Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Sparkið íhundinn Reuter Dýraverndunarsinnar eru lítt hrifnir af nýjasta uppátæki leikfangaframleiðenda: böngsum í líki hunda með áletruninni „Sparkið í hundinn". „Það er öldungis glögglega augljóst að undarleg- ar hvatir liggja að baki þegar menn sparka í dýr og gildir það einnig um barsmíðar á böngs- um,“ segir Richard Avanzzino, forseti samtaka í San Francisco, sem fyrirbyggja vilja að dýrum verði gert mein. Mike Murphy átti hugmyndina að hundinum og situr hann hér ásamt nokkrum „gæludýranna. Hann segir að leikfangið „spark- ið í hundinn“ hafi verið kynnt nýverið og heildsalar hafi sýnt mikinn áhuga. Tekið skal fram að tuskudýrið, sem ekki mun eiga sjö dag- ana sæla, er einkum ætlað fullorðnum! Spánn: Nýr leiðtogi hægrímainia Madríd. AP, Alþýðufylkingin, stærsti flokkur hægrimanna á Spáni, kaus sér á sunnudag nýjan leið- toga, ungan og lítt kunnan lögfræðing frá Andalúsíu. Hef- ur kjöri hans yfirleitt verið vel tekið. I dagblaðinu Diarío, sem gefíð er út í Madrid og Sevilla, höfuð- borg Andalúsíu, sagði, að með kjöri Antonio Hemandez Mancha væri verið að boða nýjan tón í þjóðmálaumræðunni, „færri upp- hrópanir um yfirvofandi hrun, meiri áherslu á raunverulegt líf fólksins í landinu, áhyggjur þess og óskir“. Hernandez Mancha, sem er 35 ára gamall, á sæti í efri deild fylk- isþingsins í Andalúsíu og hafði ekki haft nein veruleg afskipti af landsmálunum fyrr en fyrir þrem- ur mánuðum. Manuel Fraga, fyrrum formaður Alþýðufylking- arinnar, sagði af sér í desember sl. og var meginástæðan gengis- leysi flokksins í fylkisþingkosning- unum í Baskalandi. Alþýðufylk- ingin hefur 74 þingsæti af 350 í neðri deild spánska þingsins og er næststærsti flokkurinn. Sósíal- istar eru langstærstir og hafa 184 þingsæti. Rúmenía: Heimilistækin ónothæf vegna rafmagnsskorts Noregur: Grænlandsselur hindrar veiðar Belgrað. Reuter. GRIPIÐ hefur verið til mjög strangrar orkuskömmtunar í Rúmeníu og virðist allt benda til, að orkukreppan, sem rikt hefur i landinu í allan vetur, fari versn- andi. Vestrænir sendimenn í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, segja, að í reglugerð, sem Ceausescu forseti gaf út og birtist í öllum Qölmiðlum, sé kveðið á um enn frekari takmarkan- ir en áður við eldsneytis- og orku- notkun. Svo mikill er rafmagnsskort- urinn, að fólki er fyrirmunað að nota flest algengustu rafmagnstæki á heimilum eða eins og einn sendimað- urinn sagði, „líklega geta þeir ekki lengur pressað buxumar sínar“. I reglugerðinni segir, að ofan á fyrri skömmtun eigi nú að minnka rafmagnsnotkun á heimilum um 20% og um 30% í fyrirtækjum og stofnun- um, sem ekki tengjast iðnframleiðsl- unni. Er ástandið orðið svo slæmt, að mörg rúmensk heimili eru án hita Kína: Bifreiðafram- leiðsla aukin Peking, AP. KÍNVERJAR áætla að auka bíla- framleiðslu sína á þessu ári, að sögn Xinhuahinnar opinberu fréttastofu í Kína. Á síðasta ári dróst framleiðslan saman einkum sökum erlendrar samkeppni og skorts á eldsneyti. Talsmaður stjórnvalda sagði að framleiðsla iéttra vörubifreiða yrði aukin um 3,6 prósent á þessu ári og yrðu 136,200, bílar framleiddir. A hinn bóginn verður dregið úr fram- leiðslu meðalstórra vörubifreiða. Að auki er áætlað að verði örlltil aukning á jeppa- og bílaframleiðslu. Um 98 prósent af öllum þeim farartækjum sem framleidd eru í Kína eru vöru- bflar. Öll sala á bflum er í höndum hins opinbera. Þijú erlend fyrirtæki starfrækja bif- reiðaveksmiðjur í Kína .Volkswagen í Shanghai, American Motors, sem framleiðir jeppa i Peking, og Peugeot í Kanton. Volkswagen er stærsta fyrirtækið og framleiðir um 10,000 fólksbíla fyrir innanlandsmarkað. og stundum án gass vegna þess hve gasþrýstingurinn er lítill og algengt er, að rafmagnslaust sé með öllu langtímum saman. Eru nú hverju tveggja manna heimili í höfuðborg- inni skammtaðar 30 kflówattstundir á mánuði (meðalnotkun á (sl. heimil- unver 240-300 kwst.) og 20 kwst. annars staðar í iandinu. Samsvarandi tölur fyrir þriggja manna fjölskyldur eru 47 kwst. og 33. Rafmagnsnotkun umfram þetta varðar sektum og ef menn fara 10% fram úr gaskvótan- um, 261 kúbikmetra á mánuði, verður lokað algjörlega fyrir það. Venjulega þarf hver þriggja til fíög- urra manna fjölskylda 1000 kúbikm á mánuði. Kaupmannahöfn, frá