Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 37 Vinnuveitendur: Lögmæti samúðarverk- falls Dagsbrúnar kannað Vinnuveitendasamband íslands íhugar að leita úrskurðar félags- dóms um það hvort samúðarvinnustöðvun sú við afgreiðslu leigu- skipa, sem trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar boðaði til í gær til styrktar Sjómannafélagi Reykjavíkur, sé samúðarverkfall í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur eða hvort þarna sé um að ræða af- greiðslubann í þeim skilningi að verið sé að velja úr einhver ákveðin verkefni en hafna öðrum. Dagsbrún boðaði til samúðar- vinnustöðvunarinnar í gær sem kæmi til framkvæmda frá og með 10. febrúar. Vinnustöðvunin á að taka til afgreiðslu á þeim skipum, með erlendum áhöfnum sem í förum eru milli íslands og erlendra hafna og þeim skipum sem skipafélagin kynnu að taka á leigu til að annast þá flutninga sem falla niður vegna verkfalls Sjómannafélags Reykjavíkur. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði við Morgunblaðið að fyrir hálfu öðru ári hefði Dagsbrún boðað af- greiðslubann á vörur frá Suður Afríku og þá hefði félagsdómur dæmt það ólögmætt á þeirri for- sendu að stéttarfélag gæti ekki boðað verkbann á tiltekinn hluta úr störfum og að það bryti í bága við gildandi samninga VSI og Dags- brúnar. Þórarinn sagði að svo virtist við fyrstu sýn að boðað samúðar- verkfall Dagsbrúnar nú sé keimlík aðgerð og afgreiðslubannið á suð- ur-afrísku vörurnar. Þetta yrði kannað í dag og þá yrði tekin af- staða til málsins af hálfu VSÍ. Hinsvegar virtist samúðarverkfall Dagsbrúnar ekki myndu hafa nein áhrif gagnvart félagsaðilum VSI því engar siglingar leiguskipa eru fyrirhugaðar til Islands í næstu viku, og eftir það yrði vonandi búið Verkfall undirmanna á kaupskipum: Sj ómannafélagið lagði fram nýjar tillögur SAMNINGANEFND Sjómannafélags Reykjavíkur lagði fram nýjar tillögur á fundi sem Guðlaugur Þorvaldsson boðaði hana á í gær. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélagsins sagði í gær að þarna væri samninganefndin að koma til móts við vinnuveitend- ur. Ríkissáttasemjari sendi tillögurnar til vinnuveitenda og hefur boðað samninganefnd þeirra til fundar í dag. Guðmundur Hallvarðsson sagði mannafélagið væri að taka upp að í tillögum þeirra væri gert ráð fyrir 73% álagi á yfirvinnu í stað 80%. Þeir lýstu sig jafnframt reiðu- búna til að ræða tilslökun frá kröfunni um 35 þúsund króna lág- markslaun. Þá fælust í þessu nokkrar tillögur sem gengju í áttina að óskum útgerðanna um breyting- ar á kjarasamningnum varðandi vinnurammann. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði ánægjulegt að Sjó- hluta af því sem vinnuveitendur teldu sig hafa samið um þann 19. janúar. Það væri jákvætt ef menn væru að opnað málið aftur og vildu ræða það af alvöru. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands sagði að þarna væri um að ræða 5 minniháttar atriði úr heildarsam- komulaginu frá 19. janúar, sem ekki hefðu neina peningalega þýð- ingu og breyttu því ákaflega litlu. Morgunblaðið/Kr.Ben. í Hópsnesi h.f. er gólfrými nánast uppurið en saltfiskurinn þarf að komast i stæður á gólfið til að fá eðlilega verkun. í Þorbirni h.f. er byijað að keyra síld út. Grindavík: Erfiðleikar vegna farmannadeilunnar Grindavík. MIKLIR erfiðleikar eru að skap- ast hjá þeim saltfiksverkunar- húsum í Grindavík, sem einnig voru í síldarsöltun í haust. Vegna farmannadeilunnar hefur út- skipun á síld tafist um mánuð þannig að tunnustæður taka allt gólfrými sem nú ætti að vera laust ef allt væri með felldu. Góð veiði hefur verið hjá netabát- unum og líður senn að því að saltfiskstæðurnar kalli á gólfrýmið og eru þegar farin að skapast vand- að leysa verkfallið. