Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAJR 1987 49 Hjónaminniiig: SnæbjömJ. Thoroddsen ÞórdísM. Thoroddsen framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, fæddur 1941. Eyj- ólfur, flugmaður hjá Cargolux, fæddur 1943, og Jóhann, rafvirki og húsvörður hjá KR, fæddur 1945. Árið 1948 andaðist Guðrún og stóð Reynir þá uppi með synina 3, 5 og 7 ára. Það hafa verið erfiðir tímar fyrir þá alla feðgana. Seinni konu sinni, Ragnheiði Friðriksdóttur frá Flateyri, giftist Reynir árið 1952 og tók hún að sér uppeldi drengjanna. Með henni eignaðist hann fjórða drenginn, árið 1953, Jóhannes Valgeir, matsvein á Hótel Oðinsvéum. Með Reyni í Reynisbúð er horfinn af sjónarsviðinu sá maður sem allt- af var í mínum huga skýrasta dæmið um þá stétt manna sem gegndu þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu, en víkja nú fyrir nýj- um viðskiptaháttum, það er „kaup- maðurinn í hverfinu". Maðurinn sem allir gátu treyst á, allir þekktu hann og til hans var gott að leita með margvísleg vandamál. Hann passaði uppá að engin fjöl- skylda yrði útundan þegar vöru- skorturinn var ríkjandi og þegar ekki voru til peningar fyrir nauð- synjavörum var það hann sem hjálpaði þar til úr rættist, og eftir langan dag í búðinni fyllti hann bílinn af pöntunum sem hann fór með, jafnvel í önnur hverfi borgar- innar til fólksins sem hafði flutt úr hverfinu, en ekki viljað hætta við- skiptunum við hann. Þeir eru margir Vesturbæingarn- ir, sem minnast Reynis með hlýhug og þakklæti, og hans var sárt sakn- að þegar hann neyddist til að hætta verslunarrekstri lýrir tæpum 2 árum eftir að hafa þraukað sár- þjáður alltof lengi, en því aðeins var það mögulegt að Ragnheiður stóð alltaf með honum í versluninni eftir að heilsan bilaði og einnig son- ur þeirra, Valgeir, eftir því sem aðstæður frekast leyfðu. Kynni okkar Reynis hófust árið 1943 þegar ég gerðist sendill í KRON á Skólavörðustíg. Reynir stjórnaði heimsendingar- þjónustunni, en við vorum þá 3 strákar á hjólum og sendiferðabíll á þönum út um allan bæ með vörur frá þessari stærstu matvöruverslun Reykjavíkur. Ég man ennþá reglurnar sem hann setti mér þegar hann fyrst bað mig að hjálpa við að taka til pantanir. „Gleymdu því aldrei, ungi maður, að fólkið treystir okkur til að velja fyrir sig vörurnar, og því trausti megum við aldrei bregðast." Öll þau ár sem síðan eru liðin hef ég haft því láni að fagna að fá að starfa með Reyni, sem af- greiðslumaður og deildarstjóri í KRON, og síðar í frímúrarareglunni og ýmsum samtökum kaupmanna, m.a. stjórn Félags matvörukaup- manna og Stofnlánasjóðs matvöru- versluna, sem hann veitti formennsku í mörg ár. Reynir sat í stjórn Byggingarfélags alþýðu og var formaður í nokkur ár, en það er félagsskapur yfir 100 íbúðareig- enda í verkamannabústöðum. Hann starfaði í Lionshreyfingunni og seint mun gleymast þáttur hans í stofnun og starfsemi Landssamtaka hjartasjúklinga. Reynir lá á gjörgæslu eftir hjartauppskurð í London þegar hann fór að hugsa um, að draga hefði mátt úr ýmsum óþægindum ef hann hefði vitað áður en hann fór út, hvernig þetta gengi fyrir sig. Hann kom þeirri hugmynd á framfæri við læknana hér heima, hvort ekki væri möguleiki á að þeir, sem búnir væru að fara í hjartaað- gerð í London, tækju sig saman um að upplýsa og leiðbeina þeim sem ættu slíkar ferðir fyrir höndum. Hugmyndin vakti mikinn áhuga og átti sinn þátt í því, að stofnuð voru ný samtök, Landssamtök hjartasjúklinga, sem starfað hafa af miklum krafti og m.a. safnað fé til tækjakaupa fýrir Landspítalann og með því flýtt fyrir því, að hjarta- skurðlækningar geta nú farið fram hér á landi. Hvar sem leið Reynis lá hafði hann bætandi áhrif