Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
B 3
Mr/A
, /«?
0?£WjJ „m
wmm
'Hr*
Nýjum Skóla er dreift í flesta framhaldsskóla landsins og þar eru
ýmis stefnumál Heimdallar reifuð auk annars efnis í léttum dúr.
Deyfð
Upp úr 1966 dró úr stjómmála-
baráttu Heimdallar og eru vafalaust
margar ástæður fyrir því. Vinstri
bylgjan var farin að segja til sín
áður en hún reis hæst í lok sjöunda
áratugarins, flokkurinn hafði verið
í stjóm í sjö ár, sósíalistar voru úr
sögunni sem slíkir — höfðu skipt
um föt og kölluðu sig nú alþýðu-
bandalagsmenn. Fundir vom að
vísu fjölmargir, en misefnismiklir.
Eftir fylgistap flokksins í kosning-
um 1967 var nokkurt kurr í
Heimdellingum; þeir töldu foryst-
una ekki hafa staðið sig í stykkinu,
að ungir menn ættu litla möguleika
á því að komast til áhrifa innan
hans, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
reynst talsmaður aukinna ríkis-
umsvifa þrátt fyrir allar yfírlýsingar
og ótal margt fleira. Þeir höfðu
nokkuð til síns máls hvað flestar
kvartanimar varðar, en líkast til
hefur óþolinmæði ráðið mestu. A
þessum tíma var mikil æskudýrkun
— ungt fólk átti að hafa rétt fýrir
sér í krafti æskunnar einnar o.s.
frv. En þótt oft væri blásið til funda
liggur sáralítið eftir ungliða flokks-
ins. Kraftamir beindust mest inn á
við, en pólískir andstæðingar þurftu
litlu að kvíða úr herbúðum Heim-
dellinga.
Lifnar við
Þegar leið á áttunda áratuginn
tók vinstri bylgjan að hníga á ný
og félagsstarf Heimdallar glæddist
að sama skapi. Framhaldsskóla-
nemar, sem löngum hafa verið
burðarás félagsins, hófu að starfa
innan Heimdallar á ný, ungir sjálf-
stæðismenn öðluðust hugmynda-
fræðilegt sjálfstraust og öflugir og
vinsælir menn völdust til forystu í
félaginu.
Þrátt fyrir mögnuð innanflokks-
átök innan Sjálfstæðisflokksins,
sem endurspegluðust einnig innan
Heimdallar, leið félagsstarfið lítið
fyrir þau — varð svipmeira ef eitt-
hvað var. Nýjar hugmyndir mddu
sér rúms — frjálshyggjan var reifuð
enn á ný og hugmyndir ungra sjálf-
stæðismanna urðu líkari því frjáls-
lyndi, sem Jón heitinn Þorláksson
hafði lýst í ræðum og riti á fyrri
hluta aldarinnar, að frjálslyndi væri
„vöntun á tilhneigingu til þess að
gera forráðamaður annarra". Þetta
kom skýrt fram í þeirri hreyfmgu,
sem kennd var við helsta slagorð
hennar: „Báknið burt!“ Félag frjáls-
hyggjumanna var stofnað árið 1979
og hefur samgangur milli félaganna
verið töluverður, enda stefnumið
oftar en ekki hin sömu. Útgáfu-
starfsemi hefur verið öflug á vegum
félagsins. Gefín hafa verið út ótal
stjómmálarit sem og sértæk blöð á
ýmsum sviðum. Þá má ekki gleyma
Nýjum skóla, en það er blað, sem
Heimdallur gefur út og dreiflr í
alla framhaldsskóla í Reykjavík. Á
síðasta ári var gefin út ljóðabók
Heimdallar, en í henni voru ljóð fjöl-
margra ungskálda.
Stjórnmálaáhugi ungs fólks er
mikill um þessar mundir, en áhugi
fólks um þrítugt virðist vera öllu
minni — a.m.k. hefur sá aldurs-
hópur skilað sér mjög illa í félags-
starfi Heimdallar. Má vera að það
fínni sér annan vettvang innan
flokksins, eða kjósi að starfa utan
hans í félögum eins og Vöku, félagi
lýðræðissinnaðra stúdenta, Félagi
frjálshyggjumanna, eða Varðbergi,
félagi ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu.