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips skýrði frá því fyrir helgina að Eimskip væri að kanna mögu- leika á að taka ný skip á leigu eða að taka upp samninga við erlend skipafélög um siglingar til landsins. Hörður sagði Morgunblaðinu í gær að fyrirtækið hefði frétt af því í síðustu viku að danska skipafélagið Merkandia í Danmörku hefði áhuga á að sigia hingað til lands í verk- fallinu og Eimskip hefði ákveðið að efna til samstarfs við það félag og bókað flutning í eitt skip sem von er á hingað í vikunni. Eimskip myndi síðan annast um afgreiðslu á því skipi og afgreiðslu vara úr skipinu. Skipadeild Sambandsins hefur nú þrjú erlend leiguskip á sínum snærum en Eimskip tvö auk danska skipsins. Búist er við að öll leigu- skip Eimskips verði losuð hérlendis í þessari viku. Einnig eru tvö skip félagsins að lesta í erlendum höfn- um fyrir siglingu til Islands en öll skip Skipadeildarinnar hafa stöðv- ast hér á landi í verkfallinu. Skipadeildin hefur tvö leiguskip í stykkjavöruflutningum frá Vest- ur-Evrópu og eitt leiguskip er nú að lesta byggingarvörur í Finn- landi. Ómar Jóhannsson forstöðu- maður Skipadeildarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hingað til hefði verið hægt að halda uppi nokkuð eðlilegum stykkjavöruflutn- ingum til landsins. Morgunblaðid/Þorkell Unnið við uppskipun úr erlendu leiguskipi í Sundahöfn í gær. Dagsbrún samþykk- ir samúðarverkfall Trúnaðarmannaráð Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar samþykkti í gær að lýsa yfir sam- úðarvinnustöðvun til styrktar Sjómannafélagi Reykjavíkur í verkfalli farmanna. Samúðar- verkfallið tekur til afgreiðslu á öllum kaupskipum með erlendum áhöfnum sem hingað koma. Tek- ur hún gildi frá og með 10. febrúar næstkomandi. „Þetta breytir stöðunni vissu- lega. Nú ættu menn að geta einbeitt sér að því að leysa kjaradeiluna við okkar,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann var spurð- ur um áhrif samúðarverkfallsins. Hann sagði að nú myndu áform Eimskips um að hefja siglingar til og frá landinu í samvinnu við danskt skipafélag ekki ná fram að ganga. „Ég óttaðist að þessi deila myndi dragast enn meira á langinn ef skipafélögin farið að taka upp fastar siglingar hingað með erlend- um leiguskipum," sagði Guðmund- „Leiguskipin hafa forðað stórslysum“ - segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda ræði hjá nokkrum húsum vegna þessa. Bregða menn á það ráð að keyra síldinni út, en slíkt er óheim- ilt samkvæmt reglugerðum um verkun á síld þótt misbrestur sé á að farið sé eftir þeim. Einnig hafa eftirlitsmenn Síldarútvegsnefndar óskað eftir því við verkstjóra að síldin sé ekki keyrð út. Þá er um- talsverð aukavinna að hirða síld og pækla sem átti að vera farin í jan- úarmánuði. Kr.Ben. FRAMANNAVERKFALLIÐ er farið að þrengja verulega að hag útflytjenda iðnaðarvara. Full- yrða má að áhrif verkfallsins hefðu verið óbætanleg, ef ekki hefði verið haldið uppi þeim tak- mörkuðu siglingum sem leigu- skipin hafa séð um. Munu viðskiptaaðilar íslenskra útflutn- ingsfyrirtækja vera farnir að ókyrrast mjög. Að sögn Víglundar Þorsteinsson- ar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, hefur verkfallið truflað svo til allar útflutningsgreinamar. Þó hafa stærstu útflutningsgrein- arnar bjargast, og hefur bæði Álverinu í Straumsvík og Jám- blendiverksmiðjunni á Gmndar- tanga tekist að koma frá sér afurðum síðustu vikurnar með leiguskipunum. Fyrirtæki í ullariðnaði hafa tekið til þess ráðs að senda