á menn og málefni. Öllu sem til heilla horfði lagði hann lið af heilum hug. Hann fékk hijóstrugt landsvæði til umráða við Elliðavatn. Þar unnu þau hjónin af miklum áhuga hvetja stund sem gafst frá löngu dags- verki í búðinni. Þau byggðu vinalegt hús og sköpuðu unaðsreit með blómaskrúði og trjám, þar sem fugl- arnir bjuggu sér hreiður og fylltu loftið með söng. Þar átti fjölskylda hans og nokkrir vinir ógleymanlega kvöldstund á sjötugsafmæli hans í sumar. Á þeim stað má glöggt sjá að þar er fegurra þegar hann fer en var þegar hann kom. Þær eru orðnar margar ferðinar hennar Ragnheiðar upp á spítala síðastliðin 8 ár. Reynir hafði oft orð á því við mig hve hann væri þakklát- ur fyrir alla þá umhyggju, sem hann naut frá ástvinum sínum, læknum og starfsfólki Landspítal- ans. Eins og að framan er getið var Reynir einn af hvatamönnum stofn- unar hinna nýju samtaka hjarta- sjúklinga, sem beitt hafa sér fyrir söfnun til kaupa á hjartalækninga- tækjum. Það væri því í samræmi við óskir hans ef þeir, sem vildu minnast hans, létu Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Nú er Reynir horfinn sjónum okkar um stund, laus við allar þján- ingar. Yfir móðuna miklu fylgja honum þakkir og árnaðaróskir sam- ferðarmannanna og munu þær verða honum dijúgt veganesti við ný viðfangsefni á bjartara tilveru- stigi. Við Elsa sendum Ragnheiði og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óskar Jóhannsson Kær vinur okkar, Reynir Eyjólfs- son, er látinn, sjötugur að aldri, eftir löng og erfið veikindi. Reynir sýndi mikla hetjulund í veikindum sínum. Við hlið hans stóðu synir hans og fjölskyldur þeirra og frábær var umhyggja konu hans, Ragn- heiðar, til hinstu stundar. Reynir var vel greindur maður, ræðinn og hlýr í viðmóti og hafði góða frásagnargáfu. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, hafði áhuga á mönnum og málefnum. Eðliskostir Reynis nutu sín vel í lífsstarfi hans. Eigin matvöruversl- un rak hann í áratugi og fram á seinustu ár vestur við Bræðraborg- arstíg og var hann einstaklega vinsæll af ungum sem öldnum. Hann var náinn vinur margra af eldri kynslóðinni, sem versluðu við hann daglega. Það var sumt ekkert að flýta sér, gamla fólkið, þegar það fór út í Reynisbúð, en ræddi við hann um þjóðmálin og jafnvel einkamálin, sótti til hans uppörvun og styrk í daglegu lífsstriti sínu. Þeir voru því ófáir sem söknuðu hans sárt, er hann hætti verslunar- rekstri fýrir tveimur árum. Er Reynir kvæntist seinni konu sinni, smáþróaðist kunningsskapur okkar í nána vináttu og höfum við talið þau hjón til bestu vina okkar um áratuga skeið. Við höfum átt saman ótal ánægjustundir á heimil- um okkar og þökkum við þær af alhug. Ferð okkar fjögurra til Austur- landa §ær sumarið 1981 verður okkur ógleymanleg. Ragnheiður og Reynir einstaklega samrýnd hjón, síhress og kát, voru einnig búin að viða að sér nokkurri þekkingu um þessi fjarlægu lönd. Þau voru því hinir ákjósanlegustu ferðafélagar. Sjötugsafmæli Reynis 28. júlí sl. sumar héldu þau hjónin hátíðlegt í sumarbústað sínum við Elliðavatn. Synimir, fjölskyldur þeirra, aðrir ættingjar, vinir og kollegar úr kaup- mannastétt fögnuðu með þeim á þessum merkisdegi. Sólin skein í heiði og setið var inni og úti fram- undir sólarlag. Reynir lék á als oddi þennan fagra dag, en svo fór að halla undan fæti og nú er hann horfinn sjónum okkar. Um leið og við þökkum Reyni samfylgdina biðjum við honum Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um. Ragnheiði, sonunum og fjölskyld- um þeirra svo og öðrum vanda- mönnum vottum við innilega samúð. Rósa og Jónas Snæbjörn Fæddur 15. nóvember 1891 Dáinn 29. janúar 1987 Þórdís Fædd 9. maí 1905 Dáin 