Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD 23:15 UR FROSTINU (Chill- er). Bandarisk bió- mynd með Michael Beck, Beatrice Straight og Laura Johnson í aðalhlutverk- um. Ungur maður sem þjáist afólæknandi sjúkdómi lætur frysta líkama sinn iþeirri von að læknavísindunum takistað finna lækninguna. Tíu árum seinna byrjar likaminn að þiðna. Mynd þessi er alls ekki vlð hæfi barna. ÁNÆSTUNNI inmiimn mimiiim SFÖstudagur UNDIR ÁHRIFUM. (Underthe Influence). Nýsjón- varpsmynd sem fjallará átakan- legan hátt um þau áhrif sem ofneysla áfengis getur haft á fjöl- skyldulifið. Fjögur uppkomin börn neyðast til að horfast i augu við staðreyndir eftir að hafa afneitað vandamáli foreldra sinna um áraraðir. 22:55 Laugardagur ÁSTIN ER ALDREIÞÖQUL (Love is Never Silent). Áhrifarik bandarisk mynd um togstreitu ungrar konu þegar hún þarfað velja milli þess að lifa eigin lifi eða helga lifsitt heyrnalausum foreldrum. D 0ll K v0' Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn farð þúhjá Helmillstaakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Haustregn Ljöðabók eftir séra Heimi Steinsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ný ferðaskrifstofa, Ferðabær, mun líta dagsins ljós í gamla Steind- órshúsinu á næstunni. Húsið byggði Steindór Einarsson, sem stofnaði og rak leigubílastöð Steindórs þar til margra ára. „Ferðabær“ í gamla Steindórshúsið Þrjár aðrar ferðaskrifstofur í uppsiglingu ÞESSA dagana er unnið að endur- bótum á gamla Steindórshúsinu, Hafnarstræti 2, en það hefur verið leigt undir ferðaskrifstofu, sem tekur til starfa innan skamms. Ferðaskrifstofan hefur hlotið naf- nið Ferðabær og er Birgir Sumarliðason, sem starfað hefur sem flugmaður hjá Arnarflugi, forsvarsmaður hennar. Samgönguráðuneytið hefur einnig veitt tveimur öðrum aðilum vilyrði fyrir leyfí til ferðaskrifstofureksturs á höfuðborgarsvæðinu. Annað fyrir- tækið nefnist Hrífandi hf., og eru aðstandendur þess þeir hinir sömu og eru að reisa hótelbyggingu við Sigtún í Reykjavík. Hinsvegar hefur Einar Guðjohnsen ásamt fleirum í hyggju að setja á stofn ferðaskrif- Tímaritið Frelsið: Nýtt hefti og nýr ritstjóri stofu, en hann hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands og var einn af stofnendum Útivistar. Þá er í bígerð ferðaskrif- stofa á Húsavík, en forsvarsmenn hennar eru þau Björn Sigurðsson og Katrín Eymundsdóttir. ÚT ER komin hjá Ljóðaklúbbi Almenna bókafélagsins ljóðabók eftir séra Heimi Steinsson. Nefn- ist hún Haustregn. Hún er 98 blaðsíður á lengd og hefur að geyma 41 ljóð og tvo ljóðaflokka, sem heita Merlín í Hliðskjálfinni, 6 ljóð og Mundang, 8 ljóð. Höfundur segir svo í forspjalli útg- áfunnar: „Kver það, sem hér er til orðið, hefur að geyma samtíning frá tæpum þremur áratugum. Lengi hef ég efazt um rétt minn til að láta þessa dreif frá mér fara. Nú verð- ur að skeika að sköpuðu. Í bókinni er dálítið af sundurlausum svip- myndum, sem birtar eru hiklaust og ekki er vert að hafa orð á. Jafn- framt verða á vegi allmörg þyngri stef, er kveður við á ný og á ný. Eg bið góðfúsan lesara að reyna Séra Heimir Steinsson að líta hið síðamefnda efnið í sam- hengi og hafa það í huga, að trúarbarátta hefst þráfaldlega í myrkri, en leitar sér að jafnaði stað- ar í ljósi. Rangt er að hampa annarri hlið máls á kostnað hinnar, þegar til er vitnað eða á lofti haft.“ „Ljóð Heimis stinga mjög í stúf við flest það sem út kemur hér ljóða- kyns um þessar mundir. Eins og formálsorðin benda til eru þau að miklum hluta trúarlegs og heim- spekilegs efnis - fjalla um trúarbar- áttu, sem hefst vissulega í myrkri. Enginn sem til þekkir þarf að efast um hvar sú barátta endar, enda er höfundurinn orðinn einn af höfuðk- lerkum landsins og lætur oft til sín heyra um trúarleg og heimspekileg efni,“ segir í frétt frá útgefanda. Séra Heimir Steinsson hefur ekki sent frá sér ljóðabók áður. