir mín lést. Þau störf sá hún um í rúmlega 20 ár. Ég undraðist oft hvemig þessari veik- byggðu, aldurhnignu konu tókst að halda heimilinu þar hreinlegu og notalegu. Ekki var þar um nútíma þægindi að ræða. Rafmagn var ekki leitt þangað og bæjarhúsin hrörnuðu jafnt og þétt. Enn var þar samt að finna hið trygga, hlýja andrúmsloft, sem alltaf fylgdi henni. En árið 1977 bilaði þrek hennar og heilsa og hún var flutt í sjúkra- hús. I Guðmundarstaði kom hún aldrei aftur, þar lagðist byggð niður að fullu nokkra síðar. í æsku lærði Jóhanna dálítið að leika á orgel. Hún var sönghneígð og stundum settist hún við gamla stofyorgelið heima og spilaði lög úr Islenska söngvasafninu og söng með. Ég vil ljúka þessu með erindi, sem hún hafði miklar mætur á og söng oft. Sjáið hvar sólin nú hnígur sígur að kvöldhúmið rótt. Brosir hún blítt er hún sígur blundar senn foldarheimsdrótt. Heyrið þér, klukku hún klingir við lágt kallar í húsin til aftansöngs brátt. Klukka, ó fær oss nú fró friðinn og heilaga ró. Stg.Th. Blessuð sé minning hennar. Kristjana Ásbjarnardóttir Miiming: Jóhann Kristjáns son frá Flatey Fæddur 4. október 1922 Dáinn 10. janúar 1987 Góður vinur og gegn maður hef- ur kvatt okkur svo alltof snemma. Það var á Þoriáksmessu, sem fundum okkar bar síðast saman, undra hress í bragði kom hann heim til okkar, Helgi sonur minn fagnaði „afa“ eins og hann kallaði hann og við glöddumst öll með honum góða stund. Þá var honum að vísu ljóst, að hveiju stefndi, en æðraleysið og karlmennskan áttu svo rík tök í honum Jóhanni, nafna mínum, að okkur óraði ekki fyrir því, að þetta yrðu síðustu samfundir. Mig langar að minnast hans með örfáum orð- um. Fjögurra ára kynni era ekki löng en á þessum stutta tíma myndaðist á milli okkar einlæg vinátta og þó mikill væri aldursmunurinn kom það aldrei að sök. Þessi öndvegismaður tók mér strax opnum örmum, mörgum mun hafa þótt yfírborðið ansi hijúft, en ég fann fljótt, að á bak við var sönn hlýja hjartans. Þeirrar hlýju naut ég alltof skamma stund. Mér þótti sérstak- lega gott að una í návist hans og lengi munu geymast í minni sam- verastundirnar úti í Flatey, gott var að heyra frásagnir hans frá fjar- lægri tíð, horfa á handtök hans styrk og öragg, deila með honum ákefð og áhuga fyrir viðfangsefn- inu. Það verður öðruvlsi að koma út í Flatey nú, þegar nafni verður ekki lengur til að lífga upp á tilver- una. Einu sinni sjómaður, alltaf sjó- maður mátti segja um hann, þó við fleira fengist hann um dagana. Það starf hefur átt vel við atorku- saman og ósérhlífínn mann og áreiðanlega hefur hann ekki alltaf siglt lygnan sjó, en atorka og kjark- ur hafa verið þar í för eins og venjulega. Það var augljóst, að hugur hans var hafínu ærið bund- inn, enda fór hann á togara aðeins 16 ára, var síðar lengi formaður, en þó hygg ég að Flatey hafí átt vísastan samastað í hjarta hans og huga, enda átti hann þar langa og farsæla dvöl. Þaðan og af sjónum átti hann sínar mætu minningar, sem mér hlotnaðist að fá um stund að eiga hlutdeild í. Ég mun aðeins stikla á því allra helsta í æviferli hans, enda hefði löng upptalning slíks verið honum lítt að skapi. Jóhann fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. október 1922 og vora foreldrar hans hjónin Jóhanna Jak- obsdóttir og Kristján Egilsson er þar bjuggu. Tveggja ára var hann tekinn í fóstur af hjónunum Katrínu Þórðardóttur og Steini Ágúst Jóns- syni í Flatey á Breiðafírði. Þar ólst Jóhann upp við ágætt atlæti. En lífsbaráttan hófst snemma á þeim áram og sextán ára var haldið suður og á sjónum var hans aðalstarf á næstu áram. 1947 verða þáttaskil, því þá hef- ur hann búskap í Flatey með sinni ágætu konu, Kristínu Ágústsdóttur frá Hofsstöðum í Gufudalssveit og þar bjuggu þau allt til ársins 1962, er þau fluttu á Akranes. Akranesár- in var Jóhann aðallega á bátum, en síðustu árin á farskipum, en á þeim sigldi hann allt til æviloka. 1979 fluttu þau svo til Reykjavík- ur og hafa átt þar heima síðan. Böm þeirra era tvö og bama- börnin fjögur. Nú er þessi síungi og kappsfulli vinur okkar allra hér í Ástúni 14 horfinn af sviðinu og eftir lifir minningin ein, en frá henni stafar birtu í huga okkar. Við mun- um sannarlega sakna þessa góða vinar. Helgi þakkar „afa“ sérstak- lega fyrir allt, en við þökkum öll fyrir að hafa mátt eiga hann að vin og ég að félaga, þótt ævibrot eitt væri. Konu hans og aðstandendum öðram era sendar einlægar samúð- arkveðjur. Ég kveð Jóhann vin minn með söknuði og kærri þökk. Jóhann Sæberg Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.