23. mai 1982 Laugardaginn 7. febrúar sl. fór fram að Sauðlauksdal útför Snæ- bjarnar J. Thoroddsen. Þar lauk löngum lífsferli merkismanns. Snæbjörn fæddist í Kvígindisdal í Patreksfirði. Foreldrar hans voru Jón A. Thoroddsen, bóndi og kona hans, Sigurlína Sigurðardóttir, Gíslasonar, bónda og bókbindara í Vestur-Botni í Patreksfirði. Föður- ætt Snæbjarnar var af Patreks- fjarðargrein hinnar kunnu Thoroddsenættar. Þegar ég kynntist þeim hjónum var Snæbjörn orðinn meira en 75 ára að aldri. Hann bar aldurinn afburða vel og það svo, að aldrei hefði mér til hugar komið að nota um hann orðið gamall. Kynni okkar urðu með þeim hætti, að sumarið 1967 lagði ég leið mína um Barða- strönd og Rauðasandshrepp. í þeirri ferð kom ég í fyrsta sinn að Kvígindisdal á leið minni út á Látra- bjarg. í Kvígindisdal voru tvö íbúðarhús og vafðist fyrir mér að ákveða hvar ég skyldi knýja dyra til þess m.a. að fá lánaðan síma. Þá bar að gamlan mann, Áma Dagbjartsson, sem ég ráðfærði mig við. Árni benti á efra húsið og svar- aði af bragði: „Farðu til hans Snæbjarnar, hann hjálpar þér undir eins.“ Mikið hef ég alltaf verið þess- um manni þakklát, þó ég sæi hann aldrei aftur. Mér er mjög minnisstæður þessi fyrsti fundur okkar Snæbjarnar og Þórdísar. Þetta fallega, hlýja og menningarlega heimili. Hinar rausnarlegu og elskulegu móttökur húsbændanna, sem tóku okkur, þrem bláókunnugum kvenpersón- um, einsog gömlum vinum. Það var margt sem vakti athygli mína og varð mér umhugsunarefni þessa stund, sem við höfðum viðdvöl í Kvígindisdal. Mér varð t.d. mjög starsýnt á Snæbjöm við fyrstu sýn. Hann hafði verið bóndi um langt árabil í tiltölulega afskekktri og erfiðri sveit. En mér fannst hann ekki hafa yfirbragð erfiðismanns. Hann var fríður maður og það var eitthvað fínlegt og virðulegt við hann, kurteisi og formfesta í fram- komunni, sem hlýleikinn og glettnin gerði sérlega aðlaðandi. Eins og gamli maðurinn sagði var Snæbjörn undireins boðinn og búinn að leysa öll okkar vandamál. Hann hringdi út og austur og útveg- aði okkur bflstjóra til að aka okkur að Látrum. Á meðan nutum við góðgerða og röbbuðum við hús- freyjuna. Allt var þetta innt af hendi eins og við værum að gera þeim stóran greiða, en ekki þau okkur. Það vakti athygli mína og aðdáun á þessum fyrsta fundi okkar hvað þau hjónin vora fordómalaus og frjálslynd og laus við dómgirni. Maður þurfti ekki að tala lengi við Snæbjöm Thoroddsen til að finna að hann var menntaður mað- ur í bestu merkingu þess orðs. Hann hafði líka notið meiri upp- fræðslu en almennt var í sveitum landsins í bytjun aldarinnar. Fyrst í Sauðlauksdal hjá séra Þorvaldi Jakobssyni og síðar í verslunarskól- anum í Reykjvík. Að þessari undirstöðu bjó hann alla ævi. Snæbjöm var maður sem horfði bæði aftur og fram. Hann stóð föst- um fótum í samtímanum, reiðubú- inn að gaumgæfa allar nýjungar og hagnýta sér það sem til hagsæld- ar horfði. Þannig var mér sagt að heimilið í Kvígindisdal hafi verið með eþim allra fyrstu að hagnýta sér tæknina til að létta heimilis- störfin. En Snæbjörn skildi líka vel þýðingu þess að horfa aftur og slitna ekki úr sambandi við upprana sinn, þó hann sæi ekki fortíðina í neinum fölskum ljóma. Á fyrsta fundi okkar í Kvígindisdal sýndi hann mér m.a. merkilega bók. Þar voru skráðar allar jarðir í Rauða- sandshreppi og ábúendur þeirra árin 1703, 1907 og 1963. Auk þess voru í bókinni ágætar ljósmyndir af öllum býlunum og því fólki sem þar bjó 1963. Við samantekt bókar- innar naut Snæbjörn aðstoðar Rósinkrans ívarssonar frá Kirkju- hvammi á Rauðasandi. Rósi var þá búsettur í Reykjavík og var hans þáttur í verkinu að kanna heimildir og afla gagna af söfnum í Reykjavík. Þarna