Hlutverk
Heimdallur var hliðvörður ása og
átti að þeyta Gjallarhom þegar
hættur steðjuðu að Ásgarði. Hlut-
verk Heimdalls, félags ungra sjálf-
stæðismanna, er af sama toga.
Félagið á að halda vöku sinni og
láta í sér heyra þegar því þykir
hætta á ferðum. Illar tungur segja
reyndar að það sé hið eina, sem
félagið geti — að hafa hátt.
Félagið hefur þó líklega haft
meiri áhrif en félagsmenn þess hafa
gert sér grein fyrir á líðandi stund.
Island hefur breyst ótrúlega mikið
á skömmum tíma og ungir sjálf-
stæðismenn eiga þar mikinn hlut
að máli. Nú þykir öllum frjálst út-
varp vera jafnsjálfsagt og sólar-
gangurinn. Menn geta farið til
útlanda án þess að þurfa að sækja
um vottorð þess efnis að þeir hafi
greitt kirkjugarðsgjaldið. Lands-
menn nota greiðslukort eins og
þeir hafi ekki gert annað um dag-
ana. Hægt er að leggja peninga inn
á banka og hagnast á því. Ekki
þykir lengur eðlilegt að ríkið sé að
vasast í öllu mannlegu viðkomandi
og óviðkomandi, menn hreykja sér
ekki af fyrirgreiðslupólítík_ og ekki
er lengur deilt um veru íslands í
varnarbandalagi vestrænna þjóða
svo heitið geti.
Fyrir tíu árum hefði flestir nema
bjartsýnustu Heimdellingar talið
ofanskráð óhugsandi. Ekki er hægt
að segja að hér hafí verið um kyn-
slóðaskipti að ræða — til þess eru
tíu ár of stuttur tími. Af þvi verður
að draga þá ályktun að fólk hafí
skipt um skoðun, væntanlega vegna
sannfærandi málflutnings. Heim-
dellingar hafa jafnan verið í fremstu
röð hugsjónabaráttunnar, innan fé-
lagsins er að fínna ungt fólk með
ferskar hugmyndir og því engin
ástæða til þess að ætla að áhrif
þess verði minni næstu 60 ár.
A.M.
Talað við tvo formenn
MARGIR formenn hafa stýrt félaginu á löngum ferli og er það mál
manna að í starfi félagsins velti það a formanninum hversu vel tekst
til. Blaðið ræddi því við tvo fyrrverandi formenn; þá Geir Hallgríms-
son og Árna Sigfússon.
Geir Hallgrímsson,
formaður Heimdallar
1952-54
Það sem setti mjög sterkan svip
á þau ár sem ég var formaður var
það, að þrennar kosningar voru á
þessum tíma. Forseta- borgar-
stjómar- og alþingiskosningar.
Þetta var mjög óvenjuleg staða og
markaðist starfið mjög af kosninga-
baráttu.
Hið almenna starf fólst aftur á
móti í til dæmis útgáfu. Þar má
nefna ritið
„Þeirra eigin
orð“, sem dreift
var til allra nýrra
kjósenda, rit-
stjóm fylgiritsins
Heimdalls og
sérstakrar æsku-
lýðssíðu í Morg-
unblaðinu auk
útgáfu ýmissra
bæklinga stjómmálalegs efnis.
Einnig má nefna fundahöld, bók-
menntakynningar, þá nýjung sem
við bmgðum upp á að efna til spila-
kvölda, þátttöku í kappræðufundum
og fyeira.
Á þessum tíma var í gangi mjög
mikil umræða, ekki síst meðal
ungra manna, um fræðilegan
gmndvöll stjómmálastefna og við
gerðum þær kröfur til þeirra sem
Hvað segja andstæðingamir?
