Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 FÆRIBANDA- MOTORAR • Lokaöir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! *|Jjp ■ H iiL'v 1 L É ’ i 'y. í L | 1 f Guðmundur Pálsson og Margrét Ólafsdóttir, Tommi og Lína. Helgi Björnsson í hlutverki Badda. Þegar dansinn hefst... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Leikskemmunni „Þar sem djöflaeyjan rís“, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar. Leikmynd, búningar og ljós: Gretar Reynisson, með leik- hópnum og Agli Arnasyni. Leikstjórn: Kjartan Ragnars- son. Það ber vott um kraft og hug- myndaauðgi hjá Leikfélagi Reykjavíkur að stikla inná nýjar brautir, rétt eftir að það hefur líka lagt af stað á nýjan áratug. Og færir upp sýningu í fyrrum skemmu og vinnuskúr við Meist- aravelli, þar er hátt til lofts og vítt til veggja, innréttingar hráar og hráslagalegar, enda á svo að vera. Einar Kárason hefur skrifað tvær bækur um ákveðinn tíma í sögu Reykjavíkur. Sögusviðið er höfuðborgin, nokkru eftir stríð, þegar braggabúskapur er enn við lýði. Og það er dregin upp mynd af því mannlífi sem var í bragga- hverfunum annars vegar og svo nágrennið við „venjuleg" hús með venjulegu fólki. Einar Kárasonar segir í viðtali í leikskrá að þetta fyrirbæri, braggahverfin, sé draumavett- vangur til að skrifa um skáldsögu. Hann bendir á að lítið hafi verið um þetta skrifað, menn hafi alltaf verið að skrifa um sveitina sína og þorpið sitt. „En þarna í bragga- hverfunum var alveg nýtt efni, hverfín voru eins og risastórt fílm- stúdíó sem beið eftir því að einhver gengi inn og byijaði að fílma“ ... Þessu stúdíóandrúms- lofti hefur Kjartan Ragnarsson náð fram í leikgerð sinni.Og ekki síður með þeirrí leikstjómarleið sem hann fer. Það er meðal ann- ars þess vegna sem ég leyfí mér að segja að kvöldstundin hafí ver- ið eins konar ævintýri, upplifun á tilfinningaplaninu. Nágrannar braggahverfanna litu íbúana yfírleitt homauga; þetta var að þeirra dómi upp til hópa óreiðufólk, sem ekki var vert að blanda geði við. Fordómar og almenn dómharka. Það voru viðhorfín, hvort sem okkur fínnst nú hugnanlegt að viðurkenna það. í Djöflaeynni birtist þetta og einnig það, að ekki er nóg að búa í venjulegu húsi til að verða að manni. Lífslán okkar byggist ekki á húsunum, sem við erum alin upp í í bemsku. Við verðum að fara gætilega í að skella skuldinni á fortíðina. Við verðum sem sé að horfast í augu við það og takast á við þær staðreyndir. Dæmin í Djöflaeynni blasa við okkur, þar sem þeir félagar Gijóni, Baddi og Danni eru. Og þótt Gijóni verði krimmi er ekki þar með sagt að það verði rakið til þess, að hann bjó í bragga í bemsku, föðurlaus, með drykk- felldri móður. Baddi er ónytjungur og vandræðapiltur, ábyrgðarlaus í alla staði. En verður það endi- lega rakið til þess að móðir hans átti hann með útlendingi og fór frá bömum sínum. Varla. Astæð- an er naumast sú heldur, að Lína lætur allt eftir honum og mælir upp í honum dugleysið lengi vel. Hún veitir honum altjent það sem okkur skilst að skipti máli fyrir manneskjulegan þroska, ást og hlýju. Og Baddi, bróðir, sem elst upp við sömu aðstæður og Baddi, hann plumar sig ögn betur. Hver kann að vera skýringin á því, hve lífshlaup þessara þriggja pilta verður ólíkt? Það er auðvitað freistandi að koma með freudiskar, umhverfis- legar og uppeldislegar úttektir á þvi. En svo má líka leyfa hveijum og einum að draga sínar eigin ályktanir. Nú er rétt og skylt að taka fram, að ég hef ekki lesið nefndar tvær bækur Einars Kárasonar og ákvað