sýndi Snæbjörn mikla framsýni, því á þessum tíma vora slík ritverk nær óþekkt, en á síðustu áram hefur komið út íjöldi slíkra bóka. Snæbjörn var snemma kallaður til starfa fyrir sveit sína og sýslu, en um þann þátt vona ég að ein- hver skrifi sem þekkir þau störf hans betur en ég. Á þessum fyrsta fundi okkar allra í Kvígindisdal kynntist ég Þórdísi minna en Snæbirni. Hún var eins og vant er önnum kafin við að fram- reiða góðgerðir og ganga um beina. En við bættum okkur það upp seinna. Þórdís Magnúsdóttir var fædd 9. maí 1905 á Þinghóli í Tálkna- fírði. Foreldrar hennar vora Magnús Guðmundsson, bóndi og kona hans, Guðrún Guðmundsdótt- ir, Sörenssonar, bónda á Langa- Botni í Geirþjófsfirði. Þórdís var látin í fóstur til hjónanna Þórdísar Guðmundsdóttur og Ólafs Sigurðs- sonar, sem vora búsett á Patreks- fírði. Ólafur var bróðir Sigurlínu, húsfreyju í Kvígindisdal og móður Snæbjamar. Það hefur eflaust verið vegna þessara tengsla sem Þórdís var mjög snemma send í sveit að Kvígindisdal á hvetju sumri. Þau Snæbjöm hafa því verið búin að þekkjast vel og lengi, er þau gengu í hjónaband 12. maí 1923. Þau hafa áreiðanlega verið glæsi- legt par sem framtiðin brosti við. En sorgin gekk ekki hjá þeirra garði frekar en annarra. 9. janúar 1924 eignast þau sitt fyrsta bam, dreng, sem var skírður Jón og dó skömmu eftir fæðingu. 10. febrúar 1925 eignast þau tvíbura, Sigurlínu og Jón, og þau deyja bæði í sama mánuði. Barnamissirinn hefur verið sár og átakanleg reynsla fyrir þessi ungu hjón, ekki síst Þórdísi, sem cr enn innan við tvítugt, þegar hún gengur í gegn um þessa hræðilegu reynslu. En Þórdís og Snæbjörn báru mótlætið með sömu reisn og með- lætið, og eftir þessa eldskírn eignuðust þau 6 börn, sem öll lifa foreldra sína ásamt stóram hópi afkomenda. Þórdís var stillt kona og hefur sá eiginleiki hjálpað henni í þessum þungu raunum. Hún var greind kona og hafði ákveðnar skoðanir, sem hún hélt fram af ein- urð, en reyndi aldrei að þrengja upp á aðra. Best kynntist ég henni á því tímabili, er hún sökum heilsu-- brests varð að dvelja tímum saman á sjúkrahúsum hér í Reykjavík. Sú stilling og þolinmæði sem Þórdís sýndi í því veikindastríði hygg ég að sé fágæt. Alltaf var hún glöð og góð, þegar maður kom í heim- sókn, talaði aldrei um líðan sína, heldur hélt uppi skemmtilegum samræðum. Við töluðum gjaman um bækur og ferðalög, en þau efni voru okkur báðum hugstæð. Á þessum stundum fundum við hvað við áttum margt sameiginlegt svo ólíkar sem við þó voram. Snæbjörn og Þórdís komu oft til Reykjavíkur, enda hætt búskap þegar ég kynntist þeim. Hér áttu þau fullt af frændum og vinum og voru allstaðar eftirsótt. Þó reyndu þau alltaf að finna einhveija stund til að heimsækja mig, enda bæði trölltrygg. Ileimsóknir þeirra vora mér mikið tilhlökkunarefni og alltaf fannst mér þær stundir of fljótar að líða sem við áttum saman. Snæbjörn og Þórdís vora í þeim hópi ágætra Vestfirðinga, sem ég kynntist á gönguferðum mínum um Vestfirði og tengdist vináttubönd- um upp á lífstíð. Nú eru þau bæði horfin á annað tilverastig eins og svo margir af vinum mínum. Þessi sundurlausu og ófullkomnu kveðju- orð eru engin eftirmæli. Þau era einungis persónulegar þakkir mínar fyrir vináttu þeirra og allar þær ógleymanlegu ánægjustundir sem við áttum saman. Ættingjum þeirra öllum sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing þessara merku hjóna. Guðrún Guðvarðardóttir Birting af- m æli s og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. DÆLUR úr ryðfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæði, góð ending og fágað útlit. = HÉÐINN = VÉLAVERSUUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.