Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 31 Reuter. Vopnastuldur íHollandi Lögreglan í Hollandi kom fyrir nokkrum dögum upp um mikinn vopna- stuld frá hemum, þann mesta frá stríðslokum. Hafa nokkrir menn verið handteknir, þar á meðal tveir hermenn. Myndir er af 60 ísraelskum Uzi- hríðskotabyssum, sem fundust við húsleit á heimili eins ræningjanna. Róm: Miðborginni lokað fyrir bílum á mesta umferð- artímanum á morgnana - Tilraun til að vernda heilsu borgarbúa og bjarga sögulegum verðmætum frá eyði- leggingu af völdum mengunar Róm. AP. BORGARYFIRVOLD í Róm hafa gripið til þess ráðs að loka mið- borginni á mesta umferðartím- anum á morgnana í því skyni að draga úr eyðileggingu af völdum reykjarmengunar í þessum sögn- ríka borgarhluta. En umhverfisverndarmönnum þykir ekki nóg að gert, og aðrir draga í efa, að ráðstöfun þessi dugi fremur en annað, sem gert hefur verið í sama tilgangi. Tilraunabann þetta er þunga- miðjan í ráðagerð, sem borgaryfir- völd kynntu um síðustu helgi. Stefnt er að því að vinna á reykjar- svælunni, sem skemmir jafnt lungu borgarbúa sem fornar minjar og listaverk. „Þetta er róttæk tilraun til að hafa stjórn á umferðinni og draga úr mengun án þess að vega að borg- arlífinu sjálfu," sagði Nicola Signorello, borgarstjóri Rómar. „Við erum með þessu að vinna að því, að áfram verði líft í Róm.“ Aætlunin kemur til framkvæmda í áföngum frá 16. febrúar til 9. mars og stendur a.m.k. fram í júní. Þá verður málið skoðað á nýjan leik. Evrópubandalagið: Smjörfjallið lækk- að um milljón tonn Briissel. Reuter. Landbúnaðarráðherrar Evr- ópubandalagsins ákváðu á þriðjudag að verja 3,5 milljörðum dollara til þess að losa bandalags- þjóðirnar við þrjá fjórðu hluta smjörfjallsins Talsmaður framkvæmdanefndar EB sagði, að með samkomulaginu væri stefnt að því að minnka geymslukostnaðinn en í frysti- geymslum aðildarlandanna er nú nokkuð á aðra milljón tonna af smjöri. Fyrirhugað er að flytja út 400.000 tonn á niðursettu verði og selja framleiðendum dýrafóðurs annað eins fyrir lítinn pening. 130.000 tonn verða sett á útsölu í aðildarlöndunúm og 100.000 tonn af þráu smjöri verða notuð sem elds- neyti í raforkuverum og til málning- arframleiðslu. Þótt samkomulag hafi náðst um þessar aðgerðir er enn mikill ágreiningur um hvernig staðið skuli að skerðingu mjólkurframleiðslunn- ar um 9,5% á næstu tveimur árum eins og ákveði.ð var í desember sl. Hafa menn áhyggjur af, að tekjur kúabænda muni minnka um 10% við þessa skerðingu. Aquino boðar sókn gegn skæruliðum Manilla. Ap, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, lýsti yfir í gær, að herinn myndi brátt ráðast til at- lögu gegn skæruliðum í landinu. Sagði hún, að stjórnin hefði gert allt, sem í hennar valdi stóð, til að koma á friði en nú væri ljóst, að um hann yrði ekki samið við skæruliða. „Vopnahléinu er lokið,“ sagði Aquino á fundi með 500 hermönn- um í herstöð í Manilla. „Látið þær fréttir berast til allra hermanna svo að þeir verði á varðbergi og gleymi ekki hættunni, sem að þeim steðjar og landsmönnum öllum.