Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 63 Sætur sigur í góðum leik gegn Pólverjum Bæði lið lögðu mikla áherslu á sóknarleikinn enda mikið skorað af mörkum ÞAÐ var skemmtileg tilfinning að fylgjast með síðustu mínútum leiks íslands og Póllands í Eystra- saltkeppninni í gærkvöldi í Wismar. Strákarnir börðust eins og hetjur og voru hvattir af 1.500 áhorfendum og hávaðinn stund- um eins og í troðfullri Laugar- dalshöll. íslands vann leikinn með einu marki, 29:28, eftir að Pólverj- ar höfðu haft 14:13 yfir i leikhléi. Sigurður Gunnarsson skoraði sigurmarkið, er einn mínúta var til leiksloka og Einar Þorvarðar- son varði síðan á síðustu sek- úndu dúndurskot frá Jercy Klempel, og þar með var sigurinn i' höfn. Leikurinn var allan tímann bráð- skemmtilegur á að horfa. Mikill hraði, mikið af mörkum og aðal áherslan lögð á sóknarleikinn hjá báðum liðum. Fyrstu mín. leiksins skoruðu bæði liðinn mjög ört og jafnt var á öllum tölum upp í 4:4, þá komu tvö íslensk mörk í röð, þannig að staðan var orðin 4:6. Pólverjar jöfnuðu næsta 8:8 og síðan 12:12. Þeir skoruðu síðan 14. mark sitt rétt fyrir leikshlé og höfðu eitt mark yfir. Síðari hálfleikur var enn skemmtilegri en sá fyrri og áhorf- endur hvöttu íslenska liðin til dáða og það dugði. Pólverjar komust í 15:14, en þá kom góður kafli hjá vörn íslands og við náðum að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðuna 15:18. Þegar hér var komið sögu, breyttu Pólverjar um leikaðferð í vörninni, tóku stórskyttur okkar, Kristján Arason, Sigurð Gunnar- son og Sigurð Sveinsson, úr umferð til skiptist og við það liðr- aðist sóknarleikurinn mjög. Pól- verjar náðu að jafna 19:19 og hefði farið mikið verr ef Einar Þorvarðar- son hefði ekki verið í banastuði í markinu. Hann varði eins og ber- serkur um tíma, en alis varði hann 18 skot í leiknum. Pólverjar breyttu nú aftur um varnarleik, sem betur fer fyrir okk- ur, og við það losnaði um skyttur okkar, þannig að við náðum að halda í við þá, þó svo Pólverjar væru alltaf einu til tveimur mörkum yfir. Síðustu mínúturnar voru mikil læti. Leikmenn börðust eins og þeir gátu, staðráðnir að vinna pólska liðið og með baráttunni tókst það. Liðið skiptust á að skora síðustu mínúturnar. Pólverjar voru 23:21 yfir er 13. mín. voru eftir af leiknum, en okkar mönnum tókst að komast yfir, 27:28, er þrjár mínútur voru eftir. Pólverjar jöfn- uðu og Sigurður skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. íslenska lið- ið lék góðan varnarleik síðustu mínuturnar, þannig að Pólverjar náðu ekki skoti fyrr en rétt fyrir leikslok og þá úr erfiðu færi, en Einar varði þrumuskot Klempels meistaralega. Góð sókn — léleg vörn Sóknarleikurinn var góður í þessum leik. Sigurður Gunnarsson var sérlega sterkur að þessu sinni og sömu sögu er að segja Alfreö Gíslasyni. Alferð stóð sig einnig mjög vel í vörninni og það er geysi- lega styrkur að hafa hann í liðinu, ef hann leikur eins vel og hann hefur gert í þessu móti. Kristján stóð sig vel, enda gripu Pólverjar til þess ráðs að taka hann úr umferð um tíma. Sigurður Sveinsson kom þá inná í hans stöðu og Kristján fór á miðjuna sem leikstjórnandi. Sigurður sýndi Símamynd/ADN • Alfreð Gfslason hefur verjð jafnbesti maður landsliðsins það sem af er Eystrasaltskeppninni. Hér sækir hann að vörn Vestur-Þjóðverja í fyrrakvöld. Til varnar eru Ulrich Roth, Martin Schwalb og Michael Lehnertz. Alfreð skoraði 5 mörk gegn Pólverjum í gær. Skot Mörk Varin Yfireða framhjá í stöng Feng- in víti Knetti glataö línus. sem gefur mark Skota- nýting Einar Þorv.son 18 1 Siguröur Sveinsson 6 3 2 1 1 50% Geir Sveinsson Guömundur Guömundsson 1 Bjarni Guömundsson 3 2 1 3 67% Siguröur Gunnarsson 8 6 2 1 3 75% Páll Ólafsson 2 2 1 100% Kristján Arason 10/2 5/2 5 50% Alfreð Gíslason 8 5 3 3 1 63% Þorgils Óttar Mathiesen 10 6 4 1 1 60% Kristján Arason 10/2 5/2 5 50% Dómararnir réðu góð tilþrif og það fór um áhorfend- ur þegar hann skaut að marki eins fast og honum er einum er lagið. Geysilega skotfastur og skotviss. Ekki má gleyma Þorgils Óttari Mathiesen, en hann lék nú að eðli- legri getu eftir dapran dag gegn Vestur-Þjóðverjum á fimmtudag- inn. Hornamenn okkar, Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guð- mundsson, léku ekki nógu vel í þessum leik. Mjög lítil ógnun kem- ur frá þeim, og þá sérstaklega vinstri megin hjá Guðmundi. Þeir hafa líka