Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Selfoss: Fyrsta hreppsnefnd- arfundarins minnst 40 ár á þessu ári frá því Selfoss varð sjálfstætt sveitarfélag Selfossi. BÆJARSTJÓRN Selfoss minnt- ist þess miðvikudaginn 28. janúar að þá voru liðin 40 ár frá þvi fyrsti hreppsnefndarfundurinn var haldinn í sjálfstæðu sveitar- félagi á Selfossi. Heiðursgestir voru fjórir af hreppsnefndar- mönnunum sem kosnir voru í þessa fyrstu hreppsnefnd Sel- foss, Sigurður Óli Ólafsson fyrrverandi alþingismaður, Jón Pálsson dýralæknir, Diðrik Dið- riksson bifvélavirki og Jón Ingvarsson bóndi á Skipum. Selfosshreppur var stofnaður með lögum frá Alþingi 1. janúar 1947 og síðan var fyrsti hrepps- nefndarfundurinn haldinn 28. janúar að afloknum kosningum 26 janúar. Hreppurinn var stofnaður að undangengnum samningum, úr hluta af þremur hreppum, Sandvík- urhreppi, Ölfushreppi og Hraun- gerðishreppi. Á fyrsta hreppsnefnd- arfundinum var Sigurður Óli Ólafsson kjörinn oddviti. Aðrir sem kosningu hlutu í fyrstu hrepps- nefndina voru Jón Pálsson dýra- læknir sem var auk Sigurðar fulltrúi sjálfstæðismanna, Diðrik Diðriks- son bifvélavirki og Ingólfur Þor- steinsson áveitustjóri voru kjörnir af lista verkamanna og óháðra. Af Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þeir sátu í fyrstu hreppsnefndinni: Diðrik Diðriksson, Jón Ingvars- son, Sigurður Óli Ólafsson og Jón Pálsson lista samvinnumanna náðu kjöri Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri og Jón Ingvarsson sem þá var bílstjóri en er nú bóndi á Skipum í Stokkseyrarhreppi. Guðmundur Böðvarsson tók síðar sæti Jóns er hann hóf búskap á Skipum um mitt kjörtímabilið. Björn Sigur- bjamarson bankagjaldkeri var kjörinn af lista frjálslyndra en eng- inn náði kjöri af lista Alþýðuflokks- ins sem einnig bauð fram í kosningunum. Árið 1947 voru 714 íbúar á Selfossi en voru 3.710 þann 1. des- ember 1986. Kaupstaðaréttindi hlaut Selfoss með lögum 2. maí 1978. Fyrirhugað er að minnast þess- ara 40 ára tímamóta í sögu sveitar- félagsins og má segja að kvöldverð- ur bæjarstjómar hafi verið upphafið að því. Sig. Jóns. Núverandi bæjarstjórn ásamt fyrstu hreppsnefndarmönnunum sem eru á lífi. Frá vinstri: Sigríður Jensdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Haukur Gíslason, Diðrik Diðriksson, Grétar Jónsson, Guðmundur Kr. Jónsson, Jón Ingvarsson, Jón Pálsson, Sigurður ÓIi Ólafsson, Steingrímur Ingvarsson, Karl Björnsson bæjarstjóri, Brynleifur H. Steingrímsson, Helgi Helgason bæjarritari og Þorvarður Hjaltason. I I Rafmagnsveitur ríkisins 40 ára RAFMAGNSVEITUR ríkisins * minnast nú 40 ára afmælis sins, en fyrirtækið var formlega stofnað með Raforkulögum 2.apríl 1947 sem komu til fram- kvæmda frá og með l.janúar 1947. Verður afmælisins minnst með ýmsu móti. Með Raforkulögunum sem sett voru 1946 voru felld úr gildi flest eldri lög um raforkumál, nema Vatnalögin frá 1923, sem fengu að standa óbreytt. Rafmagnsveiturnar störfuðu samkvæmt Raforkulögum fyrstu tvo áratugina, en síðar sam- kvæmt Orkulögum frá 1967. Þar er hlutverk fyrirtækisins skilgreint svo:„Rafmagnsveitur ríkisins skulu hafa það verkefni, annað hvort ein- ar sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki, að framleiða, dreifa og selja raforku, hvort heldur er í heild- sölu eða smásölu á tilteknu orku- veitusvæði..." Sem fyrr segir verður afmælisins minnst með ýmsu móti; RARIK tók þátt í sýningunni Heimilið 86 sl. sumar og fyrirhugað er að halda sýningar úti á veitusvæðunum til kynningar á starfseminni. Lokið er við gerð kynningarmyndar um fyr- irtækið og gefinn hefurt verið út bæklingur um sögu fyrirtækisins, sem til stendur að skrá ítarlegar. Þá er hafin útgáfa upplýsingabækl- inga fyrir notendur. Nýtt merki fyrirtækisins hefur verið tekið upp og er unnið að því að merkja mann- virki í eigu fyrirtækisins. Á afmælisárinu mun verða lögð á það meiri áhersla en áður að fegra umhverfi mannvirkja RARIK og starfsmannafélagið hefur í hyggju að planta 4.000 trjáplöntum í reiti víðsvegar um landið. Sljórn Rafmagnsveitna ríkisins: talið frá vinstri, Gylfi Magnússon, Sveinn Ingvareson, Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri, Pálmi Jónsson, formaður, Sveinn Jónsson og Sigurður Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.