Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 68
STERKTKDRT -^L- Viðlaga þjónusta ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 5» KR. Farmannaverkfallið: Dagsbrún boðar sam- úðarverkfall —Vinnuveitendur íhuga að skjóta mál- inu til félagsdóms Trúnaðarmannaráð Dags- brúnar lýsti í gær yfir samúðar- verkfalli, til styrktar Sjómannafélagi Reykjavíkur vegna verkfalls undirmanna á kaupskipum, frá og með 10. febrúar. Nær verkfallið til af- greiðslu á öllum erlendum leiguskipum sem hingað koma. Vinnuveitendasamband íslands er með í athugun að leita úr- skurðar félagsdóms um það hvort samúðarverkfallið sé lög- legt. Samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur lagði nýjar tillögur fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Ríkissáttasemjari sendi til- lögumar til vinnuveitenda og kallar þá á fund sinn í dag. Talsmenn vinnuveitenda segja að þessi tillaga sjómanna breyti litlu í kjaradeil- unni. Samúðarverkfall Dagsbrúnar mun hafa lítil áhrif fyrstu vikuna sem það gildir þar sem ekki er von ~ *'á erlendum leiguskipum þá, en nokkur skip verða afgreidd í þess- ari viku. Verkfall undirmanna á kaupskipunum er farið að hafa töluverð áhrif á rekstur fyrirtækja un^ allt land. Útflytjendur iðnaðar- vara eiga í vandræðum með að koma vörunum til viðskiptaaðila sinna og hafa f einstaka tilvikum gripið til þess ráðs að senda þær með flugi, þótt mun dýrara sé. Salt er á þrotum hjá saltfiskverk- endum á VestQörðum en í dag verður tekin afstaða til undanþágu- beiðnar Vestfírðinga hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Sjá fréttir af verkfalli undir- manna á kaupskipum og *■ ■-* áhrifum þess á blaðsíðu 37. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Ingólfur G. Vigfússon háseti í rúmi sinu á Sjúkrahúsi Suðurlands. Helgi Valur Einarsson. Einar Guðbjartsson „Ég hélt bókstaflega að þetta væri búið“ Segir Ingólfur G. Vigfússon háseti sem féll fyrir borð á Fróða ÁR 33 Selfossi. HÁSETI af netabátnum Fróða ÁR 33 frá Stokkseyri féll fyrir borð um eittleytið í gær, þegar skipveijar voru að leggja net um 13 mílur norðvestur af Surt- sey í suðvestan sjó og miklum veltingi. Skipveijum tókst að ná manninum, Ingólfi G. Vigfús- syni 19 ára Stokkseyringi, um borð aftur eftir að hann hafði verið um 15 mínútur í sjónum og tveir skipveijar, Einar Guð- bjartsson og Helgi Valur Einarsson, farið í sjóinn honum til hjálpar. Björgunarmönnun- um varð ekki meint af volkinu en Ingólfur var fluttur á Sjúkra- hús Suðurlands á Selfossi strax og komið var í land. Hann var vel hress þegar Morgunblaðið náði tali af honum á sjúkrahús- inu í gærkvöldi. „Við vorum að leggja netin og ég stóð aftan við stýrishúsið og flaug ailt í einu út í þegar báturinn tók dýfu," sagði Ingólfur. Strax og hinir tveir sem voru við að leggja ásamt Ingólfi urðu varir við að hann fór fyrir borð var slegið af og bakkað þannig að hann var við hliðina á bátnum. Ingólfí tókst að ná taki á borð- stokknum og þegar félagar hans reyndu að ná honum upp togaðist úlpan og skyrtan sem hann var í yfír höfuðið á honum og fram á hendumar og gerði honum erfítt fyrir að ná taki á björgunametinu sem kastað var til hans. Honum tókst þó að losa annan handlegginn úr úlpunni eftir nokkra stund. Tveir skipveijar, Einar Guð- bjömsson stýrimaður og Helgi Valur Einarsson 17 ára háseti, stukku fyrir borð til að hjálpa Ing- ólfí. Þeir áttu í miklum erfíðleikum með að festa hann í björgunamet- inu til að hífa hann svo um borð. Kuldinn í sjónum gerð að verkum að Ingólfur varð fljótlega máttlaus og gat ekki heldur haldið sér í bjarghringnum. Að lokum tókst að koma bandi utan um handlegg- inn á Ingólfi og hífa hann um borð. Hann