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnaríjarðar. Hún hefur verið send félögum ljóðaklúbbsins árituð af höfundi. Sttórnunarfélag ÚT ER komið nýtt hefti af tímarit- inu Frelsinu, sem Félag frjáls- hyggjumanna gefur út. Þetta er fyrsta heftið, sem Guðmundur Magnússon, blaðamaður á Morg- unblaðinu, stendur að, en hann tók við ritstjórn timaritsins i fyrra af dr. Hannesi H. Gissurarsyni. í ávarpsorðum til lesenda segir hinn nýi ritstjóri m.a.: „Þessu tímariti var upphaflega hleypt af stokkunum í því skyni, að miðla sjónarmiðum ftjáls- hyggju og vera vettvangur rök- ræðna og skoðana- skipta um þjóðfélagsmál. Meginefni ritsins hefur frá upphafí verið hag- fræðilegs og heimspekilegs eðlis og það efni mun áfram skipa hér vegleg- an sess. Hugmynd nýs ritstjóra er hins vegar sú, að reyna að auka fjöl- breytni efnisins og jafnframt gera tímaritið að breiðari vettvangi borg- aralegra viðhorfa.“ Höfuðefni Frelsisins að þessu sinni er grein eftir Kristján Kristjánsson, kennara við Menntaskólann á Akur- eyri, sem nefnist „Að geta um fijálst höfuð strokið." í greininni deilir Kristján á ýmis viðhorf í heimspeki og stjómmálum, jafnt fijálshyggju- manna sem jafnaðarmanna. í tímarit- inu eru að auki greinar eftir Arnór Hannibalsson, Hannes H. Gissurar- son og birt er þijátíu ára gamalt erindi Sigurðar Nordals um velferð- arríkið. Greinin nefnist „Er ríkið óvinurinn?" og reifar Sigurður þar m.a. ýmsar efasemdir um velferðar- stefnu ríkisins. Nokkrar tafír hafa orðið á útgáfu Frelsins á undanfömum mánuðum, en stefnt er að því að koma útgáf- unni í eðlilegan farveg á næstunni. Meðal efnis í næstu heftum eru grein- ar um endurskoðun námsskrár í samfélagsfræði, ráðdeild í ríkis- rekstri, lögvemdun starfsréttinda og einkaleyfi til starfa, hugmyndaheim ’68 kynslóðarinnar og fijálst útvarp. Þá verður fjallað um ný heimspekirit. wkMmmmm ÞJALFUNARBRAUT TOLVUSKOLANS Þau notendahugbúnaðarkerfi (ritvinnsla), töflureiknar, gagnasafnskerfi sem notuð eru í dag eru mjög öflug. Notendur nota hins vegar yfirleitt ekki nema hluta kerf- anna, það sem á vantar eru yfirleitt þeir hlutar kerfanna sem mesta vinnu spara. Á stuttum námskeiðum ná þátttakendur ekki að tileinka sér þessa flóknu hluti. Nú er í boði námsbraut þar sem nemendur eru þjálfaðir í notkun þessara kerfa. Þessi braut er ætluð fólki í atvinnulífinu sem vill ná færni á þessu sviði. Og með færninni margfaldast afköstin. Þessi braut er því tilvalin fyrir nýtt starfsfólk fyrirtækja. Námið er byggt upp sem 4 sjálfstæðir áfangar. Eftir að hafa tekið fyrsta áfang- ann, GRUNN, er hægt að taka þá áfanga af hinum þremur sem henta. ÁFANGAR: 1. GRUNNUR Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess. Kynning á ritvinnslukerfi, töflureikni og gagnasafnskerfi. Þetta er sami áfangi og áfangi 1 f Forritunar- og kerfisfræðibraut Tölvuskólans. Þetta er besta byrjendanámskeið um einkatölvur sem völ er á. Þrisvar til fjórum sinnum lengra og ítarlegra en önnur byrjendanámskeið. 40 klst. 2. RITVINNSLA Nemendur fá þjálfun í notkun ritvinnslu. Farið verður í uppsetningu bréfa og skjala, helstu staðla, dreifibréf, samruna skjala og fleira. Nemendur velja annað hvort ritvinnslukerfanna Word eða Orðsnilld (WordPerfect). 32 klst. 3. TÖFLUREIKNAR Þjálfun í notkun töflureikna. Helstu notkunarsvið, s. s. uppsetning likana, áætlanagerð, bókhald og töluleg úrvinnsla. Myndræn fram- setning gagna. Nemendur velja á milli kerfanna Lotus 1-2-3 og Multiplan. 32 klst. 4. GAGNASAFNSKERFI Þjálfun i notkun gagnasafnskerfisins dBase III + . Uppbygging gagna- safna, fyrirspurnir, skýrslugerð og póstlistar. Forritun í dBase III + . Einnig verður farið i flutning gagna milli kerfa t. d. úr dBase III + yfir i töflureikni eða ritvinnslu. 36 klst. s Fyrsti GRUNN-áfanginn hefst 23. febrúar 1987. Kennt verður á morgnana, frá kl. 8 til 12. Tveim hópum verður kennt samhliða, hvor hópur um sig verður 3 daga aðra hvora viku og 2 daga hina vikuna. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, í síma 62 10 66. A StJórnundrfélag íslands Jk TÖLVUSKÓU i Ananaustum 15 • Sími; 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.