Alþýðublaðið - 02.04.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1932, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBLAÐIÐ Trygglngamálið i Merkasta frumvarpið sem ligg- œr fyrir pinginu er frv. um al- fjýðutryggingarnar er , pingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild flytja. Eins og kimnugt er, hafa þing- menn Alpýðuflokksins á mörg- um þingum borið fram tillögur urm opinberar aögerðir i trygg- Éngarmálunum, en það var ekki fyr en á þinginu 1930 að loks fékst samþykt tillaga um skipun milliþinganefndar til þess að und- irbúa og semja frumvarp til laga tun alþýðutryggingar. í þessa nefnd voru skipaðir Ásgeir Ás- geirsson, Jakob Möller og Har- aldur Guðmundsson. En nefndin lauk aldrei störfum, og er frum- varp það, er Alþýðuflokksþing- mtennirnir nú bera fram, samið af Haraldi Guðmundssyni. Er þetta ínikill lagabálkur í 11 köflum og 54 greinum. Eru þar ákvæði ura sjúkrahjálp, slysabætur, örorku- 'lífeyri og ellilaun, um atvinnu- tryggingar og atvinnuleysissíyrki, og eiga tryggingar þessar að ná til allra karla og kvenna á aldn- inum 15 til 65 ára, sem eru í vinnu hjá öörum (að hálfu leyti eða meira) og okki hafa imeiri tekjur en 4000 kr. (þar með tekj- ur eiginkonu) auk 500 króna fyr- ir hvern skylduómaga, ef sá, er hlut á í máli, er búsettur í Reykjavík, en 3300 kr. og 400 kr. fyrir hvern skylduómaga fyrir þá, sem búsettir eru í öðrum kaupstöðum, en 2700 kr. og 300 kr. fyrir þá, sem búsettir eru annars staðar á landinu. Skyldu- tryggingarnar ná þó ekki til manna, ef þeir eiga meira en 10 þús. króna skuldlausia eign. Tekjur tryggingastofnunarinnar eága að koma að 3/5 leyti frá atvinnurekendum, en að 1/5 frá líkinu og 1/5 frá bæjar- ogsveita- félögum (niema tekjur slysatrygg- ingarinnar, er sikulu vera með stona móti og nú. Frumvarp petta er ein stór- fenglegasta réttnrbótin fijrir uinn- andi lij3 í landinu frá upphafí Mandsbygdm. Er gert ráð fyrir að útborgun tryggingafjár verði þegar á fyrsta ári á fimtu miljón króna, en verði á 10. ári orðin á áttundu miljón. Má nærri geta að alþýðutrygg- ingarnar mæta geysilegri mót- *töðu, en hins vegar er víst, að Alþýðufiokkurinn mun sigra í þessu máli, því hinir flokkarnir munu ekki þora vegna kjósend- anna að vera á móti því,eftir að aimenningi er orðið málið vel tunnugt. Við verðum að muna að mótstöðuflokkarnir voru fyr- ir nokkrum árum algerlega á móti því að rýmka kosningarréttinh, en þegar Alþýðuflokkurinn var bú- irm að koma almenningi í skiln- ing um hið rétta í því máii, þá Beygðu andstöðuflokkar okkar fyrir almenningsálitinu. Ná- kvæmlega hið sanrn hefir skeð í Sogsmálinu og kjördæmamálinu. Þegar almenningsálitið var orðið með Alþýðuflokknum, þá skifti íhaldið um skoðun. Alþýðuflokksmenn! Fylgist vel með alþýðutryggingamálinu, því því betur sem Alþýðuflokksmenn eru að sér í því máli, því fyr snýst almenningsálitið með okk- ur, og því fyr komum við á þess- ari mikilfenglegu réttarbót. Sveskju-politík Framsóknarflokksins. Kiðrda&wiaskipunarmSIið. AlþýðofiokbsfBndnr. Alþýðuflokksfundur verður hald inn á mánudngskvöldíð kl. 8,30 í Iðnó. Veiður þar rætt um kjör- dæmaskipunarmálið og hefur Jón Baldvinsson fuhtrúi Alþýðuflokks- ins í