Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 i Short og Korchnoi efstir í Wiik aan Zee Skák Margeir Pétursson GAMLA kempan Viktor Korc- hnoi náði Nigel Short á enda- spretti alþjóðlega skákmótsins í Wijk aan Zee í Hollandi, sem lauk á sunnudaginn. Þeir hlutu báðir níu og hálfan vinning af þrettán mögulegum og voru í sérflokki, því Svíinn Ulf Andersson, sem varð þriðji, hlaut átta vinninga. Eftir ágaeta byrjun á mótinu náði Helgi Ólafsson ekki að vinna skák í seinna helmingi mótsins og hann endaði því í tíunda sæti. Það hittist svo á að Korchnoi var aldursforseti mótsins, en hann er 55 ára gamall, en Short sem er aðeins 21 árs er yngsti keppandinn. Þetta er annað árið í röð sem Short sigrar í Wijk aan Zee með háu vinn- ingshlutfalli og af árangri hans upp á síðkastið að dæma er stutt í að hann verði öflugasti skákmaður utan Sovétríkjanna, ef hann er þá ekki orðinn það nú þegar. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með sjón- varpseinvígi hans og Kasparovs, heimsmeistara, í byijun febrúar. Korchnoi náði sér nú vel á strik eftir að hafa verið afskaplega brokkgengur í fyrra. Þrátt fyrir að hann sé kominn af léttasta skeiði virðist úthaldið alls ekkert vera far- ið að há honum. Frábær endasprett- ur færði honum efsta sætið og í næstsíðustu umferð tók það hann 94 leiki að yfírbuga Kúbumanninn Nogueiras. Báðir sigurvegararnir verða með á stórmóti IBM í Reykjavík seinni hluta þessa mán- aðar. Það mót verður enn öflugra en mótið í Wijk aan Zee. Úrslit mótsins: I, —2. Korchnoi (Sviss) og Short (Englandi) 9'/2 v. af 13 mögulegum. 3. Andersson (Svíþjóð) 8 v. 4. Nogueiras (Kúbu) lxh v. 5. -6. Miles (Englandi) og Zapata (Kólumbíu) 7 v. 7.-9. Ljubojevic (Júgóslavíu), So- sonko (Hollandi) og Van der Sterren (Hollandi) 6V2 v. 10. Helgi Ólafsson 6 v. II. Van der Wiel (Hollandi) 5V2 v. 12.—13. Hulak (Júgóslavíu) og Fle- ar (Englandi) 4'A v. 14. Gutman (ísrael)2’/2 v. Framan af mótinu var Helgi Ól- afsson í hópi efstu manna, þar til tap fyrir Short setti strik í reikning- inn. Þrátt fyrir það hefði Helgi möguleika á að verða ofarlega, ef hann hefði ekki leikið hrottalega af sér í endatafli gegn Zapata: Svart:Helgi Ólafsson Hvítt:Zapata (Kólumbíu) 54. — Kf6?? Eftir 54. — Kf7! hefði svartur átt alla möguleika á að vinna skák- ina, því 55. Hfl+ er svarað með 55. - Hf6. 55. He8 - Hbb8 56. Hfl+ og Short svartur gafst upp, því 56. — Kg7 er auðvitað svarað með 57. Hff8 og hvítur vinnur hrók. Alveg síðan Capablanca var heimsmeistari hefur skáklistin verið í hávegum höfð á Kúbu, ekki sízt eftir að Fidel Castro komst til valda. Fremsti skákmaður Kúbu um þess- ar mundir er hinn 27 ára gamli stórmeistari Nogueiras, sem virðist í stöðugri framför. í skákinni sem hér fer á eftir leggur hann júgó- Korchnoi slavneska stórmeistarann Ljubojevic að velli í laglegri skák, þar sem taflmennska Kúbumanns- ins minnir töluvert á landa hans, læriföður allra skákmanna í hinum spænskumælandi heimi. Hvítt: Ljubojevic (Júgóslavíu) Svart: Nogueiras (Kúbu) Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - Re7 5. Bd2 - Ljubojevic vill ekki taka á sig ARNARHOLL ---□□□□□□□-- Þorra fiski í tilefni afþorranum býður Arnarhóll mat- argestum sínum upp á glæsilegt fiskihlað- borð í hádeginu fyrir aðeins kr. 695.