að bíða með það þar til eftir að ég hefði séð sýninguna. Enda kannski út í hött að ætla í samanburðartilraunir; leikverk verður að standa fyrir sínu og lýtur enda allt öðmm lögmálum en skáldsagan. Frá því er svo skemmst að segja, að hér er leiksýning en ekki flutningur á skáldsögu. Og lánazt. Á hinn bóginn eru full miklar sveiflur í leikgerðinni, sýn- ingin er of löng og hraðinn í sýningunni ójafn stundum. Eg nefni til dæmis upphafsatriðið eft- ir hlé, það var of langt og ekki nógu spennandi. Að mínu viti fannst mér fyrri hlutinn takast betur í heildina. Leikstjóm Kjartans er full af skemmtilegum hugmyndum og hann sér lausnir í hveijum kima í bókstaflegri merkingu. Og von- andi næst upp jafnara tempó. En langtum fleira í sviðssetningunni er snjallt en hitt. Gretar Reynisson hefur unnið athyglisvert verk og mjög vandað, hvort sem er með búningum, ljósum — m.a. vel gert atriði í upphafí, þegar ljósum er beitt á veifandi hendur — eða í leikmyndinni. Leikarar sýna mikla alúð og virðingu hlutverkum sínum. Enda hlýtur það að vera hreinasta gómsæti að fá að taka þátt í svona uppákomu. Margrét Ólafsdóttir leikur Línu af mikilli snilld og hvert smáatriði í persón- unni unnið af sérstöku listfengi. Ótvíræður leiksigur. Fleiri áttu athyglisverðan leik, Guðmundur Pálsson gerði Tomma eftirminni- legan kall, vitran og velviljaðan. Edda Heiðrún Backman átti frá- bæra kafla, hún er eins og fískur í vatni á sviðinu. En leikstjóri hefði að skaðlausu mátt marka henni hófsamari leik. Guðmundur Ólafsson bjó til kostulegan Gretti, og sviðsframkoman almennt mjög áreynslulaus. Kristján Franklín Magnús var töffarinn Baddi og gerði margt ágætlega. En ætti maður ekki að hafa meiri áhuga á Badda, finna meira tiþmeð hon- um, þrátt fyrir allt? Á þá hlið mætti leggja meiri áherzlu. Þór Tulinius var góður Gijóni, fyrst og fremst í fyrri hluta. Gróf fram- sögn krimmans í seinni hlutanum var ekki alls kostar nógu vel unn- in. Á hinn bóginn tókst Þór að vekja vinsemd og vorkunn með ólánsmanninum Gijóna. Vandað- ur leikur og staðfestir mig í þeirri trú, að Þór er óvenjulega þæfíleik- aríkur leikari. Margrét Ákadóttir var í óborganlegu gervi Fíu og ieikur hennar oftast á réttum nót- um. Mjög vaxandi leikkona. Hanna María Karlsdóttir átti margar ágætar senur, en leikur- inn var stundum ójafn og leyfi ég mér að skrifa það hjá leik- stjóra. Harald G. Haralds stóð sig vel sem Tóti. Beztan leik af unga fólkinu fannst mér hikstalaust Helgi Björnsson sýna í hlutverki Badda. Glæsilega illúderað og fas og hreyfíngar ákaflega vel gert. Helgi var raunar snöfurlegur Dóri líka, en það er þó fyrst og fremst hlutverk Badda, sem hlýtur að verða minnisstætt. Vonandi að áhorfendur sinni þessari sýningu. Hún er ekki full- komin. En hún er nýstárleg og hressandi upplifun. Dálítið ævin- týri. Tollskýrslur unnar samdœgurs. Þrautreynt starfsfólk. skipaafgreiösla jes zimsen hf Hafnarhúsinu v/hliðina á tollstöðinni. S: 13025-14025. FRAKTÞJÓNUSTA - TOLLSKJÖL - HRAÐSENDINGAR Gellað“ í Yogimum 99 NÝTING sjávarfangs er með ýmsum hætti hér á landi eins og víðast gerist með öðr- um þjóðum. Á fiskinum eru ýmsir gómsætir bit- ar, sem yngri kynslóðin þekkir lítið til og lítið er flutt af utan. Sem dæmi um það má nefna gellur og kinnar, sem lengi hafa þótt herra- mannsmatur hér á landi. Sá siður að nýta þessa hluta físksins hefur sem betur fer ekki lagzt niður hér á landi og á meðfylgj- andi mynd „gellar" Egill Klemensson í Vogunum af kappi. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.