kjördæmskipunarnefndinni umræður. Er þess vænst, að.alt flokksfólk mætí á þessum fundi. því hér er um að ræða hið stærsta mál, sem nú er rætt. um fer í þeim dveljast, og þjóðfélags- ins í heild. Og það er auðvitað sjálfsagt að stefna að því í fram- tíðinni, því að róttækum breyt- ingum á þessu sviði verður ekki kornið á í skjótri svipan. En það mætti gera annað til bráðabirgða. Það mætti bæta hinn vonda húsa- kost upp þeim, er við hann eiga að búa, með sumardvöl í sveit. Augu manna hafa opnast fyrir því, hversu nauðsynlegt það ér bæjarbúum að dvelja í sveit á. sumrin. Hvert sumar fer nú fjöldí fólks úr k’aupstöðunum upp í sveit sér til hressingar og heilsubótar. Það er ágætt. En því miður er sá ljóður á, að enn verða flestir þeirra að sitja heima, er hafa mesta þörf fyrir að fara. Á ég þar einkum við fjölskyldur verka- manna og annara láglaunamaniha í Reykjavik og Hafnarfirði. Marg- ar af fjölskyldum þessum hafast: (við í íbúðum, er vita mót norðri, svo að naumast kemst nokkru sinni inn sólargeisli allan ársins hring. Gluggi verður víða ékki opnaður vegna göturyksins. Ibúð- ir þessar eru því bæði dimmar ög loftillar og stórskaðlegar heilsu hvers manns. Þegar þess er gætt. að margar mæður dveljast ásamt börnum sínum í slíkUm húsakynn- um mestan hluta sólarhringsins. bæði vetur og sumar, þá hygg ég, að engum manni geti blandast hugur um, að þær hafi ærna þörf fyrir að dvelja í sveit sér til hressingar, þótt ekki væri neina um nokkurra vikna tíma hvert sumar. Þetta hafa þær þó flestát orðið að neita sér um til þessa vegna þess, að þær hafa litlu. eða engu úr að spila til annars en brýnustu nauðsynja. Þáð mundi því ærið mannúðar- og nauðsynja-fyrirtæki að gera fá- tækustu stéttunum úr nefndum kaupstöðum kleift að njóta sum- arvistar. Þetta mál hefir líka þeg- ar verið rætt opinberlega. Einn stjórnmálamaður befir skrifað grein um þetta efni.. Leggur þann þar til „að athugað væri, hvort ekki gæti veriö um samstarf að ræða miili landsins annars vegar og bæjarstjórnanna í Hafnarfirði og Reykjavik hins vegar um að koma upp góðum en ódýrum sumardvalarstað fyrir fjölskyldur úr þessum tveimur kaupstöðum að Reykjakoti í Ölf- usi“. Kæmist þessi tillaga í fram- kvæmd, væri ráðin bót á því meini, sem til þessa hefir hindrað, að fátækasta fólldð gæti notið sumardvalar, en það eru fjár- hagsörðugleikarnii’. — Og staður sá, sem stungið er uppá fyrir sumardvaliarstað, er ágætur. Um það hefi ég aðstöðu til að dæma af eigin raun, þar sem ég dvaldi nokkurra vikna tinxa síðastliöið sumar í tjaldi við Hveragerði í Ölfusi. Eftir þeirri reynslu, er ég fékk þá, get ég naumast hugsað mér hentugri stað til sumardvalar en svæðið í nágrenni við Ölfus- Það væri synd að segja, að „Framsókn“ reyndi ekki á ýmaan hátt að eftiriikja ýmsum stjórn- arframkvæmdum gamla íhaldsins, sem oft gerðu hvort tveggja í senn, að fylla menn réttlátri gremju yfir bjálfaskapnum og framkalla hrois á andlitum þeirra. Ein af þessum íhalds-fram- kvæmda-eftirlíkingum er hin svo nefnda sveskju- og rúsínu-pólitík Framsóknarflokksins. Eins og lesendum blaðsdns er kunnugt, voru sett á innflutnings- höft hér í haust. Var nefnd skipuð í þvi augnamiði, að sjá um tak- mörkun á innflutningi ýmiislegs