Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 27. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ameríkubikarinn: Washington, AP. WILLIAM E. Casey, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði af sér í gœr og var Robert Gates útnefndur eftir- maður hans. Gates hefur veitt CIA forstöðu í veikindum Casey, sem gekkst undir aðgerð vegna æxlis við heila í des- ember sl. Hann er á batavegi og verður hann forsetaráðunautur þegar hann verður vinnufær á ný. Gates hóf störf hjá CIA árið 1966 og hefur verið einn af fremstu sérfræðingum stofnunarinnar. Hann réðst til Þjóðaröryggisráðsins árið 1974 og starfaði hjá því til ársins 1979 er hann sneri aftur til CIA. Hann var gerður að aðstoðar- forstjóra leyniþjónustunnar 1982 og varð þá hægri hönd Casey. Sjá „Reagan forseti skrifaði...“ á bls. 30. Alistair MacLean látinn Filippseyingar sam- þykkj a stjómarskrá Maníla, AP. Reuter. FJÓRIR af hveijum fimm Filippseyingum greiddu ným sljórnarskrá atkvæði sitt, miðað við fyrstu tölur úr þjóðarat- kvæði, sem haldið var í gær. Stjómarandstæðingar viður- kenndu ósigur en nýja stjórnar- skráin tryggir Corazon Aquino, forseta, völd til 30. júní 1992. Talið er að endanleg niðurstaða í þjóðaratkvæðinu fáist ekki fýrr en seinni part vikunnar. í gær- kvöldi var búið að telja atkvæði í þriðjungi kjördæma landsins, en þau eru um 86.000. Höfðu 5,4 millj- ónir manna sagt já við nýju stjóm- arskránni en 1,3 milljónir nei. Talinn hafði verið um þriðjungur atkvæða af nálæga 20 milljónum. Andstaðan gegn stjómarskránni var mest í tveimur kjördæmum nálægt Maníla þar sem er að fínna fjölmennar herstöðvar og í héraðinu Luzon, þar sem stuðningsmenn Ferdinands Marcos, fyrrum forseta, em fjölmennir. Vegna byltingartilraunar stuðn- ingsmanna Marcos í síðustu viku var herinn í viðbragðsstöðu^ meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Átök og ofbeldisverk vom þó hverfandi, mið- að við forsetakosningamar fyrir ári. Alvarlegasta atvikið var er þrír skæmliðar kommúnista biðu bana og þrír hermenn særðust í árásum skæmliða á kjörstaði í héraðinu Suður-Cotabato á eynni Mindanao. Sjá ennfremur „Lýðræði end- urreist...“ á bls. 30. Miinchen, AP. ALISTAIR MacLean, hinn vin- sæli brezki rithöfundur, lézt í Míinchen í gær, á 65. aldursári. Fulltrúi útgefanda MacLean sagði hann hafa fengið heilablóð- fall fyrir þremur vikum og dáið úr hjartaslagi. MacLean skrifaði 29 bækur og náðu þær miklum vinsældum. Margar þeirra hafa verið gefnar út á íslenzku. Hefur enginn annar brezkur rithöfundur náð jafn mikl- um vinsældum. Árið 1973 höfðu bækur hans selzt í 24 milljónum eintaka. Hann hefur sjálfur neitað því að hann væri skáldsagnahöf- undur. „Ég er bara sögumaður. Það er engin list í sögum mínum, engin dulúð. Þetta er eins og hver önnur vinna. Allt og sumt sem ég geri er að skrifa einfaldar sögur," sagði MacLean eitt sinn í viðtali. Alistair MacLean fæddist í Daviot í skozku hálöndunum árið 1922. Conner þarf einn vinning Fremantle, AP. Reuter. DENNIS Conner á bandarísku skútunni Stars & Stripes þarf nú aðeins einn vinning í fjórum kappsiglingum til að hremma Ameríkubikarinn i siglingum þar sem hann hefur sigrað Astralíumanninn Iain Murray á Kookaburra III í þremur fyrstu kappsiglingunum í úrslitum keppninnar. Aldrei hefur það gerst í úrslita- keppni Ameríkubikarsins að skútustjóri hafi farið með sigur af hólmi eftir að hafa tapað fyrstu þremur kappsiglingunum. Murray er því talin eiga fremur litla mögu- leika. Þá hefur Conner sýnt afburða sjómennsku í úrslita- keppninni, að sögn kunnugra. Hann sigldi t.d. mikla króka- siglingu í kapp við Murray á fyrsta áfanga siglinganna í gær og fyrradag og hafði betur. Munaði hins vegar aðeins einni til tveimur bátslengdum við fýrstu bauju og var talið að Kookaburra III væri hraðskreiðari á lensinu en Conner kom á óvart og jók alltaf bilið á milli skútanna undan vindi. Fjórða kappsiglingin verður á Skútan Stars & Stripes beygir á kulborða og fellir um leið belgseglið, sem notað er á siglingu undan vindi. Myndin var tekin í þriðju úrslitasiglingunni um Ameríkubikarinn í gær. Kookaburra III er nokkrum bátslengdum á eftir og vindurinn þenur stórseglið og belgseglið á lensinu. morgun og verði Stars & Stripes endurheimtir bikarinn eftirsótta. fýrir að hafa tapað honum 1983. þá enn á undan í markið er ein- Hann vann keppnina 1977 og Sjá ennfremur „Conner feti víginu þar með lokið og Conner 1980 en er hins vegar frægastur frá sigri“ á bls. B5. Casey seg- ir af sér Reuter Corazon Aquino sigri hrósandi á fundi með stuðningsmönnum sínum í tilefni þjóðaratkvæðisins um nýja sljórnarskrá á Filipseyjum. Flugfélagið People Ex- press lagði upp laupana Newark, New Jersey, AP. BANDARÍSKA flugfélagið People Express lagði upp laup- ana á sunnudag og verður sameinað flugfélaginu Contin- ental Air. Sérfræðingar segja að helzta orsök falls People Express hafí verið vanmat á því hversu flókið fyrirbæri flugfélag gæti orðið. Flugfélagið hafí vaxið of hratt og riðað til falls þegar öflugri og betur stæð flugfélög hafí lækkað fargjöld til að mæta samkeppninni frá því. People Express hóf göngu sína árið 1981 og markaði þáttaskil í flugsamgöngum og veitti milljón- um manna tækifæri til ódýrra ferðalaga. Bauð það upp á allt að 60% lægri fargjöld en önnur félög og þegar árið 1982 flutti félagið 2,8 milljónir farþega, eink- um ungt fólk. Féiagið óx mjög hratt og var flugvélaflotinn tvö- faldaður í marz 1983 í 40 flugvél- ar. Árið 1985 var nýjum áfangastað að jafnaði bætt við leiðakerfi félagsins á 18 daga fresti. Flaug það til nálæga 50 áfangastaða innanlands og til Brussel og London í Evrópu og Montreal í Kanada. Var um tíma talið, að það yrði hættulegur keppinautur Flugleiða á Atlants- hafsleiðinni. Árið 1984 nam velta People Express 600 milljónum dollara, eða tvöfalt hærri upphæð en 1983, og árið 1985 námu þær rúmlega milljarði dollara. Farþegum fjölg- aði gífurlega ár frá ári og urðu þeir samtals 12 milljónir 1985. Fyrir ári tóku vandamál að hrannast upp og tapaði félagið 132 milljónum dollara fyrri hluta 1986. Var samþykkt að selja það Texas Air seint á síðasta ári. Tex- as Air ákvað að láta það renna saman við Continental og kom sameiningin til framkvæmda á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.