Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Fulltrúaráð sjálf- stæðisf élaganna í Reykjavík: Gengið frá listanum á fundi í kvöld FUNDUR Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík verður haldinn í kvöld, þar sem gengið verður frá framboðslista flokks- ins vegna komandi alþingiskosn- inga. Kjörnefnd gerir tillögu þess efnis að þau sem hlutu bind- andi kosningu í prófkjöri flokks- ins nú í haust, skipi sömu sæti og þau hlutu, en þar er um 10 efstu sætin að ræða. Sigurbjörn Magnússon, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, mun skipa 11. sæti listans, í stað Vilhjálms Egilssonar, sem hlaut það sæti í prófkjörinu. Kjörnefnd mun gera tillögu um mörg ný nöfn í 11. til 36. sæti list- ans og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður enginn á listanum, sem hafnaði neðar en í 10. sæti í prófkjöri flokksins. Auðun Svavar Sigurðsson læknir hefur sagt að hann og fleiri muni leggja til að Ragnhildur Helgadótt- ur verði ekki á framboðslista flokksins, veiti hún ekki „skýr svör um afstöðu sína til Borgarspítal- ans“. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra var í gær spurð álits á þessum orðum Auðuns Svav- ars: „Málflutningur þessara manna í þessu máli hefur nú verið slíkur, að hann getur ekki talist málefna- legur. Ég get varla ímyndað mér að tillaga þessa efnis komi upp á fundinum. Ég get tæpast tekið al- varlega hótanir í minn garð, vegna afstöðu minnar í máli, sem er ekki einu sinni komið til kasta þings- ins,“ sagði Ragnhildur og bætti við að hún svaraði slíkum hótunum ekki að öðru leyti. Hún kvaðst hafa fengið upphringingu frá einum yfir- lækni Borgarspítalans, sem hefði greint henni frá því að enginn yfir- lækna spítalans stæði að þessu, og að vinnubrögð sem þessi væru þeim algjörlega á móti skapi. Fróði AR 33 Ljósm.Snorri Snorrason Ég komst þá upp í lensportið og reyndi að halda Ingólfi uppi og okkur tókst að halda honum við bátinn á meðan Einar losaði sig. Við náðum handlegg Ingólfs inn- fyrir og bandið sem ég var með í höndunum vafðist utan um hand- legginn á honum og þá hífðu þeir okkur báða upp og Ingólfur komst hálfur innfyrir en það var ekki nóg svo að aftur var híft og þá tókst þetta. Það var jú dálítið vont að hífast upp með Ingólfi en við vorum flæktir saman og þetta var eina ráðið. Það má segja að það hafi verið kraftaverk að hann fór ekki niður með netinu því það straukst ar. „í fátinu tókum við ekki eithvað rétt til netsins en Ingólfur náði að hanga í netinu en ekki að festa sig í því. Þá fórum við tveir útí og reyndum að festa hann í netinu sem tókst ekki og ekki heldur að láta hann hanga í bjarghringnum. Eftir þetta vorum við báðir orðnir nokk- uð slappir og þá tóku þeir Helga inn og ég gerði sem ég gat að flækja Ingólf í netinu en hann rann úr því en ég sjálfur festist í því á löppunum og var hífður inn á gilsin- um eins og kjötskrokkur. Á meðan náðu hinir honum innfyrir. Það var þama um líf og dauða að tefla og alir á bátnum löðu sig Það var um líf eða dauða að tef la Selfossi. SKIPVERJAR á Fróða ÁR 33 frá Stokkseyri unnu það afrek í gær að ná einum skipsfélaga sínum, Ingólfi G. Vigfússyni, um borð eftir að hann féll útbyrðis um 13 mílur norðvestur af Surtsey í suðvestan sjó og miklum velt- ingi. Mikll veltingur og kuldi gerðu að verkum að erfiðlega gekk að ná Ingólfi um borð. Tveir skip- veijar, Helgi Valur Einarsson 17 ára háseti og Einar Guðbjartsson, stukku í sjóinn Ingólfí til aðstoðar við að komast um borð aftur. Helgi Valur sagðist hafa verið sofandi og vaknað við það þegar kallað var að Ingólfur væri farinn fyrir borð. „Ég sá að Ingólfur var ber að ofan í sjónum og klæddi mig strax úr og var tilbúinn að fara í sjóinn á eftir honum. Einar stýrimaður undirbjó sig líka. Ég batt um mig línu og hékk fyrst