Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 35. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Undirbúningsfundur í Vínarborg: Viðræður um fækkun hefðbundinna vopna Vínarborg^ AP. FULLTRÚAR ríkja Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins ætla að hittast á þriðjudag í næstu viku í Vínar- borg í því skyni að ræða um skipulag á nýjum þætti í af- vopnunarviðræðum austurs og vesturs. Markmið nýju viðræðn- anna verður að ná fram fækkun í hefðbundnum herafla í Evrópu. Er stefnt að því, að þær komi í stað MBFR-viðræðnanna svo- nefndu, sem staðið hafa yfir með hléum í þrettán ár. , Franska sendiráðið í Vínarborg boðar til fundarins. Á fundi utanrík- isráðherra NATO-ríkjanna í desember síðastliðnum var lögð áhersla á fækkun í venjulegum her- afla í Evrópu og hvatt til þess að gerðar yrðu ráðstafanir til að koma skriði á viðræður um hana. Mikhail Færeyjar: Tvö kaup- skipanna seld í gær Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hansen, fréttarit- ara Morgunblaðsins. TVÖ skip færeyska skipafélagsins Transmars, Markland og Vfnland, voru seld f gær á uppboði f Rott- erdam f Hollandi. Hollenskir bankar keyptu bæði skipin og gáfu 14,5 millj. gyllina fyrir hvort (tæpl. 290 miHj. fsl. kr.). Skipin eru tiltölulega ný, aðeins tveggja til þriggja ára gömul, og fá eða engin skip eru betur búin til olíu- flutninga en þau. Þau eru jafn stór, 70 m á lengd, 13 á breidd og taka 1684 brúttótonn. Að auki eru þau með tvo tanka upp á 1600 kúbik- metra. Eins og frá hefur verið sagt er allur færeyski kaupskipaflotinn undir hamrinum og hafa sjómenn að sjálf- sögðu af því miklar áhyggjur. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur sagt, að hann sé hlynntur fækkun í venjulegum herafla á svæðinu frá Atlantshafi til Úral- fjalla. í MBFR-viðræðunum hefur verið rætt um jafnan og gagnkvæman samdrátt venjulegs herafla í Mið- Evrópu. Þar hafa ekki setið fulltrú- ar allra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbandalags- ins. Eins og áður segir er ráðgert, að fulltrúar allra aðildarríkja bandalaganna, sem eru samtals 23, taki þátt í fundinum í Vínarborg á þriðjudag. Verður það í fyrsta sinn, sem formlegur fundur af þessu tagi er haldinn. í Vínarborg fara nú fram fundir á grundvelli Helsinki-samþykktar- innar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Þar sitja fulltrúar 35 ríkja en ætlunin er, að aðeins banda- laga-ríkin 23 taki þátt í nýju viðræðunum. Ekki er búist við nein- um ákvörðunum um framhald málsins fyrr en á utanríkisráðherra- fundi NÁTO, sem haldinn verður hér í Reykjavík í júní. Aquino sver hollustueið Reuter Corazon Aquino, forseti Filippseyja, sver nýrri stjórnarskrá landsins hollustueid í gær. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar samþykktu nýja stjórnarskrá Filippseyja í þjóðaratkvæði í síðustu viku. Forseti hæstaréttar, Claudio Teehankee, (tv), tekur eið af Aquino, og viðstödd eru Cecilia Palma, formað- ur stjórnarskrárnefndar, og Salvador Laurel, varaforseti. Sjá ennfremur „Aquino boðar sókn gegn skæruliðum" á bls. 31. Lausn gíslamálsins í Beirút sögð í augsýn Berri segir að Terry Waite verði látinn laus bráðlega Tel Aviv, AP. BLAÐIÐ Davar í ísrael sagði í gær að háttsettir embættis- menn frá ísrael, Bandaríkjun- um, Sýrlandi og Sviss ynnu nú að því að frelsa alla útlenda gísla í Líbanon og