Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987
Finnskir peninga-
seðlar endurnýjaðir
Þekktasta tónskáld á Norðurlöndnm, Jean Sibelius, prýðir nýja
hundrað marka seðilinn, sem lýsir vaxandi þjóðerniskennd Finna
um aldamótin.
Alvar Aalto, arkitekt, er fulltrúi nútimans á seðlunum nýju. Hann
hefur m.a. teiknað Norræna húsið í Reykjavík og Finlandia-höllina
Ný andlit —
eftir Lars Lundsten
Frá byrjun desembermánaðar
hafa Finnar orðið að venjast nýjum
andlitum á peningaseðlum sínum.
Breytingin verður hæg því gamlir
seðlar verða áfram í gildi og í notk-
un samhliða hinum nýju. Endumýj-
un seðlanna er til þess að torvelda
fðlsun, en seðlabankamenn nota
einnig tækifærið til að breyta hug-
myndafræði seðlastofnsins. í stað
stjómmálamanna og forseta prýða
nú andlegir öndvegismenn seðl-
anna.
Gömlu seðlamir sem nú verða
úreltir eru í sinni upphaflegu mynd
frá miðjum sjötta áratugnum. í jan-
úar 1963 var gerð myntbreyting í
Finnlandi samsvarandi þeirri sem
var á íslandi 1981. Finnska markið
var orðið svo verðlítið að skera
þurfti tvö núll aftan af því og 100
gömul mörk urðu eitt „nýtt mark“.
Andlitin á seðlunum voru þó áfram
hin sömu. Seðlakallamir voru mikl-
ir stjómmálamenn úr sögu Finna.
Seðlabreytingin hefur aðeins
áhrif á útlit seðlanna. Verð er
óbreytt, enda munu gömlu seðlam-
ir vera í gildi eins lengi og þeir
endast. Endumýjun seðlastofnsins
hófst 1. desember, þegar Seðla-
bankinn sendi frá sér nýja 1000,
sama verð
100 og 50 marka seðla. Á næsta
ári koma svo 500 og 10 marka
seðlamir. Formlegt tilefni seðla-
breytingarinnar er, að Seðlabanki
Finnlands átti 175 ára afmæli nú
í desember.
Tónskáld og
íþróttamaður
Nýju seðlamir bera vitni um hug-
arfarsbreytingu í fínnska þjóðfélag-
inu eða a.m.k. í stjóm Seðlabank-
ans. Sú saga Finnlands sem nú er
skráð á seðlunum er tengd menn-
ingu og andans mönnum. Til dæmis
er nýi hundrað marka seðillinn með
mynd af hinu heimsfræga tón-
skáldi, Jean Sibelius. Meðal þeirra
sem koma til sögu er líka einn
íþróttamaðun Paavo Nurmi,
hlaupakappi, sem varð frægur á
Ólympíuleikunum á millistríðsárun-
um.
Á næsta ári, þegar allir nýju
seðlamir em komnir, geta menn
gengið með menningarsögu Finn-
lands f seðlaveskinu sínu. Seðla-
bankinn hefur skipt menningarsögu
landsins í flögur skeið. Fyrsta skeið-
ið nær fram að árinu 1809 er
Finnland hætti að vera hiuti af
Svíaríki. Næsta skeið er fyrri hluti
19. aldar, er Finnar þróuðu eigið
samfélag undir stjóm Rússakeisara.
Svo kemur frelsisbaráttan um
síðustu aldamót og loks er tímabilið
frá 1917, þegar Finnland varð sjálf-
stætt. íþróttir em mikill þáttur í
fínnsku þjóðlífí. Tíu marka seðiþinn
er helgaður íþróttum í þeirri goð-
sögulegu mynd, sem er kennd við
Paavo Nurmi. Hinir fjórir seðlamir
em kenndir hver við sitt tímabil úr
sögu landsins.
Fimmtíu marka seðillinn höfðar
til nútímans. Á honum er mynd af
Alvar Aalto, arkitekt, sem að vísu
er dáinn en verk hans tengjast
Finnlandi nútfmans. Bakhlið seðils-
ins er með mynd af Finlandia-höll-
inni, en hún minnir íslendinga á
Norræna húsið í Reykjavík, sem
einnig er teiknað af Áalto.
Um síðustu aldamót var fínnska
þjóðfélagið að fínna menningarleg-
an uppmna sinn. Bókmenntir áttu
blómaskeið og á sviði tónlistar kom
m.a. upp maður sem hét Jean Sibel-
ius, þjóðartónskáld Finna. Nýi
hundrað marka seðillinn er helgað-
ur þessu skeiði í menningarsögu
landsins. Á framhliðinni er mynd
af Sibelius ungum og á bakhliðinni
em fljúgandi álftir, ímynd frelsis-
baráttu Finna undir stjóm Rússa-
keisara.