vörar sínar á erlenda markaði með flugfrakt, sem þýtt hefur talsverðan kostnað- arauka. Sagði Víglundur að menn hefðu áhyggjur af fyrirtækjum sem framleiddu vélar og tæki fyrir sjáv- arútveg, enda ekki hægt að flytja þungavörar aðra leið en á sjó. Þá hefði afgreiðsla á vikri tafist mjög og biðu nú tveir farmar af lausum vikri útskipunar, og einnig eitthvað af pökkuðum vikri. Era viðskiptaað- ilar farnir að ókyrrast vegna þessara tafa. „Það er alveg Ijóst að okkar viðskiptaaðilar munu ekki bíða rólegir mikið lengur. Við erum á mörkuðum þar sem ríkir hörð samkeppni og ef við ekki getum afgreitt okkar vöra, þá verða aðrir til. Útlendingum fínnst óeðlilegt að land geti lokast á þennan hátt, þeir verða hræddir við þá staðreynd að slíkt ástand geti myndast og hafa það í huga þegar þeir íhuga fram- tíðarviðskipti við okkur." Ekki er farið að bera á hráefnis- skorti fyrir framleiðslu sem ætlað er að fara á heimamarkað. Fyrir- tæki á þeim markaði munu hafa verið viðbúin verkfallinu og verið búin að birgja sig upp af aðföngum og hráefni. Aðspurður um afleiðingar sam- úðarverkfalls sem Dagsbrún hefur boðað og ná mun til afgreiðslu á leiguskipunum, sagði Víglundur að þeirra yrði skammt að bíða og eftir- köstin gætu haft ófyrirsjáanleg áhrif á viðskiptatengsl okkar. „Ég held að rétt væri að íhuga hvort hægt sé að boða til verkfalls sem nær til svo afmarkaðs þáttar' sem skipaafgreiðslan er. Ég veit ekki hversu lögmætar þær aðgerðir era“ sagði Víglundur Þorsteinsson. Vestfirðir: Salt víða á þrotum SALT er nú á þrotum hjá saltfiskverkendum víða á Vestfjörðum, en farið hefur verið fram á við Undanþágunefnd Sjómannafélags Reykjavíkur að veitt verði undanþága til saltflutninga til vestfjarða- hafna. Að sögn Birgis Björgvinssonar, formanns nefndarinnar, verður ekki tekin afstaða til undanþágubeiðnarinnar fyrr en eftir hádegi í dag, en hann vildi engu spá um hver niðurstaðan yrði. Vel hefur aflast nú síðustu daga lægi að afgreiða margar beiðnir til_ a vestfjarðamiðum og berst því mikill afli á land. Á Bolungarvík mun salt vera nánast þrotið hjá fjór- um saltfiskverkunum og mun vera mikill urgur í mönnum þar sem þeir telja að sér sé mismunað, en sem kunnugt er var Keflavík veitt undanþága á dögunum fyrir salt- flutninga til austfjarðahafna. Víðast hvar annars staðar á Vest- íjörðum mun vera orðið saltlítið. Að sögn Einars Odds Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Hjálms á Flateyri, mun salt þar endast eitt- hvað fram eftir vikunni. Þegar það þryti sagði hann að tekið yrði til við frystingu, en hann sagðist ekki trúa því að undanþága fengist ekki til saltflutninga þar sem fordæmi slíra flutninga væri til staðar. Birgir Björgvinsson formaður undanþágunefndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir undanþága. Fyrir utan undanþágu- beiðnina á salti, hefði verið beðið um undanþágu til olíuflutninga, flutninga á síld og ferskfiski til Bretlands. Birgir sagðist persónulega vera afar neikvæður gagnvart undan- þágubeiðnunum og vildi engu spá um hveija afgreiðslu þær fengju í dag. „Það er alveg ljóst,“ sagði Birgir „að það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Þó veitt hafi verið undanþága til saltflutninga til Austljarða er óvíst hvort það verði gert nú. Ég fæ ekki betur séð en að hægt sé að keyra með salt til Vestfjarða, auk þess sem það væri viðeigandi að frysta fiskinn ef það vantar freðfisk á alla okkar mark- aði. Það þarf tvo til að deila og ég held að fískverkendur ættu að hringja niður í Garðastræti og reyna að hafa áhrif á gang mála þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.