- SUPA: - Fiskisúpa. - SfLD: - Marinerufl-, krydd-. karrý-. piparrótar-. jógúrt- ogsteikt. ------------------- SALÖT: --------------------- Ratkju-. laxa- og kartöflu. PATE: Silunga-, rauösprettu- ogkarfa. GRAFIÐ: Karfi, ýsa og hlálanga. HARÐFISKUR: Hertur, harinn. steinbítur, ýsa, lúöa, hausar. HAKARL: Skyrhákarl og glerhákarl. SURMETI: Hrogn, lifur. rengi, gel/usu/ta, hörpuskelfiskur, langreiöur. rœkjumosse ogýsuhausar. KJOTMETI: Sviö, hangikjöt. reyktur lundi og hvalkjöt. MEÐLÆTI: Kartöflustappa. rófumauk, kaldar sósur og smjör. BRAUÐ: Laufabrauö, rúgbrauö, bóndabrauö. sveitabrauö, 3ja korna brauÖ. svart og Ijóst pönnubrauö. ATH. Koníaksstofan er tilvalinn staöur fyrir allt að 50 manna hópa sem vilja snæða saman þorra fiskinn á kvöldin. Pantió tímanlega i sima 18833. Coleridge Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Samuel Taylor Coleridge. The Oxford Authors. Edited by H.J. Jackson. Oxford University Press 1985. The Oxford Authors er ný bóka- röð frá Oxford-útgáfunni, og er ætlunin að þar komi út helstu höf- undar Englendinga í vönduðum útgáfum. Ritstjóri útgáfunnar er Frank Kermode, kunnur bók- menntafræðingur, prófessor í bókmenntum við háskólann í Cam- bridge. í hvert bindi verða valin þau verk hvers höfundar, ljóð, prósi og úrval úr bréfum, sem teljast gefa besta mynd af starfi hans og þýðingu. Inngangur fylgir hveiju bindi svo og athugagreinar og skrá um verk og umfjallanir um höfundinn. Coleridge var prestssonur utan af landi, fæddur 1772 í Ottery St. Mary í Devon. Dvaldi um tíma við nám í Cambridge, hvarf þaðan skyndilega og hélt til Lundúna, þar sem hann gerðist soldáti, en var ekki talinn hæfur sem slíkur og hvarf aftur til Cambridge eftir nokkurra mánaða herþjónustu. Á þessum árum beindust hugir ungra manna mjög að því, sem var að gerast á Frakklandi. Hugmynda- fræði franskra heimspekinga og höfunda höfðu gífurleg áhrif, ekki síst hugmyndafræði Rousseaus. Hann varð altekinn af hugsjónum byltingarmanna um tíma, líkt og vinur hans Wordsworth, en varð fljótlega fyrir vonbrigðum og í lokin taldi hann sig vera arftaka Burkes og fjandmann Jakobína. Merkustu kvæði Coleridges eru: „Kubla Khan, The Ancient Marin- er“ og „Christabel“, fyllt dulhyggju og rómantík. Coleridge orti, skrifaði leikrit, bókmenntaritgerðir og hélt fyrir- VERKSMIÐJU ÚTSALA Meiri háttar ÚTSALA á alls konar vörum úr keramik og steinleir. 20-60% afsláttur. Blómapottar og hlífar, matarílát, drykkjarkönnur diskar, skálar, krúsir, vasar og bakkar. Sumpart vörur sem hætta í framleiðslu og sumpart vörur til að rýma fyrir nýjum. Einnig lítið gallaðar vörur MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI. LJIL GLIT Höfðabakka 9 Sími 685411 lestra, hann var mikilvirkur gagn- rýnandi og eftir dvöl í Þýskalandi, þar sem hann kynntist kenningum Kants, Schelligs og Herders tók hann að andhæfa skynsemis- og nytjahyggju Humes og Hartleys. „Biographia Literaria" kom út 1817 og er það það verk sem hann er kunnastur fyrir ásamt „Anima Po- etae“, sem gefíð var út 1895, en þar er að fínna ýmsar athugasemd- ir varðandi trúarlega innlifun og dulhyggju. „Confessions of an En- quiring Spirit" var einnig gefið út að honum látnum, 1840. Þar er einnig fjallað um trúmál og biblíu- texta-skilning. Coleridge átti lengst af við van- heilsu að stríða, og ópíum-notkunin bætti ekki um. En þrátt fyrir það var hann sívökull og hugmyndarík- ur, og meðal þess sem hann skrifaði var nokkurskonar formáli að „Encyclopædiu metropolitina", sem kom út á árunum 1817—1845 í 28 bindum. Ritgerð hans nefndist „General Introduction or prelimin- ary Treatise on Method". Þessi ritgerð er um tilgang alfræðiorða- bóka og gerð og heldur ennþá fullu gildi sem slík að ýmsu leyti. Coleridge lést í London 1834. í þessari útgáfu er „Biographia Literaria" birt óstytt, talsverður hluti ljóða hans, einnig annað óbundið mál og útdrættir úr dag- bókum og bréfum. Athugagreinar fylgja. SÍMTALI er hægt ad breyta innheimtu- aðferðinni. Eftir þaÖ verda m’ni.TTnMniflTiTnnirTTT.y viðkomandi greidslukorta reikning mánaöarlega. 175A SIMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.