Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 47 Kveðjuorð: Einar Sigfússon Fæddur 9. desember 1909 Dáinn 30. janúar 1987 Þær voru þungbærar fréttirnar, sem hún Lilli (Sisse) Sigfusson flutti okkur. Maðurinn hennar, Fusser eins og hann kallaðist og kallaði sig sjálfur, var látinn, hafði dáið úr hjartabilun. Við vissum það raunar, að hann hafði verið veikur nokkrum sinnum eftir að hann hætti störfum hjá Sinfóníuhljóm- sveit Árósa en upp á síðkastið virtist sem honum væri farið að heilsast betur. Kvöldið áður en hann lést hlýddu þau hjónin á kammertón- leika Schubert-kvartettsins í Tón- listarhúsinu og hafði hann af þeim mikla ánægju. Finnst mér þessi kvöldstund lýsa sem mildandi ljós yfir skyndilegu fráfalli hans. Ég hitti Fusser og Sisse í fyrsta sinn 2. júlí árið 1935, daginn, sem nýstofnuð hljómsveit Árósaborgar efndi til samkeppni milli margra áhugasamra strengjaleikara. Stóð- ust þau prófið með prýði og var Fusser ráðinn til að leika í litlu lág- fiðlusveitinni, sem auk hans var skipuð Svend Roland, en Sisse fyllti flokkinn ásamt tveimur öðrum á aðra fiðlu. Ég man hve Thomas Jensen var ánægður með þessi úrslit. Hann ' mat þau mikils sem listamenn og vissi um mannkosti þeirra, órjúf- andi tryggð þeirra við hljómsveitina og trúmennsku í starfi og svo það, að þau kunnu að krydda alvöruna með góðlátlegu gamni. Þann eigin- leika kunni Jensen að meta. Fusser var fæddur á íslandi, son- ur Sigfúsar Einarssonar (1877— 1939), hins virta dómorganista í Reykjavík, og bróðir Elsu Sigfúss, söngkonu, sem nú er löngu látin. Menntun sína fékk hann við Kon- unglega danska tónlistarskólann í Kaupmannahöfn og leið ekki á löngu þar til hann hafði samið sig að dönskum venjum og siðum. Sér- staklega urðu miklir kærleikar með honum og dönskunni, þeirri léttu og hlýju kímni, sem sú tunga býr yfir, ekki síst því afbrigði hennar, sem talað er í Kaupmannahöfn. I Arósum var Fusser ómissandi hjálparhella hljómsveitarstjórans, „snúningastrákur" hans eins og hann sagði í gamni, en fyrstu níu árin hafði hljómsveitin enga fasta stjórn. Fusser sá m.a. um samskipt- in við blöð og útvarp og skipulagði einnig tónleikaferðir hljómsveitar- innar um Jótland. Frá 1949—1957 var hann trúnaðarmaður tónlistar- mannanna, á tíma, sem öllu skipti, að samskipti hljóðfæraleikaranna og stjórnarinnar væru góð, árang- ursrík samvinna þrátt fyrir kröpp kjör og erfið vinnuskilyrði. Af myndugleik og með sinni léttu lund átti hann mikinn þátt í að skapa þann samstarfsanda, sem hljóm- sveitin var rómuð fyrir allt frá upphafi og stuðlaði tvímælalaust að þeim miklu listrænu kröfum, sem danskir tónlistarmenn gerðu snemma til sín. Sérstaklega ber að geta áhuga Fussers á kammertónlistinni en hann varð til þess, að strax á fyrstu árum hljómsveitarinnar voru stofn- aðar innan hennar ýmsar kammer- sveitir. Fannst honum með réttu, að á þann hátt mætti best auka list- ræna getu tónlistarmannanna og samvinnu. Fusser varð fyrstur til þess af hljómsveitarfélögunum að fá fasta kennarastöðu við Jóska tónlistar- skólann (á fiðlu, lágfiðlu og í kammertónlist). Hann var frábær Salbjörg Magnús- dóttir — Minning Fædd 2. júlí 1919 Dáin 3. febrúar 1987 Salbjörg var dótturdóttir Bjarna í Ásgarði og dvaldi oft á heimili hans í uppvextinum. Þá var þröngt í búi hjá mörgum en hófðingslund sú er ríkti á því heimili fylgdi henni alla ævi. Hún hlaut í vöggugjöf flesta þá kosti sem manninn mega prýða, góðar gáfur, fegurð, hvar sem á var litið, og hélt hún hinum fagra vexti og limaburði fram til hinstu stundar og var framkoma hennar 611 til fyrirmyndar. Það kom fljótt í ljós að hún var hugsjónamanneskja, sem þráði að vinna að því að bæta lífskjör með- bræðra sinna. Alla ævi var hún þeirri hugsjón trú, vann að því að vernda þá sem voru minni máttar, hver sem í hlut átti og eigingirni var ekki til í hennar fari. Hún fluttist tólf ára gömul með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og átti þar heimili síðan. Ung gift- ist hún Kristjáni Andréssyni, Hafnfirðingi, og eignuðust þau sex börn, sem öll voru vel gefin og dugleg og hlutu háskólamenntun. Einn son sinn misstu þau uppkom- inn og var það þeim mikil sorg. Skömmu síðar andaðist Kristján og hafði Salbjörg þá misst sinn góða lífsförunaut en hún hélt saman heimilinu og hlúði að fjölskyldu sinni eftir bestu getu. Meðan þau Salbjörg og Kristján voru yngri ráku þau