varnings. Hefir fólk enn sem kom- ið er orðið lítið vart við þessi innflutningshöft, nema hvað snertir tvær vörutegundir: sveskj- ur og rúsímir. Munu rúsínur nú vera ófáanlegar í borginni, en sveskjur á þrotum. Það er Iiarla emkennilegt af nefndinni, eða meiri hluta henn- ar, að tákmarka mest innflutn- ing þessara vörutegunda, þar sem vitanlegt er, að þær eru báðaT einar mestu nauðsynjar allra heimila. Néfndinni hlýtur að vera kunnugt, að læknar ráðleggja fólki oft að neyta þessara á. axta f grautum, við ýmsum kvillum — og sérstaklega er nauðsynlegt fyrir smábörn að geta fengið sveskjur eða ávaxtagrauta. Bæði rúsínúr og sveskjur eru orðnar eins miklar nauðsynjar hjá fólki og kartöflur, eða næstum því að minsta kosti. Það er t. d. oft svo hjá fátæku fölki, að það getur vaxla haft aðrar tilbreytingar í mat en með grautunum, en nú er loku fyrir það skotið. Það er auðvitað allrar virðing- ar vert af Framsóknarflokknum að reyna að bjarga fjárhag lands- ins, en ráð hans til þess geta aftur á móti orðið deiluefni — og þessi sveskju- og rúsinu-pólitík flokks- ins er beinlínis hlægiileg. Húsnwðir. SociaÞDemokratar, aðaiblað danskra jafnaðar- imanna, er 60 ára í dag og af til - efni þess kemur út hátíðablað af blaðinu. Danskir jafnaðarmienn eiga nú 62 blöð, eru þeir blaða- rikasti stjórnimálaflokkur í Dan- mörku. Aipingi. I gær fór fram í efri deild kosning ríkisgjaldanefndar þeirr- ar, sem deildin hafði samþykt að skipa. Kosnir voru: Af A-lista Jón í Stóradal, af B-iista Jón Þor- láksson og af C-lista Jðn Bald- vinsson. Nefndin er þingnefnd, þ. e. ætlað að starfa meðan á þingi stendur. — Jón Baldvinsson lét það álit sitt í ljós við um- ræður um nefnd þessa, að lítið , gagn muni geta orðið að starfi hennar meðan á þingi stendur, og\ í öðru lagi, að hún hyrfti að hafa víðara^verksvið en henni er ætlað, þ. e. ná ekki að eins til athug- unar á útgjöldum ríkisins og stofnana þess, heldur þyrfti einnig að athuga hið sama hjá stórum einkafyrirtækjum. Frumvarp um Ljósmæðra- og hjúkrunarkvenna-skóla lslands var endursent neðri deild, eftir að e. d. hafði bætt um nokkrar mis- < iellur, sem komist höfðu inn í frv. í meðferð neðri deildar. Einn- ig afgreiddi e. d. kirkjugarða- frumvarpið til n. d. N. d. afgreiddi til e. d. frv. um samgöngubætur og fyrirhleðislux á vatnasvæði Þverár og Markar- fljóts. Einnig fór fram 1. umr. um frv. um gjaldfrest bænda og bátaútvegsmanna, en frásögn um það kemur í næsta blaði. Sumardvðl I sveit. Það er algengt viðkvæði meðal roskinna manna, að ungu kyn- slóðinni fari síhnágnandi, einkum hvað heilbrigði og líkamlegt at- gervi snertir. Ekki skal um það dæmt, hvort ásakanir þessar séu réttar að öllu, en um það verður ekki deilt, að ýmsir sjúkdómar hafa færst allmikið í aukana á síðari árum. Má t. d. nefna berkla, taugaveildun og blóðleysi. Marg- ar orsakir kunna að liggja að því, að óvinir þessir hafa gerst svo ágengir upp á síðkastið, en fullvíst má telja, aö einhver heizta orsökin sé vond húsakynni, sem mjög eru algeng í kaupstöðúm landsins, einkum Reykjavík ég Hafnarfirði. Það væri því míikil nauðsyn að bæta hin lélegu húsa- kynni, bæði vegna þeirra manna,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.