verið seinir í hraðaupp- hlaup í þessu móti, en þar var einu sinni aðall íslensku hornamanna að vera fljótir fram. Páll Ólafsson lék vel í sókninni, þgar hann var inná, en það var ekki mjög mikiö í þessum leik. Þó svo sóknarleikurinn væri í heild sinni góður, glötuðu strákarnir nokkrum sinnum boltanum mjög klaufalega. Varnarleikurinn var slakur að þessu sinni og eins og lokatölur leiksins bera með sig. Það má eig- inlega segja að allir hafa leikið illa í vörninni nema Alfreð og Geir Sveinsson. Geir er orðinn einn okkar besti varnarmaður, mikill baráttuhundur og auk þess góður stjórnandi. Hann og Alfreð léku hlið við hlið í vörninni og gekk þar bara nokkuð vel, þegar haft er í huga að þeir hafa aldrei leikið sam- an í landsleik áður. Pólska liðið sem lék í gær er eitt sterkasta lið sem þeir hafa verið með í mörg ár og því er sigur- inn ef til vill enn sætari. Bogdan Wenta'var þeirra bestur og skor- aði átta mörk. Þeir fengu ekki eitt einasta vítakast í öllum leiknum og íslendingar aðeins tvö. Dómarar voru frá Austur-Þýska- landi og voru þeir okkur hliðhollir eins og áhorfendur. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6, Þorkels Óttar Mathisen 6, Alfreð Gisla- son 5, Kristján Arason 5/2, Sigurður Sveinsson 3, Bjarni Guðmundsosn 2, Páll Ólafsson 2. Mörk Póllands: Wenta 8, Plechoc 4, Klempel 4, Dziuba 3, Dawidziuk 3, Plucz- ynski 2, Kordowiecki 2, Mloczynski og Scargiej 1 mark hvor. „ÞAÐ réði úrsiitum f þessum leik, þegar dómararnir réku Plechoc útaf i tvígang í síðari hálfleik," sagði Zenon Lakomy, þjálfari Pólverja, eftir leikinn og var hinn „ÞETTA var hörkuleikur og ég held að við getum ekki verið ann- að en ánægðir með úrslitin," sagði Sigurður Gunnarsson, sem skoraði sigurmark íslands gegn Pólverjum í gær. „Það var mikill hraði í leiknum, enda urðu mörkin líka mörg. Áhorf- endur hér voru frábærir og það er reglulega gott að leika hér, næstum eins og í Laugardalshöll- inni. óhressasti með austur-þýsku dómarana. „Síðari hálfleikurinn hjá okkur var slakur, en þessi sigur hefði getað lent hvorum megin sem var, Öll áhersla var lögð á sóknar- leikinn og kom það niður á varnar- leiknum, annars fannst mér hann skana eftir að við skiptum yfir í 6-0 vörn. Þetta var geysilega spenn- andi og skemmtilegur leikur fyrir fólkið, sem studdu vel við bakið á okkur. Við börðumst mjög vel og leikgleðin var til staðar hjá okkur núna, en ekki í leiknum gegn Vest- ur-Þjóðverjum og það munar miklu," sagði Sigurður Gunnars- son. Mikill hraði og spenna Eystrasalts- keppnin A-Þýskal. - ísland 17:17 Pólland - Sovétr. 27 : 24 Svíþjóð - V-Þýskal. 21 : 21 Sovétr. - Svíþjóð 24 : 23 A-Þýskal. - Pólland 27 :18 V-Þýskal. - island 25 :16 ísland - Pólland 29 : 28 A-Þýskal. - Svíþjóð 24 : 24 V-Þýskal. - Sovétr. 18:24 Leikir U J T Mörk Stig A-ÞÝSKAL. 3 1 2 0 68: 59 4 SOVÉTR. 3 2 0 1 72: 68 4 V-ÞÝSKAL. 3 1 1 1 64: 61 3 ÍSLAND 3 1 1 1 62: 70 3 SVÍÞJÓÐ 3 0 2 1 68: 69 2 PÓLLAND 3 1 0 2 73: 80 2 Eystrasaltskeppnin: Skúli Sveinsson skrifar frá Austur-Þýskalandi Landsleikir við Sovét- menn í febrúar? MIKLAR líkur er á að Sovétmenn komi til íslands og leiki þar tvö landsleiki í handknattleik á næs- tunni. Ef að heimsókn þessari verður munu þeir leika föstudaginn 6. fe- brúar og laugardag 7. febrúar. Frá þessu verður gengið á fundi hér í Rostock í dag. Það virðast verða mikil verkefni framundan hjá íslenska handknatt- leikslandsliðinu ef marka má þetta, því ef Sovétmenn koma, leikur landslið okkar sex landsleiki á jafn- mörgum dögum í byrjun febrúar. úrslitum því leikurinn var mjög jafn og spennandi, og ábyggilega skemmtilegur fyrir áhorfendur. Vörn okkar var léleg i þessum leik enda skoruðu þeir 29 mörk hjá okkur. Við reyndum ýmislegt nýtt, sem ekki gekk allveg upp, en viðr‘"* lærum af þessum mistökum og við erum hér til að reka endahnútinn á undirbúningi okkar fyrir B-keppn- ina. Næst ieikir verða erfiðir, því við berum mikla virðingu fyrir Svíum og Vestur-Þjóðverjum, en við ger- um okkar besta til að leika vel.“ Markahæstir SOVÉSKI leikmaðurinn, Tutsch- kin, er markasæti leikmaður Eystrasaltskeppninnar eftir þrjár - -« umferðir. Hann hefur skorað 20 mörk, þar af 8 úr vítaköstum. Schwalb, Vestur-Þýskalandi og Bogdan Wenta, Póllandi, hafa gert 18 mörk. Síðan koma Kristján Ara- son og Pólverjinn Klempel með 14 mörk hvor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.