NJ.Bruun, fréttaritara ÞORSKVEIÐAR við Lofoten hafa gengið treglega í ár sökum þess að selavöður hafa haldið til á þessum slóðum og flækst í net sjómanna. Meðalafli báta hefur að undanförnu verið um 20 kíló af fiski og 10 til 15 Græn- landsselir. Að sögn fulltrúa í upplýsinga- deild norska sjávarútvegsráðu- neytisins íhuga menn nú að hefja selveiðar að nýju. Þær hafa legið í láginni vegna þess hve erfitt er að selja selskinn um þessar mund- ir og vegur þar þyngst áróður náttúruverndarsamtaka. Morgunblaðsins. Fiskifræðingar giska á að allt að 200 þúsund selir séu á þessum slóðum og hafa þeir flækst í net sjómanna allt suður til Skagerak. Selirnir eru sagðir aðframkomnir af sulti. Sjómennimir segja það vera sökum þess að stofnin sé of stór en talsmenn náttúruvemdar- samtaka saka sjómennina um ofveiði á þeim fískistofnum, sem selirnir lifa á. Michael Gylling Ni- elsen, talsmaður dönsku grænfrið- ungasamtakanna, segir samtökin algerlega andvíg því að selveiðar heQist að nýju við Noreg. Losna sykursýkisjúkl- ingar við sprautumar? VONIR standa til, að sykursýkisjúklingar geti losnað undan daglegnm insúlin- stunguskömmtum og fengið í staðinn árlegan skammt af lifandi frumum, sem framleiða þetta nauðsynlega prótínhorm- ón. í ársskömmtunum verða briskirtil- frumur úr svínum eða kúm — hver um sig hálfur millimetri í þvermál og umlukin sérstakri himnu úr lífrænum efnum. Og það sem ekki er síður um vert: Vísinda- menn telja, að þessi tækni gæti einnig komið að gagni við meðhöndlun annarra sjúkdóma. T.d. mætti pakka heilafrumum inn á sama hátt og gefa sjúklingum með Parkinsons- veiki. Vísindamenn hafa nú þegar prófað þessa aðferð á sykursjúkum rottum og músum, með góðum árangri, og lifðu dýrin í meira en ár án insúlín-inngjafa. Búið er um frumumar í sérstakri himnu úr efnum, sem unnin eru úr sjávargróðri, í því skyni að vemda þær fyrir árásum vamar- kerfís líkamans. „Þetta er gífurlega spennandi tækni og hefur fleygt mikið frarn," segir dr. Joyce Baird, sem starfar á rannsóknastofu Westem General Hospital í Edinborg, í viðtali við breska vikublaðið Observer. Vinnuhópur und- ir stjóm hans vinnur að þessum örpillu- rannsóknum. „Ef allt gengur að óskum, losna sykursýki- sjúklingar undan þeirri áþján að þurfa að sprauta sig daglega og auk þess mun insúlín- magnið í blóði þeirra haldast í nákvæmlega réttum skorðum," segir Baird. Sykursýki á háu stigi orsakast af því, að skemmdir verða á þeim hluta briskirtilsins, sem hýsir hina svonefndu Langerhans-eyja- frumuklasa. Sumar þessara frumna framleiða insúlín — efni sem ber með sér þrúgusykur, aðalorkugjafa blóðsins, inn í frumur líka- mans. Insúlínskortur veldur því, að vefír og vöðvar svelta. Fyrstu einkennin eru þreyta, þyngdartap og þorsti, en hljóti viðkomandi ekki meðhöndiun, er honum dauðinn vís. Sykursýkisjúklingar sprauta sig daglega til að vinna á móti insúlínskortinum. Er efnið fengið úr kúm og svínum eða framleitt með erfðatæknilegum aðferðum. Þrátt fyrir inn- gjafimar næst ekki algjört jafnvægi 5 þrúgusykurinnihaldi blóðsins, og geta sveifl- umar smám saman farið að trufla starfsemi nýma, hjarta og augna. Þar kom, að vísindamenn spurðu sig, hvort ekki væri unnt að notast við lifandi insúlín- frumur og.„flytja“ þær yfir í sjúklinginn. Til þess að þetta mætti ná fram að ganga urðu þeir að þróa örpillu-himnuna, sem fyrr er getið. Hún er gerð af þremur lögum; yst og innst úr efnum, sem framleidd em úr sjáv- argróðri, en á milli er þunnt lag úr efni, sem nefnist polylysine. Himnurnar vemda aðkomu-fmmurnar fyrir vamarkerfi líkamans, og gerð þeirra verður að miðast við, að þær valdi ekki skemmdum á þessum viðkvæmu skjólstæðingum sínum. Þar að auki verða himnumar að vera alsett- ar örsmáum götum — nógu stóram til að hleypa inn næringarefnum úr blóðinu og ins- úlíninu út, en nógu litlum til að loka úti stórar ónæmisfmmur, sem ella mundu ráðast til inngöngu og gleypa aðkomufmmumar. Dr. William Cochrane, sem starfar hjá Connaught-rannsóknastofnuninni í Toronto í Kanada, því fyrirtæki sem komið er einna lengst á þessu sviði, segir í viðtali við Obser- ver. „Þegar okkur hefur tekist að fullkomna örpil)utæknina, munum við taka insúlín- frumur úr kúm og svínum og gefa sykursjúk- um í stunguskammti einu sinni á ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.