bókabúð í Hafnarfirði fyrir Mál og menningu í sjö ár. Síðar er börnin fóru að komast upp, fyrir um það bil tólf árum, hóf hún störf á skrifstofu ríkisspítalanna og starfaði þar uns yfir lauk. Þar kynntist ég mannkostum hennar. Þrátt fyrir erfiða sjúkdóma sem höfðu lengst af hrjáð hana kvartaði hún aldrei og var alltaf tilbúin að bæta á sig störfum ef á lá. Var starfsgleði hennar einstök og hlýlegt viðmót við samstarfs- menn og viðsemjendur stofnunar- innar slíkt að allir voru afgreiddir sem væru þeir vinir. Dugnaðurinn og viljinn var oft meiri en kraftar hennar og heilsa leyfði, sérstaklega hin síðari ár. Ekki heyrðist hún hallmæla öðr- um, heldur mæla þeim bót sem illt umtal hlutu. Hún reyndi ávallt að sjá betri hliðina á tilverunni og virt- ist lífsglöð á hverju sem gekk. Nú þegar hún er horfin okkur félögum hennar, er hún okkur mik- ill harmdauði. Fjölskyldu hennar votta ég innilega samúð. Ég þakka samfylgd Salbjargar og bið þess að hlýjar kveðjur og óskir mínar megi fylgja henni yfir landamærin. Þórdís Aðalbjörnsdóttir Salbjörg er látin. Við sem höfum unnið með Salbjörgu sitjum eftir hljóð. Glaðvær hlátur hennar heyr- ist ekki framar. Við vissum að hún átti við erfiðan sjúkdóm að stríða í mörg ár og að hún þjáðist oft þess vegna. En aldrei kvartaði Sal- björg og gerði lítið úr tilraunum okkar til að tala um veikindi henn- ar. Táp hennar og samviskusemi fékk okkur hin til að vinna betur. Sem starfsmaður var hún alveg einstök. Samviskusemi, vandvirkni og þolinmæði við óþreyjufulla við- skiptavini var eftirbreytni verð. Sem félagi ávallt spaugsöm og fræðandi í senn. Salbjörg hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum og lét ekki sinn hlut nema gegn vandlega rökstuddum ályktunum. Og nú er Salbjörg svo skyndilega horfm. Við héldum að veikindin væru á undanhaldi því hún var svo glöð yfir þeim árangri sem vísindin höfðu náð. Samstarfsfólk á skrif- stofu Ríkisspítala. kennari og starfaði áfram sem hinn kostgæfi skjalavörður hljómsveitar- innar auk þess að sjá um hina vinsælu morgunleika á laugardög- um. Kunnastur öllum almenningi varð hann þó fyrir sumartónleik- ana, sem hann kynnti árum saman á skemmtilegan og smekkvísan hátt. Vegna sjúkleikans varð Fusser að hætta störfum áður en aldurs- markinu var náð. Heilsuleysið lagðist þungt á hann og um stund virtist sem böndin milli hans og hljómsveitarinnar væru að rofna. Sem betur fer birti þó aftur til þeg- ar Tónlistarhúsið var opnað og sérstaklega þegar hljómsveitin hélt upp á fimmtíu ára afmælið. Þegar einn af ritstjórum afmælisritsins fór heim til hans í Stilling og afhenti honum það, tók Fusser á móti því með þessum orðum: „Nú get ég kvatt sáttur við lífið, nú veit ég, að hljómsveitin mun lifa áfram." Fram á síðasta ár tók Fusser þátt í samkomum, sem hljóðfæra- leikararnir efndu til, nú síðast 18. desember ájólaskemmtun í Tónlist- arhúsinu. Eg mun ávallt minnast þess hve ánægður hann var að hitta mig og konu mína enn einu sinni. Lengi hélt hann um hönd mína og talaði um gamla daga og sameigin- legar minningar. Nú er blikið og hlýjan í hans stóru bláu augum slokknuð. Við vinir hans munum alltaf minnast hans sem mikils listamanns og þess góða drengs sem hann var. Hugur okkar er hjá eiginkonu hans og sonunum tveimur, Atla og Finni, hljóðfæra- leikurum með Sinfóníuhljómsveit Suður-Jótlands. þeir hafa ávaxtað vel arfinn, sem þeir fengu úr heima- húsum, og ætla að skila honum t.il þriðja ættliðar. Fyrir hönd Sinfóníuhijóm- sveitar Árósa, dr. phil. Gustav Albeck, prófessor. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstrætí 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Fáskrúðsfirðingar í Reykjavík og nágrenni Hin árlega skemmtun verður haldin í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 14. febrúar. Minnst verður 30 ára afmælis félagsins. Góð skemmtiatriði — dans. Húsið verður opnað kl. 20.30. Boðið verður upp á léttar veitingar til kl. 22.00. Verð aðgöngumiða kr. 750,- Stjórnin Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfœra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 14. febrúar verða til viðtals Katrín Fjeldsted formað- ur heilbrigðisráðs og Haraldur Blöndal formaður umferðarnefndar. + ISLANDSMEISTARAKEPPNI ISAMKVÆMISDÖNSUM Dansviðburður ársins í Laugardalshöll sunnudaginn 5. mars. Dansráð Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.