Fimmhundmð marka seðillinn,
sem verður gefínn út á næsta ári,
er helgaður Elias Lönnrot, sem tók
saman Kalevala-kvæðin á fjórða
áratug 19. aldar. En það verk skipti
sköpum fyrir þróun fínnskrar
menningar á þjóðlegum granni,
þegar tengslin við Svíþjóð vom rof-
in og hið pólitíska vald var í höndum
Rússa.
Viðurkennda samband-
ið við Svíþjóð
Þúsund marka seðillinn nýi er
tákn fyrir aukinn skilning á sögu
Finnlands. Gömlu seðlamir miðast
við tímabilið er Finnland var undir
stjóm Rússakeisara. Nú em seðla-
bankamenn reiðubúnir að viður-
kenna, hve mikiivægt samband
Finnlands við Svíþjóð var öldum
saman. Á eittþúsund marka seðlin-
um er mynd af fínnska prestinum
Anders Chydenius, sem var þing-
maður, hagfræðingur og mikill
öjálshyggjumaður á þeim tíma,
þegar Finnland ekki var annað en
hérað í Svíaríki og frjálshyggjan
var hvergi viðurkennd stjómmála-
stefna. (Hugmyndin var raunar svo
ný að Chydenius hefur varla þekkt
orð til að lýsa henni.) Sá söguskiln-
ingur, sem kemur fram með nýju
seðlunum, leggur áherslu á menn-
ingartengsl Finnlands við ngranna
í Helsinki.
sína og fleiri. Tengslin við Svfþjóð
og hin Norðurlöndin em gömul, en
það getur verið gott bæði fyrir
Finna og Svía að taka eftir, að
Finnar eiga þó nokkra hlutdeild í
sögu Svíþjóðar. Lönnrot-seðillinn
og þjóðkvæðin í Kalevala tengja
Finna á hinn bóginn við nágrannana
í vesturhémðum þess lands, sem
nú er kallað Sovétríkin. í Kiijála
og Eistlandi búa þjóðir, sem era
náskyldar Finnum, og eiga þjóðlega
hefð, sem er náskyld Kalevala. Jean
Sibelius og Alvar Aalto em ímynd
þess, að Finnland sé nú viðurkennt
menningarsvæði á heimsmæli-
kvarða.
Stjórnmálasag-a
áþeimgömlu
Menningarsaga hefur sem sé
komið í stað stjómmálasögu hjá
Seðlabankanum. Andlitin á seðla-
gerðinni frá sjötta áratugnum vom
tengd við gólitíska frelsisbaráttu
Finnlands. A tíu marka seðlinum
var mynd af Paasikivi forseta, en
hann var sá, sem stjómaði landinu
á hættuáranum eftir seinni heims-
styijöldina. Afrek hans var að koma
í veg fyrir að Finnland yrði leppríki
Sovétríkjanna.
Á fimmtíu marka seðlinum var
fyrsti forseti Finnlands, K.J. Stáhl-
berg. Hann er talinn hafa verið
lýðræðislegasti forseti landsins,
enda var það hann, sem samdi
stjómarskrána 1919.
Eitthundrað marka seðillinn var
helgaður J.V. Snellman, stjóm-
málamanni á 19. öld. Hann var
m.a. ráðherra á þeim tíma er Finn-
land var undir stjóm Rússakeisara.
Snellman var mikill baráttumaður
á sviði þjóðemismála. Hann knúði
í gegn lagabreytingu, sem gerði
fínnsku að opinbem tungumáli í
landinu. Fram til þess tíma var
sænskan opinbert mál og sænsku-
mælandi yfírstétt stjómaði landinu
með Rússum. Það má auðvitað
einnig nefna, að Snellman var sjáif-
ur sænskumælandi og varð aldrei
sérlega laginn við að tala eða rita
fínnsku. Hann var álitinn svikari
af sænskumælandi Finnum.
Stjómmálasagan dugði við seðla-
gerð þangað til 1975. Þá var 75
ára afmæli Kekkonens forseta og
seðlabankamenn vildu gera daginn
hátfðlegan með því að gefa út 500
marka seðil með mynd Kekkonens.
Og nú þegar Kekkonen er nýdáinn
er kominn tími til að gleyma honum
og hinum þjóðhöfðingjunum.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins (Helsinki.
Finnar hafa ekki átt 1000 marka seðil sfðan 1963, þegar gömlu
1000 mörkunum var breytt í 10 mörk. Anders Chydenius táknar
hlutskipti Finnlands í sögu Svíþjóðar. Chydenius var mikill fijáls-
hyggjumaður og hagfræðingur, sem rak stefnu sína á sænska
þjóðþinginu, er hann var fulltrúi finnsku þrestastéttarinnar.
Stjómmálamennimir gömlu. (10 mörk) Paasikivi forseti, (50 mörk)
Stáhlberg forseti og (100 mörk) Sneilman. Þessir seðlar hafa gilt í
tæpa þijá áratugi. Kekkonen forseti (500 mörk) bættist við 1975.