“ Vitað er, að 25 menn a.m.k. hafa fallið á þeim fjórum dögum, sem liðnir eru síðan vopnahléið milli skæruliða og stjórnarhersins rann út, og fréttir eru um skærur víða um landið. í ræðu sinni sagði Aqu- ino, að sagan myndi leiða í ljós hveijum væri um að kenna, að frið- arviðræðurnar við skæruliða kommúnista fóru út um þúfur. Svíþjóð: Geisla- virkur úrgangur í Eystra- salt Stokkhólmi, Reuter. Sænska vikublaðið Ny Tekn- ik greindi frá því í gær að 120 tonnum af geislavirkum úr- gangi hefði verið varpað í Eystrsalt um tuttugu km undan sænsku ströndinni eftir fyrstu kjamorkutilraunir Svia á árun- um 1959 til 1961. í blaðinu sagði að úrgangur- inn frá fyrsta tilraunakjam- orkuveri Svía í Stokkhólmi hefði verið settur inn í stein- steypustöpla og varpað niður á 200 m dýpi. Nunnur látn- ar borga í strætisvagna? Ncw Orleans, AP. Verið getur að katólskar nunnur í New Orleans í Banda- ríkjunum verði látnar gjalda fyrir ágreining um stjórnar- skrárákvæði. Nunnur þar í borg hafa í eina öld getað ferð- ast með almenningsvögnum sér að kostnaðarlausu, en í Banda- ríkjunum er kveðið á um aðskilnað kirkju- og ríkisvalds. í desember var gefin út reglugerð um að eingöngu starfsmenn almenningsvagna mættu ferðast ókeypis. Aftur á móti gleymdist að láta nunn- umar vita og er málið nú til athugunar. Nunnum var fyrst veitt leyfi til að ferðast endurgjaldslaust innan New Orleans þegar hest- vagnar vom við lýði. Yfirvöld vildu með þeim hætti þakka systmm Ursuline-reglunnar fyrir að hafa beðið fyrir sigri yfirvalda í ormstunni um New Orleans árið 1815. Kínverjar fórnarlömb flugelda Peking, Reuter. Sautján manns létu lífið vegna gáleysislegrar meðferð- ar á flugeldum þegar ár kanínunnar gekk í garð í Kína. I dagblaði í gær sagði að einn- ig hefðu kviknað 3.040 eldar útfrá flugeldunum og var heild- artjórn metið á 40 milljónir króna. I blaðinu vom birt les- endabréf þar sem hvatt var til þess að reglur um meðferð og sölu flugelda um áramótin, sem Kínveijar fagna 29. janúar, verði hertar. I Peking þurfti að gera að sámm 220 manns, aðallega barna, um áramótin. Skortur á sokkabuxum Moskvu, Reuter. Konur í Sovétríkjunum leita nú logandi Ijósi að sokkabuxum í verslunum vegna þess að upp hefði komið óvæntur skortur, að því er sagði í dagblaðinu Sotsia.listieheska.ya Industría í gær. í svari við lesendabréfi með fyrirspurn um hvers vegna sokkabuxur hefðu horfið af hillum verslana sagði að eftir- spurn hefði aukist þegar verðlagsnefnd ríkisins ákvað fyrir skömmu að lækka verð á þessum fatnaði. Þar kom einnig fram að samkvæmt áætlunum væri geit ráð fyrir að konur keyptu tvennar sokkabuxur á ári. Framleiðsla hefði verið aukin, en því færi fjarri að unnt væri að anna eftirspurn- inni. ÁKLÆÐI Eigum fyrirliggjandi úrvals ákiœði í Volvo 240 og 740 á mjög hagstœðu verðl, Einnig krómaðar toppgrindur á Volvo 240. Passa á ýmsa ameríska jeppa. Áklœði, verð kr. 4.995,- Toppgrindur, verð kr. 5.995- \jnnni * & SUÐURLANDSBRAUT 16 • SlMI 35200 Jíafa ‘Royal Hvítar baðinnréttingar í miklu úrvali Baðinnréttingar fyrir þá sem hafa góðan smekk. Utsölustaðir: Atlabúðin Málningarvöruþjónustan Vöruval Valberg Har. Johansen Brimnes Akureyri, Akranesi ísafirði Ólafsfirði Seyöisfirði Vestmannaeyjum og flest kaupfélög um land allt. Powlseti Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.