var þá orðinn mjög þrekaður og máttlaus. „Manni bregður auðvitað ofsa- lega og það kemur mikið pat á mann,“ sagði Ingólfur. „Þetta var algjörlega áhöfninni að þakka hvað þeir voru fljótir að ná mér inn. Þetta er ofsaleg reynsla að lenda í þessu. Mér varð helvíti kn.lt og ég drakk mikið af sjó. Ég hélt bókstaflega að þetta væri búið í restina og ég kæmist ekki um borð. Mér var orðið það kalt og var orðinn svo máttlaus að ég gat ekkert gert sjálfur en vissi samt alltaf hvað var að gerast. Eftir að ég kom um borð drakk ég mikið af heitu mjólkurblandi og náði í mig hita,“ sagði Ingólfur, sem er á sinni annarri vertíð. Hann sagð- ist þó ætla aftur á sjóinn þegar hann hefði jafnað sig. „Maður verður smá stund að ná sér en ég er ekki sjóhræddur og fer aftur.“ Sig. Jóns. Sjá bls. 2: Það var um líf eða dauða að tefla Frá brunastað í nótt. Morgunbiaðið/Júiius Stórbruni á Freyjugötu í nótt: Fjórir á slysadeild Fræðslustjóramálið: „Lít á það sem van- trauststillögn - segir menntamálaráðherra um áform tveg'gja þingmanna Framsóknarf lokks um skipan rann- sóknarnefndar á vegum Hæstaréttar EF FRAM koma tillögur frá p. STÓRBRUNI varð á Freyjugötu 28 í Reykjavík í nótt er eldur kom upp á efri hæð íbúðarhúsins þar. Fjórar manneskjur voru fluttar á slysadeild og þaðan var einn mað- ur fluttur á Landspítalann. Ekki var nánar vitað hversu alvarlega fólkið var slasað í nótt. Slökkviliðinu í Reylgavík barst —V-ilkynning um eldinn laust fyrir klukkan eitt í nótt og var allt til- tækt slökkvilið kvatt á vettvang. Þá var mikill eldur á efri hæð hússins og hafði eldurinn náð upp í ris og þak. Slökkvistarf var enn í gangi er Morgunblaðið fregnaði síðast í nótt. Ekki var. vitað um eldsupptök eða hversu mikið tjón hefur hlotist af eldinum, en Ijóst var að það yrði mjög mikið. þingmönnum samstarfsflokks á þingi um sérstaka rannsóknar- nefnd i þessu máli verður að líta á það sem vantrausttillögu á mig og þannig mun ég snúast við slíkum tillöguflutningi ef úr verð- ur,“ sagði Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, er hann var inntur álits á þeim áformum tveggja þingmanna Framsóknar- flokksins, að leggja fram laga- frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir að Alþingi feli Hæstarétti að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka fræðslustjóradeiluna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa þeir Ingvar Gíslason og Guðmundur Bjarnason samið frumvarp til laga um rannsókn á vegum Hæstaréttar, en þeir munu hafa frestað tillöguflutningi á Al- þingi vegna beiðni fræðsluráðs i Norðurlandskjördæmi eystra þar að lútandi. Menntamálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það stæði skýrum stöfum í 11. grein laga um opinbera starfsmenn hvemig fara ætti með mál þegar embættismönn- ámig“ um væri vikið fyrirvaralaust úr starfi og bæri að leggja slík mál fyrir dóm- stóla. „Það liggur alveg fýrir hvað Alþingi vill að gert sé í slíku máli,“ sagði ráðherra. „Framsóknarmenn geta hins vegar borið fram hvaða tillögu sem þeim sýnist, en ég mun ekki líta á það öðruvísi en sem hreina og klára vantrausttillögu á mig og ég mun bregðast við því á viðeig- andi hátt.“ Sjá frétt á bls. 35. Spurt ogsvarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að klukkan 10 og 12 á morgnana venju aðstoða lesendur sína við og spurt um umsjónarmann þátt- gerð skattframtala með þeim arins „Spurt og svarað um skatta- hætti að leita svara við spurn- mál“. Hann tekur spumingamar ingum þeirra um það efni. niður og kemur þeim til embættis Lesendur geta hringt í síma ríkisskattstjóra. Svör embættisins Morgunblaðsins, 691100, milli birtast síðan í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.