væri sam- komulag í sjónmáli. Fengju þeir frelsi gegn því að 400 Gegn auknum völdum skólastjóra Tugþúsundir franskra kennara mótmæltu í gær áformum ríkis- stjórnarinnar um að auka völd skólastjóra grunnskóla. Hefur stjórnin ákveðið að auka völd skólastjóranna til þess að herða aga og afköst í skólunum. Skólastjórarnir hafa í raun verið skrif- stofustjórar og haft lítið yfir kennurum að segja. Kennararnir halda því fram að breytingarnar séu tilræði við stéttarfélög þeirra. Myndin var tekin frá mótmælagöngu kennara í París í gær. aröbum í ísraelskum fangels- um yrði sleppt. Blaðið sagði fulltrúa Alþjóða Rauðakrossins taka þátt í lausn gíslamálsins auk embættismanna frá framangreindum ríkjum. Með- al þeirra, sem látnir yrðu lausir í fangaskiptunum, yrðu ísraelskur flugmaður og þrír líbanskir gyð- ingar, sem rænt var í Beirút í fyrra. Talsmaður ríkisstjórnar Banda- ríkjanna kvaðst enga vitneskju hafa um að samningur til lausnar gísladeilunni væri í burðarliðnum. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í ísrael kvaðst hvorki geta stað- fest frétt blaðsins eða vísað henni á bug. Blaðið hefur góð tengsl við ráðamenn í Verkamanna- flokknum, flokki Shimons Peres, utanríkisráðherra, og bar fyrir sig ónafngreinda ísraelska og banda- ríska embættismenn. . Fregn blaðsins varð til þess að ættingjar fólks, sem orðið hafði fyrir barðinu á arabískum hryðju- verkamönnum, sem sitja í fang- elsi í Israel, ruddust inn í hæstarétt ísraels og kröfðust þess að „morðingjar barna þeirra" yrðu ekki látnir lausir. Fór fólkið síðar að bandaríska sendiráðinu og hafði uppi sömu kröfur. Nabih Berri, leiðtogi shíta, sagði í gærkvöldi að Terry Waite, sendimanni ensku biskupakirkj- unnar, yrði sleppt „bráðlega". Ekkert hefur spurzt til Waite frá því hann fór til fundar við öfga- menn samtakanna Heilagt stríð í vesturhluta Beirút 20. janúar sl. Að sögn blaðsins Danvar afhentu samtökin fulltrúum Rauða kross- ins í gær lista yfir 90 Palestínu- menn og 310 Líbani, flesta þeirra shíta, sem þau vilja fá leysta úr haldi í ísrael í skiptum fyrir gísla sína. Bardagamenn Palestínumanna og shíta virtu í gær vopnahlé sem Sýrlendingar fengu þá til að fall- ast á svo hægt yrði að koma matvælum og nauðsynjum til flóttamannabúða í vesturhluta Beirút. Búðimar hafa verið ein- angraðar í u.þ.b. þrjá mánuði og íbúar illa haldnir. Líbýumenn varpa sprengjum á Fada Abidjan, FÍIabcinsströndinni, AP. ÚTVARPIÐ í Chad sagði í gær að Líbýumenn hefðu haldið uppi miklum loftárásum á borg- ina Fada í norðausturhluta Chad á mánudag og þriðjudag. Útvarpið sagði að líbýskar flug- vélar hefðu varpað „sprengjum í tonnatali“ á eyðimerkurborgina Fada, sem er á valdi hersveita stjómarinnar í N’Djamena. Að sögn útvarpsins hafa Líbýu- menn fjölgað í sveitum sínum í Chad úr um 10 þúsund mönnum í 22 þúsund á síðustu vikum. Líbýumenn styðja uppreisnar- menn, sem barizt hafa gegn hersveitum Hissene Habre, for- seta Chad. Frakkar komu Habre til hjálpar og sendu 1.400 hermenn til Chad 5 síðasta mánuði. Síðastliðinn laugardag hófu þeir frekari liðs- flutninga til landsins. Herinn í Chad sýndi frétta- mönnum 14 Máritaníumenn, sem teknir vom til fanga á átakasvæð- unum í norðurhluta landsins. Sagt var að þeir hefðu verið neyddir til þjónustu í herjum Gadhafi Líbýuleiðtoga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.