utan á borðstokknum en Einar fór strax ofaní og ég síðan á eftir. Við reyndum að veija Markúsametið utan um hendumar á honum en hann var þá orðinn það máttfarinn af kulda og gat lítið hjálpað til. Við reyndum að hífa hann á gilsin- um en það tókst ekki, hann rann úr netinu en Einar fór upp með því. Við reyndum líka að setja hann í bjarghringinn en hann lak úr honum líka. allan tímann við hann. Það var all svakalega kalt í sjón- um og maður varð fljótt dofinn en maður hugsaði ekkert útí það. Það eina sem vit var í þama var að henda sér útí,“ sagði Helgi Valur Einarsson háseti sem var í sínum sjöunda túr á þessari vertíð. Éinar Guðbjartsson stýrimaður var ásamt Ingólfí og vélstjóranum við að leggja netin þegar óhappið varð. Þeir urðu strax varir við að hann fór útí og kölluðu í skipstjórann sem stöðvaði bátinn strax. „Hann hékk á lunningunni og við náðum ekki að koma honum innfyrir. Þá hentum við til hans spotta og síðan netinu", sagði Ein- fram og unnu mikið þrekvirki. Maður hugsaði um það eitt að ná manninum um borð hvað sem það kostaði. Það réði úrslitum í restina að strákamir komu böndum á Ing- ólf og það náðist að hífa hann innfyrir," sagði Einar Guðbjöms- son stýrimaður. Hann gat þess einnig að atburður sem þessi hnippti í menn að vera betur á verði varðandi öryggisatriði og þjálfun í réttum viðbrögðum þegar eitthvað gerðist. Það væri aldrei of vel gert í slíku efni og eftirá sæju menn hvað hefði getað farið betur en mest um vert hefði verið að giftusamlega tókst til. Sig. Jóns. Steingrímur Hermannsson um Utvegsbankann: Hlutafélag með þátttöku Lands- og Búnaðarbanka Kemur ekki til greina, að sögn Þorsteins Pálssonar STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra telur að til greina komi að stofnað verði hlutafélag um Útvegsbankann með einhverri aðild Landsbanka og Búnaðarbanka, í stað þess að Útvegsbanki og Búnaðarbanki verði sameinaðir. Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra segir að þessi hugmynd framsóknar- manna komi ekki til greina. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fram- sóknarmenn hefðu enn þær hugmyndir, að heppilegast væri að sameina Búnaðarbanka og Útvegs- Ríkissaksóknari: Ekki krafist afkynjunar RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að hafa ekki uppi kröfu um afkynjun manns, sem ákærður var á föstudag fyrir kynferðisafbrot. Að áliti ríkis- saksóknara eru hvorki efnisrök „Víkjum ekki af réttri leið“: Þorsteinn Páls- son með almenna slj órnmálafundi Fyrsti fundurinn í Vestmannaeyjum á fimmtudag Sjálfstæðisflokkurinn heldur á næstunni fimm almenna stjórn- málafundi með yfirskriftinni: „Víkjum ekki af réttri leið“. Þor- steinn Pálsson, formaður flokks- ins, flytur ræðu á fundunum sem nefnist: „í upphafi kosningabar- áttunnar“. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að tilgangur fundanna væri að koma á framfæri sjónarmið- um flokksins og kynna hvað helst hefði verið á döfinni í stjórnarsam- starfinu. Þá yrði sagt frá því sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja áherslu á í kosningabarátt- unni og næstu stjóm. Fyrsti fundurinn verður í Akóg- es-húsinu í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 21. Miðvikudaginn 11. febrúarkl. 20.30 verður fundur í félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík, á Hótel Ísafírði laugardaginn 14. febrúar klukkan 13.30, í Valaskjálf, Egils- stöðum, föstudaginn 20. febrúar klukkan 20.30 og á Akureyri laug- ardaginn 21. febrúar klukkan 16. Eftir ræðu Þorsteins verða al- mennar umræður. Fundimir eru öllum opnir. né lagarök til að krefjast af- kynjunar mannsins. í september sl. ritaði Svala Thorlacius hrl. grein í Morgun- blaðið, þar sem hún rakti afbrota- feril mannsins, en Svala er lögmaður drengs sem varð fyrir kynferðislegri áreitni hans. í grein sinni sagði Svala að hún mundi óska eftir því að ríkissaksóknari hefði uppi þá kröfu að manninum yrði gert að gangast undir afkynj- unaraðgerð. Heimild til slíkrar aðgerðar er að finna í lögum 16/1938, en þar segir: „Afkynjun skal því aðeins leyfa, að gild rök liggi til þess, að óeðlilegar kyn- hvatir viðkomanda séu líklegar til að leiða til kynferðisglæpa eða annarra hættulegra óbótaverka, enda verði ekki úr bætt á annan hátt.