Morgunblaðið - 03.02.1987, Page 54

Morgunblaðið - 03.02.1987, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 54 Kveðjuorð: Bjarni Halldórs- son, Uppsölum Fæddur 25. janúar 1898 Dáinn 15. janúar 1987 Afí okkar, Bjami Halldórsson á Uppsölum, er látinn, tæplega 89 ára að aldri. Það er margt hægt að gera og víða hægt að fara á 89 ámm. Afí fór ekki víða, hann var lengstum heima í sveitinni, en þó gerði hann svo margt. Hann helg- aði sveitinni — búskapnum —, málefnum landbúnaðarins og síðast en ekki síst fjölskyldu sinni alla sína krafta. Afí og amma bjuggu á Uppsölum frá árinu 1925. Á löngum búskapar- ferli þarf oft mikla krafta til að standa af sér erfíðleikana, sem á vegi verða. Með sameinuðum kröft- um og trúnni á guð tókst þeim að standa af sér öll veður og stunda sinn búskap. Þau bjuggu bömum sínum kærleiksríkt heimili. Afí var bóndi af hugsjón og heimtaði ei daglaun að kvöldi. Hann ræktaði landið sitt af alúð og vann þannig störf fyrir niðja sína, að þeir gætu, að honum gengnum, haldið áfram starfí bóndans; að eija jörðina og móðurmoldina sem á okkur öll. Þannig lagði hann gull í lófa fram- tíðar. Frá árinu 1953 bjuggu amma og afí í félagi við Áma frænda okkar og Sólveigu konu hans og nutu skjóls hjá þeim eftir það. Afí vann mikið að félagsmálum bæði innan héraðs og utan. Ekki verða einstök störf hans tíunduð hér, en víst er, að alltaf lagði hann þeim málum lið, er til heilla máttu horfa fyrir land og lýð. Ömmu missti hann fyrir fjórum árum og var söknuður hans sár. Þá var hin stóra fjölskylda hans, sem hann unni svo mjög, huggun harmi gegn, gerði honum lífið létt- ara og stundimar styttri. Má þar einkum nefna fjölskylduna á Upp- sölum, sem hlúði að afa með einstakri umhyggju og hlýju. Verð- ur það seint fullþakkað. Á fyrstu búskaparárum sínum á Uppsölum gekk afí ekki heill til skógar. Gekkst hann undir mikla aðgerð og var svo hætt kominn, að honum var vart hugað líf. Þá var hann ungur maður og yngsta bam þeirra ömmu nýfætt. En starfsdegi hans hér var ekki lokið og hann náði heilsu á ný. Hann sagði síðar, að það hefði bara ekki verið hægt að deyja fá ömmu og öllum bömun- um. Taldi hann, að æðri máttarvöld hefðu gripið í taumana og gefíð sér líf. Þetta líf hefur nú yfírgefíð hann, lífíð sem áður var honum svo dýr- mætt. Eftir að amma dó var hann í raun bara að bíða. Þessi bið er nú á enda, hann hefur fengið þá hvíld sem hann þráði og öðlast eilífan frið. Hann hvorki kveið dauðanum né hræddist hann. Það þurfti hann ekki, því ekki aðeins var ævin orðin löng, heldur bæði starfsöm og far- sæl. Að lokum sigraði ellin, sem enginn sér við. Hann bar merki margra langra vinnudaga, enda voru handtökin og sporin orðin mörg. Hvomgt mun mást út. Við systkinin þökkum afa fyrir öll hans gæði og hve hann hvatti okkur til dáða, ætíð tilbúinn að styðja og styrkja, ef á þurfti að halda. Afí mun lifa í minningunni og sú minning er falleg. Góður guð blessi hann um eilífð alla. Systkinin frá Frostastöðum Minning: Jón Gunnlaugs- son, vélstfóri Fæddur 25. september 1908 Dáinn 10. desember 1986 Mig langar að minnast Nonna með nokkrum orðum. Eg ólst upp á Siglufírði í næsta húsi við Nonna frænda í dúkkuhúsinu, eins og við systkinin kölluðum hann. Nonni frændi kallaði mig ailtaf litlu ráðs- konuna sína. Átti ég það til að labba Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. yfír til hans og vaska upp, skúra og taka til og spila svo kasínu og ólsen ólsen í óratíma á eftir. Þetta voru ljúfar stundir fyrir 8—9 ára gamla stelpu, og ég gleymi þeim aldrei. Nonni stundaði sjóinn allt frá bamsaldri. Var það hans líf og yndi eftir að hann missti eiginkonu sína, föðursystur mína og nöfnu, Ólafíu Pálínu Helgadóttur (Diddu), 1958 þá aðeins 36 ára. Áttu þau tvö börn, Þóru og Hafliða Helga. En Nonni átti eina dóttur fyrir hjónaband, Guðbjörgu Ástu. Nonni veiktist við störf sín á sjón- um, fékk reykeitrun og varð að fara á Vífílsstaði. Hann beið þess aldrei bætur og gat því ekki stund- að sjóinn. Á Vífílsstöðum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Magnúsdóttur. Stofnuðu þau heim- ili í Hátúni 10. Nonni hóf störf við Verslunar- banka íslands 1972 sem húsvörður. Starfaði hann þar allt til áramóta 1985—1986 og varð þá að hætta vegna heilsuleysis. Nonni og Gugga tóku mér eins og dóttur þegar ég kom til Reykjavíkur í nám 1978 og stóð heimili þeirra mér alltaf opið. Svo þegar ég kynntist eiginmanni mínum tóku þau honum opnum örmum. Við höfum átt yndislegar sam- verustundir við rabb og spila- mennsku og þökkum við fyrir allt. Elsku Gugga, guð gefi þér styrk á þessari erfiðu stund. Drottinn blessi minningu Nonna. Hvíli hann í friði. Didda og Björgvin Kveðjuorð: Þórarinn Sigurðs- son sjómaður Þegar ég mætti Þórarni Sigurðs- syni fyrrverandi sjómanni i Austur- stræti fyrir nokkrum mánuðum, með staf í hendi, en að öðru leyti andlega hressum, og hann sagði að fyrra bragði komdu sæll Geiri minn, grunaði mig síst að ég væri að sjá hann í hinsta sinn á þessari jarðnesku ævibraut okkar. Nú er hann fallinn frá, en góðar minningar um hann geymast. Kona hans, Laufey Bjarnadóttir, lést fyr- ir mörgum árum. Ég man mjög vel eftir þeim og tveim elstu börnum þeirra er fjölskyldan átti heima suð- ur á Fálkagötu 6 héma í bænum. Ég man líka eftir systkinum hennar og foreldrum, þeim Bjama og Guð- rúnu. Þau voru austan af Stokks- eyri og bjuggu einnig við Fálkagötuna. Mig langar að geta þess að Laufey og móðir mín, sem einnig er látin, voru góðkunningjar á uppvaxtarámm sínum. Er kunn- ingsskapur því milli ijölskyldnanna frá fornu fari. Þórarinn heitinn var fyrst og fremst togarasjómaður, maður dug- legur, vinfastur og tryggur vinum sínum. Hann var mjög jákvæður maður í afstöðu sinni til manna og málefna. Verður ætíð bjart yfir minningunni um hann. Eftirlifandi ættingjum hans votta ég innilega samúð og hlutttekningu. Blessuð veri minning Þórarins. Þorgeir Magnússon IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.