ÞAÐ þótti við hæfi í þessu aukablaði að fá álit fleiri en félaga í
Heimdalli á starfsemi félagsins. Til þess sneri blaðið sér til þeirra
Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, Steingrims
Hermannssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokks-
ins, og Svavars Gestssonar, formann Alþýðubandalagsins. Þessir
aðilar hafa allir mikla pólítíska reynslu og þekkja gjörla innviði
íslenskra stjóramála. Stjórnmálaleiðtogarnir voru spurðir um álit
þeirra á Heimdalli og hlutverki hans i íslenskum stjórnmálum..
Jón Baldvin
Hannibalsson:
„Mig minnir að það fyrsta, sem
ég heyrði um Heimdall var að sá
félagsskapur skrifaði syni og dætur
borgarastéttarinnar sjálfkrafa inn í
sinn félagsskap. Þannig vom tveir
vinir mínir samkvæmt þessu nátt-
úrvalslögmáli eins og fæddir inn í
Heimdali. Annar þessara vina
minna varð seinna konan mín, það
þýddi að ég þurfti talsvert á mig
að leggja til þess að snúa henni frá
villu síns vegar, en það skal játað
að efniviðurinn var góður og þeim
félagsskap getur ekki verið alls
vamað, sem hefur haft innan sinna
vébanda þvílíkan öndvegismann og
Styrmi vin minn.
Við hefur borið, að Heimdellingar
hafi boðið mér til fundar við sig.
Um það á ég ekki annað en ánægju-
legar minningar. Þess vegna er
ánægja af því að óska félaginu til
hamingju með afmælið, þótt ég vildi
gjaman eiga þess kost í framtíðinni
að snúa fleiri efnismönnum úr röð-
um Heimdallar til réttari vegar."
Steingrímur
Hermannsson:
Það verður nú að segjast eins
og er að ég hef persónulega lítil
kynni haft af Heimdellingum. Ég
hef lesið og séð þeirra baráttumál
og oft verið þeim ósammála, þó
ekki endilega alltaf.
Á menntaskólaámm mínum var ég
afskaplega ópólítískur. Þá vom allir
félagar mínir dregnir inn í Heim-
dall þó ekki hafí tekist að fá mig
í félagið. Ég var kosinn inspector
scholae í menntaskóla og ég held
að það hafí verið ansi þverpólítísk
kosning.
Ég tel að allar ungliðahreyfíngar
séu nauðsynlegar eldri flokksmönn-
um og að mínu mati mikilvægar
fyrir hvem flokk. Þær eiga að vera
svipan á þá eldri og vona ég að svo
sé eirmig innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég óska Heimdalli til hamingju
með afmælið.
Svavar Gestsson:
„Kynni mín af Heimdalli em
margs konar. Þau fyrstu, sem ég
man eftir var þegar ég var á mikl-
um kappræðufundi í gamla Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll 1961,
þá 16 ára. Síðan hef ég mjög oft
haft kynni af þeim sem pólitískum
andstæðingum.
Heimdallur er hvorki betri né
verri, en búast má við af slíkum
andstæðingi. Hann hefur haft mik-
ilvægu hlutverki að gegna fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og gerir það
sjálfsagt enn; hann hefur alið upp
hugmyndafræðilega hægrimenn, til
mótvægis við þá, sem komið hafa
í flokkinn annars staðar frá.
Heimdallur er yfírleitt meira til
hægri en flokkurinn sjálfur og
greinilegur munur á stefnu hans
og flokksins í t.d. efnahagsmálum,
þar sem Heimdallur vill ganga mun
lengra í „prívatiseringu". Sjálfstæð-
isflokkurinn er oft mikiil kerfís- og
báknflokkur, en Heimdallarliðið
hefur haldið allt öðruvísi á málum
og reynt að halda sínum mönnum
við efnið. í utanríkismálum hefur
Heimdallur hins vegar oft talið
flokkinn ganga of langt í stuðningi
sínum við hörðu haukana í Wash-
ington. Það á annars svipað við um
Heimdall og gerist og gengur með
ungliðahreyfíngar flokkanna; hann
er róttækur og uppteknari af hug-
myndafræðinni en þeir eldri.
Ég lít á Heimdall sem ágætan
mótpól við Æskulýðsfylkinguna.