“ Svala Thorlacius sagði í gær að hún hefði skrifað þessa blaða- grein í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál og það hefði tekist. „Ég er mjög ánægð með undirtektir almenn- ings, en það kemur mér á óvart að ríkissaksóknari skuli ekki nýta sér þá refsiheimild sem fyrir hendi er,“ sagði Svala. „Mér var ljóst að þetta mál væri mjög umdeilt meðal lögfræðinga, en þykir mjög miður að ekki skuli vera látið reyna á þetta fyrir dómstólum." banka í einum ríkisbanka. Þeir hefðu hins vegar fjölmargar at- hugasemdir fram að færa við þá hugmynd að stofna hlutafélag um þann banka. „Það er ýmislegt sem við teljum að þyrfti að athuga nán- ar, ef fara ætti þá leið,“ sagði Steingrímur, „en við lögðum til á fundinum með ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins í morgun, að farin yrði eins konar millileið í þessu máli. Við teljum að stofna mætti hlutafélag um Útvegsbankann, með einhverri aðild Búnaðarbankans og Landsbankans. Með því yrði reynt að samræma bankakerfið, og hægt yrði að heimila að allur hlutur ríkis- ins í þeim banka yrði selt.“ Steingrímur sagði í þessu sam- bandi að jafnvel væri hægt að heimila að erlendur aðili ætti ein- hvern hlut að bankanum. „Mér finnst þetta vera nokkuð góð hug- mynd,“ sagði Steingrímur, „en hún virðist ekki fá hljómgrunn í röðum sjálfstæðismanna." Þorsteinn Pálsson Ijármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þessi hugmynd framsóknarmanna kæmi ekki til greina í hans augum. „Við bíðum enn eftir því að fá að vita hver af- staða framsóknarmanna er ' til þeirrar iillögu viðskiptaráðherra, sem við í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins samþykktum að fara fyrir hálfum mánuði," sagði Þorsteinn. Óformleg skoðanakönnun fór fram á þingflokksfundi Framsókn- arflokksins í gær um afstöðu þingmanna til sameiningarmála bankanna, að sögn Steingríms Her- mannssonar, en hann vildi ekki upplýsa hver niðurstaðan hefði orð- ið. Hann sagði einungis að ekki yrði hægt að taka endanlega ák- vörðun í þessu máli á ríkisstjómar- fundi í dag, því ráðherrar Framsóknarflokksins myndu þurfa að leggja málið fyrir þingflokkinn á nýjan leik. Leiðrétting frá Eyjólfi Konráð Jónssyni: „Atlantshafsbandalag- ið mikilvægasta banda- lag íslandssögnnnar“ fjarri sanni“, sagði Eyjólfur Konráð í samtali við Morgunblaðið. „Atl- antshafsbandalagið er það banda- lag sem íslendingum er og hefur verið mikilvægast allra þeirra al- þjóðasamtaka sem við höfum verið þátttakendur í. Og ekki aðeins höf- um við verið þáttakendur í þessu bandalagi heldur höfum við einnig átt drjúgan þátt í að það varð það sem það er, skjöldur lýðfrelsis í heiminum. Atlantshafsbandalagið er því íslenskt að hluta til jafnframt því að vera alþjóðleg samtök," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. EYJÓLFUR Konráð Jónsson, al- þingismaður og formaður ut- anrikismálanefndar Alþingis, hefur óskað eftir að taka fram, vegna fréttar á baksíðu Morgun- blaðsins siðastliðinn föstudag, að hann hafi aldrei talað um Atl- antshafsbandalagið sem „erlent hemaðarbandalag", eins og gef- ið er í skyn í fréttinni. „í umræddri frétt Morgunblaðs- ins telur blaðið sig hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að ég hafi nefnt Atlantshafsbandalagið „er- lént hernaðarbandalag", sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.