Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 35 Sigrún Harðardóttir við eitt verka sinna. Sýnir í Gallerí Borg FIMMTUDAGINN 12. febrúar kl. 17.00 verður opnuð sýning Sigrúnar Harðardóttur í Gall- eri Borg við Austurvöll. Sigrún fæddist í Reykjavík árið 1954. Hún var við nám í teiknara- skóla íslands 1972—73, Mndlista- og handíðaskóla íslands 1978-82 og í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 1982—86. Sigrún er félagi í samtökum myndbanda-, kvikmynda- og hljóðlistamanna í Amsterdam, þar sem hún er nú búsett. Á sýningunni í Gallerí Borg eru olíumálverk unnin á undanfömum árum. Þetta er önnur einkasýning Sigrúnar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 nema mánudaga frá kl. 12.00—18.00, en á laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14.00—18.00. Henni lýkur 24. febrúar. Verðkönnun V erðlagsstof nunar: Matvara allt að 50% hærri á A Isafirði og í Vestmannaeyjum Dæmi um mikinn vcrðmun nokkium vörutegundum í desember sl.: Mcðatverð Mcðalverð ísafirði Reykjavík Verðmunur Cheerios-korn 154 kr. 131 kr. 17% Coco Puffs-korn 160 kr. 139 kr. 15% Dansukker 47 kr. 40 kr. 18% Hvítkál 78 kr. 62 kr. 25% Tómatar 202 kr. 158 kr. 28% Matlaukur 57 kr. 38 kr. 50% Bananat 117 kr. 95 kr. 23% Dtemi um verðmun á nokkrum vörutegundum í desember sl. Meðalvcrð Meðalverð Vcstmannaeyjar Reykjavík Verðmunur Juvel-hveiti 56 kr. 46 kr. 22% Kelloggs kornflakes' 147 kr. 128 kr. 15% llvitkál 70 kr. 56 kr. 25% Epli. rauð 100 kr. 85 kr. 18% ( oca cola 27 kr 20 kr. 35% VERÐLAGSSTOFNUN kannaði verð í matvöruverslunum á ísafirði og í Vestmannaeyjum í nóvember og desember á síðasta ári. Könnunin byggði á verð- samanburði um 370 algengra vörutegunda og staðfesti að verð- lag er mun hærra á þessum stöðum en hægt er að skýra með flutningskostnaði og birgðahaldi, að því er segir í frétt Verðlags- stofnunar. í fréttinni segir að megin niður- stöður könnunarinnar séu meðal annars: „Mikið umfang verslunar á ísafirði með mat- og hreinlætisvörur þ.e. fjöldi og stærð fyrirtækja veldur hærra verðlagi þar en annars staðar á landinu. Fjöldi og stærð þeirra umboðs- og heildsölufyrirtækja sem þjóna ekki fleiri smásöluverslunum en raun ber vitni, hlýtur að hafa áhrif til hækkunar vöruverðs nema álagning í smásölu lækki vegna þjónustu milliliðanna. Þrátt fyrir þá þjónustu sem milli- liðimir veita sem ætti að minnka mjög kostnað smásöluverslana hefur smásöluálagningin hins vegar ekki lækkað heldur hækkað í sumum til- vikum. Verðskyn neytenda er lítið sem kemur m.a. fram í því að verð- samkeppni er lítil þrátt fyrir all- nokkum verðmun á milli verslana. Telja verður líklegt að verðlag muni áfram vera svipað í saman- burði við verðlag í öðmm byggðar- lögum verði engar skipulagslegar breytingar á versluninni eða verslun- areigendur taki upp breytta starfs- hætti. Aukið aðhald af hálfu neytenda með verðsamanburði á milli verslana verður jafnframt að koma til ef eðlileg verðsamkeppni á að geta þróast á ísafirði." Niðurstöður könnunarinnar í Vestmannaeyjum eru þær sömu og á Isafirði. „Dolly Dots“ í Evrópu HLJÓMSVEITIN Dolly Dots skemmtir í veitingahúsinu Evrópu i kvöld, annað kvöld og laugar- dagskvöld, en hljómsveitina skipa fimm kvenmenn frá Hollandi. Þær hafa leikið saman síðan 1979. í upphafi voru liðskonur hljóm- sveitarinnar sex talsins, en í byrjun síðasta árs yfirgaf ein þeirra hópinn og hóf störf á öðrum vettvangi. Hljómsveitin hefur gefið út nokkrar hljómplötur og meðal laga þeirra eru „This girl“, „Only the rain“, „Give the girl a break" og lagið „Hearts beat thunder", sem er nú á hollenska vinsældarlistanum. Það lag er úr nýrri kvikmynd Cannon kvikmynda- félagsins, „Dutch Treat“, og leika Dolly Dots aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd 26. febrúar nk. í Hollandi. Háskólabíó mun væntan- lega frumsýna kvikmyndina hér á landi með vorinu, segir í frétt frá Evrópu. ___ _____ Aðalfundur hundaræktenda AÐALFUNDUR Hundaræktar- félags íslands verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Kristalssal Hótels Loftleiða. Þorrablót Saurbæinga HIÐ árlega þorrablót Saurbæ- inga verður haldið í Risinu að Hverfisgötu 105, Reykjavík, 4. hæð, laugardaginn 14. febrúar. Á borðum verður íslenskur þorra- matur að fomum sið. Meðan borðhald stendur mun Einar Logi leika tónlist. Þá verða skemmtiat- riði, happdrætti og dansað til kl. 02.30. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Afmælisvika Flensborgarskóla: Þekktar hljómsveit- ir koma fram á tónleikum í kvöld AFMÆLISVIKA Flensborgar- skóla í Hafnarfirði stendur nú yfir, en hún er haldin í tilefni 15 ára afmælis nemendafélags- ins. Afmælisvikan hófst form- lega á mánudaginn með ávörpum menntamálaráðherra og bæjar- stjórans i Hafnarfirði. Margþætt dagskrá er í gangi frá morgni til kvölds alla vikuna vegna afmælisins og má þar nefna að á þriðjudagskvöld leiddu þektir ís- lendingar saman hesta sína í ræðukeppni. Á miðvikudagsmorgun var snædd 15 metra löng kaka og brugðið var á leik með ýmsum hætti og um kvöldið var tekið í spil. í dag, fimmtudag, verður kosið í embætti nemenda fyrir næstu önn. í kvöld stendur nemendafélag- ið svo fyrir tónleikum þar sem þekktar hljómsveitir og skemmti- kraftar koma fram. Hljómleikamir eru haldnir til styrktar Amnesty Intemational og fara fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu. Á morgun, föstudag, koma svo nemendur úr Iðnskólanum í Hafn- arfirði í heimsókn og snyrta og kemba hár Flensborgara. Enda- hnúturinn á afmælisviku'na verður svo rekinn um kvöldið á Hlégarði í Mosfellssveit þar sem hljómsveitin Lótus leikur fyrir sveitaballsjúka nemendur. (Úr fréttatilkynningu.) Leiðrétting Villa var í myndatexta í frétt frá fundi um vanda Hraðfrystihúss Stokkseyrar sem birtist á blað- síðu 46 í blaðinu i gær. Björgvin Steinsson var í ræðustól þegar myndin var tekin en ekki Guð- mundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar. Vönduð efni klassísk snið Póstsendum um allt land. KÁPCISALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Næg bílastæði AKCJREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMl 96-25250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.