Það var síðast í Sigtúni 1979, sem
ég var á kappræðufundi fyrir
Æskulýsfylkinguna og var það
mjög eftirminnilegur fundur. Heim-
dellingamir í salnum gáfu ekkert
eftir og bættu upp nfálflutning eig-
in manna. Þar voru viðhöfð slík
Heimdallaröskur, að ræðumenn
heyrðu ekkert í sjálfum sér og hef
ég aldrei lent í öðru eins.
Ég óska Heimdalli til hamingju
með afmælið og vona að hann læri
af sinni fortíð eins og aðrir.
mættu fyrir okkar hönd á fundum
og í kappræðum að þeir væru vel
inni í þeim málum. Annars væru
þeir ekki gjaldgengir. Kappræðu-
fundi héldum við aðallega við unga
kommúnista, Æskulýðsfylkinguna,
en einnig stóðum við i hörðum rit-
deilum við andstæðinga okkar.
Baráttan á þessum tíma var held
ég harðvítugari en í dag og meira
um návígi þá en nú. En í þessu
starfí var líka stofnað til vináttu-
banda sem mörg hver standa enn
þann dag í dag.
Auðvitað hafa tímamir breyst á
þeim rúmlega þijátíu árum sem nú
eru liðin frá þeim tíma þegar ég
var formaður Heimdallar, en það
er ánægjulegt að verða þess var,
að félagsstarf Heimdallar stendur
með blóma og það er engum vafa
bundið að í því felst vaxtarbroddur
Sjálfstæðisstefnunnar og fylgis-
aukning Sjálfstæðisflokksins.
Arni Sigfússon,
formaður Heimdallar
1981-83
Þegar ég tók við félaginu 1983
hafði starf þess verið í nokkunj
lægð árin tvö á undan, sér í lagi
það síðara. Tvö ár kunna að virðast
stuttur tími og ekki mjög alvarlegt
mál, en við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að f ungliðasamtök-
um á borð við Heimdall staldra
menn stutt við sem virkir félagar,
þó að þeir tengist aftur á móti við
félagið í lengri tíma. Þetta var því
alvarlegt högg á félagið.
Það sýndi sig þó að margir vildu
félaginu vel og er aðalfundurinn
1981 gott dæmi um það. Þetta var
fjölmennasti að-
alfundur í sögu
félagsins, 586
manns greiddu
þar atkvæði.
Þessi mikla þátt-
taka var, að mínu
mati, fremur
merki um áhuga
á félaginu heldur
en pólítískan
ágreining á milli mín og mótfram-
bjóðandans. Okkur tókst á þessum
tíma að hamla gegn þeim flokka-
dráttum sem höfðu staðið félaginu
fyrir þrifum allt síðan 1975 og ég
treysti þeim ungu mönnum, sem
eru í forystú félagsins núna að sjá
til þess að svo megi verða áfram.
Það var því margt sem þurfti að
gera 1981 til að vinna félaginu aft-
ur sess sinn meðal ungs fólk og í
þjóðfélaginu sjálfu. Við þurftum til
dæmis að beijast gegn og breyta
þeirri ímynd sem félagið virtist hafa
fengið á sig meðal almennings, að
þetta væri einhverskonar „kokkteil-
drengjaklúbbur".
Við lögðum mikla áherslu á
skólastarfíð og hófum meðal annars
útgáfu á framhaldsskólablaðinu
Nýjum skóla, en það blað tel ég
vera eitt markverðasta framtak í
útgáfumálum til þessa aldursflokks
sem gert hefur verið. Áhersla hafði
reyndar verið lögð á skólastarfið
áður, t.d. í formannstíð Kjartans
Gunnarssonar og Jóns Magnússon-
ar, en þama urðu þau umskipti, að
skólastarfíð varð miðpunktur fé-
lagsstarfsins. Þetta leiddi af sér
mikla yngingu í félaginu en einnig
félagaaukningu. Félagið hefur
haldið áfram á þessari braut og
tengist nú aftur sterklega fólki á
framhaldsskólaaldri.